Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 6. september 2007
KVENNABYLTINGIN Í 101
Mér stórbrá þegar ég las frétt á Mbl.is áðan sem fjallar um þá umsækjendur sem sóttu um prestsembætti við Dómkirkjuna. Af sjö umsækjendum voru 6 konur. Það er ábyggilega eitthvað sem ekki gerist reglulega hjá þeirri karllægu stofnun sem þjóðkirkjan er.
Ég er ekki í þjóðkirkjunni, er ein af þeim sem sagði mig úr henni í beinni á blogginu fyrr á árinu. Það var eftir kirkjuþingið margfræga þar semtekin var ákvörðun um að samkynhneigðir væru ekki Guði jafn þóknanlegir og aðrir. Þá langaði mig ekki að vera með lengur, enda trúarlegt viðrini í þjóðkirkjulegum skilningi.
Mér er nokk sama, þannig hver messar í Dómkanum, en samt ekki alveg. Ég er að orna mér við tilhugsunina um að ef fleiri konur komast að þá breytist kannski hið innsnjóaða viðhorf þessarar ríkisstofnunar sem þjóðkirkjan er.
Þess vegna fylgist ég með.
My own personal Jesus!
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 6. september 2007
ALLIR SÓTRAFTAR Á SJÓ DREGNIR
Sumt fólk er ótrúlega hugmyndaríkt í öflun lífsviðurværis. Ég man eftir lækni einum sem tók fólk á námskeið við að gera við bíla, laga sambönd og kynlíf, kaupa gluggatjöld, elda grænmeti og fleira sem fólk þarf að gera í lífinu. Reglulega heldur fólk, alls kyns námskeið, með enga kunnáttu í farteskinu aðra en eigin reynslu, þó að auðvitað dragi reynslan fólk drjúga leið.
Nú er ein Nælon daman að fara af stað með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur á aldrinum 13 - 20 ára. Ég spái því að þær stúlkur sem flykkjast þangað verði allar í yngri kantinum. Það hlýtur að vera hreinn draumur að komast á námskeið hjá ædólinu, jafnvel þó námskeiðið fjallaði um ljósleiðaralagningu.
Það vantar að taka fram í auglýsingu... æi fyrirgefið "fréttinni" hvað þetta námskeið sem inniheldur eftirfarandi muni kosta:
"Á námskeiðinu verður farið í saumana á öllu er viðkemur framkomu, feimni, sjálfsáliti, líkamsburði, heilsu, förðun, sjálfsvörn, markmiðasetningu og fjármálum auk þess sem þátttakendum gefst kostur á að kynnast leikrænni tjáningu.!
Vó það er ekki verið að ráðast á garðinn sem hann er lægstur.
Ég hef ekki hugmynd um hvort þessi stúlka er fær til námskeiðahalds að þessu tagi, enda er það ekki málið hér. Ég dauðvorkenni foreldrum ungra stúlkna að þurfa að berjast við peningaplokk úr öllum áttum.
Ég myndi skrá mig ef ég væri ekki orðin of gömul. Það eru fjármálin og förðunin sem myndu draga mig þangað.
Úje
![]() |
Alma í Nylon heldur sjálfstyrkingarnámskeið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 6. september 2007
BLOGGNEFNDIN AFHJÚPUÐ
Bloggarafegurðarsamkeppni Mannlífs hefur farið fram. Ekki einn kjaftur af Moggabloggi nær á bestalistann. En nánast allir VONDU bloggararnir (ef ekki bara allir, eru héðan). Hver á aftur Mannlíf? Æi það skiptir ekki máli.
Álitsgjafar Mannlífs voru: Andrés Jónsson framkvæmdastjóri, Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður, Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður, Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir rithöfundur, Bolli Thoroddsen verkfræðinemi, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksamb. Ísl., Helga Vala Helgadóttir lögfræðinemi.
Ég skúbbaði þessu frá henni Gurrí vinkonu minni (www.gurrihar.blog.is), af því mig langar að dreifa fagnaðarefninu víðar.
A.m.k. tveir álitsgjafar eru Moggabloggarar. Hm..
Hverjum dettur í hug að setja hana Katrínu Önnu og Sóleyju Tómasar á vondubloggalistann? Er þá verið að dæma efnistökin eða hvað? Konurnar eru afskaplega vel ritfærar báðar tvær.
Annars er þessi mergjaði listi inni hjá Gurrí börnin góð. Þið kíkið þangað.
Ég elska lista.
Töffgæsdóntkræ.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 6. september 2007
FYRIR BÖRN OG ATVINNUMENN
Ég er smáborgari. Ég er ein af þeim sem held fyrir augun, roðna og lít til jarðar fyrir hönd fólks sem gerir eitthvað vandræðalegt. Ef einhverjum verður á í messunni, t.d. í sjónvarpi, er þetta sérstaklega slæmt. Ég fer í fár fyrir minna. Einhver sagði mér að þetta væri sjúklegt ástand meðvirkni, þegar maður færi í rusl vegna annars fólks sem kemur manni ekki einu sinni við.
Íslenska þjóðarsálin getur verið svo mikill plebbi. Það er mikill og aukinn áhugi á dansi í þjóðfélaginu og nú streymir fólk í dansskóla sem aldrei fyrr. Mér finnst dans frábær, hjá börnum og atvinnumönnum. Venjulegt fólk má samt alveg dansa (já, já, hemjið fagnaðarlætin, ég er almennileg)fyrir mér, en ekki opinberlega takk fyrir. Ég elska að horfa á börn dansa, þau gera það svo fallega og af svo mikilli innlifun. Líka atvinnumenn. Alvöru dansarar. Þeir koma nú beinlínis út á mér tárunum, stundum.
En venjulegt fólk sem er að dansa, verður svo einbeitt í framan. Það kemur á fólk einhver danssvipur. Maður sér liðið telja í sjálft sig í huganum. Hliðar saman hliðar, einn tveir tja-tja-tja og mér finnst það asnalegra en tárum taki, roðna og hverf undir borð í huganum.
Ein vinkona mín fór í dansskóla með karlinum sínum og ég náði ekki upp í það. Ég hætti að geta tekið hana alvarlega, svei mér þá. Þau eru enn að dansa hún og húsbandið. Ég segi stundum við hana, þegar við erum að ræða pólitík t.d. að hún geti ekki ætlast til að ég taki hana alvarlega, þar sem ég sjái hana alltaf fyrir mér í huganum dansandi Pasadoble með tilþrifum og það rýri gjörsamlega gildi þess sem hún hefur að segja. Þá verður nú fátt um svör hjá minni.
Júmeikmífílækdansing.
Úje
![]() |
Dansæði grípur landann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 5. september 2007
GRENJANDI NÖRD
..ef ég væri með lítið brotabrot af því sem Búskur forseti hefur á samviskunni, myndi ég eflaust gráta 24/7.
Maður sem lét lífláta fólk í Texas hægri vinstri og sýndi aldrei miskun, sendir hermenn í dauðann og á beina aðild að óteljandi morðum á saklausum borgurum í Írak, getur ekki verið grátandi dúllurass uppi við öxl Guðs.
Ef þessi maður er harmrænn tilfinningavöndull þá heiti ég Beef Wellington.
Cry me a river!
Úje
![]() |
George W. Bush: Ég tárast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 5. september 2007
VONDUR DAGUR?
Geta dagar verið vondir dagar? Ég hallast eiginlega að því að dagar geti verið misgóðir en sjaldnast vondir.
Þessi dagur hefur verið alveg svakalega lítið góður, en fyrsta klukkutímann sem ég var vakandi, var hann að koma sterkur inn.
Stundum get ég ekki beðið eftir að deginum ljúki.
Frasinn "Allt að gerast" sem er óhemju vinsæll í bloggheimum, fer ógeðslega í mig núna.
Áður en lausamunir fjúka ætla ég að lesa AA-bókina og ná mér á level.
Það er heilsusamlega spillandi að vera í vondu skapi en þetta er þannig dagur, hjá mér sko.
Alveg er ég viss um að ég hef ekki unnið í lottóinu. Ó ég lottaði ekki, en samt. Ég hefði ekki unnið hvort sem er.
Guð gefi mér æðruleysi....
Svei mér þá ef það er ekki að rofa til.
Það er gott að blogga, gott ef það er ekki "bara allt að gerast hjá mér".
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 5. september 2007
STRIGAKJAFTAR
Sumir karlar og einkum og sér í lagi þeir tjáningarglöðu innan íþróttahreyfingarinnar, virka á mig, sem veit ekkert um boltaíþróttir, eins og bölvaðir ruddar og strigakjaftar, þegar fýkur í þá. Ég veit auðvitað ekkert um þessa menn í viðhengdri frétt, nema það að þeir voru með ljót ummæli í garð einhvers dómara fótbolta, á opinberum vettvangi.
Ég er ekki frá því að hegðun sumra toppa í fótboltanum sé ekki við hæfi barna og alls ekki vænleg til eftirbreytni.
Ég man ekki betur en að annar þessara manna sem fengu áminninguna sé reglulega til vandræða í þessu samhengi.
Nú er ég að tala sem antisportisti sem hef ekki mikla trú á þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki keppnisfyrirkomulaginu. Þú átt að sigra, sigra og sigra. Hvernig virðist ekki alltaf vera aðalmálið.
Ég vildi að þessir karlar hættu að tjá sig í hita leiksins.
Þeir koma óorði á, hm, fótboltann.
Handboltamennirnir eru hins vegar kúl dúddar,
ekkert nema pjúra heiðursmenn.
Ójá
P.s. Þetta er mín fyrsta og að líkindum eina fótboltafærsla.
Súmíbítmíandbætmí.
![]() |
Guðjón og Magnús ávítaðir og sektaðir af KSÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 5. september 2007
EF HEILASKAÐI - HVAÐ ÞÁ?
Héraðsdómur hefur úrskurðað að tveir kunnáttumenn skuli dómkvaddir til að meta, hvort maðurinn sem ítrekað hefur verið dæmdur fyrir hrottalegar líkamsárásir á konur, hafi orðið fyrir framheilaskaða í slysi árið 1999 og hvort sá áverki hafi haft áhrif á sakhæfi hans og hvort refsing geti borið árangur.
Kannski er manninum ekki sjálfrátt. Hvað veit ég um leyndardóma heilans? Minna en ekki neitt. En þetta var ofbeldi sem stóð yfir mánuðum og jafnvel árum saman. Marg endurtekið sem sagt og að því er best veit, beindist það eingöngu að konum. Bráði aldrei af manninum?
Ef maðurinn telst ekki sakhæfur vegna heilaskaða en það er jafnframt vitað að hann er stórhættulegur þeim konum sem hann kemur nálægt, þá verður væntanlega að vista manninn á stofnun til að vernda hann fyrir sjálfum sér og öðrum.
Er það ekki annars?
![]() |
Metið hvort heilaskaði hafi haft áhrif á sakhæfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 5. september 2007
PIRRINGSBLOGG
Í mbl.is í dag, nánar tiltekið í stjörnuspá dagsins, stendur eftirfarandi fyrir Steingeitina:
"Steingeit: Það er ómögulegt fyrir þig að hafa stjórn á skapi þínu þessa dagana. Gott skap og vont skap skiptast á. Ást þín er þó stöðug - og aðrir treysta á það."
Halló, hverslags ábyrgðarleysi er þetta hjá blaðinu? Er verið að egna til óeirða hér á meðal oss í bloggheimum?
Ég er óvirkur alki og jafnvægi er og verður mitt millinafn (Jenny Jafnvægja Baldursdóttir) hvað sem tautar og raular. Það versta sem alkahólisti getur boðið sjálfum sér upp á (fyrir utan að drekka auðvitað) eru skapsveiflur og spenna.
Vó hvað sumir stjörnumerkjatrúandi ofbeldismenn hljóta að gleðjast í dag.
Ég frábið mér því þessum spádómi að ofan og reyni að hafa í huga að ég tek ekki andskotans mark á svona fíflagangi sem kallast stjörnuspár.
Ég er í sama merki og Jesús. Við erum friðelskandi ég og hann og við látum ekki koma okkur úr jafnvægi. Merkilegt annars hvað Jesú og matur eru ofarlega í huga mér þessa dagana.
En af hverju fer þetta svona í taugarnar á mér?
Arg pirr og púst.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 5. september 2007
BESTA OG SKEMMTILEGASTA DJOBB Í HEIMI..
..stynur Reykjavíkurborg upp úr sér í þeirri viðleitni sinni að sefja fólk (aðallega konur) til að sækja um á leikskólum borgarinnar. Málið er að það trúir þeim ekki nokkur maður, þar sem launin sem þeir greiða eru rétt fyrir strætókorti fram og til baka í vinnuna (eða þannig sko).
Að vera með börnum eru forréttindi og að vinna með þeim held ég að hljóti að vera alveg afskaplega gefandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Launin eiga að vera í samræmi við þá ábyrgð sem felst í uppfræðslu ungra sálna, sem er auðvitað eitt merkilegasta starfið í þjóðfélaginu, sem hægt er að takast á hendur.
Það er eitthvað stórkostlega bogið við það, að fólk sem kemur að uppeldi barnanna okkar, þess dýrmætasta sem hvert þjóðfélag á, skuli ekki vera hálfdrættingar í launum miðað við þá sem t.d. telja peninga í bönkum landsins.
Reykjavíkurborg auglýsir eftir fólki í skemmtilegasta starf heimsins, þar sem "ég er alltaf að leika mér í vinnunni" og er bara hallærislegt og lýsir vanþekkingu á starfi leiksólakennara. Er það brandari að vinna með börnum? Allt tómur leikur og fíflagangur? Ef það er álit þeirra sem völdin hafa, þá skýrast launatekjur starfsfólksins auðvitað af sjálfu sér.
Ég sæi Glitni í anda, auglýsa svona eftir fólki. "Koddu að vinna hjá okkur. Þar erum við í Matador allan daginn. Allesatt. Agú, gerrakoddu."
Plís eruð þið ekki að djóka í mér gott fólk?
Nú eiga starfsmenn leikskóla landsins að taka á honum stóra sínum. Ekki bara leikskólakennararnir heldur allir hinir bráðnauðsynlegu starfsmenn hvers leikskóla (SKÓLA já þetta eru skólar) og fá leiðréttingu sinna mála. Þetta er ekkert frístundadjobb og fíflagangur. Þetta eru ábyrgðarmestu störf samfélagins, í raun og sann, ekki bara í ræðum og riti.
Komasho gott fólk í uppeldisstéttum. Ég held að allir foreldrar (og ömmur og afar) standi með ykkur alla leið. Amk. hún ég.
Ójá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 2988473
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr