Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Svei mér þá alla mína daga..

..en eftir Kastljóssþáttinn þá trúi ég Bjarna Ármannssyni, upp á þrjár hæðir og þurrkloft. 

Getur verið að Vilhjálmur hafi látið undir höfuð leggjast að setja sig inn í málin?

Þvílíkt endemis rugl, hvernig sem þessu er snúið og rúllað.

Ég er farin á heilsuhæli.

GMG. 

 


Hvur sagði hvað við hvern, hvenær???

Er Bjarni að segja satt um fundinn heima hjá Villa Vill, þar sem fleiri klukkutímar fóru í að kynna  samning REI og OR til 20 ára?  Er Villi að segja satt um að muna ekki rass né rófu, og að ekkert hafi verið kynnt fyrir honum.?  Voru þeir að spila Trivial heima hjá honum strákarnir?  Er Haukur Leós, að kóa með Bjarna eða er hann að segja satt, svo hjálpi honum Guð almáttugur?

Ég hef oft lesið bækur, með brilljant fléttum, en enginn höfundur kemst með tærnar, þar sem ævintýri og örlög Vilhjálms, Binga, Bjarna og Hauks, hafa hælana.

Þessi spenna er ekki góð fyrir alka eins og mig.  Annaðhvort slekk ég á öllu upplýsingastreymi til mín, og það er mér ekki ljúft eða ég krefst þess einfaldlega að þetta lið segi sannleikann, í eitt skipti fyrir öll.

Ekki er allt þetta fólk að ljúga, ég trúi því ekki.

Villi, halló!

Súmíbítmíbætmí.


mbl.is Vilhjálmur Þ: „Nei, 20 ára ákvæðið var ekki kynnt fyrir mér "
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nánast í beinni frá Londres

12

46

Amma-Brynja er í London hjá Mays og Oliver á meðan Robbi er á Íslandi að vinna á Iceland Airwaves.  Hún er með myndavélina tilbúna og tekur myndir í gríð og erg.  Hér eru glænýjar myndir af uppáhaldsfólkinu á Englandi.

Knús til ykkar, Maya, Oliver og Brynja.

Lofjúgæs.


BDSM!!

1 

Það er langur í mér fattarinn stundum.  Sérstaklega á ég erfitt með allar skammstafanirnar sem standa yfir misjafnan kynlífssmekk manna.  Kannski vegna þess að ég á ekki líf mitt undir því að hafa þessa vitneskju á hreinu.  Mér hefur alltaf verið slétt sama, hvernig fólk kýs að lifa sínu kynlífi, svo fremi að það sé ekki að meiða eða misnota aðra, í þeim tilgangi.

Þegar Byrgiskarlinn komst í umræðuna, vegna síns undarlega kynlífssmekks, sat skammstöfunin "BDSM" eftir í hausnum á mér, amk. hringdu kunnuglegar bjöllur þegar einhver kom með hana í kommentakerfinu mínu, við færslu um borgarmálin, um helgina. Þar skrifaði Björgmundur einhver og kallaði nýja meirihlutann BDSM.  Náði ég því? Ónei, fannst maðurinn perri og afskrifað hann samstundis.

Nú er ég búin að ná "brandaranum".  BDSM eru upphafsstafir oddvita hins nýja samstarfs.  Svona getur fólk verið uppátækjasamt og kynlífsfixeraðWhistling.

Ég er hinsvegar svo hrein og fögur í hugsun að ég vil hafa þetta í annarri röð.  SDM-----B og Béið getur ekki verið nógu langt í burtu fyrir minn smekk.

Nú megið þið hlægja.  Þetta er sum sé íslensk fyndni anno 2007.

Ójá, sagði kjéddlingin.


Betlistafspólitík!

 Stolið af vísi og staðfært af moi.

Ragga Gísla er verndari Fjölskylduhjálpar Íslands (gamla Mæðrastyrksnefnd).  Mér er sama þótt ég verði skotin, barin og illa með mig farið.  Mér er í nöp við ölmusustofnanir.  Hef reyndar skrifað um það pistil áður, hér á blogginu mínu. 

Auðvitað er það þakkarvert að það skuli vera til úrræði þegar fólk á ekki til mat eða klæði fyrir sig og sína.  En kjarni málsins er sá, að í ríku þjóðfélagi þá á fólk ekki að þurfa að fara með betlistaf og fá úthlutað kjötfarsi, notuðum fötum og pening fyrir lyfjum.  Samfélagið á að sjá til þess að fólk þurfi ekki að vera í þessari stöðu. 

Ragga segir:

 „Starf mitt felst fyrst og fremst í að vekja athygli á þessum samtökum," segir Ragnhildur en starf Fjölskylduhjálpar er alfarið byggt á sjálfboðavinnu. „Í hverri viku mætir fólk og leggur sitt af mörkum til að aðstoða þá sem þurfa virkilega á þessari aðstoð að halda og ég vil einfaldlega leggja mitt á vogarskálarnar," 

Gott mál, hún vill leggja málefninu lið.  Ekkert nema gott eitt um það að segja.

Í lokamálsgrein fréttarinnar segir Ragga orðrétt (og það er hérna sem ég tók andköf): "Við þurfum að hjálpa náunganum og styðja við hann þegar hann hrasar."

Viðhorf Ragnhildar Gísladóttur, segir kannski allt sem segja þarf.  Það er nefnilega útbreiddur misskilningur meðal almennings í þessu landi, sem hefur nóg að bíta og brenna, en hann er sá að það sé "ógæfufólk" sem leitar sér hjálpar með þessum hætti.  Fólk sem hefur hrasað í lífinu.  Ef það er hrösun, að hafa lágar tekjur í þessu alsnægtaþjóðfélagi, þá skal ég samþykkja það, en ég veit betur.  Fullt af fólki á vart mat ofan í börnin sín, einfaldlega vegna þess að það hefur gleymst í allri græðgisvæðingunni að huga að stórum hópi fólks í þessu þjóðfélagi.

Þess vegna á það að vera yfirlýst markmið, þeirra sem völdin hafa, að leggja niður ölmusustofnanir á borð við Fjölskylduhjálp Íslands og láta samfélagið sjá um að enginn þurfi að standa í röð upp á von og óvon til að fá að borða.

Amerísk súpueldhús hvað?


"For men only"

1

Ég hef, fram á þennan dag, ekki hitt eina einustu konu sem hefur haft gaman að Rambó-myndunum.  Ég þori að fullyrða það.  Ef ég hefði fengið að ráða, hefði sú fyrsta verið látin duga og hún fallið fljótlega í gleymskunnar dá.  En nú er sú fjórða á leiðinni, og Rambó orðinn klassík í bíósögunni.  Fyrir hvað veit ég ekki.

Rambó er karlamynd.  Hugmyndafræði myndarinnar höfðar til karla.  Hinn þögla hetja, sem er full af innbyrgði reiði og með einlægan hefndarvilja getur yfirunnið hverja raun, vaðið yfir allar hindranir, án þess að segja eitt einasta orð.  Hann stendur uppi sem sigurvegari og það sem hann leggur á sig til að ná markmiðinu er endalaus kvöl og pína.  Ekki tári spillt en svitinn drýpur af hetjunni.

Í myndinni sem ég sá, voru ekki konur í neinu afgerandi hlutverkum. Mig minnir að þær sem þó voru með hafi verið alltumvefjandi með einlægan milljónprósent áhuga á Rambó kallinum.  Hún gerði ekki miklar kröfur og hún þurfti vernd.  Nú gæti ég trúað að Rambó og Rokkí séu farin að blandast saman í einn stóran og krúttlegan ofbeldisvöndul, í hausnum á mér.  Munurinn á myndunum er áttfittið, amerískar stuttbuxur annars vegar og frumskógarlarfar, hins vegar.  Myndir beggja sería hafa sama boðskap.  Hið góða sigrar með ofbeldi.

Mér er spurn, er aldrei komið nóg af þessari Amerísku ofbeldishetju?

Er engum orðið ómótt?

Hugsið ykkur ef það væru til fjórar myndir með Julie Andrews í "The Sound Of Music"!!!W00t

Æmagonner!

Úje


mbl.is Hvað heitir Rambó?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hausinn á mér hringsnýst

Á hverjum degi koma upp ný plott, varðandi fall meirihlutans í borginni og það sem leiddi til þess.  Bingi sá gsm, með "til í allt, án Villa", Sjálfstæðismenn eru að gera Binga að einum allsherjar sökudólg og hver samsæriskenningin á fætur annarri, lítur dagsins ljós.  Svo koma af og til fréttir, sem segja manni að þeir sem hafa lýst því yfir að hafa ekki vitað neitt, hafi vitað og þeir sem sögðu alls ekki eitthvað, hafi sagt það.

Er stór hluti stjórnmálamanna forstokkaðir lygarar?

Er það bara spurning um að upp kemst um suma en aðra ekki?

Trú mín á stjórnmálamönnum fer dvínandi með hverri mínútunni sem líður.

Hausinn á mér hringsnýst.  Hverjir eru alvondu gæjarnir og hverjir þeir minna vondu?

Nú bíð ég eftir að sjá kvöldfréttir.

Hvaða "sannleikur" lítur þá dagsins ljós?

Lies, lies, lies.

Úje


Út með Alfreð og Binga!

 1

Ögn meiri stuðningur er við flesta þeirra flokka sem standa að nýjum borgarstjórnarmeirihluta, en við síðustu kosningar í borginni.   Framsókn er þó með aðeins minna fylgi (ef það er mögulegt).

Stuðningur við nýja meirihlutann er 56,5% og nú er að bíða eftir að nýja fólkið farið að bregðast við ástandinu.

Auðvitað er flott að það er komin félagshyggjumeirihluti í Borg Óttans, en ég er á því að best væri að kjósa aftur.  Ég veit það kostar peninga og fyrirhöfn en lýðræði kostar og það er vel þess virði.

Ég vil sjá félagshyggjumeirihluta ÁN þátttöku Binga, ég tel hann ekki síður ábyrgan á klúðrinu sem leiddi til núverandi ástands og ég myndi ekki treysta honum úr húsi, eins og ég hef áður sagt.

Svo fékk ég taugaáfall þegar ég sá að búið var að blása lífi í Alfreð, þann forstokkaða kerfiskarl.  Ekki var það gleðilegra að heyra hann játa því að hann sé einskonar guðfaðir atburðarrásarinnar í borginni sem leiddi til stjórnarskipta.

Það er svo löngu kominn tími á þann karl.

Alveg hef ég það á tilfinningunni að margt eigi eftir að koma fram í dagsljósið, af ráðabruggi Vilhjálms og Björn Inga, áður en yfir lýkur.

Kjósum aftur.  Það er hið eina rétta.  Ég er viss um að Svandís Svavarsdóttir myndi raka inn atkvæðum fyrir VG.  Það eru amk ekki margir sem ég hef talað við undanfarið sem ekki myndu kjósa hana.

Kjósa, kjósa, kjósa.

Og ekkert kjaftæði.

Úje 


mbl.is Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flippaður dagur í margmenni, án einnar einustu kjötbollu en mörgum uppákomum!

 

Vúff, ég er á innsoginu eftir fyrirsögnina. ´

Annars er ég dauðþreytt og sæl eftir daginn.  Við stormuðum í IKEA og eyddum þar miklum peningum, þ.e. ég og frumburðurinn.  Sara og Erik voru nokkuð sparsöm, gott ef ekki samansaumuð (djók) og Dúa Dásó, keypti pönnu og gúkkulaði.

Hér kom hópur af skemmtilegu fólki og drakk kaffi.  Fengu ekki ögn með því, enda ég ekki neitt fokkings kaffihús (lalalala).  Jóna kom með Lindubuff sem Dúa gúffaði í sig um leið og Jóna var farin.  Nei, ég er hætt að láta eins og fífl, dagurinn var góður, en maður þarf að vera arfastilltur á tauginni í svona Ikea ferð, það tekur verulega á taugarnar og mér fannst ég aldrei ætla að komast hringinn.  Svo eru tuttugu þúsund krónur ansi mikið fyrir kíló af kjötbollum, en það var sú upphæð sem ég spanderaði, enda að kaupa bæði gardínur og mottu, munið þið.

Jenný Una er búin að skemmta okkur vel í kvöld.  Hún hefur sungið og dansað hástöfum og leikið við hvern sinn fingur og fengið hverja "humyndina" á fætur annarri.  Hún sefur nú eins og engill í prinsessurúminu sínu.

Ég sá laugardagslögin.  Ég var nokkuð glöð með Svölu, en sem gamall blúshundur var ekki spurning, að mér fannst lagið um fyllibytturnar best.  Kannski af því ég er fyrrverandi fyllibytta sjálf, en ég held ekki, textinn er brilljant, lagið líka og Pálmi alltaf jafn flottur.  Konan hans hún Anna reyndar líka.  Aldrei þessu vant, þá voru margir sammála mér um valið.

Við keyptum leiktjald handa Jenný og þar hefur hún eytt deginum, að mestu leyti síðan við komum heim.  Ég man að það var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði sem krakki að "búa til hús", núna fær maður "húsin" tilbúin í IKEA.

Ójá, ég er að drepast úr þreytu. 

Takk fyrir daginn.

Síjúgæs.

Úje


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 2988494

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.