Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 18. maí 2007
AÐ HANGA Á SNÚRUNNI GLAÐUR MEÐ SITT
Af og til heyri ég frásagnir af alkóhólistum sem hafa náð góðum tíma í edrúmennsku og hafa fallið. Ég sjálf lét líða góð 10 ár á milli minna tveggja meðferða. Ég sagði af mér sem alkahólisti eftir fyrri meðferðina, var í þolanlegu standi í nokkur ár og endaði svo nærri dauða en lífi í meðferð í október í fyrra. Í hvert skipti em ég heyri fréttir af ölkum sem falla er það áminning fyrir mig og hversu varlega maður þarf að stíga til jarðar. Að allir alkar, hversu lengi sem þeir hafa verið alsgáðir eru jafn langt eða stutt frá fyrsta glasinu. Ég verð alltaf hrygg þegar ég heyri af einhverjum vini mínum sem hefur skrikað fótur í edrúgöngunni. Ekki hissa en hrygg, því eins og mætur maður sagði "hvað er eðlilegra en að alkahólisti detti í það?". Ok, það má vera en það er samt sárt.
Sem betur fer er maður ekki með lögsögu yfir neinum öðrum en sjálfum sér og það er, alla vega í mínu tilfelli, ærið verkefni. Ég rek því nefið ekki ofan í annarra koppa og kirnur enda eins gott þar sem verkefnin mín í edrúmennskunni eru nægjanleg svo ekki sé nú meira sagt.
Ég á 2 daga í 7 mánaða edrúafmæli. Í bráðum 7 mánuði hef ég dvalið á snúrunni stórkostlegu, í misjöfnu veðri reyndar, örsjaldan (kannski bara alveg í byrjun) hef ég barist við að halda mér þar vegna ágjafar en flesta dagana ef ég bærst í vindinum, ósköp þægilega í brakandi þurrk. Ég plana ekki lengur en 7 klukkutíma í einu fram í tímann. Það gefur mér leyfi til að fullyrða að ég muni fara edrú að sofa í kvöld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 18. maí 2007
DAGURINN Í DAG..
..verður spennandi og er reyndar þegar orðinn það. Nú kl. 11 verður Stöð 2 í beinni frá fundi Geirs og Ólafs Ragnars á Bessastöðum. Ég trúði vart mínum eigin augum þegar ég las um það. Getur verið að fjölmiðlar fái að vera á fundinum???
Margir eru að blogga um alskyns samsæriskenningar. Ég hef verið að lesa um kenninguna sem er geysivinsæl í dag, þe kenningin um að ríkisstjórn Geirs og ISG sé þegar handsöluð. Ég vil ekki trúa því, það er ekki mín reynsla af ISG að hún sé mikið fyrir hin "reykfylltu bakherbergi". En við sjáum nú til.
Svo er að sýna æðruleysi, bíða fagurlega, gæta sín á að ofanda ekki, huga að blóðþrýstingi, vera í láréttri stöðu til að minnka álag á líkamann og borða reglulega á meðan þessi ofurspenningur ríkir. Ég ætla að gera það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 18. maí 2007
NÚ ER LAG!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 18. maí 2007
HÚS-LÆKNIR LÖÐRANDI Í LÝSI
Ég horfði á Hús-lækninn en gleymdi að minna bloggvinkonur mínar á yfirvofandi komu hans á heimili víðs vegar á landinu. Annars finnst mér karlmörðurinn alls ekki sexý svo langt því frá heldur dáist ég að því hvað hann er mikill ruddi og að hann sé látinn komast upp með það, en í Ameríku alvörunnar væri búið að "súa" af honum rassinn. En stelpurnar vinkonur mínar halda ekki vatni vegna karaktersins og þjást illa af hinu svokallaða "badboysyndrome" sem er útbreitt meðal kvenna, nokkurs konar stökkbreytt móðureðli, löngun til að ala upp óalandi og óferjandi götustráka á fullorðinsaldri. Ég er þó alveg sátt við að þær glápi á kvekindið í sjónkanum því á meðan fara þær ekki á stjá eftir alvöru mannflökum.
Svo kom lýsisauglýsing og gjöreyðilagði þennan annars þolanlega dag. Ég get ekki horft á lýsi, má ekki hugsa um það og ef ég hefði verið fædd svona 4 árum fyrr þá hefði ég fengið lýsi neyddu í mig úr könnu á hverjum degi í Melaskóla. Þá sæti ég ekki hér og bloggaði heldur væri ég ólæs og óskrifandi vegna þess að námsferli mínum hefði lokið eftir fyrsta daginn þá og þar. Svo klígjugjörn er ég að lýsi fæst ekki geymt í mínum eðalísskáp og húsbandið lætur sér nægja töflur. Mér finnst að svona auglýsingar ættu að vera tveggjalófa, þe með viðvörun fyrir viðkvæma.
Nú, stór dagur á morgun því þá byrja stjórnarmyndunarviðræðurnar formlega. Forsetinn hlýtur að verða við Ósk Geirs H. Haarde að veita honum umboðið. Þá getur maður farið á límingunum af spenningi yfir því hvernig það mál fer allt saman.
Gúddnætgæs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 17. maí 2007
NEI HEYRÐU MIG SOLLA!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að ljóst hafi legið fyrir, að Vinstrihreyfingunni-grænu framboði hugnaðist ekki að reyna að mynda vinstristjórn með Framsóknarflokknum. Mér finnst þetta "vinarbragð" ISG gagnvart VG ekki par jólalegt það verð ég að segja. Það hefur verið dagsljóst og marg oft komið fram að VG hafa ekki útilokað nokkurn kost. Ef SF þarf að sættast við tilhugsunina að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum er vænlegast til árangurs að taka bara ábyrgð á því án þess að benda á sökudólga. Svei mér þá er engu að treysta lengur?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 17. maí 2007
AF STJÓRNARMYNDUN OG BARNI
Þetta er merkilegur og spennandi dagur. Ríkisstjórn sem sumir telja farsæla en ég arfalélega hefur runnið sitt skeið á enda. Geir nefnir til ástæðuna um nauman meirihluta. Halló, halló það hefur verið ljóst síðan á sunnudagsmorgun og ekki miklir möguleikar á að meirihluti stjórnarinnar stækkaði við það að þeir töluðu saman. Hver sem ástæðan er þá er þessu lokið og það er gott.
Geir og ISG hafa ákveðið að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður á morgun. Það er betri kostur en hin upphaflega vitleysa í Jóni og Geir. Samt er ég ekki neitt rosa glöð, hefði viljað að Geir hefði byrjað á VG. Ég er að hugsa um stóriðjuna og tekjulægstu hópana. Samfylkingin ræddi mikið um biðlistana sem er gott og gengt en hvað með elli- og örorkuþega. Mig minnir að Samfylkingin hafi talað um að eitthvað yrði gert í þeim efnum þegar svigrúm gæfist. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki í pólitík svona "frasawise" þá er það svigrúms- og stöðugleikafrasinn.
Nú ég var með hana Jenny Unu Errriksdótturrr í nótt og við skemmtum okkur all-svakalega vel. Jenny er alltaf að læra ný orð og orðasambönd. Núna er "harrrrðbannað að killa og klípa", ekki að ég hafi verið með fyrirætlanir í þá átt hún bara tilkynnti mér það svona óforvarendis. Svo er hún að fá hugmynd um tímann þessi elska. Allt sem er leiðinlegt ætlar hún að gera á "ettir" eða á "morgun" en hún var á kaffihúsi í "gær" og risessan fór í sturtu úti í öllum fötunum í "fyrramálið" (lesist í gærmorgun) Svo segir hún "manstu amma" og "Jenny er feimin" en "alltaf kutteis" svo er hún komin upp á lag með að segja "amma Jenny fá ís, gerru ða" og amman engist í krúttkasti og langar að BORÐA barnið. Jenny fór svo í afmæli suður með sjó.
Nú er að bíða frétta af nýhöfnum rómans Sjálfstæðisflokks og samfylkingar. Biðlund, biðlund, æðruleysi og sjálfstjórnarfyrirkomulag.
Lofjúgæs!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 17. maí 2007
ER EITTHVAÐ UM ÞETTA AÐ SEGJA...
..annað en Guði sé lof og áfram skal haldið. Nú er það Samfylking. Af hverju er ekki byrjað á VG?
![]() |
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 17. maí 2007
ÉG ER AÐ VERÐA ÆR..
...úr spennu (jákvæðu stressi sjá færslu fyrir neðan). Ég náði í eftirfarandi á fréttavef RÚV:
"Stjórnarmyndun: Framsókn fundar
Þingflokkur Framsóknarflokksins situr nú á fundi og ræðir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn , loft er lævi blandið" sagði varaformaður Framsóknarflokksins fyrir fundinn.
Óljóst er hvort stjórnarflokkarnir halda áfram samstarfi en Samfylkingin og Vinstri-hreyfingin grænt framboð eru tilbúin til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn."
"Loft lævi blandið" Jesúsamía, fáum við kannski DS- eða DVstjórn eftir allt saman. Þetta á eftir að drepa mig krakkar. Hver hefur taugar í svona? Ekki hún ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 17. maí 2007
JÁKVÆTT STRESS - JÁJÁ

Getur stress verið jákvætt? Sumir halda því fram að þeir vinni best undir pressu. Það er nokkuð til í því en það er fjandanum óhollara að vera stressaður. Af því ég er svo trúuð á Moggastjörnuspána þá reyni ég að stressa mig upp og nota síðan orkuna í að þvo upp og taka til á lóðinni. Símtölin sem hafa fengið að bíða - sjáum nú til - nebb ekki eitt einasta símtal á bið. Það er vegna þess að ég er svo síminn að ég nota hvert tækifæri til að hanga með símann á eyranu. Komin með legusár á eyrað eins og einhver sagði. Bréfabunkinn næstur, jabb verð að ráðast á hann. Bréfabunki hvar ertu?? Ég leitaði af mér allan grun, enginn bréfabunki.
Heyrðu Moggatetur hver er eiginlega í spánni og btw er þetta spá? Eru þetta ekki heilræði? Það er að segja ef maður er stressaður, á eftir að hringja milljón símtöl og vinna í bréfabunkanum. Bíddu við það stendur ekkert um ímeil, hm.. ég er með fleiri hundruð og fimmtíu sollis sem ég þarf að svara. Þolinmæði er dyggð. Ég bíð eftir að Mogginn setji þau í stjörnuspána.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. maí 2007
MÁ VERA..
...að kona geti látið sig dreyma? Í fréttinni stendur að vaxandi vantrú sé á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins innan beggja flokkanna. Ástæðan er talin vera að ekkert hafi gerst í viðræðum formanna flokkanna.
Það skyldi þó ekki vera möguleiki á að það glitti í einhverja þá ríkisstjórn sem hæfir betur útkomu í kosningunum um síðustu helgi? Ég þori varla að trúa því. Nú er bara að krossa fingur og vona að eitthvað það gerist sem amk. bendir til að lýðræðislegar kosningar og skýr skilaboð kjósenda myndbirtast í myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Úllala!
![]() |
Vaxandi vantrú á framhald stjórnarsamstarfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 3
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 2988316
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 162
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr