Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Æi, Þór Saari
Rólegur á leikrænu tilburðunum.
Trékubburinn sem þú náðir úr rifna Hólmatúnshúsinu og þú ætlar í algleymi dramans að færa Jóhönnu Sigurðardóttir á frekar heima hjá félögum þínum í stjórnarandstöðunni, eins og t.d. í Sjálfstæðisflokki.
Það er fjandinn hafi það ekki Jóhönnu Sigurðardóttur að kenna hvernig komið er fyrir íslenskri þjóð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Háttvirtir og hæstvirtir
Ég eins og vel flestir, að ég hygg, finnst ekkert annað koma til greina en að alþingismenn og þjóðin öll fái að sjá Icesave samninginn.
Nú þegar búið er að koma því á hreint að svo verði mætti ætla að órólega deildin á þingi (lesist Framsóknarflokkur að mestu) væri sátt.
Nei, ekki.
Þeir halda áfram að spyrja og tuða og þráspyrja aftur eins og þeir hafi ekki náð því að í dag fá þeir samninginn til yfirlestrar.
Ég er svo þreytt á þessari sýndarmennsku, þessu lýðskrumi og hávaða sem hefur ekkert með stjórnarandstöðu að gera. Ekkert með málefnalegar umræður að gera heldur.
Væri ekki lag að lesa samninginn yfir og koma svo í pontu og taka umræðu um efnisinnihaldið?
Það mætti ætla það.
Svo er það ekki skrýtið að þjóðin hafi misst alla virðingu fyrir Alþingi, fíflagangurinn er ótrúlegur.
Svo er spurning um hvenær Borgarahreyfingin rennur inn í Framsókn eða öfugt.
Rétt áðan kvartaði Höskuldur Þórhallsson yfir því að forseti þingsins hafi verið að áminna Birgittu Jónsdóttur, þá frábæru konu, yfir að ávarpa ekki ráðherra á réttan hátt.
Sko, þingsköp eru nauðsynleg held ég, þó mín vegna mætti alveg droppa háttvirtur og hæstvirtur.
En það þarf þá að taka ákvörðun um það.
Þangað til verða háttvirtir þingmenn að leggja það á sig að læra þingsköp.
Það er ekkert flóknara en það.
Og að lokum...
Ég ætla að treysta ríkisstjórninni þangað til annað kemur í ljós.
Bara svo það sé á hreinu.
![]() |
Ekki ljóst hvort Icesave-umræða verður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Engin undankomuleið
Það er svo sem ekki mörgu við að bæta um þennan sorglega atburð á Álftanesinu í gær.
En viðbrögð fólks virðast á einn veg.
Skilningur á gjörðinni.
Þetta gerði mig hins vegar verulega sorgmædda.
Vegna tilhugsunarinnar um örvæntinguna, sorgina, reiðina og óttann sem hlýtur að liggja að baki svona aðgerð.
Sumir segja; þetta er bara byrjunin, eins og það hálf hlakki í þeim.
Ég vona svo sannarlega að þeir hafi ekki rétt fyrir sér.
Mér finnst þetta hins vegar vitnisburður um hversu erfitt það er fyrir venjulegt fólk að fóta sig í rústum bankahrunsins.
Þess vegna verða stjórnvöld að hjálpa fólkinu í landinu sem situr nú uppi með reikning útrásarvíkinganna og er jafnvel að missa heimili sín og atvinnu.
Ég varð líka sorgmædd í gær þegar ég horfði á þjóðhátíðarsetninguna á Austurvelli.
Vegna þess að það rann endanlega upp fyrir mér hvar við erum stödd.
...og við virðumst ekki eiga nokkra einustu undankomuleið.
![]() |
Bankinn fékk ekki lyklana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Hættum þessu - út með blikkið
Ég reyni að leiða hjá mér andskotans orðuveitingarnar sem dynja reglulega yfir mann um áramót og á þjóðhátíðardaginn.
Og kannski oftar, hef ekki merkt við þessa atburði í mínu almanaki, ekki frekar en ég þekki þjóðhátíðardag Grænhöfðaeyja eða afmæli Betu drottningar.
Þessi gjörð og aðrar álíka tilgerðaruppákomur, snúa blóðrásinni í mér við.
Og ég verð blá í framan.
Hégómi, tildur, uppskafningsháttur og ankannalegheit er það sem mér dettur helst í hug.
Nú er lag að henda svona leiðindahefðum fyrir róða.
Við eigum ekkert nema okkur sjálf og skuldirnar.
Svona uppákomur eru í ljósi þess algjört stílbrot.
Voru líka stílbrot í gróðærinu en þá voru víkingaandskotarnir í áskrift á blikkið.
Kæri forseti,
Hættu þessari bölvaðri ekkisens vitleysu.
![]() |
Tíu sæmdir fálkaorðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. júní 2009
Hver á Fréttablaðið?
Með leiðara dagsins, skrifuðum af Jóni Kaldal, hefur Fréttablaðið sett niður sína síðustu kartöflu í mínum garði.
Jón Kaldal ræðst harkalega að Evu Joly.
Hver á annars Fréttablaðið?
"Follow the money" segja spekingarnir.
Miðvikudagur, 17. júní 2009
Talandi um Icesave....
..þá hefur þessi "fámiðill" öruggar heimildir fyrir því, að einn af höfundum hinnar tæru snilldar, nánar tiltekið sjálfur Björgúlfur seníor ásamt frú, hafi í morgun spásserað um í Grasagarðinum að skoða blóm.
Ekkert að því svo sem en svo ég orði þetta eins og sjálfur Stebbi Fr. myndi gera, þá vakti athygli að þeim var fylgt í gegnum garðinn af lífvörðum, gráum fyrir járnum.
Það er að minnsta kosti gott til þess að vita að lífið heldur áfram.
Líka hjá hönnuðum bankahrunsins.
P.s. Mér er vandi á höndum þegar kemur að því að færa færsluna í flokka.
Enn er enginn flokkur á blogginu sem heitir "bankahrun", "spillingargengið", "stórþjófar" eða "siðblindingjar".
Ég set þetta því undir "Landsbankadeildina" sem einu sinni var um fótbolta.
![]() |
Gátu ekki stöðvað Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.6.2009 kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 17. júní 2009
Prótótýpan
Óásættanleg framkoma forseta Alþingis, segir formaðurinn með hegðunarvandamálin, SDG.
Ég fylgist með þinginu eins og ég get.
Eins og fleiri.
Ég held að ég sé ekki ein um þá skoðun að þetta komi úr hörðustu átt.
SDG er prótótýpa óásættanlegrar hegðunar.
![]() |
Óásættanleg framkoma forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Farsi í tveimur þáttum
Ef ástandið væri ekki svona alvarlegt á Íslandi núna þá væri það hin besta skemmtun að fylgjast með umræðum í þinginu.
Í gær fékk ég reyndar fyrir hjartað (nú eða eitthvað líffæri þarna í brjóstholinu, hvað veit ég hvað er hvað) þegar SDG fríkaði út í ræðustól þingsins, barði hnefa í pontuna, aftur og aftur (hátt) og gargaði á þingmenn Samfó.
Ég er ekki að fara með neinar skröksögur þegar ég segi að mér hafi brugðið.
Maðurinn missti stjórn á sér og það er aldrei gott að verða vitni að slíku.
Í dag var svo taka tvö í ræðustól Ólátagarðs.
Aftur var það SDG sem var í aðalhlutverki og fékk reyndar dygga aðstoð skoðanasystur sinnar í flokknum henni Eyglóaddna Harðardóttur.
Og nú var það forseti þingsins hún Ásta Ragnheiður sem fríkaði út. Einhver taldi bjölluslögin þegar hún tók hið fræga tónverk, tilbrigði við sjálfsmorð á bjölluna og mun hún hafa slegið í hana þrjátíuogeitthvaðsinnum til að þagga niður í formannsunglingi Framsóknar.
Ásta Ragnheiður; róa sig.
Ég og fleiri vorum alveg yfirkomin af gleði fyrir hönd Framsóknarflokksins þegar nýr formaður og ný forysta var kosin í janúar. (Hér er ég ekki að vera andstyggileg).
Hugsuðum alveg: vei, út með kerfiskallana og kerlurnar - inn með unga og frjóa stjórnmálamenn.
En nú hallast ég að því að Framsóknarflokkurinn hafi tekið þetta með "ungu forystuna" aðeins of langt.
Svo sakna ég Helgu Sigrúnar, sem var á þinginu fyrir kosningar (kom inn fyrir Bjarna Harðar), þar fór nefnilega klár kona sem lét ekki eins og kjáni. Ég tók mark á henni.
En svona er lífið.
En er til of mikils mælst að þingmenn hagi sér í samræmi við þá ábyrgð sem þeim er falin?
Með tilliti til ástandsins í þjóðfélaginu?
Eða er þessi farsi þar bara það sem við eigum skilið?
Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Einleikur forseta á bjöllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Fréttaskýring Jennýjar Önnu um íhaldið í Kópavogi
"Þetta jaðrar við brjálæði", sagði Gunnar I. Birgisson um aðför fjölmiðla, endurskoðendafyrirtækja, Kópavogsbúa og almennings alls á hendur sér.
Gunnar I. Birgisson, sem er algjörlega saklaus af öllum sköpuðum hlutum, en ætlar að hætta að verða bæjarstjóri og gerast óbreyttur bæjarfulltrúi í næstu viku, mun láta gera úttekt á vinnubrögðum Samfylkingarinnar í bæjarstjórn hið bráðasta.
Ástæður þess eru málefnalegar offkors enda engin mannanna verk yfir gagnrýni hafin, eins og þessi krúttvöndull sagði réttilega.
Gott að hann tók það fram að rannsóknin á Samfó væri málefnaleg því ég með minn sauruga hugsunarhátt var farin að halda að hann væri í hefndarhug þessi sómamaður.
Sem hann er auðvitað ekki.
Enda maðurinn eins og nýskeindur básúnuengill hjá Gunnari nafna í Krossinum sem talar um að sannleikurinn muni gera Gunnar frjálsan.
Sem er rétt.
Við erum stödd á Íslandi árið 2009 og fyrirkomulagið hjá íhaldinu í Kópavogi (þar sem Gunnar nýtur víðtæks stuðnings, er hreinlega KÓNGUR) færir mér heim sanninn um að það þarf meira en bankahrun til að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig, án tillits til hvar hann er staddur svona landfræðilega séð.
Til hamingju Gunnar!
![]() |
Þetta jaðrar við brjálæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Ekkert bölvað ekkisens fjallkonukjaftæði
Í allri spillingunni og ruglinu sem er að kæfa mig fæ ég smá aulahroll og skömmustutilfinningu yfir svona "fyndni" sem fréttin um timbraða gestinn vekur hjá mér.
Það er ekki við blaðamanninn að sakast, húmorinn minn er orðinn svo svartur síðan í haust að það er ekki um það talandi.
En að öðru.
Ég er ekki mikill þjóðernissinni svona yfirleitt, get ekki haldið því fram að ég hafi verið stolt af því að vera Íslendingur heldur, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki afrekað neitt sem gefur mér tilefni til að finna til mín.
Maður fæðist einfaldlega einhvers staðar og ræður engu um það.
En..
Ég er hins vegar bæði fegin og þakklát yfir að vera Íslendingur.
Það hefur hingað til falið í sér lágmarkshættu að búa á Íslandi nema auðvitað þegar náttúruöflin hafa farið hamförum.
Á morgun er sautjándinn sem var mikill hátíðisdagur þegar ég var stelpa.
Enda lýðveldið ekki búið að slíta barnsskónum.
Ég man eftir nýjum sportssokkum, hliðartösku, upphlutnum mínum, lyktina af blöðrugasi, pylsum og íspinnum, svo ég ekki tali um kandíflossið í Tívolí.
Það var frítt í strætó.
Fólk gekk um götur bæjarins hnarreist í sínu besta pússi og önnur hver kona á þjóðbúning.
Nú eru allir dagar nánast eins.
Það er búið að hátíðarjafna þannig að munurinn á hátíð og hvunndegi er lítill sem enginn.
En hvað um það.
Hafi ég verið þakklát og glöð með þjóðerni mitt, þá veit ég svei mér ekki hvort ég er það enn, nema að litlu leyti.
Ég skammast mín eiginlega ofan í tær.
Við erum með orðspor sem er ekki gott, við erum fjárglæframenn.
Svo erum við hætt að treysta hvort öðru, enda illa brennd.
Ég fer fram á að okkur verði haldið frá Fjallkonukjaftæði, sóma Íslands, sverði og skjöld.
Ekkert mont, engin samanhristingur, við getum þetta saman kjaftæði.
Við erum einfaldlega ekki ein þjóð í þessu landi.
Hluti hennar er stikkfrí. Meira að segja margir þeirra sem komu okkur á kaldan klaka með græðgi sinni og sjáftöku.
Ekki monta okkur, tala um hversu frábær við séum, dugleg, sterk og kúl.
Ég afber það ekki.
![]() |
Timbraður gestur lýsir eftir eiganda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987757
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr