Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 22. mars 2007
UNGLINGSSTELPUR
Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið af hverju ég sé ekki með þessa venjulegu "heimurversnandifer" skoðun á unglingum eins og mér skilst að sé náttúrulögmál þegar maður hefur fjarlægst sjálfa sig á táningsaldri næganlega mikið. Tilfinningin er ekki til staðar og mér finnst unglingsstelpur, sem ég þekki betur til en stáka á þessum aldri, vera betri ef eitthvað er, stilltari, meðvitaðri og rólegri en við vorum hérna í denn. Auðvitað eru þær í hóp, flissandi og hvíslandi en þær virðast vera vissari um hvað þær vilja og hvert þær stefna. Ég er náttúrulega bara að tala um þann hóp sem ég þekki vel til.
Ég var unglingur í bítlaæðinu. Áður en það brast á voru ekki til unglingar, það voru til smástelpur sem síðan stökkbreyttust í kerlingar, með slæður, í nælonsokkum svakalega líkar mæðrum sínum og það var ekkert unglingalegt við þær. Við bítlastelpukynslóðin, við gerðum uppreisn. Hárið var ofan í augu, maskarinn "House of Westmore" var aldrei skilinn eftir heima og varirnar voru málaðar með hvítum sanseruðum varalit eða zinkpasta. Við vorum í útvíðum buxum sem flöksuðust um allt, í leðurjökkum og vorum ógnvænlega flottar að okkur sjálfum fannst. Ekki máttum við mála okkur heima, þar sem fjölskyldan var í losti yfir breytingunni sem hafði orðið á "barninu" þannig að við máluðum okkur í Njálsgötu-Gunnarsbraut-strætó... án spegils.
Við fórum í Æskulýðsráðið á Opið Hús og dingluðum augnahárunum og gerðum okkur smá til við bítlastrákana. Það hét reyndar að vera á föstu, að haldast í hendur við einhvern gæja. Ég náði að vera á föstu með einum í þrjár vikur og halda í hendina á honum og hann sagði hæ.. og bæ.. og ekkert meira, en það var eitthvað svo mikil útgeislun frá honum þegar hann sagði þau og KRAFTUR. Eftir þriggja vikna handahangs sagði ég viðkomandi upp, ég var ekki svona saklaus.
Við gerðum allskonar af okkur. Stálumst í borð í Akraborgina og héldum upp á Skaga, skruppum upp í bæ og sjá.... við misstum af bátnum. Engin ferð í bæinn fyrr en daginn eftir og við trylltumst úr gleði (en ég vældi smá því ég vissi hvað biði mín, straff í amk. viku), foreldrar mínir brjáluðust á sinn rólega og yfirvegaða hátt en gátu ekkert gert, á þessum tíma var meiriháttar mál að fara upp á Skaga. Við skemmtum okkur konunglega og enn í dag má ég ekki heyra Mr. tambourine man án þess að tárast úr gleði.
Við lugum því vinkonurnar að við ætluðum á skíði og vera eina nótt í KR-skála. Ferðinni var heitið í Stapann og skv. foreldrum okkar þá voru bara kanamellur í Stapanum (landafræðikunnátta foreldranna ekki alveg að gera sig). Við héldum því með útigallana og vel nestaðar (svið og sollis) í Keflavíkurrútuna og djömmuðum kröftuglega en áttum í vandræðum með skíðanestið og plebbafötin svona "geymsluwise". Daginn eftir klipum við okkur í kinnarnar til að sýnast útiteknar. Þetta er í eina skiptið sem svona lygaplott heppnaðist. Það var svo mikil spenna fólgin í öllum þessum undirbúningi, sektarkennd auðvitað líka en við urðum sérfræðingar í að ná okkar fram.
Við vorum of ungar í Glaumbæ, við komumst að því að með því að mæta kl. 20.00 var okkur hleypt inn og við létum fara lítið fyrir okkur upp á efstu hæð þar til að húsið fylltist um kl. 23,00
Iss ég verð að stoppa núna. Sögurnar eru óteljandi. Þetta verður RITRÖÐ. Nóg sagt í bili og ef að þú pabbi slysast hér inn, þá máttu vita að mér finnst þetta mjög leiðinlegt. Hm... fyrirgefðu og ekki segja mömmu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 21. mars 2007
MISNOTAÐI STJÚPDÓTTUR
Enn einn málamyndadómurinn er fallinn, nú í Héraðsdómi Vesturlands en þar er karlmaður dæmdur í 12 mánaða fangelsi þar af 9 mánuði skilorðsbundna. Maðurinn situr þá inni í 3 mánuði svipað og í undanförnum dómum. Það er eins og þeir séu að stela sælgæti í sjoppu, nánast.
Brotið var framið árið 2002 þegar stúlkan var 11 ára. Hún var sofandi og varnarlaus þegar hann káfaði á henni innanklæða. Enn einn þursinn sem mylur undan trausti barns á sínu nánasta umhverfi.
Nú er að koma tími á undirskriftalista. Ég segi þetta ekki af heift eða af því ég er í hefndarhug heldur verða kynferðisafbrot að vera refsiverð í samræmi við alvarleika þeirra.
![]() |
Dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 21. mars 2007
SKÍRNIN Í BOÐI VÍS
Í morgun las ég í Blaðinu að nú fá skírnarbörn Grafarvogskirkju áritaðan smekk að gjöf frá VÍS. Þetta er pínu fyndið og rosalega "smekklaust". Nú teygja fyrirtækin anga sína inn í prívatathafnir fjölskyldnanna í Grafarvogi og nágrenni, ekkert tækifæri til auglýsingamennsku skal látið ónotað.
Í praxis lítur þetta svona út: Hvítur smekkur með rauðri rönd og á honum stendur: "Þakkið Drottni því að hann er góður" og undir mynd af Grafarvogskirkju stendur "Með kveðju frá Grafarvogskirkju" Með smekknum fylgir svo auglýsingabæklingur um bílstóla frá VÍS.
Í staðinn fyrir auglýsinguna fær kirkjan styrk frá VÍS.
Skyldi bresta á með fjöldaflótta úr Grafarvogssókn þegar skíra á börn? Smekkurinn er nefnilega forljótur og kannski vill fólk halda auglýsendum utanvið sínar helgustu stundir eins og þegar barni er gefið nafn. Æi ég vona það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 21. mars 2007
SIGURÐUR KÁRI ÓTTAST EKKI RAUÐ HVERFI
Í "Íslandi í dag" þar sem Sigurður Kári og Ögmundur sátu fyrir svörum var ma rætt um lögleiðinguna á vændi sem rann í gegn í þinginu á meðan fagnaðarlætin um fyrningarafnám á kynferðisafbrotum stóðu sem hæst. Ég held að fæstir hafi áttað sig á þessu veiðileyfi sem búið er að gefa út á konur og nú geta íslenskir melludólgar fagnað.
En aftur að Sigurði Kára. Aðspurður kvaðst hann ekki óttast að rauð hverfi muni rísa hér þar sem eftirspurnin væri einfaldlega ekki til staðar. Það er þá í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn telur það af hinu góða að skortur á eftirspurn skuli vera fyrir hendi. Hvaðan Sigurður Kári hefur þessar upplýsingar um skort á eftirspurn eftir vændi vildi ég gjarnan fá að vita.
Nú eru klámkóngar þessa lands, eigendur staða þar sem mansal og vændi lifa góðu lífi, með ríkari mönnum. Sumir þeirra flagga auðlegð sinni og senda samfélaginu fokkmerki, enda voru þeir nánast ósnertanlegir og núna eru þeir orðnir löglegir. Eins og Eimskipafélagið og Aktavis. Merkilegt að þessir staðir þar sem vændi er stundað og hingað fluttar erlendar konur sem koma oft úr sárri fátækt og neyð, skuli hagnast svona rosalega ef eftirspurn eftir vændiskonum er ekki til staðar. Erfitt að sjá hvernig það á að ganga upp.
Nú er bara að setjast niður og bíða. Lögin taka gildi um næstu helgi. Ég hef á tilfinningunni að ýmislegt eigi eftir að breytast. Núna er allt opið og leyfilegt og dólgarnir hljóta að fagna því. Mansal og vændi er blómlegur bissniss. Dúndrandi hagvöxtur í greininni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 21. mars 2007
EINS GOTT AÐ HLÝÐA
Stundum veit ég ekki hvernig ég get brugðist við þegar fréttir um ofbeldi og viðbjóð eins og þessi rekur á fjörur mínar. Svona menn eru sadistar, fullir af hatri og viðbjóði. Hugmyndaaugðin er ótrúleg. Að þessu sinni voru augu konunnar rifin úr þegar hún vildi ekki sofa hjá honum. Það er sem sagt lífshættulegt að segja nei í sumum tilfellum.
Lagt er til að maðurinn fái 30 ára fangelsi. Það er einhvern veginn sama hvernig við snúum þessu dæmi, ekkert getur bætt skaðann. Konan er með varanlega örorku það er óumbreytanleg staðreynd.
Konan var búin að sækja um skilnað þegar ódæðið var framið. Hvað næst????
![]() |
Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að rífa augun úr eiginkonu sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
LOK, LOK OG LÆS..
Eins og fólk sennilega veit þá á að loka iðjuþjálfun geðdeildar Landspítala. Merkilegt að hjá svona "ríkri" þjóð skuli ekki vera hægt að halda þeim fáu úrræðum úti sem bjóðast geðsjúkum. Í gær sá ég viðtal við konu sem hafði verið mjög veik af geðhvörfum þar sem þunglyndi var aðalmeinið. Hún lýsti veikindum sínum þannig að manni rann kallt vatn milli skinns og hörunds. Rosalegt að fólk skuli þurfa að þjást svona og úrræðin skuli vera svona fá. Þessi kona sagði að iðjuþjálfun hafi bjargað lífi sínu. Hún varð til þess að endurheimta færni hennar á vinnumarkaði og er konan nú í sínu fyrra starfi en hún er kennari.
En nú á að loka. Ég næ ekki upp í nefið á mér. Ég er líka hissa á hversu lítið er bloggað um þetta. Það eru enn miklir fordómar gagnvart geðsjúkum ætli þögnin skýrist af því? Það er hagur hvers samfélags að koma veikum til bata á ný, gera þá virka í þjóðfélaginu, styðja þá á allan hátt til sjálfshjálpar. En við lokum deildum. Það er mál að linni.
Mikið rosalega hlakka ég til að geta kosið í vor og vonandi lagt mitt lóð á vogarskálarnar þannig að núverandi ríkisstjórn verði minni eitt. Slæm minnig að vísu en ekki raunveruleiki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
SELSKAPSDÖMUR - LISTAMENN
Ég var að sjá í fréttunum áðan að "Strawberry Club" (sem ég vissi ekki einu sinni að væri til) hafi sótt um 30 kennitölur nýlega fyrir jafnmargar konur frá Rúmeníu sem eru selskapsdömur í klúbbnum og selja kampavín. Þetta hlýtur að vera vandasamt verk. Stórkostlegur innflutningur á vinnuafli í kampavínsbransanum. Allt listamenn frá Balkanlöndum.
Í fréttinni kemur fram að þær koma inn á undnþágu sem listamenn. Eigendur klúbbsins halda því fram að það séu þær eimitt. Þær selji kampavín, spjalli við gestina, dansi fyrir þá en fækki ekki fötum (utan á Jarðaberjaklúbbnum eru mjög fáklæddar konur), engin súla er á staðnum (það breytir öllu) og þegar gestir kaupa kampavín þá fara þær með þeim afsíðis að spjalla!
Þetta er vændi undir rós, leyfi ég mér að fullyrða. Á þetta að vera hægt? Ef þetta er svona saklaust hví konur frá Balkanlöndum, er ekki nóg af íslenskum konum sem vilja vinna þessa selskapsvinnu, sem reyndar er ólaunuð að sögn eins eiganda klúbbsins.
Konurnar hafa ekki leyfi til að vinna hér á landi þar sem þær eru á undanþágu sem listamenn en hvenær hefur það að hella í glas og fara afsíðis með fólki haft eitthvað með vinnu að gera?
Stundum skammast ég mín niður í hrúgu fyrir að vera íslendingur.
Lögreglan er að rannsaka málið en með hin nýsamþykktu lög um vændi er það þá nokkur vinnandi vegur að uppræta þetta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
FERMINGAR OMG
Það er brostið á með fermingum.... og í kjölfarið fermingarveislum. Ég hef farið í ótal slíkar á liðnum árum og engin ein stendur upp úr nema ef vera kynni fermingarveisla þeirrar einu dóttur minnar af þremur sem ákvað að undirgangsat manndómsvígsluna. Allar þessar fermingarveislur sem hlaupa á tugum ef ekki hundruð renna saman í einn hrærigraut. Gæti ekki munað hver var hvað þó líf mitt lægi við.
Mér finnast þessar veislur lítið skemmtilegar. Samkomur í hátimbraðri vorsól sunnudagsstemmingar og gluggaveðurs. Úff ekki minn uppáhalds tebolli. Af þessu mætti álykta að ég væri antisósíal, að ég nyti mín ekki á mannamótum en svo er ekki. Þessar veislur eru svo hefðbundnar og fyrirsjáanlegar að það er ekki grín að gerandi. Halló-halló hvernig væra að gæða þessar veislur frumleika, að halda öðruvísi fermingarveislur, hafa músík tam.?
Fljótlega upp úr áramótum, ár hvert tékka ég á hversu margir hausar verði fermdir í fjölskyldunni það árið og í ár (eftir því sem ég kemst næst) nada. Ég slepp fyrir horn. Ef að þessu viðhorfi mínu fréttist þá verður mér sennilega ekki boðið í framtíðinni eða ég beðin að vera með skemmtiatriði í næstu veislu, sem væri rétt mátulegt á mig fyrir neikvæðnina.
Til hamingju fermingarbörn til sjávar og sveita.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
AÐ VERA FYRIR INNAN EÐA UTAN..
Nú þá vitum við að það fæðast hlutfallslega fleiri börn utan hjónabands á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Einhver túlkaði einhvern tímann utanhjónabandsbörn sem merki um lausung kvenna en það er orðið langt síðan.
Ég held svei mér þá að þetta sé fagnaðarefni. Íslendingar hafna greinilega þeirri hugmynd að ekki sé gerlegt fyrir börn að vera utan hjónabands. Við erum með opinn huga íslendingar. Ég veit að mælingar og statistik eru nauðsyn. Það pirrar mig samt alveg svakalega þetta utan hjónabands fyrirkomulag. Er ekki óvígð sambúð jafn gilt form og gifting? Afhverju er þetta í byrjunsíðarialdarviðhorf gagnvart hjónabandi enn við líði hjá Hagstofum heimsins? Arg...
![]() |
Um þriðjungur barna fæðist innan hjónabands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. mars 2007
HVERSU BLÁEYGÐUR GETUR MAÐUR VERIÐ??
Í dag hef ég fengið tvö svona email. Frá sama manni en sitthvor dauðaorsök á meintum eigenda peninganna. Birti þetta ef einhver á blogginu hefur ekki heyrt um þessi þjófnaðarmál en ég hef frétt af nokkrum sem hafa sent peninga í svona fyrirkomulag. ARG
From: "peter amed" peter_ali_amed36@hotmail.com
Date: Sun, 18 Mar 2007 08:51:24 +0000
>FROM: MR PETER AMED.
>AUDITTING AND ACCOUNTING MANAGER,
>BANK OF AFRICAN (BOA)
>OUAGADOUGOU-BURKINA FASO,
>WEST AFRICA.
>
> TOP SECRET
>
>DEAR FRIEND,
>
>I AM MR.PETER AMED,THE AUDITTING MANAGER OF BANK OF AFRICAN (BOA)
>BURKINA FASO IN WEST AFRICAN CONTINENT. DURING MY INVESTIGATION AND
>AUDITTING IN THIS BANK,I CAME ACROSS A VERY HUGE SUM OF MONEY
>BELONGING TO A DECEASED PERSON WHO DIED ON 31ST OCTOBER 1999 IN A
>PLANE CRASH WITH HIS WIFE: VIEW THE SITE :
>(http://www.zenpageweavers.com/malikahti/journal/flight.htm) AND CNN
>NEWS:
>(http://www.cnn.com/US/9910/31/egyptair.families.02/)
>
>BANK OF AFRICA GOT INFORMATION AFTER HIS DEATH THAT HIS TWO CHILDREN
>WHICH THEIR NAMES DID NOT MENTIONED IN THE ABOVE SITE WERE AMONG THE
>VICTIMS.THE BANKING LAW AND GUIDLING HERE STIPULATES THAT IF SUCH
>FUND REMAINED UNCLAIMED AFTER TEN YEARS IT WILL BE TRANSFERED INTO
>THE BANK TREASURY AS UNCLAIMED FUND
>
>AND THE FUND HAS BEEN DORMANT IN HIS ACCOUNT WITH THIS BANK WITHOUT
>ANY CLAIM OF THE FUND IN OUR CUSTODY EITHER FROM HIS FAMILY OR
>RELATION BEFORE MY DISCOVERY TO THIS ISSUE.THE SAID AMOUNT WAS
>US$13.7M (THIRTEEN MILLON SEVEN HUNDRED THOUSAND UNITED STATES
>DOLLARS).
