Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 7. október 2007
Hvað með Helgu og Jóa?
Ebony and Ivory er hundleiðinlegur dúett og ég er ekki hissa á að hann hafi verið meðal þeirra sem tilnefndir voru sem verstu dúettarnir. En það er óþarfi að skella honum í fyrsta sætið. Íslendingnum í mér er misboðið.
Þú og Ég eiga að vera í 1. sæti. Kjánahrollurinn sem fer um mig þegar ég heyri Helgu og Jóa syngja diskólögin, er banvænn.
Roxette hefði mátt vera með líka. Ég sá Per Gässle þegar hann kom í fyrsta sinni, fram í sænsku sjónvarpi fyrir 28 áraum, með hljómsveitinni Gyllende tider. Lagið hét Flickorna på TV2 og þið sjáið að þetta hefur haft áhrif á mig (man þetta í smáatriðum), mér verður enn hálf óglatt. Þar setti Per Gässle niður sína síðustu kartöflu í mínum garði og því er Roxette á útrýmingarlista.
En það þurfa að vera mótvægisaðgerðir við öllum hlutum. Til að jafna út leiðinlegu dúettana þá bendi ég á tvær dásamlegar samsuður.
Nínu og Friðrik
og Knold og Tot ég meina Jan og Kjell.
Úje
La det svinge!
![]() |
Ebony & Ivory valinn versti dúett sögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sunnudagur, 7. október 2007
Yfirlýsing frá Jennýju Önnu Baldursdóttur!!
Af engu tilefni vil ég undirrituð, Jenný Anna Baldursdóttir, húsmóðir í Seljahverfinu, taka fram að þessi bloggari er ekki ég.
Það breytir þó ekki því að við tvö eigum tvennt sameiginlegt. Í fyrsta lagi erum við Íslendingar og í öðru lagi þá líðum við engum, engum, að hafa aðrar skoðanir en okkar eigin og það er eins gott að fólk sé með það á hreinu.
Annars mun ég blogga eins og bastarður inni á annarra manna kommentakerfum, heilu langlokurnar, EFTIR að ég hef eytt viðkomandi óróaseggjum af mínum bloggvinalistum.
Héðan í frá fjúka allir eftirfarandi af listanum:
Dökkhærðir, ljóshærðir og rauðhærðir.
Konur, menn og börn.
Allir sem kusu Samfylkinguna í vor (okokok þessir fimm addna)
Allir sem versla í Byggt og Búið.
Allir sem fara í kirkju á aðfangadagskvöld (já þú líka Smaragður, þú ryksugar kirkjuna).
Allir sem blogga fullir.
Hei, nei ég geri málið einfaldara. Ég loka hér með á komment á minni síðu og blogga hjá ykkur í staðinn.
Nananabúbú, þú ekki ná mér!
Úje, það er gaman að vera til.
Hha?
![]() |
Yfirlýsing frá Ragnari Axelssyni ljósmyndara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Sunnudagur, 7. október 2007
Að fletjast út á vegg
Þegar ég horfi á skemmtiþætti, sem eiga að höfða til allrar fjölskyldunnar, er ég ekki með miklar kröfur. Ég reikna ekki með að fara að gráta af geðshræringu, né heldur á ég von á að ég fletjist út á vegg af hlátri. Ef fjölskylduþáttur fengi mig til að fá magakrampa vegna hláturs, ætti hann að vera bannaður viðkvæmum og ungum börnum, því ég er með frekar óheflaðan húmor.
Ég hvorki hló né grét yfir nýja fjölskylduþættinum á RÚV, þessum með laugardagslögin. Ég missti mig ekki úr dramatík heldur og ég hélt kúlinu, þrátt fyrir að samfestingur kynnisins væri nokkuð flottur, en ég hef aldrei kunnað þá list að virðast vera nánast nakin í fullum herklæðnaði. Ragnhildur er flott.
Það krimti hins vegar í mér, yfir innslögunum frá Sigurjóni og Jóni Gnarr. Mér fannst karakterarnir hans Jóns "ógissla" fyndnir. Sérstaklega þessi fyrri. Það gerði það að verkum að ég ætla ekki að missa af næsta.
Ég þoli ekki Júróvisjón og ég neita að seta mig í einhverjar bloggstellingar út af þeirri örmu "keppni", nóg er nú um hið andlega eyrnaofbeldi sem dynur á manni, mánuðina fyrir viðkomandi "listviðburð".
Lögin voru eins og þau voru. Ég er búin að gleyma þeim.
Hvað fær übertöffarann Erp Eyvindarson til þess að taka að sér verkefni í svona þætti? Maðurinn hefur orðspor að verja.
En að blogga um þennan þátt af tilfinningaþrungna, er ofvaxið mínum skilningi.
Ég hef amk. oft séð lakari þætti.
Þangað til næst,
Aæmollátofflökk!
Úje
![]() |
Lag Guðmundar Jónssonar komst áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 7. október 2007
Saran á afmæli í dag!
Sara Hrund, yngsta stelpan mín, er 27 ára í dag. Hún fæddist á Östra-Sjukhuset í Gautaborg og nóttina sem hún kom í heiminn, ríkti fárviðri og spítalinn varð rafmagnslaus og allar klukkur stoppuðu. Saran er auðvitað mögnuð í beinu framhaldi af hingaðkomunni.
Sara er mamma hennar Jennýjar Unu, og hún er með litla bróður Jennýjar í maganum. Þessi dóttir mín kemur mér alltaf á óvart, en hún er með fordómalausari manneskjum sem ég hef enn rekist á, að öllum öðrum ólöstuðum. Sara vill bjarga heiminum, eins og flestir, en hún gerir líka eitthvað í því. Fyrir utan að vera í FÁ, er hún á kafi í sjálfboðavinnu við verkefni í skólanum, þar sem verið er að safna fyrir skóla í Pakistan, á vegum ABC barnahjálpar. Þetta verkefni varð kveikjan að stofnun sérstaks hjálparstarfsáfanga við skólann.
Elsku Sara, til hamingju með daginn þinn og njóttu hans nú alveg í botn, með Jennslunni, Erik og okkur hinum.
Maysa, okkur vantar ykkur, hann Oliver á að vera hérna og þið Robbi líka. Arg. María Greta Einarsdóttir, þetta er tilfinningaleg kúgun. Komdu heim.
Þúsund kossar til þín frá okkur, elsku Saran mín.
Esska þig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Laugardagur, 6. október 2007
Af mismiklum dúllurössum hjá RÚV
Vegna færslunnar um hann Helga Seljan "frænda" að austan, þar sem hann er talinn til þess mæta flokks fólks, sem eru dúllurassar, mun ég ekki hætta að gefa fólki þá einkunn, þrátt fyrir að karlmenn verki undan þessari lýsingu á kollegum sínum. Þetta tek ég fram, að gefnu tilefni.
Ég elska bækur, alls konar bækur. Ég las mig í gegnum barnæskuna og ég hef aldrei verið svo langt leidd á ævi minni, að bókin hafi ekki getað verið mér fróun. Þegar ég les, loka ég á umhverfið, heyri ekki og sé ekki. Þannig vil ég að það sé.
Þegar ég horfi á þætti um bókmenntir, er ég í essinu mínu. Það er svo gaman að fá upplifanir annarra á því sem maður hefur lesið, velta bókinni fyrir sér frá mörgum hliðum og á þann hátt auka skilning á efninu.
Ég tók því Kiljunni, nýja þættinum hans Egils, fagnandi. En ég er efins um hvað mér finnst.
Stundum get ég látið ótrúlegustu hluti fara í taugarnar á mér.
Páll Baldvin hefur átómatiskt þannig áhrif á mig að mér finnst ég verða að reisa ágreining við allt sem hann segir. Líka ef hann blikkar augunum. Palli babe er svo pirraður karakter. Ég er hálf hrædd við manninn, honum virðist alltaf leiðast svo það sem hann er að gera. Páll Baldvin er þess vegna, ekki dúllurass í mínum huga.
Kolbrún talar hinsvegar mannamál og hún talar við mig frá skjánum, kveikir í manni löngun til að lesa það sem hún er að fjalla um og hún elskar bækur. Það fer ekkert á milli mála. Hún er dúllurass.
Ég er ekki dómbær á hann Egil, en á sjöunda áratugnum hefði ég myrt fyrir hárið á honum. Mér finnst hann aðeins og fræðilegur í tali, m.t.t. að þetta er ekki sjónvarpsþáttur fyrir um hundrað manna elítu með bókmenntasögupróf upp á vasann frá frönskum háskólum, heldur þáttur fyrir hinn almenna mann. Ég er viss um að Egill elskar líka bækur, en ég myndi ekki nenna að hlusta á hann og Pál Baldvin á kaffistofu RÚV að ræða litteratúr. Páll drullu pirraður á lífinu og Egill að tapa sér í "ismunum". Ég er viss um að maður þyrfti skýringartexta yfir hugtök og stefnur, til að skilja hvað þeim færi á milli.
Hvað um það, Kiljan er enn í vöggu (agú), vér fylgjumst með hvernig fram vindur.
Give me five!
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 6. október 2007
Helgi Seljan, þú sem ert "örgla" frændi minn..
..í þriðja ættlið eða svo, verður að átta þig á ákveðnu lögmáli karlinn minn.
Þú vinnur ekki Í Bernhöftsbakaríi og verslar brauðið hjá Björnsbakaríi.
Þú keyrir ekki á B.S.R. og lætur Hreyfil keyra þig á djammið.
Þú ert ekki grænmetisæta og úðar í þig svínakjöti á aðfangadagskvöld.
Þú mátt ekki láta eins og þú hafir ekki lesið Biblíusögurnar þínar, þar sem stendur að ekki sé hægt að þjóna tveimur herrum.
Ónei.
Einhver myndi segja að það væri ekki hægt að eiga kökuna og snæða hana líka, en það myndi ég aldrei gera, því þá liti málið þannig út að ég væri uppiskroppa með lýsingarorð, sbr. brauðregluna hérna fyrir ofan.
Þú ert fórnarlamb náttúrulögmáls vinurinn, hvorki meira né minna.
RÚV á sitt fólk og ég er alsæl með það, af því þú ert að austan eins og ég, skemmtilegur og algjör dúllurass, en þar skilur á milli okkar, að ég hef bara komið þar í mýflugumynd fjórum sinnum eða svo. Ég þarf að borga bévítans afnotagjaldið, hvort sem mér líkar það eður ei og ég vil hafa starfsfólk RÚV á RÚV en ekki hjá einhverjum samkeppnisaðila. Brauðið - rímember?
Ef þú villt hafa útvarpsþátt, þá vertu með hann heima hjá okkur öllum - í Efstaleitinu.
Og vertu svo ekki að gera honum Þórhalli erfitt fyrir.
Ég vil ekki hafa það.
P.s. Til þeirra sem slysast hingað inn á minn einkafjölmiðil; ég er búin að finna leið til að vera í einkasamskiptum við selebbin. Ég skrifa þeim bara bréf. Prufið það. Gerir kraftaverk á andlegri líðan og svo líður manni eins og maður sé "ekkað".
Helgi min ekki taka Lúkasinn á útvarpsþáttarbannið. Það borgar sig ekki.
Með kveðju, frá almúganum
Újejeje!
![]() |
Helgi fær ekki að vera með útvarpsþátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Föstudagur, 5. október 2007
Kæri Dr. Gunni
Mikið skelfing finnst mér leiðinlegt að það sé búið með skýrum og óyggandi hætti, að skipa þér, sjálfum poppsérfræðingnum, á bekk með okkur, nafnlausa og andlitslausa múgnum.
Ég "in person" er algjörlega áhrifalaus í íslensku menningarelítunni og tel ég mig þó þokkalega stofufæra í umræðum um bæði eitt og annað, sem snýr að listum, menningu, friðarmálum og annari pólitík.
Nú veit ég að þú hefur ábyggilega varið þína "doktorsritgerð" í poppfræðum, í andyri Dakótabyggingarinnar, en trúðu mér, ef þú horfir t.d. á Kiljuna hans Egils og aðra menningarþætti, þá átt þú "in person" ekki séns í helvíti að komast með tærnar, þar sem liðið hans Egils, að honum meðtöldum, hafa hælana, í menningarlegu innsæi. Sama hvar borið er niður.
Ég "in person" hef hugsað mér að grilla kótilettur úti við Köllunarklett að kvöldi 9. október og glápa öfundaraugum, út í eyjuna þar sem eðlar manneskjur, mér og þér miklu æðri, munu standa og kveikja í súluhelvítinu hennar Yoko. Ég er reyndar frekar höll undir þessa tilteknu súlu, en það er sú eina súla sem ég skrifa upp á, á þessum síðustu og ógeðslegu.
Ég hef ekki efni á gullnu boðskorti svona "in person" en ég nota veraldarvefinn til að bjóða þér í andskotans lambakjötið úti í rignarsuddanum á þriðjudagskvöldið.
Vinsamlegast sendu svarmeil á www.famouswannabees.com fyrir mánudagskvöld.
Hlakka til að sjá þig karlinn.
Hef ekki hangið sjálf fyrir utan Dakótabygginguna en hef nærri því drekkt mér í ánni Mersey.
Þangað til þá.
Ég "in person"
![]() |
Dr. Gunni fékk ekki boðskort |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.10.2007 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 5. október 2007
Rapport á hlaupum
Jenný Una Eriksdóttir, kom hér eftir skóla, hlaðin farangri og tilbúin í helgarævintýrið.
Amman spurði: Var gaman í leikskólanum í dag Jenný mín?
Jenný: Nei, það var leiðilett.
Amman: Af hverju var leiðinglegt?
Jenný: Franklín Máni Addnarson.
Nú bíð ég eftir skóstærð og kennitölu á Franklín Mána Addnarsyni.
Ég á von á að þær upplýsingar berist með kvöldinu.
Á meðan Jenný úthrópaði Franklín á þenna snöfurmannlega máta, hallaði Bördí Jennýjarson undir flatt og hlustaði með athygli.
Ég sver það, að fuglinn var stórhneykslaður á svipinn.
Það er nú það.
Later!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 5. október 2007
Bingi og Bill í samruna sleik..
..og það kemst ekki slefan á milli þeirra. Ég hef talið upp að tíu og upp að hundrað, oftsinnis í dag, til að hemja reiðina sem kraumar í mér, vegna aðfaranna við hinn margrædda SAMRUNA REI og Geysis, sem fólk gapir yfir, hvar sem það stendur í pólitík, ásamt fundarboðuninni sem var göldruð fram í trássi við öll lög og reglur.
Það er ekki tilviljun að ég treysti Svandísi Svavarsdóttur fyrir almannahagsmunum í þessu máli. Hún er einfaldlega heiðarlegur pólitíkus og hún gætir hagsmuna okkar borgaranna og ætlar ekki að láta stöðva sig í að láta kryfja þetta mál til mergjar. Það er greinilega ekki vanþörf á. Í allri spillingunni, þá eru vinnubrögð Svandísar og einurð, ljós í myrkrinu.
Ég bíð í ofvæni eftir framvindu þessa máls.
Það er kominn tími á siðferðislegt meikóver hjá Binga og Bill. Fyrir lögnu.
Og svo er það þetta með pokana, sko þá sem má taka.
Fokkingei!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 5. október 2007
Besti afmælispakki í heimi!
Nú þegar ég hef verið edrú í ár, upp á dag, vill kona auðvitað fá afmælisgjöf. Og hana hef ég nú þegar grenjað út. Segi svona en í dag fæ ég hana Jennýju Unu Eriksdóttur í gistingu, sem er ekki pakki af lélegri gerðinni get ég sagt ykkur.
Hérna er viðkomandi gjöf fyrir klippingu á toppi og við höfum gleymt að greiða "okkur" en auðvitað er barnið alltaf jafn yndisfrítt. Jenný Una á fluffutösku, svona á hjólum, og taskan er bleik og með fígúrum. Þessi ferðakista er fyllt með gersemum þegar barn kemur til dvalar til ömmu og Einarrrrs, og upp úr henni drögum við ævintýralega hluti til að leika með.
Jenný tók ákvörðun um það fyrir stuttu að nú væri prinsessutíminn runnin upp. Barn er í kjól alla daga og í prinsessuskóm og það er ákaflega heppilegt að það er til hópur af kjólum til að klæða sig í. Buxur eru núna algjörlega úti. Jenný Unu finnst gaman að skoða sig í speglinum og henni finnst það ekki feimnismál. Hún skoðar sig vandlega frá öllum hliðum og svo á hún það til að segja stundarhátt: Ég er prinsesssssa. Alveg fullviss um það daman.
Stundum verður samt að gera málamiðlanir þegar veður eru vond og klæða sig í útigallann og svo verða ungar manneskjur ansi þreyttar á að berjast um með storminn í fangið og sofna bara þar sem þær eru staddar hverju sinni.
Nú kemur Jenný Una sem sagt í dag, með sitt úttroðna ferðakoffort og hún ætlar að líta til með syni sínum, honum Bördí Jennýjarsyni, baka köku fyrir afmæli mömmu sinnar sem er á sunnudaginn,segja ömmu sinni að það sé "ekki í boði" að fara að sofa fyrir allar aldir og ef vindar eru hagstæðir, gæða sér á smá "laufardagsnammi".
Ekki lélegt það.
Ég vil fá barn með bleikum borða, eins og alvöru afmælisgjöf fyrir stelpur.
Við munum síðan horfa á magnaða spennumynd um örlög og ævintýri "Jákarlsins og Grekans óvurlega".
Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 16
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2988493
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr