Leita í fréttum mbl.is

Hættum þessu - út með blikkið

Ég reyni að leiða hjá mér andskotans orðuveitingarnar sem dynja reglulega yfir mann um áramót og á þjóðhátíðardaginn.

Og kannski oftar, hef ekki merkt við þessa atburði í mínu almanaki, ekki frekar en ég þekki þjóðhátíðardag Grænhöfðaeyja eða afmæli Betu drottningar.

Þessi gjörð og aðrar álíka tilgerðaruppákomur, snúa blóðrásinni í mér við.

Og ég verð blá í framan.

Hégómi, tildur, uppskafningsháttur og ankannalegheit er það sem mér dettur helst í hug.

Nú er lag að henda svona leiðindahefðum fyrir róða.

Við eigum ekkert nema okkur sjálf og skuldirnar.

Svona uppákomur eru í ljósi þess algjört stílbrot.

Voru líka stílbrot í gróðærinu en þá voru víkingaandskotarnir í áskrift á blikkið.

Kæri forseti,

Hættu þessari bölvaðri ekkisens vitleysu.


mbl.is Tíu sæmdir fálkaorðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mínum skjólstæðingum fannst ég eiginlega eiga eina svona orðu inni, þegar horft var á fréttir í kvöld......nú, ég spurði

Sigrún Jónsdóttir, 18.6.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hitti konu í fyrradag sem var ákveðin í að tilnefna mig til svona orðuveitingu  Held annars að þessar orðuveitingar hafi gjaldfallið veruleg vegna þess að það er ekki vandað til verka.  Fólki finnst þeir aðiljar sem fá svona orður ekki hafa unnið til þeirra í flestum tilfellum.  Þannig er nú það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2009 kl. 08:52

3 identicon

Forsetinn ætti að sjá sóma sinn í að ná til baka þeim orðum og verðlaunum sem hann hefur veitt útrásarþjófunum undafarin ár - og leggja niður aðrar orðuveitingar þangað til því þarfaverki er lokið. Það er t.d. grátlegt til þess að vita að Siggi feiti skuli vera með orðu og vilji ekki skila henni. Græðgin er svo mikil í peninga og orður, að það minnir helst á hrafna sem stela glansandi hlutum í hreiður sín.

Stefán (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 08:56

4 identicon

Það er eitt sem mér finnst athugavert. Maður vinnur við ákveðið verk, það er hans ævistarf, ef hann verður nógu gamall fær hann orðu fyrir að vinna verkið sitt! Ég meina, eru ekki ansi margir sem eiga að fá orðu, þeir sem hafa skilað góðu "dagsverki"?

Orðu eiga þeir að fá sem af óeigingirni vinna að málum sem kemur launaðri vinnu þeirra ekkert við!

Best er auðvitað að leggja þetta niður.

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 08:59

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hef aldrei skilið þetta orðurugl, niður með orðuveitingar.
Ef einhverjir ættu að fá viðurkenningar þá er það fólkið sem stritar.
Langafi okkar Jenný, fékk einu sinni viðurkenningu fyrir að vera sjómaður, það var á sjómannadaginn þú veist í fyrndinni hann var stoltur elsku karlinn, en lét nú ekki mikið á því bera, enda rólegheitamaður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.6.2009 kl. 09:55

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Milla: Þetta vissi ég ekki með langafa.  Æi dúllan.

Hildur: Sammála.  Leggja niður og veita fólki viðurkenningu á annan máta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2009 kl. 10:13

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Jenný ég held að afarnir okkar hafi ekki verið að segja frá svona löguðu, ÆI það tók því ekki, en mig minnir að ég hafi verið viðstödd og mig minnir einnig að þessi hátíð hafi farið fram við bryggjuna sem var framundan Strandgötunni, þar sem er núna bílaplan, en þú getur spurt pabba þinn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.6.2009 kl. 10:24

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Milla: Geri það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2985698

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.