>
>MEANWHILE THE TRANSFER OF THIS FUND WILL REQUIRE A SECOND PARTY OR
>FELLOW WHO WILL FORWARD CLAIM AS THE NEXT OF KIN OR BUSINESS PARTNER
>OF THE DECEASED TO THE BANK OF AFRICA,AND ALSO PRESENT A FOREIGN
>ACCOUNT WHERE THE FUND WILLBE RE-TRANSFERRED AFTER PAYMENT APPROVAL
>IS GRANTED.SO,THE REQUEST OF FOREIGNER AS NEXT OF KIN OR BUSINESS
>PARTNER ON THIS TRANSACTION IS
>OCCASSIONED BY THE FACT THAT THE CUSTOMER WAS A FOREIGNER AND I, AS
>A BURKINABE CANNOT STAND AS NEXT OF KIN TO THE DECEASED.
>
>MOREOVER,I WILL NOT FAIL TO INFORM YOU THAT THIS TRANSACTION IS 100%
>RISK FREE. AND ON SMOOTH CONCLUSION OF THIS TRANSACTION,YOU WILL BE
>ENTITLED TO 40% OF THE TOTAL SUM AS GRATIFICATION, WHILE 10% WILL BE
>SET ASIDE TO TAKE CARE OF EXPENSES THAT MAY ARISE DURING THE TIME OF
>TRANSFER AND ALSO TELEPHONE BILLS, WHILE 50% WILL BE FOR ME. DUE TO
>THE ACCOUNT HAS BEEN DORMANT FOR MANY YEARS AFTER THE DEATH OF THE
>OWNER,YOU SHOULD KNOW THAT AN UPFRONT EXPENSES WILL BE INVOLVE ON
>THIS TRANSACTION BEFORE THE FUND
>WILL BE TRANSFERRED INTO ANY OF YOUR ACCOUNT BY THE BANK OF AFRICA.
>AND IT'S BOTH OF US THAT WILL PAY AN UPFRONT EXPENSES WHICH WILL BE
>INVOLVED ON THIS TRANSACTION IN ORDER TO ENSURE A SMOOTH
>ANDSUCCESSFUL TRANSFER OF THE FUND TO YOUR ACCOUNT.
>
>I WILL BE HERE IN THE BANK OF AFRICA AND MONITOR THE WHOLE
>TRANSACTION WITH YOUR ASSISTANCE UNTIL YOU CONFIRM THE TOTAL FUND IN
>YOUR ACCOUNT PEACEFULLY.ONCE YOU CONFIRMED THE TOTAL FUND IN YOUR
>ACCOUNT SUCCESSFULLY, I WILL COME OVER TO YOUR COUNTRY FOR MY OWN
>SHARE OF THE FUND.UPON RECIEPT OF A POSITIVE RESPONSE FROM YOU,I
>WILL GIVE YOU MORE DETAILS ABOUT THE
>TRANSACTION AND APPLICATION FORM YOU SHOULD SUBMIT TO THE BANK AS
>THE BENEFICIARY OF THE FUND.
>
>PLEASE CONTACT ME IMMEDIATELY VIA MY E-MAIL ADDRESS
>
>I WILL BE EXPECTING YOUR URGENT REPLY.
>
>THANKS IN ADVANCE FOR YOUR CO-OPERATION.
>
>YOURS FAITHFULLY,
>MR.PETER AMED.
>
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2988390
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr