Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

MARGIR AÐ SPRINGA ÚR SUMARGLEÐI...

1

..virðist vera ef marka má þessa frétt.  Væntingarnar hjá sumum eru svo geggjaðar að þeir reisa sér hurðarrás um öxl, hamast við að grilla og detta í það til að tífalda sumarfílinguna og svo endar það sumstaðar með að löggan er send á svæðið til að stilla til friðar.  Það virðist sem áfengislöngun margra eflist um allan helming ef sólin skín.

Ég þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af því, búin að skila lyklinum að þeirri deild.

Megi sólin skína á ykkur öll þar sem þið hendist um í gleðilátum "high" á eigin safa.

Úje


mbl.is Talsverður erill hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞEIR, ÞEIR, HVERJIR ERU ÞEIR?

1 
Ég hef eiginlega gefist upp á sumarstarfsmanninum sem skemmtir sér við að gera villur út um allt blað þessa dagana.  Er t.d. hætt að kippa mér upp við þótt hann rugli saman fréttum, gerist sekur um slagvillur og þýði texta eins og örvita maður.  Stjörnuspáin hefur verið mér tilefni til stöðugrar undrunar og gekk svo langt að það leið ekki dagur án þess ég skellti inn færslu um ótrúlega geðveikislega orðaðar (og þýddar spár fyrir steingeitina en ég hafði ekki taugkerfi í að athuga fleiri en mína eigin) spár.  Ég hef enga trú á svona stjörnuspám bara svo það sé á hreinu, les þær mér til gamans.
Núna reynir viðkomandi starfsmaður að draga mig með sér inn í heim paranojunnar.  Sjáið:
"SteingeitSteingeit: Stærsta áskorun lífs þíns er að sannfæra þig um að þú sért sá sem þeir halda að þú sért. Og ef þeir halda það, sagðir þú þeim það einhvern tímann sjálfur."
Ég er að missa það.  OMG hverjir eru þeir?
Muhahahahahahaha

MIG LANGAR AÐ TALA VIÐ..

1

..Fidel Castró og spyrja hann af hverju hann hafi beðið með það í heilt ár að lýsa því yfir að byltingin á Kúbu væri sósíalísk bylting.  Í leiðinni myndi ég spyrja hann um af hverju hann héldi svona langar ræður og af hverju hann væri hættur að reykja.

..við Nelson Mandela og biðja hann um að segja mér nákvæmlega frá fangelsisvistinni á Robin Island.

..við Gholdu Meir en ég nenni ekki á miðilsfund.

..við Súfragetturnar í Ameríku sem því miður allar eru farnar til mæðra sinna.  Tala við þær seinna.

..við John F. Kennedy og spyrja hann í einlægni af hverju hann kom svona illa fram við konur.

..við Janis Joplin,  Jim Morrisson, Jimi Hedrix, John Lennon og George Harrison og spyrja þá hvort þeir séu hamingjusamari hinum megin.

..við Hillary Clinton um íslenska kvennapólitík (og fræða hana smá því það er gott vegarnesti í forsetaembættið) og hjónabandið með ístöðulausa vinglinum sem ég held þó að sé ágætis grey.

..við Amy Whinehouse og spyrja hana að því af hverju hún drífi sig ekki í meðferð áður en allt hrynur í kringum hana.

..við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur til að láta hana lýsa fyrir mér raunveruleika íslenskra kvenna sem höfðu ekki kosningarétt og bara kynnast henni náið af því hún var flottust.

..við Olof Palme  af því að mig langar til að segja honum hvað ég dáðist að honum og biðja hann að hjálpa mér að komast með tærnar þar sem hann hafði hælana.

Það eru dálítið margir dánir á listanum og þetta er bara það fyrsta sem brennur á mér.  Ég á erindi við mjög marga í viðbót.


HVER LÆTUR SÉR KOMA Í HUG..

1

..að stela gestabók af litlu landsbyggðarhóteli á Íslandi (já Hótel Búðir er venjulegt landsbyggðarhótel, þrátt fyrir að það sé inn að fara þangað)?  Svona bók getur ekki haft mikið fjárhagslegt gildi fyrir nokkurn þjóf en hefur eflaust tilfinningalegt gildi fyrir eigendur hótelsins.  Svei mér þá er ekki hægt að láta nokkurn skapaðan hlut orðið í friði?

Hei, gestir og gangandi; skrifið endilega í gestabókina mína.  Henni er ekki hægt að stela.  Lofa.

Lalala er í góðu skapi enda skín sólin.


mbl.is Dýrmæt gestabók horfin af Hótel Búðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AF FRÆGU FÓLKI OG ...

 

...ég hef fengið staðfest að það var ekki óráð í mér þegar ég stóð nánast augliti til auglitis við Jodie Foster í fyrradag eins og ég bloggaði um.  Í Blaðinu í dag stendur að hún sé stödd hér á landi með tveimur börnum sínum og maka.  Eldri konan sem ég minntist á er sem sagt konan hennar.

Ekki misskilja mig, ég er ekki svona tryllingslega æst í að hitta frægt fólk en það er svo geðveik upplifun að vera að tjilla niðri í bæ, hér úti á ballarhafi og sjá svo eina af uppáhaldsleikkonunum glápa beint framan í mann.  Það er algjört flipp-fyrirkomulag.

Húsbandið leysir stundum af á leigubílastöð.  Hann hefur keyrt marga "fræga" og síðast TOTO.  Hann kippir sér ekki upp við það þannig að það trufli merkjanlega stóiska ró hans.  Sá eftirminnlilegasti er þó Tarantino sem var vægast sagt áhugaverður karakter (þið lesið um það í æfisögu húsbandsins) en hann gengur aldrei undir öðru nafni hér á heimilinu en "the passanger", eða "farþeginn".  Skrautlegur náungi.  Svo mikið er víst.

Þegar Inga-Lill vinkona mín var hér í síðasta mánuði, hitti hún norska vinkonu sína sem hún hafði ekki séð í nokkuð mörg ár, og hefur engin tengsl við Ísland, niðri í bæ á labbinu bara.  Þær þurftu báðar áfallahjálp.  Á dauða sínum á maður von.  Kannski eru tímarnir svo breyttir að nú geti maður sagt með sanni:  "Allar leiðir liggja til Íslands".

Ég panta næst hitta glæsilegasta mannflak í heimi, eða Keith Richards, þegar og ef ég þarf nauðsynlega að ganga fram á frægt fólk.

Það er aldrei nokkur andskotans friður fyrir þessu liði.

Góður Guð ekki láta Parísi Hilton detta í hug að skella sér í helgarferð til Reykjavíkur.


HEY LITLA MÍN

1

Þessi maður getur sagt "hey litla mín", komist upp með það og meinað það.

Hann heppinn.


mbl.is Hæsti maður heims giftir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GRUNSAMLEGUR FARÞEGI, JESÚS MINN!!

Flugvél frá American Airlines, á leið frá LA til Lundúna, hefur verið beint til JFK flugvallir í NY vegna grunsamlegs farþega um borð. 

Ég fæ nú bara í magann þegar ég les þetta.  Ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki enn ein háloftaskelfingin.

OMG


mbl.is Grunsamlegur farþegi í flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BLOGGVINATILTEKT EI MEIR

1

Eins og bloggvinir mínir vita þá hef ég hent reglulega út bloggvinum og það síðan gert það að verkum að þeir sem eftir standa kunna enn betur að meta mig og skrifa um mig lofræður í kommnetakerfið.  Hehe (er að grínast, súmí).  Annað hvort er ég orðin svona meyr eða þá að gæðastuðullinn á bloggvinunum er orðinn blússandi hár. Ég held að seinni skýringin sé sú rétta, því ég hef fjárann ekkert mýkst, að ég held.  Nú er svo komið að ég tími ekki einum einasta.  Hver vinurinn öðrum skemmtilegri. 

Ég settist við áðan og ætlaði að grisja svo ég væri ekki með stöðugan kvíðahnút í maganum að komast ekki allan hringinn en það var ekki eitt kvikindi á listanum sem höfðaði til hreinsunaráráttu minnar og því hef ég gefist upp.  Ég er hætt að henda út fólki. 

Ég henti henni Kolgrímu út um daginn af því ég hélt að hún væri hætt að blogga og Klöru litlu líka, um leið og ég henti þeim út komu þær til baka og ég laut höfði í skömm. 

Já krakkar mínir, mér er heiður að vináttunni og hætti hér með að láta eins og fífl, í bloggvinadeildinni sko, áskil mér rétt til hálfvitaháttar á öðrum sviðum.

Súmí.


ÉG ER ÁHUGMAÐUR UM MATREIÐSLU..

1

og norræn í þokkabót þannig að ég ætti kannski að taka þátt í keppni um norræna matargerðarlist  sem er verkefni sem stuðla eiga að því að gera hana sýnilegri.  Markmiðið er að vekja athygli á gæðum hráefnis á Norðurlöndum og hvetja til þess að  þau verði meira notuð í eldhúsinu.

Annars er nú mín reynsla af norrænni matargerð ekki til að hrópa húrra fyrir.  Danirnir brillera auðvitað í sínum hefðbundna mat, sem er frekar fitandi og óhollur en ótrúlega girnilegur.  Reynsla mín af norskum og sænskum mat er að hann er frekar "dull", fyrirsjáanlegur og óspennandi. 

Það mætti alveg borga Norðmönnum fyrir að hætta með eða endurnýja innihald "matarpakkanna" sem þeir taka með sér í vinnuna, sama hvað á gengur.  Eða þá Svíunum fyrir "blóðbúðinginn" steikta með sultusmurningunni. 

Æi ég held að ég láti vera að fara í þessa keppni fyrir áhugamenn, ég myndi rústa liðinu.

Er eins og venjulega að þjást af mikilli hógværð.´

Góðan daginn annars.


mbl.is Norræn keppni fyrir áhugamenn um matreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UPPÁHALDSLISTI

 1

Það eru allir að gera lista.  Afhjúpandi klukklista.  Hm.. ég skrifa stundum lista á mínu bloggi, hef t.d. skrifað "eiturbeinalista" svo eitthvað sé nefnt.

Nú kemur listi yfir smá uppáhalds:

1. Bækurnar mínar.

2. Maskarinn minn.

3. Svarti DKNY hörkjóllinn.

4. Passamyndin af mér þegar ég var 13 ára með bítlatopp.

5. Rjúpur.

6. Lykt af grasi.

7. Veggjakrot.

8. Blús og djass, Bítles, Stóns og Van Morrisson, Dilli, Amy Whinehouse ásamt húsbandinu auðvitað.

9. SKÓFJÖLDINN í samlede verker eða frá a-imeldu markos.

10. Spiladósir með ballettmær sem snýst.

11. Snæris- og kartöflulykt.

12. Nóttin og skammdegið.

13. Kaldhæðni með dashi af kvikindisskap í hæfilegu magni.

14. "Understatement" (hef ekki orð yfir fyrirbærið á íslensku, einhver?)

15. Jólakveðjur á Gufunni á Þorláksmessudag.

16. Gamlar amerískar bíómyndir.

Hér er stiklað á stóru.  Skemmtilegt að dunda sér við að finna út hvað hitar manni að innan.  Ég set að sjálfsögðu ekki "selvfölgeligheter" eins og mannleg tengsl, kærleika og því um líkt á lista.  Það er asnalegt.

Meira seinna og þetta er hótun.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2988388

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.