Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

DEKKJAMAÐURINN

1

Hvað verður nú um Michelin manninn ef Michelin fyrirtækið lendir í tómu tjóni vegna dekksins sem sprakk í Noregi á ferð?

Ég ætla rétt að vona að þetta reddist.  Mér er umhugað um Michelin vininn enda er hann alveg eins og Bjartur  frændi í laginu.

Þess vegna þykir mér vænt um kvikindið.

Bítsmí.


mbl.is Michelin-dekk rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ MÆTTI BORGA MÉR STÓRFÉ...

1

..og það dygði varla til, til að ég færi og hlustaði á Árna Johnsen.  Ekki misskilja mig, það er ekki vegna pólitískrar fortíðar hans (sem ég hef alveg skoðun á), ekki sú staðreynd að hann er Sjálfstæðismaður, því þeir eru margir ágætis menn, heldur eingöngu af því að maðurinn er vita laglaus, með leiðinlegan músíksmekk en lætur eins og hann sé arftaki Jusse Björling, eða eitthvað.  Ég fæ alltaf kjánahroll.

En því verður ekki á móti mælt að Árni Johnsen er íslenskt fenomen og elskaður af mörgum.

Bara ekki af mér.

Súmí.


mbl.is Fjölskylduhátíð á Stokkseyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NAUMHYGGJAN Í BLÓMA

1

Einu sinni hélt Ibba Sig. vinkona mín því fram að hámark naumhyggjunnar, sem nú tröllríður innréttingatískunni á Íslandi, væri komin út í öfgar þegar það vantaði ausu og það þyrfti að ná í hana niður í geymslu.  Hehe ég hló að þessu eins og brjáluð kona, fannst það lýsa svo vel þessari tískugeggjun í einu og öllu.

Í kvöld vantaði mig ausu...............  og ég þurfti að sækja hana í geymsluna.

Ég er í vondum málum svona innréttingawise og öðruwise!

ARG


SNÚRA

50

Nú, nú, kominn tími á snúrublogg.  Ég er bókstaflega alltaf í baráttunni um sjálfa mig, edrúmennskuna mína og andlega jafnvægið.  Þetta er púl, sko stundum, oftast nær þó bara skemmtilegt.  Ég er að fara í magaspeglun 24. nk. og þá fæ ég róandi.  Já, já það eru einhverjar hetjur sem fara í gegn um þetta ódeyfðar en ég er ekki ein af þeim.  Búin að reynaða og var vægast sagt óþjáll sjúklingur.  Nú er ég búin að hringja upp á Vog og ætla að tala við ráðgjafa þar í næstu viku.  Málið er einfalt, ef ég verð eitthvað megarugluð eftir þessa deyfingu þá ætla ég að fá að fara þótt ekki sé nema dagspart inn á Vog.  Til að ná mér í stemminguna.  Annars hefur mér verið sagt að þetta sé fyrst og fremst spurning um hugarfar, hvernig maður er innstilltur gagnvart edrúmennskunni og ég er alveg á því og er btw afskaplega glöð með mína edrúmennsku og hugarfarið gæti ekki verið betra.  Tack så mycket.

Þegar ég var gelgja og fékk að fara á ball einstaka sinnum þá sagði mamma yfirleitt eftirfarandi: Þú mátt ekki vanga, þú mátt ekki kyssa strák, þú mátt ekki fara í partý og áfram og áfram þig vitið.  Ég varð óheyrilega pirruð þegar hún byrjaði og sagði: Já, já, já ég veit (fór eins sjaldan eftir þessum ráðum og ég mögulega komst upp með) og þá sagði mamma: Ég veit þú veist, ég er bara að slá varnagla.

Það er það sem ég er að vilja með því að fara í viðtalið upp á Vog.  Ég er að slá varnagla.

Haldiði að útsýnið sé ekki flott héðan af snúrunni í þessu dásamlega veðri?

Égheldinúþað!


MERKILEGT...

..að ekki einn einasti karlmaður er meðal umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu.  Níu umsóknir bárust.

Er þetta lýsandi fyrir almennan áhuga karlmanna á jafnréttismálum?

Ég ætla rétt að vona ekki.

Hm...


mbl.is Níu sóttu um starf framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÁMARK ÓSVÍFNINNAR

 Þessi er nú með þeim ósvífnari sem ég hef séð lengi.  Karlmaður var handtekinn á svæðisstöð lögreglunnar á Dalvegi í Kópavogi.  Um erindi hans þangað er ekki vitað, en hann notaði allavega tækifærið til að stinga á sig nokkrum hlutum og var handtekinn á staðnum.

Hæg heimatökin fyrir lögguna.

Kannski hefur maðurinn einfaldlega talið að það væri einfalt mál að stela undir nefinu á löggunni.  Það er dásamlega ósvífið.

Fólk tryllist í góða veðrinu.


mbl.is Staðinn að þjófnaði á lögreglustöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FÖSTUDAGURINN ÞRETTÁNDI...MUHAHAHAHA

Látið ekki svona krakkar.  Alveg er ég viss um að föstudagurinn þrettándi verður nákvæmlega eins og við viljum hafa hann.  Hreint ómögulegur ef við reiknum með að talan þrettán sé ólukkutala, hreint frábær ja.. ef við reiknum einfaldlega með að það sé á okkar ábyrgð að hafa daginn fínan og gleðilegan.

Minn föstudagurinn þrettándi er búinn að vera flottur það sem af er.  Ég er búin að blogga, lesa ótölulegan fjölda af pistlum, skrifa meil, tala í símann og þrífa íbúðina.  Úje.

Núna bíð ég eftir Jenny Unu Errrriksdótturrrr sem ætlar að kenna mér á nýja púslið, sem pabbi hennar keypti í morgun sem verðlaun fyrir góða hegðun í hjólatúrnum.  Síðan ætlum við út í góða veðrið.

Segiði svo að lífið sé ekki flott á þessum föstudegi þann 13. júlí anno 2007.

Síjúpípúl!


HULIN ANDLIT

1

Á Moggablogginu skrifar allskonar fólk, um hin ýmsu málefni og í flestum tilfellum hef ég gaman af að lesa, þrátt fyrir að allt falli ekki að mínum prívat og persónulega smekk.  Með því að lesa sem flesta fær maður pínulitla innsýn í líf fólks og kringumstæður og stundum les maður eitthvað sem getur drepið mann úr leiðindum upp að því marki að það verður bara fróðlegt.  Enda þokkalegt ef allir væru að skrifa það sama.

Sumir skrifa án myndar, án nafns og það er þeim að sjálfsögðu fullkomlega heimilt þótt mér finnist það nú frekar leim.  Myndalaus blogg eru þó í lagi ef að nafn fylgir.  Annars er ég bara nokkuð líbó í þessari deild.  En það er eitt sem fer all verulega fyrir brjóstið á mér.  Nokkrar konur sem blogga hér nota mynd af konum með burku, þe með hulið andlit og mér verður allaf jafn illa við.  Ég efast ekki um að þetta er gert án mikillar hugsunar en fyrir mér er burka og hulið andlit ein sterkasta myndbirting þeirrar hroðalegu kvennakúgunar sem viðgengst í mörgum múslimaríkjum.  Í ríkjum þar sem konan er óæðri vera, má ekki sjást, heyrast né vera til nema á forsendum karlsins. 

Heimur múslimakvenna er íslenskum konum eflaust framandi.  Ég ímynda mér að flestum vestrænum konum finnist óhugnanlegt að sjá kynsystur sínar sem enn lifa án allra venjulegra mannréttinda, eins og búfénað, enda varla hægt annað en bregðast við með óhugnaði.

Til viðkomandi bloggara:

Hristið upp í ykkur stelpur, þessar burkumyndir eru vægast sagt lélegur stíll.

Égmeinaða!


FEMÍNISTAKÓRINN

1

Ef Femínistakórinn er til þá er ég í honum, þrátt fyrir að geta ekki sungið nótu án þess að fólk þurfi á áfallahjálp að halda.  Systur Geira á Goldfinger (www.sifjar.blog.is)  er tíðrætt um þennan kór í nýrri færslu sinni, þar sem hún fer mikinn í að undirstrika góðverk bróður síns gagnvart lækninum frá Úkraníu, sem dansar súludans og dóttur hennar.  En eins og flestir landsmenn sáu þá brustu þær mæðgur í grát í Íslandi í dag í vikunni, þegar stúlkan var spurð að því hvort hún vissi hvað mamma hennar ynni við.

Geiri á Goldfinger er kominn með þennan fína blaðafulltrúa, systur sína blaðamanninn og samkvæmt nýjustu varnarfærslu hennar er á henni að skilja að aðalvandamálið sé Femínistakórinn, margnefndi, sem sé að mistúlka og snúa útúr algjörlega eðlilegum hlut, þe að konan dansi nektardans til að afla fjár fyrir píanónámi dótturinnar.

Telpan grét ekki vegna vinnu móðurinnar hún grét af þakklæti og einhverju allt öðru að sögn hinnar tryggu systur Geira Goldfinger.  Látum það liggja á milli hluta.

Ég get hins vegar upplýst að forvitna blaðakonan er ekki í Femínistakórnum og hvort hún syngur yfirhöfuð veit ég ekkert um.  En tóninn í færslunni er ekki fallegur og sem betur fer starfsemi bróður hennar heldur ekki til framdráttar.

 


VANDRÆÐAUNGLINGUR Á ÞRÍTUGSALDRI

 

Mikið rosalega hljóta aðstandendur svona manns sem er tekin fullur fyrst og svo fyrir óspektir og ofbeldi á sama degi, að eiga bágt.  Einn ofvirkur með einbeittan brotavilja á djamminu.  Öllum til ama og leiðinda auðvitað nema kannski sjálfum sér.

Kannski á maður ekki að vera að tjá sig svona um einhverja persónu en jú ég held bara.  Ekki lét hann sér segjast í fyrra skiptið og kannski tekur löggan hann upp á morgun líka.

Eitthvað pælt í að hætta í víninu karlinn?

Hm....


mbl.is Handtekinn tvívegis sama daginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband