Leita í fréttum mbl.is

HEIMILDARMAÐURINN Í HRINGIÐUNNI..

1

..getur ekki sinnt upplýsingaöflun fyrir þennan fjölmiðil eins og áætlað var.  Hann situr blýfastur í umferðarhnút ofan í bæ og ekki lítur út fyrir að það sé neitt að breytast.  Hann hefur reynt hvað hann getur að kalla eftir fréttum en það hefur ekki gengið.

Hann biður hinsvegar fyrir kveðju og vill koma því á framfæri að allir bílarnir í þvögunni, bíða fallega og enginn er með yfirgang.  Nema eigendurnir.  Segi svona.

En þarna mun Heimildarmaðurinn líklegast bera beinin.

Ef hann kemst óskaddaður frá hörumungunum mun hann færa okkur fréttir á morgun.

Live´s a bitch and than you d..

Úje


mbl.is Mikið um dýrðir á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Nágranni minn sagði mér í kvöld að eina menningarnóttina komust þau hjónin hvorki lönd né strönd. Þ.e.a.s. úr miðbænum, vegna leigubílaeklu. Þau enduðu á að gista á hóteli.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.8.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Leigubílarnir hafa ekki komist í bæinn.  Grrrr og það bíður eftir þér lögregla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 00:39

3 Smámynd: Ragnheiður

Það er alltaf þessi gríðarlegi umferðarhnútur sem myndast, það er ekki málið að bílarnir séu of fáir (leigubílarnir) það gerist ekki fyrr en uppúr 3. Þeir eru bara fastir í hnútnum með hinum....oooo hvað ég er fegin að vera heima..

Ragnheiður , 19.8.2007 kl. 00:39

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var að tala við heimildarmannin og hann segir að það sé brjálað að gera. Veiiiii

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 00:44

5 Smámynd: Ragnheiður

vei..monníngar bara á leiðinni...við finnum leið til að eyða þeim...

Ragnheiður , 19.8.2007 kl. 01:01

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Híhí ... bæði er ég ekki á staðnum og ef ég væri það þá á ég heima í miðbænum og þarna kemur ástæðan fyrir því ;)

HÍ Á YKKUR ÚTHVERFAROTTURNAR

Eva Þorsteinsdóttir, 19.8.2007 kl. 01:08

7 Smámynd: Ragnheiður

Iss Eva, ég bý sko í margrómuðu snobbhverfi sem flokkast ekki undir úthverfi enda ekki í Reykjavík. Það er haf á milli

Ragnheiður , 19.8.2007 kl. 01:11

8 Smámynd: Rebbý

bara vera þolinmóð/-ur  og þá er þetta ekkert mál
var komin heim á fínum tíma í úthverfið mitt enda með voðalega þolinmóðan bílstjóra

Rebbý, 19.8.2007 kl. 01:13

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Grey Eva missir af öllu fjörinu og er innan um plastblómin í Flórída, Muhahahahaha, nananabúbú

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 01:40

10 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ég æli ef ég sé plastblóm

Held reyndar að ég þurfi að fluguhreinsa lyklaborðið á tölvunni áður en ég kem heim Nananabúbú sjálfarna kelling

Eva Þorsteinsdóttir, 19.8.2007 kl. 01:46

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ji hvað ég er dofin. er fyrst núna að fatta útlitsbreytinguna. Ég held ég drífi mig í bælið. ég er ekki alveg samþykk en þetta venst.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.8.2007 kl. 02:21

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Þesir tónlistaspilarar á bloggsíðunum eru algjör plága. Þeir meiga ekki lenda fyrir neðan bloggvinalistan, þá fljóta þeir yfir hann og hann hvefur. Þetta óskast lagfært hið snarasta, þar sem síða þessi er afskaplega mikið notuð og veldur þessi galli ákaflega miklum pirringi, annars..... súing jú.

Þröstur Unnar, 19.8.2007 kl. 08:02

13 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hehe. Gott að geta bara labbað heim til sín... Og svo koma auðvitað alltaf vinir við að pissa hjá manni og fá lánaðar peysur. Díses hvað það varð kalt í gærkvöldi. Eða var það bara flensugemlingurinn? Eftir að hafa nær dáið úr kulda í þykkum gallajakka og hettupeysu fór ég heim og skipti í vetrarbúnaðinn til að glápa á flugeldana. Brrr. (kuldakall)

Laufey Ólafsdóttir, 19.8.2007 kl. 08:15

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

jámm snilld að geta labbað heim ;)

Reyndar held ég að umferðin hafi hreint ekkert gengið svona illa í gær, talaði við 4-5 manns sem allir náðu heim á innan við 20 mínútum (Kópavog, Breiðholt, Fossvog meðal annars)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.8.2007 kl. 12:42

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur: Get used to it.  hehe

Laufey: Þekki það að búa í alfaraleið (Laugavegur). Ekki leiðinlegt hvað það hrundi oft inn af fólki á svona kvöldum og á Þorláksmessu og ég veit ekki hvað.  Plúsinn við að búa sentralt.

Hildigunnur:  Það var brjálað að gera hjá leigubílunum í gærkvöldi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2985877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband