Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

SUNNUDAGSHEIMSÓKN

1

..hér var hluti af fjölskyldunni í heimsókn í dag.  Oliver og Jenný Una léku sér vel saman og þegar Oliver var farinn í matarboð til afa síns, steinsofanaði Jenný og svaf í heila tvo tíma - á versta tíma.  Hm.. nú er frökenin vöknuð, eiturhress og endurnærð og hefur haft mikið að spjalla um.

Dæmi:

 Bróður minn, í bumbunni á mömmu hann kann ekki tala en hann getur talað sænsku - allan daginn. (Gasp)

Ég ætla að kaupa bláa systur og hún má ekki týnast í herbergi mín. (Ég eitt spurningamerki)

Ég get ekki brotið puttan mín, en putti getur losnað (vá, alltaf er maður að heyra eitthvað nýtt)

Amma við kaupum grænan Birdí sem  má ekki fljúga út um gluggann.  Bara bláan má það.

Ég ætla að fara út að vinna í nóttinni.  Það er ekki skemmtilett.

Og að lokum þegar amman ætlaði að knúsa hana þá sagði sú stutta: Amma hættu fikta í mér, érað hussa.

Okok, ég læt hana í friði.

 Ég er auðvitað í trylltu krúttukasti.  Það bætir upp skelfingarástandið sem ég er í vegna þess að á morgun fer Oliver og fjölskylda aftur til London.

Oliver söng "Falling down", ABCD, Allir krakkar, bað Einar að "dansa" á gítarinn og fleira og fleira þar líka.  Ég þarf að fara að ganga um með diktafón.  Gullkornin hrynja af vörum barnanna. 

2

 


FINGURINN UPP...

1

..á Barnes & Noble, sem hafa ákveðið að taka að sér sölu á játningabók OJ Simpson.  Það er nokkurn veginn ljóst að maðurinn er morðingi og hann er þekktur heimilisofbeldismaður.  Smekklegt eða hitt þó heldur að gefa honum vettvang til að koma sjúklegum löngunum sínum sem m.a. felast í því,  að hælast um yfir skelfilegum morðunum sem nánast allir telja að hann hafi framið, á framfæri.

Dem, dem, dem og ég sem hef alltaf verið svo höll undir Barnes & Noble.

Júkantrustenýboddíenímor!

ARG


mbl.is Ósmekklegasta bók síðustu ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EGGERT ER EINS OG KÓKSKILTIÐ..

..og Björgólfur Guðmundsson er eins og auglýsingaskilti frá Dressmann.

Marteinn frændi keypti sér föt um daginn en það var ekki auglýst.

Só?

Úhúje


mbl.is Eggert eins og Coca-Cola skiltið hjá West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRIRSAGNIR DAUÐANS

Ég veit ekki með ykkur en ég persónulega upplifi það sem andlegt ofbeldi af verstu tegund, þegar ég í sakleysi mínu (okokok, ekki sakleysi, köllum það bjartsýni) ráfa um forsíðu Moggabloggs, til að lesa ódauðlegar færslur sem þar eru innanborðs og þarf að reka augun í eftirfarandi:

Fósturvíg,

Fósturdeyðing,

Dauði og djöfull (segi svona), ladídadída.

Getur þetta Harmageddon fólk ekki verið í lokuðum klúbbum sem eru bannaðir fólki með heilbrigða skynsemi, svo að enginn ráfi inn á þessi ósköp alveg óvart eins og ég gerði í byrjun? 

Við hin gætum þá haldið áfram að syndga í friði.

Ekki fyrir Guði heldur fyrir mönnum.

Nú sting ég höfðinu í sandinn.

Ég held nú það.

Úje

 


EIGINMANNSRAUNIR

Ég var að lesa einhverstaðar, að giftir karlar væru lélegri í húsverkunum en þeir sem væru í sambúð.  Þetta er niðurstaða stórrar rannsóknar sem gerð var í USA.  Það er oft verið að rannsaka hluti sem þegar eru fyrirliggjandi.  Það hefði verið nóg fyrir þessa Dúdda í Ameríkunni að hringja nokkur símtöl og fá úr þessu skorið.

Ég hefði getað sagt þessu fólki heilmargt.  Á minni löngu æfi hef ég átt þrjá eiginmenn (já þeir eru allir lifandi, ekki hugsa ljótt á sunnudögum), ég veit að það er slatti af húsböndum, en hvað get ég gert, ég ER guðsgjöf til mannkyns og hef reynt að deila mér eins vel og ég hef vit til.

Blekið var ekki þornað á vígsluvottorðunum þegar mínir menn fengu tuskuofnæmi.  Þeir fóru að taka á sig allverulegan sveig fram hjá þvottavélum, ryksugum, hreingerningarefnum og skrúbbum.  Þegar taka átt íbúðir í gegn þurftu þeir allir að skreppa út í sjoppu og komu rétt mátulega til baka, til að geta farið út með ruslið.

Ef ég hefði hinsvegar ekki verið svona fyrirsjáanlega borgaraleg í hegðun og verið í óvígðri sambúð (bara tilhugsunin fær mig til að roðna) í staðinn fyrir að hlaupa eins og hauslaus hæna upp að altarinu í hvert skipti sem hillti undir samruna, þá væru þessir menn allir með hússtjórnarpróf upp á vasann.

Úr hússtjórnarskóla Jennýjar Önnu Baldursdóttur.

Og ég væri þá sennilega ekki að ljúga ykkur full hérna á sunnudagsmorgni þegar ég með réttu á að liggja á bæn og biðja um fyrirgefningu syndanna.

Svona getur kona verið vond.

Sunnudagur til syndar og svefnleysis.

Úje

 


ÞÁ VAR EKKI LJÓSANÓTT - ÓNEI

1

Einu sinn bjó ég í Keflavík, ég veit, erfitt að trúa, ég þessi rosa heimsborgari.  En þarna bjó ég sem sagt í nokkur ár og vann á skrifstofu Aðalverktaka, flokksbundin í Alþýðubandalaginu og á kafi í hermanginu.  Svona getur maður verið ógeðslega siðlaus, ég veit það, en þeir borguðu vel.

Á þeim tíma var ekki Ljósanótt í Keflavík.  Ónei.

Þá voru myrkar nætur í bænum.

Og til að kóróna allt var ég að kafna úr gúanólykt.

Dónteikmitúsíríoslíplís!

Live is beutiful!

Úje


mbl.is Léttir til á Ljósanótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ ER ÞAÐ MEÐ...

..ofsatrúarmenn og húmor.  Þessi tvö element ná aldrei saman.  Það er sama lögmálið og með olíu og vatn.  Ekki nokkur leið á fá fram samruna.

Það má ekki djóka með Múhammeð og það má ekki djóka með Jesú.  Trúin er svo grafalvarleg að það kallar fram alvarlegt þunglyndi hjá venjulegu fólki.

Að tala um að taka sig alvarlega.

Sjáið trúarbloggarana hérna á Mogganum.  Þeir eru að eigin mati "on a mission from god" og það er sko ekkert til að brosa að.

Ef Guð væri í alvörunni í samstarfi við þetta fólk, myndi ég segja við hann:

"Guð þú hefur ekki hundsvit á PR-málum, þú verður að ráða þér nýja talsmenn og það á nóinu"

Æmsóhólýmólý"
Újejeje


mbl.is Dönsk blöð birta „Múhameðshundinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI LENGUR HÆGT HVAÐ???

.. það átti aldrei að vera hægt að fá áframtengingu í læsta síma.  Síminn er svo ömurlegt fyrirtæki þegar kemur að því að þjónusta viðskiptavinina.  Gerast mistök þá leyfa þeir sjálfum sér alltaf að njóta vafans.

Þegar ég sá þessa frétt þá þakkaði ég Guði fyrir eftirfarandi:

Að hafa skipt yfir í Hive ,þó það sé stundum smá vandamál með tengingu, símareikningurinn bætir það upp.

Að eiga dætur sem eru fluttar að heiman, því þær hefðu NOTAÐ þetta gat all verulega, held ég að ég geti fullyrt.  Þvílíkar símadömur sem ég á.  Það er varla hægt að ná Maysunni á mynd nema talandi í gemsann.  Sara og Helga hafa róast.

Að símareikningar sem voru á við meðal álverksmiðju, heyra nú sögunni til.

Kæri Guð, tack så jätte, jätte mycket.

Hejdå!


mbl.is Ekki lengur hægt að fá áframtengingu á farsíma úr læstum símum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÆR ERU AÐ YFIRTAKA HEIMINN..

1

..eins og ég hef margoft haldið fram, köngulærnar sko.  Ég blogga reglulega um þessa köngulóarfóbíu sem ég er haldin og fær mig til að gera undarlegustu hluti.  Eins og að hoppa út um glugga, stökkva hæð mína, standa og garga hjálparvana, læsa mig inni, úti og gráta eins og líf mitt hafi verið slegið stórkostlegum harmi.

Ég hef líka marg talað um að ég þori ekki að drepa þær eða reyna það, að því ég er nánast viss um að þær muni koma, í skjóli nætur og hefna sín, skríða á mér, þar sem ég ligg varnarlaus í rúminu mínu og þær munu að sjálfsögðu ekki komar einar, ónei, þær munu koma í fylgd allra stóru og feitu ættingjanna og vinanna.

Nú eru þær farnar að færa sig upp á skaftið.  Í Texas hafa þeir fundið risastóran köngulóarvef sem er allt að 190 metra breiður.  Það er verið að leiða að því líkum að köngulóahópur hafi unnið saman að gerð vefsins.  Ekki láta ykkur detta í hug að köngulær séu bara hlaupandi fífl á 500 fótum.  Ónei, þær eru með samráð, samvinnu og mjög skýr markmið.

Þær ætla að yfirtaka heiminn og við.. við manneskjurnar erum sunnudagsmaturinn.

Krípístöff!

Ænó


mbl.is Risavefur í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEI, VEI, VEI

 

Loksins, loksins er haustið komið.  Ekki samkvæmt sumum, sem vilja halda í sumarið og vonast eftir framlengingu á því.  En smekkurinn er misjafn, eins og gengur.  Sumarið er fínt, en haustið er æðislegt.  Ég var tryllt úr hamingju (sko hljóðlátur tryllingur) í gærkvöldi, í rigningunni og rokinu. 

Ég kveikti á kertum, klæddi mig eins og fífl (já ég veit, erfitt að trúa, ég sem er alltaf fullkomin, heima og að heiman) og óð um allt innvafin í teppi.  Svo er september kominn og það er haustmánuður skv. almanaki. og því leyfilegt að búra sig inni.

Nú þarf ég ekkert að vera með móral yfir því að vera ekki alltaf farandi og gerandi.  Á sumrin eru allir að fara að gera eitthvað stórkostlegt og þá fæ ég oft samviskubit yfir að vilja ekki gera neitt nema tjilla.  Ætli ég sé svona löt?  Nebb, ég er vetrarbarn, fædd í janúar.  Ég þekki minn stað í tilverunni.

Annars ætla ég bara að bjóða góðan daginn, gott fólk og óska ykkur gleðilegs hausts, með mörgum nýslátruðum lömbum, engum innmat (viðbjóður), helling af berjum og góðum nömmum sem fylgja árstíðinni.

Sjáumst á eftir.  Ætla að fara að drekka nokkur köff.

Ójá


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2988456

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.