Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 5. september 2007
ÉG SKIPA Í HLUTVERK
Ég vil
að John Wayne leiki Ólaf Ragnar
að Arnold Swartsenegger (til vara Konni án Baldurs) leiki Geir Haarde
að Jack Nicolson leiki Jón Val
að Philip Seymour Hoffman leiki Jón Gnarr
að Vin Diesel leiki Bubba Morthens
að Hugh Grant leiki Jakob Frímann (ungan)
að Danny DeVito leiki Pétur Blöndal
og að Mini-me leiki Davíð Oddsson
Eftir á að skipa í fleiri hlutverk í Þjóðfélagssöngleiknum.
Meira seinna.
Úje
![]() |
Breskur miðill: Díana vill að Paltrow leiki sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 4. september 2007
VIÐ SEM ERUM FLUGHRÆDD..
..veltum okkur endalaust uppúr allskyns hlutum þegar við erum sest um borð í flugvél. Ég til dæmis hugsa eftirfarandi:
Eru flugfreyjurnar "eðlilegar" á svipinn? Hvernig horfa þær á hvor aðra t.d. þegar vélin er komin á loft og þær eru grunlausar um tilvist fólks eins og mín, sem fylgjast með hverju svipbrigði, eru þær ræða um Dow Jones og eitthvað svoleiðis eða eru þær að hughreysta hvor aðra?
Ég velti fyrir mér af hverju það séu gúmmíbátar undir sætunum, þegar maður er eins langt frá hafi og hugsast getur. Er ekki rökréttara að hafa fallhlíf undir sætunum. Ég meina, snúið dæminu við. Döhö!
Síðast en ekki síst eyði ég rosalegum tíma í að pæla í þeim sem eru í kokkpittinu. Var annar þeirra nokkuð að rífast við konuna og er í víðtæku messi út af því? Ef einn fær hjartaáfall myndi hinn taka eftir því? Mega flugstjórar setja á átópælot og fara svo að tefla eða eitthvað? Er annnar eða jafnvel báðir þunnir eða FULLIR? Þetta hef ég aldrei sagt upphátt sum sé, af því ég veit að þegar að flugvélum kemur, er ég erkifífl. En núna hefur mér verið kippt harkalega "niður á jörðina".
Ganga bátar til Englands?
Would you like to fly in my beautiful baloon?
Úje
![]() |
Drukkinn flugstjóri millilenti farþegaþotu á Arlanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Þriðjudagur, 4. september 2007
OF SEINN Í MATINN
Vúps, nýja auglýsingin frá Símanum fer fyrir brjóstið á fólki. Ég veit ekki hvað mér finnst.
Biskup segir auglýsinguna smekklausa.
Fyrir milljón á mánuði myndi ég segja að Geir Haarde væri sexý.
Ójá
![]() |
Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Þriðjudagur, 4. september 2007
HÓST - HÓST, smá yfirlýsing hérna
Ekki ætla ég að tuða yfir nýju síðunni hans Gulla heilbrigðis, enda liggur örugglega ekkert þar að baki annað en hugheilar óskir til okkar reykingamanna, að láta af og að aðstoða okkur við það (arg)
Þetta er reykingarfærsla nr. 3456 þar sem ég býsnast yfir ofsóknum á hendur reykingamönnum, fjalla um hversu gott sé að reykja, að ég haldi að halda því áfram meðan ég get og að það sé mátulegt á alla andreykingarmennina að missa fjörið út á stétt á djamminu.
Þetta er aðeins öðruvísi færsla.
Ég hef nefnilega ákveðið að hætta að reykja þ. 20. október n.k. en þá á ég eins árs afmæli í edrúmennskunni.
Ég geri þetta ekki út af þrýstingi frá þjóðfélaginu sem er búið að leggja á mig þvílíka sektarkennd, að það sér ekki fyrir endan á því einu sinni, eða af því að það má orðið hvergi reykja og að mér líður eins og ofsóttri hænu, ónei. Ég geri þetta vegna þess að þetta hamlar frelsinu mínu. Ég er laus undan brennivíninu og nú er þetta eftir. Ég nenni ekki að vera háð einhverju öðru en sjálfri mér, um mína eigin vellíðan.
Ég þarf líka að láta mála íbúðina. Tilgangslaust ef reykurinn smýgur upp um allt og fokkar upp rándýrri málningarvinnu.
Ég nenni ekki að standa úti á svölum þegar ég get verið inni með skemmtilegu fólki.
En ég verð alltaf í liði með þeim sem reykja, þó ekki væri nema vegna allra Þorgríma Þráinsona þessa heims.
Æmdissapíringöppinsmók.´
Hólímólí!
![]() |
Vefsíðan reyklaus.is opnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 4. september 2007
TIL RAGNHEIÐAR
Ragnheiður vinkona mín jarðsetur son sinn í dag. Mig langar til að senda henni og fjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Engin orð fá huggað þegar móðir sér á baki barni sínu í dauðann.
Engin móðir ætti að þurfa að lifa barn sitt og þurfa að jarðsyngja það.
Dauði ungmenna og barna er það óréttlátasta og versta í lífinu. Börn eru byrjun alls, lífið í sinni fegurstu mynd.
En lífið er ekki réttlátt og það er enginn áfrýjunardómstóll til þegar óréttlæti eins og dauði ungmennis, keyrir um þverbak.
Elsku Ragnheiður; þú hefur fengið þinn skerf af áföllum fyrir svo löngu síðan, það ætti að hafa verið meira en nóg fyrir eina manneskju, fyrir lífstíð. En svo bætist þessi hörmungaratburður við.
Ég sendi þér mínar fallegustu og bestu hugsanir á þessum erfiðasta degi lífs þíns.
Megi almættið styðja þig í dag og alla þína ævidaga.
Kærleikskveðjur frá vinkonu þinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 4. september 2007
ÉG BIÐ MÉR VÆGÐAR!
Og í þetta skipti þýðir fyrirsögnin að ég öskra hátt og af alefli. Ef klósettauglýsingunum frá Harpers fer ekki að linna, sver ég að ég ber fjárans sjónvarpið út í rusl, og nota grænsápu til þrifa á náðhúsinu það sem eftir lifir ævi. Ég mun þar að auki, hvetja alla sem ég þekki og þeir eru ófáir, til að gera slíkt hið sama. Harpers verður sturtað niður í markaðsfræðilegum skilningi ef mitt fólk fær einhverju ráðið.
Að sitja í sakleysi sínu fyrir framan sjónvarpið, við að horfa á fréttir og fá tvær (segi og skrifa tvær) myndir af skítugu klósetti upp í opið ógeðið á mér (í litum), með nokkra sekúndna millibili, er hámark smekkleysisins. Ég veit ekki með fólk úti í bæ, en í minni familíu fá salernin ekki að safna á sig nokkrum lögum af úrgangi og mynda víðfeðman mosa- og sveppagróður áður en þau eru þrifin.
Vinsamlegast takið tillit til viðkvæmra áhorfenda. Sumir borða á meðan þeir horfa á fréttir.
I´m in deep shit!
Ójá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 3. september 2007
TIL HAMINGJU OFSATRÚARBLOGGARAR Á MBL.IS
Ég veit að það er ekki mjög gáfulegt að skrifa þegar maður er reiður, en ég sé samt enga ástæðu til að bíða með að tjá mig um þetta mál, þar sem það má einu gilda fyrir fólk almennt hvort ég er glöð eða reið. Það er aðallega að það komi mínum nánustu við, þar sem reiðin færi væntanlega í hausinn á þeim, en sem betur fer er ég ekki í selskap við nokkurn mann á meðan ég pústa út.
Hvað um það. Níu ára stúlkan í Níkaragva sem komin er fimm mánuði á leið, eftir að hafa verið misnotuð af frænda sínum, dvelur nú í Mæðrahúsinu, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands lét byggja og opnað var fyrir fáeinum vikum.
Gleðiefnið og tilefni hamingjuóskanna er auðvitað að í Níkaragva er bann við fóstureyðingum, líka þó móður stafi bein hætta af þungunni. Níu ára gamla telpan er skv. læknum, alls ekki í líkamlegu standi til að fæða barn, en þökk sé lögunum, þá skal hún gera það samt, sama hvað tautar og raular.
Nú bíð ég spennt eftir gleðifærslum frá mannvinunum miklu sem eru með það á hreinu hvað er rétt í svona málum, beint frá Guði. Jóni Val er tíðrætt um fósturvíg. Hann hlýtur að blogga um þetta gleðiefni.
Ég bíð spennt.
![]() |
9 ára barnshafandi stúlka í Mæðrahúsi í Níkaragva |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (124)
Mánudagur, 3. september 2007
FRUSSSSSSSSSS
Í Lala-landi segir fólk ekki "ég elska þig" nema í vinnunni. Brad og Angelina hafa aldrei sagt þessa klisjukenndu en bráðfallegu setningu við hvort annað. Sennilega er þeim illa við að taka vinnuna með sér heim. Ég hef líka heyrt að þau segi aldrei eftirfarandi, við hvort annað:
Réttu mér kaffið/vatnið/kjötið/klósettpappírinn/bíllyklana/rauðu kuldahúfuna/asperínið né nokkuð annað. Þau biðja ekki, hvort annað, um hversdaglega hluti. Þau segja þetta hinsvegar all-oft við þjónustustúlkuna sem er mjög glöð með hvað þau eru ræðin í þessu samhengi.
Það er ekki margt sem ég hef aldrei sagt við mitt húsband.
Nema auðvitað óprenthæfa hluti, ég tala eins og ritskoðuð bók.
Ég ætlaði að hafa þetta svona "Who cares færslu" en ég get það ekki. Ég er að blogga um þetta, fjárinn hafi það. Svona fellur maður fyrir "fólki í fréttum".
Ég held að ég leggi mig.
Woman is the nigger of the world.
Úje
![]() |
Brad og Angelina hafa aldrei sagt ég elska þig við hvort annað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 3. september 2007
ÉG OG RIVOTRIL
Reglulega "finnast" lyf sem eiga að vera betri en þau sem fyrir eru. Rivotril er eitt þeirra. Þríhyrningsmerkt og róandi flogaveikilyf, sló í gegn sem staðgengill hinna vondu Valium taflna sem eru reyndar það sama og Diazepam. Rivotril er úr Dísufamilíunni. Hún ég fékk þetta lyf fyrir nokkuð mörgum árum síðan og mér var sagt að þetta lyf væri ekki ávanabindandi. Ekki að það hefði skipt einhverju máli fyrir alkann mig sem át allt sem að kjafti kom í von um að það kæmi mér í "ástand".
Nú eru nánast allir síbrotamenn á Rivotril og ég þori að sveia mér upp á að það er hellingur af konum sem fá þessi lyf í þeim tilgangi að þær hætti að kvarta. Konur eru nefnilega teknar minna alvarlega en karlar þegar þær bera upp vandamál sín hjá læknum.
Það muna allir eftir Stones laginu um Valiumpilluna "Mothers little helper". Það var ekki sú húsmóðir hérna í denn sem ekki fékk Valium ef hún var með óljósar kvartanir um vanlíðan.
Ég ætla mér ekki að vita betur en læknar. En ég veit þó eitt, að þau lyf sem virka á miðtaugakerfið, róandi eða örvandi, eru ávanabindandi og stórhættuleg.
Ég man ekki margt eftir að ég sturtaði í mig Rivotrilinu hérna um árið. Auðvitað tók ég það í allt of stórum skömmtum, eins og allt sem gaf mér vímu og helst minnisleysi.
Það gekk upp, óminnishegrinn tók völdin og meðan að pillurnar dugðu var ég í öðrum heimi.
Ég held samt að ég hafi ekki brotist inn.
There´s a little yellow pill!
Úje
![]() |
Síbrotamenn misnota nær allir lyfið Rivotril |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 3. september 2007
ASNALEGT BLOGG UM VEÐUR
Það verður veður á morgun. Í nótt mun frysta inn til landsins. Frost þýðir hrikalegt hrun í geitungastofninum, sagði mér einhver. Það getur ekki orðið betra. Þessa dagana, eru geitungarnir geðveikir í skapinu, búið að loka vinnustaðnum, reka þá og þeir eru heimilislausir og verkefnalausir. Dauðablanda. Í dag kom einn hérna inn, lítið kvikindi en illur í gegn. Hann stefndi á mig með hatursglampa í augum en var drepinn áður en áfangastað var náð. Áfangastaðurinn flippaði út, fór inn á veðurstofuvefinn og andaði léttar.
Svo mun rigna. Allt er eins og það á að vera. Haustið er komið og það er bara dásamlegt.
Á morgun kemur nýr dagur, með skemmtilegum, fróðlegum, leiðinlegum og ömurlegum bloggum. Það gerir mig örugga. Það er svo gott að vita að hverju maður gengur.
Nætínætí!
Újeje
![]() |
Líkur á frosti inn til landsins í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2988469
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr