Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 13. september 2007
Og litla gula hænan sagði ekki ég...
Skelfing verð ég hallærislega mikill almúgi þegar ég les fréttirnar af því að Randver Þorláksson, verði ekki með í Spaugstofunni í vetur. Ég er sum sé að drepast úr forvitni sem hinn nafnlausi sjónvarpsáhorfandi. Mig langar í alvörunni að vita hvað það er sem stendur ekki í fréttunum af þessu máli.
Það vísar hver á annan hérna. Randver segir ekkert, Örn vísar á Þórhall og Þórhallur á Randver. Kommon, hver er ástæðan fyrir því að Randver, sem mér finnst einn af þeim betri í Spaugstofunni, er látinn fjúka? Og fyrirgefið, má ekki setja upp leikverk, leikþátt, gamanþátt, fjölskylduþátt eða bíómynd án þess að Hilmir Snær skreyti þá með nærveru sinni?´
Mér finnst Hilmir Snær magnaður leikari en þeir eru bara svo margir góðir sem við eigum og suma sjáum við allt of sjaldan.
Ég tek fram að þetta er svo sem ekkert hitamál hjá mér, enda enginn sérstakur Spaugstofufan síðustu árin, en ég horfi samt þegar ég hef ekki eitthvað annað spennandi að gera. Mér finnst stelpnahúmor skemmtilegri, enda hefur maður fengið óverdós af karlahúmor í gegnum árin. En Randver er flottur. Hvað er í gangi?
Þegar maður segir A þá er það náttúrulögmál að á eftir fylgi B.. og
Komasho
![]() |
Randver hættir í Spaugstofunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 13. september 2007
Er þetta lélegur brandari?
Síðast þegar ég vissi var 16 ára fangelsi lífstíðardómur á Íslandi. Hvernig getur maður sem dæmdur var fyrir manndráp að ásettu ráði fyrir níu árum, verið á áfangaheimili Verndar, eins og flottur maður?
Annar tvíburinn sem dæmdur var fyrir að drepa mann á hrottalegan hátt í Heiðmörk 1997, lét sig hverfa af áfangaheimilinu á sunnudag og er hans nú leitað.
Halló, er ekki í lagi?
Ég ætla rétt að vona að maðurinn sé ekki hættulegur umhverfinu.
Nú frussa ég af hneykslun.
![]() |
Strokufangi fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Fimmtudagur, 13. september 2007
Brjóstastækkunin fyrirhugaða, hér með, tekin af dagskrá!
Rækallinn sjálfur. Mogginn mun hafa ýmislegt á samviskunni þegar upp er staðið. Nú mun heimurinn verða fyrir miklum vonbrigðum. Ég er hætt við að fara í brjóstastækkun. Nú mun ég garga af skelfingu ef lýtalæknir svo mikið sem gjóar augunum að mér, í Hagkaupum, hvað þá ef einn slíkur tæki upp á að bjóða mér góðan daginn.
Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að láta eiga við brjóstin á mér, vegna viðtengdrar fréttar. En kona sem stungin var af býflugu í brjóstið, horfði á það verða vindlaust á innan við tveimur sólarhringum. Reyndar var hún á ferð þegar flugan stakk en saltvatnsfyllingin í brjóstunum á að þola allt að 200 kg. þrýsting.
Þar sem ég á það til að vera flækjufótur og lenda í allskonar uppákomum, ætla ég ekki að vera með uppblásin brjóst sem springa, næst þegar það dettur á mig gámur, ég hjóla á vegg eða ef býfluga stingur mig þegar ég er að renna mér á sleða().
Fyrirgefið gott fólk, það mun áfram vera mögulegt að nota barminn á mér sem straubretti - um alla framtíð.
Ég heldi það nú.
![]() |
Býfluga gerði gat á fyllingu í brjósti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 12. september 2007
Sumt er ekki hægt að endurtaka!
Ég var á Zeppelíntónleikunum margfrægu í Höllinni árið 1970. Vá hvað ég er orðin gömul. Ég man þessa tónleika eins og þeir hefðu verið í gær, upplifunin var slík. Ég hef fram á þennan dag, engan hitt sem ekki er mér sammála um þetta kvöld forðum.
Þetta var svona "einusinniáævinni" dæmi. Settist fast í sálina á mér og ég má ekki heyra sum lögin þeirra félaga án þess að flippa út í nostalgiunni.
Ég veit fátt aulalegra en endurkomur, ekki allar, en flestar. Þær eru oft bara reykurinn af réttunum, eins og dauðakippir rétt fyrir andlátið.
Ég vona að þeir fari ekki að hendast um allt karlarnir og reyna að endurlífga það sem áður var.
John Bonham er dáinn (okokok, ég veit að sonurinn kemur í staðinn) það vantar í hópinn.
Mun éta alla mína hatta og peysur ef þessi endurkoma verður eitthvað meira en veikluleg tilraun til að endurvekja gamla tímann.
Bætmíandsúmí,
http://www.youtube.com/watch?v=XQvxi9KZDqA
Set hér inn "Whole lotta love" með Zeppelin og ég hvet ykkur eindregið til að hlusta. Þeir eru snillingar mennirnir.
Úje
![]() |
Led Zeppelin kemur fram á tónleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 12. september 2007
Æi svo mikil dúlla eitthvað...
..og ég er alls ekki að halda því fram að hann Játvarður sé eitthvað ólánlegur þarna á myndinni. Sumir taka bara alveg ferlega glataðar myndir eitthvað.
Muna Játi minn að hafa hirðljósmyndarann með næst.
Annars bara góður,
arg
ég,
í krúttkasti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 12. september 2007
Ég fæ mér byssu..
..það er á hreinu og held til veiða á rjúpu. Ég ætla ekki að láta fokka upp jólunum mínum annað árið í röð. Í fyrsta skipti frá því ég var barn (ef undan eru skilin jólin mín í Svíþjóð) var ég rjúpulaus. Það er ekki hægt að lýsa líðaninni, jólunum stolið af manni bara og ég ekki einu sinni í samningsaðstöðu til að kaupa rjúpu á 5.000 kr. stykkið, en svei mér þá ef ég hefði ekki gert það ef það hefði verið í boði.
Nú held ég á vertíð sjálf. Það er sölubann á rjúpum og einhversstaðar verð ég að ná í jólamatinn. Hvernig ætli hamborgarhryggselskendunum liði, ef steikin þeirra yrði bönnuð nema fáum útvöldum. Þá myndi nú heyrast hljóð úr horni.
Þar sem ég veit ekki hvað er fram og hvað er aftur á svona byssu, auglýsi ég hér með eftir rjúpnamanni sem vill bjarga fyrir mig jólunum á sanngjörnu verði, og koma jafnvel í veg fyrir stórslys á heiðum uppi.
P.s. Annars var dádýrið sem ég hafði í matinn bara stórkostlegt og ekkert út á það að setja, en traddi er traddi, júnó.
Plíshelpmí.
Ójá
![]() |
Áfram sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Miðvikudagur, 12. september 2007
Halló, trúboðar óskast í miðbæinn um helgar!
Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Ómega, þar sem Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, sat í fullum lögregluskrúða, þá er vænlegra til árangurs að róa miðbæinn með trúboðum fremur en lögreglumönnum.
Er það nema von að trú almennings á lögregluna sé á undanhaldi þegar einn af yfirmönnum hennar treystir fremur "stríðsmönnum" Guðs til að stilla til friðar en sínum eigin undirmönnum.
Geir Jón viðurkennir að vísu að hann hefði ekki átt að mæta í einkennisbúningi til viðtalsins.
Svona til glöggvunar þá segir Geir Jón m.a. í viðtalinu.
"Það er verið að tala um að það þurfi að fjölga mikið í lögreglunni í miðborginni og annað til að taka á óeirðaseggjum, en það væri miklu betra að vinna það frá hinum endanum, að láta þá kynnast Drottni og breyta um líf og lífshætti og verða góðir og gegnir þegnar. Það er líklega það eina sem myndi leysa þetta, að auka trúboð í miðbænum".. og áfram í sama dúr.
Það má auðvitað segja að það gæti verið sniðugt að trúboða fólk þar til af því rynni og hundskaðist heim.. úr leiðindum.
Kannski löggan prufi aðferðarfræði yfirlögregluþjónsins... í Jesú nafni.
Ég er með tillögu að trúboðum..
Hósíanna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 12. september 2007
ER BÚIÐ AÐ SEGJA GJÖRIÐ SVO VEL?
Ég er ekki ein af þeim sem finnst Jesúauglýsingin fyndin. Hún truflar mig ekki, alls ekki, mér fær mig bara ekki til að hlægja. Ég játa að það hefur valdið mér áhyggjum að vera svona úr takti við hinn almenna húmor, því meira að segja fólk, með svipað skopskyn og ég, sem er skemmtilegt og með eitraðan húmor, hefur hlegið að þessu; "er búið að segja gjörið svo vel" fyrirkomulagi.
En nú hlæ ég, alveg skellihlæ. Þetta stönt með Vodafone merkið er algjörlega brilljant. Jón Gnarr er æðislega klár að finna marga fleti á sama brandaranum. Nú verður haldið áfram að tala um þessa auglýsingu og síminn græðir og græðir.
Ekki reyna að segja mér að þetta hafi verið óvart, þ.e. að það sjáist í merki Vodafone í auglýsingunni. Það getur ekki verið að neinn sé svona vitlaus. Fólk býr ekki til rándýra auglýsingu, og hana flotta, og klikkar svo á smáatriðunum svona gjörsamlega. Eða er það?
"Er búið að segja gjörið svo vel hvað"?
![]() |
Merki Vodafone sást í Símaauglýsingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 12. september 2007
Í FIÐURMJÚKUM "MÖRMUM" MÍNUM
..sungu skátvibbarnir mínir, þegar þeir voru litlir. En þeir voru algjör krútt. Mér datt þetta í hug þegar ég las þessa frétt þar sem ISG segist hafa "tekið" eftir því að Ísland væri ekki lengur á lista yfir hinar staðföstu þjóðir (þvílíkt nafn á stríðandi þjóðum).
Ég vil að utanríkisráðherrar þessa lands taki mig í fangið í pólitískum skilningi. Segi við mig: Jenný Anna við gerum ekki neitt sem stofnar landinu þínu, þjóðinni og afkomendum þínum í hættu. Við efnum ekki til ófriðar og við virðum rétt annarra þjóða til að ráða ráðum sínum.
Hm.. ég hvíli þessa dagana ekki í fiðurmjúkum "mörmum" utanríkisráðuneytisins. Er til of mikils ætlast að ráðherrann (sem ég lít upp til og virði mikið), viti hvort við erum á þessum bölvaða lista eða ekki? Taki ekki bara eftir því einn daginn að við séum horfin af honum? Eigum við að bíða eftir að vera sett eða tekin af honum, ef og þegar Bandaríkjamönnum dettur það í hug?
Hvað varð um okkar eigin ákvarðanarétt?
Farið það í hoppandi, hvað ég er öryggislaus.
Súmí.
![]() |
Ísland ekki lengur á lista yfir staðfastar þjóðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 11. september 2007
OFMAT
Viktoría og Davíð hafa fengið umsögnina "ofmetnasta fólk í heimi". Það má vera rétt, svo langt sem það nær.
Sjálfstæðisflokkurinn, Bubbi Morthens, Þvagleggssýslumaðurinn, Blönduóslögreglan, Íslensk Erfðagreining, Nylon, Þorramatur, kjötbollur og íslenska þjóðkirkjan, eru líka stórlega ofmetin.
Ég, hins vegar, er hneykslanlega vanmetin.
Væmíollðetæm?
Úje
![]() |
Beckhamhjónin eru ofmetnasta fólk í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 2988474
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr