Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

KYNNI TIL SÖGUNNAR NOKKRAR BLOGGVINKONUR

..sem allar reyndar,  eru eðalbloggarar.  Ég les þær af mikilli áfergju og fæ alltaf mikið út úr lestrinum.  Þær eru ólíkar, allar skemmtilegar, fræðandi og fyndnar.  Ég vil að sjálfsögðu deila með mér af því sem er gott og bendi hér á nokkrar.  Meira seinna því af nógu er að taka.

www.gurrihar.blog.is Gurrí er kattarkona, býr í Himnaríki og er blaðakona á milli þess sem hún bloggar.  Hún er andstyggilega fyndin.  Muhahahaha

www.anno.blog.is Anna bloggar um allt milli himins og jarðar.  Hún er vel heima í mörgum málefnum, launfyndin og með meirapróf á músik og menntamál. Anna er ein af þeim sem manni finnst maður alltaf hafa þekkt.

www.asdisomar.blog.is Er jákvæður og yndislegur bloggari sem lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi.  Konan er megatöffari og með hjarta úr gulli.  Missi aldrei úr færslu, hún bjargar deginum.

www.skessa.blog.is Er kona með ákveðnar skoðanir, hamhleypa og engann vegin skaplaus, sér skemmtilega vinkla á málefnum og er alltaf til í að endurskoða sjálfa sig.  Svo fjandi flott.

www.asthildurcesil.blog.is Er fulltrúi Vestfirðinga.  Hún bloggar um pólitík, daglegga lífið fyrir vestan og tekur myndir af heimabænum þannig að maður finnur lyktina þaðan.

www.evathor.blog.is Er húsmóðurtöffari með meirapróf á kaldhæðni.  Hún er þrusu skemmtileg og nú um stundir er hún fulltrúi okkar í Amó. 

www.jonaa.blog.is Er alhliða bloggari og verðandi rithöfundur.  Hún er brjálæðislega fyndin, tilfinningarík og má skammast sín fyrir hvað hún kaus.  Ég elska konuna.

www.lauola.blog.is Hörkutöffarinn Laufey sem er svo leikinn með pennann.  Hún skrifar flottar færslur og ég er viss um að einn daginn á hún eftir að vera í forystu í pólitíkinni, vinstra megin að sjálfsögðu og taka á stærstu meinum samfélagsins.

www.hross.blog.is Er flottur bloggari sem bloggar um allskonar.  Hún er líka persónuleg í sínum pistlum og ekki hrædd að vísa í hvunndaginn sinn.  Ég passa vel upp á að missa ekki af henni, fremur en öllum hinum reyndar.

Jesús minn.  Út í hvað er ég komin.  Það er svo erfitt að velja úr.  Ég tek fleiri næst.  Það sem skiptir máli er að sem flestir fái að kynnast bloggvinkonum mínum.  Ég er að gera ykkur greiða góðir gestir og gangandi, sko stóran GREIÐA. 

 Skiljið blómin eftir á leiðinni út.

 


HÁLF MÁTTLAUST GLEÐIEFNI

1

..að einkadans skuli bannaður frá og með 1. júlí n.k.  Auðvitað fagna ég því að það skuli ekki lengur leyfilegt að stunda vafasama gjörninga í hálf-lokuðu rými en alveg er ég viss um að eigendur nektardansstaða eru búnir að finna sér leið kringum þetta eins og áður hefur verið gert þegar reynt hefur verið að koma í veg fyrir vændi og misnotkun á þeim konum sem á þessum klúbbum starfa.  Ég æti trúað að þessi forvinna hafi gengið undir vinnuheitinu "hvernig taka á löggjafann í afturendann" eða eitthvað í þeim dúr.


mbl.is Einkadansinn líður undir lok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENN Á NÝ..

1

.. leggur amma-Brynja land undir fót og fer til London til að passa hann Oliver okkar á meðan mamman og pabbinn fara til Spánar í brúðkaup Hebu og Toms.  Með ömmu-Brynju fer Gunnur, stóra frænkan hans Olivers og saman ætlar þetta tríó að taka London með stormi.

1

Amma-Brynja er bjargvætturinn minn í myndamálum af krúttmolanum í London.  Hún er búin að lofa mér að smella af í gríð og erg.  Amma-Brynja þú ert bara flottust. 

Granny-J


ENN EIN FJÖLDAÁRÁSIN..

 

..um helgina og enn einn þolandinn liggur höfuðkúpubrotinn á gjörgæslu LHS.  Árásin var gerð í íbúð við Hjaltabakka.  Ég er reyndar orðlaus, það er enginn endir á djöfulganginum.  Ríkir blóðugt stríð hérna í borginni?

 


mbl.is Sex í yfirheyrslu eftir fjöldaárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ DREKKA Á RÉTTAN HÁTT..

..getur verið vandasamt fyrir suma.  Þar á meðal mig en ég myndi seint skrifa upp á að ég hafi drukkið það eðlilega.  En enn er bisað við að finna góða fleti á "víninu" og nú hafa þrír næringarfræðingar frá Ankerhus Seminarium og spítalanum í Hvidrovre þrjóað fjögur ný ráð um áfengi.  M.a. ráðleggja þessir næringarfræðingar, fólki sem kann vel að meta bjór og vín að neyta þess reglulega, í smáum skömmtum með mat.

Hm... þetta má vel vera rétt en mikið rosalega hefði ég gripið svona á lofti meðan ég var í "áfenginu" (understatement, var líka á læknadópi).  Að drekka samkvæmt ráðleggingum frá næringarfræðingi hefði komið sér vel í baráttunni fyrir áframhaldandi fylleríi.

Auðvitað er þetta útúrdúr og fíflaskapur í mér.  Meginþorri fólks kann að fara með áfengi og ef vín gerir þeim gott þá "be my guest", ég ætla að halda mér við sódavatnið, í ómældu magni auðvitað.


mbl.is Vín er hollt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG BÍÐ ÞOLINMÓÐ..

1

...eftir frétt í sunnudagsblöðunum þar sem segir frá því að borgarbúar hafi ekki hagað sér eins og víkingar á sveppum, ælt og migið þar sem þeir stóðu, ekki hálf-drepið náungann né keyrt dauðadrukknir.  Ég veit að horfurnar eru ekki góðar um að þetta gangi eftir en ég er bjartsýn  kona.  ARG


mbl.is Mikil ölvun í miðborginni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AF HENNI JENNY UNU ERRRIKSDÓTTUR

1

Hún Jenny Una Errriksdóttir kom til ömmu og Einarrrs í gær til að fylla líf þeirra enn frekari gleði og hamingju.  Hún var í besta laugardagsskapi og sagði okkur að nú væri hún komin á Kroppakotsdeildina á leikskólanum sem er fyrir STÓRU BÖRNIN.  Jenny er sífellt að bæta við sig og nú svarar hún hugsi öllum spurningum sem til hennar  beinast með "ég held ekki".  Ekkert verið að fullyrða og þykjast vita alla hluti.  Við lásum Emmu í gærkvöldi og dáðumst að hugrekki Emmu sem fór ekki að gráta þegar læknirinn saumaði sárið á enninu hennar.  Svo fékk Jenny leið á Emmu og ömmu reyndar líka og kallaði í Einarrr í staðinn og hann söng hana í svefn. 

Nú er kókófíllinn orðinn að krókódíl, jákarlinn er enn á sínum stað og gívaffinn líka, en í þessum hverfula heimi, verða þeir orðnir að hákarli og gíraffa áður en varir.  Lífið er ein örskots stund.

Jenny sendir saknaðarkveðjur til Olivers í London og hún elskar hann svakalega mikið.

3


HVAÐ ER AÐ?

Hverja einustu helgi má lesa um alvarleg ofbeldisverk sem afleiðingu af "skemmtanalífi" í borginni.  Hvenær er komið nóg af þolendum?  Einn maður er höfðkúpubrotinn og annar var stunginn með hnífi í bakið í nótt.

Ég er svo hrædd um að við verðum ónæm fyrir þessum hroðalegu atburðum.

 

 

 


mbl.is Einn höfuðkúpubrotinn og annar stunginn í bakið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG MENSUMEÐLIMURINN (EÐA ÞANNIG)..

1

...er auðvitað greindust af öllum mínum systrum og bróður.  Ég er enda lang elst.  Sumt þarf ekki að rannsaka því það liggur allt þráðbeint fyrir. Við þessi elstu kennum yngri systkinum okkar og leiðbeinum þeim.  Hm.. Greta systir sem er næst mér í aldri er héraðsdómari.. hm.. en ég er OFVITI.


mbl.is Elsta systkinið gáfaðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓTRÚLEGA HEPPIN HÚN ÉG!

1

Tveir skiptu með sér lottóvinningi kvöldsins.  Ég var sá þriðji.  Jibbí, ég er hreint ótrúlega heppin.


mbl.is Tveir skiptu á milli sín lottóvinningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 17
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 2988369

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.