Leita í fréttum mbl.is

Háttvirtir og hæstvirtir

Ég eins og vel flestir, að ég hygg, finnst ekkert annað koma til greina en að alþingismenn og þjóðin öll fái að sjá Icesave samninginn.

Nú þegar búið er að koma því á hreint að svo verði mætti ætla að órólega deildin á þingi (lesist Framsóknarflokkur að mestu) væri sátt.

Nei, ekki.

Þeir halda áfram að spyrja og tuða og þráspyrja aftur eins og þeir hafi ekki náð því að í dag fá þeir samninginn til yfirlestrar.

Ég er svo þreytt á þessari sýndarmennsku, þessu lýðskrumi og hávaða sem hefur ekkert með stjórnarandstöðu að gera.  Ekkert með málefnalegar umræður að gera heldur.

Væri ekki lag að lesa samninginn yfir og koma svo í pontu og taka umræðu um efnisinnihaldið?

Það mætti ætla það.

Svo er það ekki skrýtið að þjóðin hafi misst alla virðingu fyrir Alþingi, fíflagangurinn er ótrúlegur.

Svo er spurning um hvenær Borgarahreyfingin rennur inn í Framsókn eða öfugt.

Rétt áðan kvartaði Höskuldur Þórhallsson yfir því að forseti þingsins hafi verið að áminna Birgittu Jónsdóttur, þá frábæru konu, yfir að ávarpa ekki ráðherra á réttan hátt.

Sko, þingsköp eru nauðsynleg held ég, þó mín vegna mætti alveg droppa háttvirtur og hæstvirtur.

En það þarf þá að taka ákvörðun um það.

Þangað til verða háttvirtir þingmenn að leggja það á sig að læra þingsköp.

Það er ekkert flóknara en það.

Og að lokum...

Ég ætla að treysta ríkisstjórninni þangað til annað kemur í ljós.

Bara svo það sé á hreinu.


mbl.is Ekki ljóst hvort Icesave-umræða verður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það kom greinilega fram hjá bjöllusauðnum í stóli forseta alþingis að vonkona hennar forsætisráðherrann er heilög.Eftir að hafa stanslaust atyrt Birgittu Jónsdóttur fyrir að ávarpa ekki ráðherra sem hæstvirtann, kom Jóhanna sjálf til að svara Birgittu og sleppti því að ávarpa fjármálaráðherran sem hæstvirtann.Það er greinilega munur á Jóni og séra hjá bjöllusauðnum Ástu Ragnheiði. Þetta geta allir séð á vef Alþingis, frá því um kl 1400.

Sigurgeir Jónsson, 18.6.2009 kl. 14:47

2 identicon

Ég er mjög ánægð með þingmenn Framsóknar og Borgarahreyfingarinnar. Þau standa í lappirnir gegn valdníðslu ríkisstjórnarinnar og skiljanlegt að þeim sé heitt í hamsi þegar helstu lögspekingar landsins vara ítrekað við þessum Icesave samningum á meðan Jóhanna blaðrar bara um að hún treysti sérfræðingum úr ráðuneytunum. Ráðuneytin hafa aldrei verið þekkt fyrir að hafa góða sérfræðinga á sínum snærum. Sigurgeir hefur rétt fyrir sér þegar hann segir um Ástu Ragnheiði að hún mismuni þingmönnum. Það kom vel í ljós áðan.

Guðrún (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2985756

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband