Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 20. maí 2007
ÉG STUNDA EKKI HAUSATALNINGAR...
...þegar Silfur Egils er annars vegar en panell nr. 2 núna áðan samanstóð af 5 körlum (að Agli meðtöldum). Það er ekki fjöldi karlanna sem verður mér tilefni til þessa bloggs heldur besserwissaraháttur sumra þáttakenda. Það voru Sigurður G. Tómasson og Pétur Tyrfingsson sem þar fóru á kostum. Pétur Tyrfingsson tók fram að hann væri ekki hrifinn af samsæriskenningum, en setti fram nokkrar í leiðinni. Sama gerði Sigurður G. Tómasson. Þa´best´asegeggimeir.
Andrés og Pétur hinn voru málefnalegir og fá heilan hóp af "poengum" fyrir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 20. maí 2007
ÞAÐ ER EKKI MOGGANUM AÐ KENNA..
..hið almenna fréttamat vestrænna fjölmiðla en þeir mættu kannski fara að íhuga málið. Ég vaknaði eftir ljúfan svefn (hefð verið betra fyrir litteratúr heimsins ef ég hefði vaknað af martröð) og fór beint í Moggann. Kona reynir að sofa ekki yfir sig á fréttavaktinni. Forvitnin er sjúklegt ástand í tilfelli þessarar konu. Mogginn tekinn, á innsoginu, flett, flett, andanum náð og meira flett, flett (flettið er í netískum skilningi auðvitað) og þetta blasti við mér:
- Sex létu lífið í sprengingu í Perú
- Jose Ramos-Horta sór embættiseið
- Íbúar Caracas mótmæla lokun sjónvarpsstöðvar
- 40 slösuðust þegar eldur kom upp í hringekju
- Þrír fórust í umferðarslysi í Danmörku
- Ísralesher drap þrjá Hamasliða
- Mannfall í átökum líbanska hersins við öfgamenn
- Yfir 30 uppreisnarmenn felldir í Afganistan
- Rúmenar halda tryggð við forsetann
Hér er, eins og glöggt má sjá er jákvæðustu fréttirnar hjá Mogganum í erlendu deildinni í dag, mótmæli íbúa Caracas vegna lokunar á sjónvarpsstöð og að Jose Ramos-Horta hafi svarið embættiseið en það er eins og allir vita ákaflega umdeilanlegur harmur. Úff ég ætla ekki að tékka nánar á þessum fréttum og komast síðan að því að einhverjir hafi verið drepnir eða lemstraðir við tækifærin. Ekki misskilja mig ég vill veg sannleikans sem mestan en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Ég ætla að lifa lengi enn og til þess að það geti gerst stóráfallalaust verð ég sennilega að fara á geðlyf. Svona til að auka Seretoníið í heilanum, annars arka ég hreinlega yfir móðuna miklu einn daginn.
Úpps, hæ krakkar og góðan daginn! Er nokkuð fréttnæmt að gerast í lífi ykkar, enginn alvarlega slasaður eða sollis?
P.s. sá að neðsti linkurinn er um að rúmenar haldi tryggð við forsetann. Sorrý sá það ekki, heilinn alveg mengaður af neikvæðni. Mogginn - 5 points!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 20. maí 2007
ANNASAMUR DAGUR..
..hjá henni Jenny Unu Errriksdóttur og hún staðið á haus nánast með fullt af verkefnum í allan dag.
Hún tók sig til og ryksugaði fyrir foreldra sína og hljóp um allt til að ljúka húsverkunum á tíma.
síðan fór hún í Húsdýragarðinn og horfði þar á öll dýrin en sá ekki gívaffa, kókófíl eða jákarl. Í þeirri ferð var myndavélin ekki með í för en ég hef það frá fyrstu hendi að Jenny hafi verið glöð og ekki feimin.
Svo kom hún heim úr þeirri merkilegu ferð og hóf að leika sér við dúkkuna sem amma og Einarrr gáfu henni um daginn. Jenny vill koma því á framfæri að margur sé knár þótt hann sé smár en eins og sjá má þá kemst hún ágætlega fyrir á borðsendanum en Jenny er ekki mjög um það gefið að verið sé að segja að hún sé agnarlítil. Hún er rúmlega tveggja árrrra og er alveg að verða þrrriggja.
Þessu er hér með komið á framfæri frá yngismeyjunni nöfnu minni sem núna sefur svefni hinna réttlátu.
Góða nótt frá henni
PS. VOFFINN HENNAR JÓNU BLOGGVINKONU MINNAR (www.jonaa.blog.is) ER TÝNDUR! KÍKIÐ Á BLOGGIÐ HENNAR OG FÁIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 19. maí 2007
ÞAÐ ER BROSTIÐ Á MEÐ SUMRI..
..en þangað til í dag var vor í hausnum á mér og sumarið var í fjarlægri framtíð. Ég held að það sé vegna þess að stóran hluta ársins er maður að bíða eftir sumrinu. Ég hefði þess vegna getað beðið það af mér ef ekki væri vegna þess að ég mundi allt í einu í dag að sænsk vinkona mín, hún Inga-Lill er að koma næstu helgi í SUMARFRÍ til mín. Þá seytlaði sumarið inn í vitund mína. Merkilegt. Annars er kalt, það verður að segjast eins og er. Það er heldur ekki við öðru að búast við búum hér en ekki á Spáni.
Inga-Lill vinkona mín hefur verið í lífi mínu í yfir hartnær 30 ár. Ég veit reyndar ekki hvernig lífið væri án hennar. Ég vann stórt í happdrættinu þegar ég hitti hana. Hún er prótótýpan af vinkonu, sálarlegur tvíburi og hún fer aldrei, sama á hverju gengur. Hún ætlar að dvelja hjá okkur í hálfan mánuð. Úje.
Inga-Lill býr á Skáni. Við sveitaveginn rétt fyrir utan Ystad. Hinum megin við götuna er stórt engi þar sem rauður valmúinn blómstrar og gömul kirkja stendur í blómahafinu og það er bara svo fallegt! Það er sá galli á gjöf Njarðar að sænsku flugukvikindin, þessar sem eru eins og fiskiflugur eru þarna í gengdarlausu magni á sumrin og ætla að æra mann með stöðugum árásum á andlitið á manni. Þess vegna finnst mér best að horfa á heimilið hennar Ingu-Lill á mynd þegar fluguárstíðin gengur í garð. Haust og vor eru fínir heimsóknartímar til þessarar bestuvinkonu minnar.
Nóg um það. Nú tel ég niður, Sveriges alletiders flicka är på väg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 19. maí 2007
ALLT ÖNNUR EMMA!
Ég er vön að lesa Emmubókina fyrir hana Jenny Unu Errrriksdótturrr. "Emma meiðir sig" er ákaflega vinsæl bók áður en farið er að lúlla. En hérna er frétt sem ég nappaði af Vísi um allt öðruvísi Emmu sem skv. fréttinni er dálítið pírípú út í karlinn. Ég hef þó ekki heyrt margar sögur af konum sem klippa föt eiginmanna í tætlur í skilnaðardeilum eins og höfundur greinarinnar, en aumingja Emma þarf að leita sér læknis því hún er greinilega meidd á sálinni.
"Það hafa verið sagðar sögur af konum sem hafa farið með skærin í fataskáp eiginmannsins í skilnaðardeilum. Ekki hún Emma Thomason. Hún gerði gott betur. Emma býr í Whitehaven í Bretlandi. Hún var að fara að ganga að eiga Jason Wilson, kærastann sinn til margra ára. Þau eru bæði rúmlega tvítug og voru farin að búa saman.
Um daginn stoppaði Jason á kránni til þess að fá sér öl. Á meðan hann sat þar hringdi Emma og bað hann um að koma heim. Jason sagði að hann ætlaði að fá sér einn öl í viðbót. Emma varð reið og þau rifust þar til Emma skellti á.
Svo fór Emma og tók öll fötin hans Jasons. Og alla munina hans Jasons. Og setti þetta allt inn í bílinn hans Jasons. Svo keyrði Emma bílinn hans Jasons niður á höfn. Tók af honum handbremsuna og...plask.
Jason er nú að reyna að selja giftingarhringana til þess að geta keypt sér nærbuxur og sokka til skiptanna. "
Svona getur lífið tekið á sig tragiskar myndir stundum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 19. maí 2007
ENDURBIRT ÞUMALFINGURSREGLA
"ÞUMALFINGURSREGLAN" - "THE RULE OF THUMB"
Pistillinn um þumalfingursregluna var einn sá fyrsti sem ég skrifaði hér á blogginu. Mér finnst ágætt að fólk viti hvaðan þessi frasi sem svo mikið er notaður, á uppruna sinn.
Þumalfingursreglan svokallaða er talin eiga uppruna sinn á Englandi en þar finnst hún fyrst skjalfest árið 1692. Þumalfingursbreidd kaðals eða annars bareflis var talin leyfileg stærð fyrir eiginmenn sem vildu refsa konum sínum með barsmíðum.
Það mun hafa verið Sir Francis Buller sem fyrstur mun hafa kveðið á um þetta. Hann var því fyrir vikið kallaður Þumall dómari að því er sagnir herma.
Maður gekk um í mörg ár og talaði um þumalfingursregluna hingað og þangað án þess að hafa grænan grun um að þar lægju að baki kvenlegir harmar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 19. maí 2007
KARLAFRASINN...
.."ENGINN ER ANNARS BRÓÐIR Í LEIK" er einn af þeim leiðinlegri sem ég heyri. Þetta er frasi sem hefur aðeins eina merkingu og er notaður til að afsaka með málskrúði að maður sparki í vini sína og taki þá í bakaríið. Það má pakka alls kyns viðbjóð í gjafapakkningar. Mér segir svo hugur að margur stjórnmálamaðurinn afsaki gjörðir sínar í hinni pólitísku refskák með þessum handhæga frasa. Segi það jafnvel upphátt alveg eins og þetta sé leyfilegt undartekningatilvik frá Guði þegar vináttusvik eru annars vegar. Verum vinir en ef þú ætlar að stíga á tærnar á mér kæri félagi þá færðu að finna fyrir því.
Heyrði þennan frasa í sjónvarpsumræðu fyrir einhverjum dögum síðan og er búin að vera með gæsahúð síðan. Kommon ekki réttlæta lélega framkomu með svona hátíðarfrösum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 19. maí 2007
BONNY ER FUNDIN - LOKSINS!
Lögreglan í Glostrup í Danmörku nappaði konu á áttræðisaldri við að selja hass. Þarna mun vera komin Bonny hin ógurlega að drýgja tekjurnar eftir að hafa sloppið frá lögreglunni hérna um árið. Bonny beibí heldur sér vel þrátt fyrir háan aldur og lögreglan hefur ekki hugmynd um að þarna er þessi alræmda kona á ferðinni.
Nebb bölvuð vitleysa er þetta. En þarna er sum sé eldri dama í fíkniefnabransanum að drýgja tekjurnar með hassölu. Þetta sýnir nú bara fram á að það er hægt að vera glæpsamlega hneigður langt fram á grafarbakka. Konunni var sleppt þar sem hún hafði ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Sagði ég ekki? Er ekki stórhættulegt að hafa ellilífeyrinn svona lágan? Það kallar á vandræði get ég sagt ykkur.
Góðan daginn annars.
![]() |
76 ára kona seldi hass |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 18. maí 2007
ÖSSUR ER SKEMMTILEGUR KARL...
..tilfinngaríkur og oft töluvert montinn. Í dag hefur hann verið að springa úr monti. Össur hefur ekki látið sig muna um að hrópa ókvæðisorð að "samherjunum" VG og þá einkum og sér í lagi að Steingrími J. sem hann segir hafa klúðrað möguleikanum á vinstri stjórn. Samt er það augljóst þegar maður sér Össur í fréttunum að hann er eins og köttur sem hefur komist í rjóma, hann getur ekki leynt því hvað hann er ánægður með þróun mála. Kolbrún Halldórsdóttir upplýsti í Íslandi i dag í kvöld að hún hefði fengið SMS frá Össuri á kosninganótt þar sem hann sagði hana hafa klúðrað möguleikanum á vinstri stjórn.
Nú veit ég ekki hversu lengi þessar viðræður Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks hafa staðið, þær virðast handsalaðar. Haft er eftir Össuri í Mogganum:
Það sem við erum að gera núna felst m.a. í ákveðinni textavinnu og þó henni sé ekki lokið lít ég ekki svo á að það ríki nein óvissa um þetta, sagði hann í samtali við blaðamann mbl.is nú í kvöld. Það er mjög góður andi í þessum viðræðum og ég met það svo, sem nokkuð sjóaður stjórnmálamáður að okkur miði hratt og vel áleiðis enda er greinilegt að það er fullur vilji til að greiða úr þeim vandamálum sem upp koma, sagði hann.
Hann segir líka að nú sé verið að sameina það besta úr báðum flokkum (the best of both worlds?).
Ég óska þeim velgengi við stjórnarmyndunarviðræðurnar og viðurkenni fúslega að mér finnst DS mun skárri kostur en ef Framsókn hefði setið áfram. Ég hef litið á Samfylkinguna sem samherja og þess vegna finnst mér þetta ansi kaldar kveðjur frá Samfylkingu til VG.
Annars nenni ég þessu stjórnmálabloggi ekki mikið lengur. Ætlaði að láta eiga sig að sinni en ég gat hreinlega ekki á mér setið þegar ég heyrði montröflið í Össuri. Sorrygæs.
Dramb er falli næst!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 18. maí 2007
MÉR LÍÐUR EKKI ÞANNIG!
Lífslíkur íslenskra kvenna eru 83 ár og ég má sem sagt reikna með því að lifa svo lengi ef frá eru taldir áhættuþættir eins og sykursýki og reykingar. Hm.. í dag líður mér eins og ég sé ekki deginum yngri en 96! Sko líkamlega því andinn er þokkalega ern miðað við aldur reynslu og fyrri störf. Ég get einhvernvegin ekki ímyndað mér hvernig konu líður þegar hún er komin á níræðisaldur. Ætli ég verði töffari? Vaði um allt eins og bóhem með sígóið lafandi milli varanna. Nebb ég ætla að vona ef ég lifi svo lengi að ég verði þokkalega hætt í tóbakinu.
Mér finnst eins og gamalt fólk sé svo lítils metið í þjóðfélaginu, eins og það sé reiknað með að það eigi bara að bíða eftir að gefa upp andann. Af hverju er alltaf verið að láta gamalt fólk föndra? Er það eitthvað náttúrulögmál að öllum langi átómatiskt að föndra um leið og þeir eru komnir á löglegan ellialdur? Eða músíkin sem er verið að spila fyrir fólkið. Alltaf ættjarðarlög og aftur ættjarðarlög. Ég er vissu að margir vildu heyra jazz, blues, Presley jafnvel og hvað með Paul Anka? Ég ætla að vona að Herman Hermits verði ekki spilaðir non stop þegar ég verð á elliheimilinu eða sambýlinu. No milk today eða I´m on an island með Kinks. Gott einstaka sinnum til að komast í nostalgíuna en bara einstaka sinnum. Ekki heldur tóma Bítla eða Stóns. Í alvörunni það er eins og maður stökkbreytist yfir í hópsál um leið og ákveðnum aldri er náð.
Lífslíkur karlmanna er 79 ár. Af hverju eru karlmenn með minni lífslíkur en konur? Segið mér.
![]() |
Lífslíkur íslenskra kvenna 83 ár en íslenskra karla 79 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 2
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 163
- Frá upphafi: 2988315
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 161
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr