Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Ásdís ofurhetja kallar bloggara til samstöðu!

Ég skora á ykkur kæru gestir þessarar síðu að kíkja á hana Ásdísi en hún er með undirskriftalista í gangi, til að vekja athylgi á kjörum og réttindaleysi öryrkja í þessu landi.

Öll getum við orðið veik.  Ég trúði því einu sinni að það gæti ekki hent mig, enda varð mér varla misdægurt í áratugi.

En enginn veit sína æfina.  Málið er okkur öllum skylt.

Hér er UNDIRSKRIFTARLISTINN

Stöndum saman um hagsmunamál okkar allra.

Komasho.


Zero barnaníðingar..

eða hvað? 

Ætli páfinn hafi tékkað ferilskrá þessara dúdda sem hann var að gera að kardínálum?

Annars má hann útnefna hvað sem er fyrir mér.

Þegar ég heyri af Vatíkani og embættismönnum innan þessarar kirkju, þá er því, því miður, svo farið að upp í hugann kemur sá hópur af börnum sem prestar kirkjunnar, hafa misnotað í gegnum aldirnar.

Svo geta þeir útnefnt hvorn annan til engla og dýrlinga fyrir mér.

Kaþólsk trú stendur fyrir kynferðislegt ofbeldi, kvennakúgun og ræktun sektarkenndarm, í mínum huga.

Amen.

Ójá


mbl.is Páfi útnefnir 23 nýja kardínála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir stelandi jájá, en hvað með blómin???

Það er stolið og stolið úr búðum, af fólki og útum allt.  Já,já, það eru ekki fréttir.  En mig fýsir að vita, og fá á hreint, hvor blómin sem þessi rómantíski þjófur var með á persónu sinni, voru stolin eða ekki.  Það er ekki vitað, þó maðurinn sé grunaður um að hafa stolið þeim ásamt öðrum varningi sem hann var með.

Þegar ég las fréttina þá sá ég fyrir mér mann, sem hafði dottið í það og verið aðeins of lengi á djamminu, en hann upphaflega ætlaði.  Hann týndi kortinu og þorði ekki heim.  Í öngum sínum og örvæntingu greip þessi maður til örþrifaráða.  Hann stal einhverju dóti til að gefa konunni, til að láta "innkaupin" líta út fyrir að vera eðlileg, þá skellti hann "dassi" af rakvélarblöðum inná sig líka (hafði tekið eftir hvað rakvélarblöð eru hott meðal þjófa þessa dagana?).  Til að kóróna sköpunarverkið hefur kallinn komið við í Blómaval og stolið búkkett.

Ég er farin að hágráta, ég vorkenni svo þessum krúttlega "týnda elskhuga" konunnar sem hefur beðið elskunnar sinnar síðan á laugardag, með lærið í ofninum.

Vona að allt lagist á milli þeirra.

Sjáið þið ekki fyrir ykkur svona sögur út úr fréttum?

Ég hélt það.

Enda er ég ekki biluð, nema að litlu leyti.

Lifi smáfuglarnir.

Úje


mbl.is Þjófur tekinn með fatnað og rakvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og pabbi minn er lögga og lemur asnann hann pabba þinn!!

Í framtíðinni má leiða líkum að því að þroskaðar umræður haldi áfram að þróast og sveigjast í eftirfarandi átt, á borgarstjórnarfundum.

Skammastín þú addna bjáninn þinn, hæstvirti borgarfulltrúi!

Þegiðu og hættu að ljúga fíflið þitt!

Auli, auli, auli og svínabest!

Þú lýgur meira en þú mígur, borgarfulltrúi!

Pabbi minn er lögga, pabbi og lemur asnan hann pabba þinn í spað ef þú verður ekki til friðs addna!

Og í heitum umræðum:

Farðu í rassgat, mig langar ekki neitt sko að vera með þér asnakjálki!

Þegiðu femínistabeljan þín!

Hm...

Ég hef grunur um að pallarnir í Ráðhúsinu verði vel sóttir í vetur.

Súmíbítmíbætmí!

Úje

 


Á fylleríi í Hagkaupum

Ég var að velta fyrir mér (ó)möguleikunum í sambandi við baráttumálið hans Sigurðs Kára og Co í þinginu, að fá búsið í búðirnar.  Í Kastljósi tók Sigurður Kári fram að það væri auðvitað ekki verið að breyta þessu fyrir þá sem "gerðust sekir" um ofneyslu áfengis, heldur hina sem gæta hófs.  Þetta fannst mér soldið merkilegur punktur hjá þingmanninum, því ég hef alltaf haldið að ríkið væri bara fyrir alkóhólista. Döh!

Nú, þetta skiptir ekki máli fyrir mig, svona prívat og pers. hvar áfengi er selt, þar sem ég er búin með minn kvóta fyrir löngu og ef Guð lofar, mun ég storma fram hjá áfengishillum lífsins, einn dag í einu, til eilífðarnóns, en ég var að velta fyrir mér hvernig þetta fyrirkomulag gæti orðið í framkvæmd fyrir þá sem kaupa þessa vöru.

Þegar ég fer í Hagkaup, næ ég mér yfirleitt í eitthvað að drekka, með smá sykri í og hef það með mér á meðan ég rúlla mér í gegnum búðina, vegna sykursýkinnar sem ég er með og af fenginni reynslu veit ég að ég er ekki glæsileg, hálf hangandi ofan í innkaupavagninn, slefandi og ranghvolfandi í mér augunum, í bullandi sykurfalli.

Nú, ef kona úr Gjörningahverfinu vill tjilla í gegnum Hagkaup, þegar hún kaupir inn fyrir helgina, þá nær hún sér í eina rauðvín (getur ekkert verið athugavert við það, það er svo EÐLILEGT að vín fáist í matvörubúðum) og sýpur á og hrindir vöruflokkum í hrönnum ofan í vagninn sinn (ok, ég skil, Jóhannes í Bónus veit að þetta er verslunarörvandi vara.  Á Jóhannes Sigurð Kára?).  Þegar hún er komin í hreinlætisvörudeildina er hún farin að syngja "Áfram veginn" og hún hefur gerst ruddaleg mjög og árásargjörn, enda komin vel ofan í flösku númer tvö og ekkertbúinaðborðasíðanímorgun.  Hún rífur stólpakjaft í biðröðinni en NB það er kominn sérstakur kassi fyrir fólk undir áhrifum.  Þar móðgar hún mann og annan sér til skemmtunar á meðan hún bíður eftir afgreiðslu.  Vörunni er skellt í poka og konunni síðan hent út með pokum og alles, beint út á bílastæði.

Þessi kona, úr Gjörningahverfinu, hefur e.t.v. átt við áfengisvandamál að stríða, en það hefur ekki reynt á það fyrr en nú, en eftir að "búsinn í búðina frumvarpið" var afgreitt frá Alþingi,  gargar próblemið, á hana, upp í opið fésið á henni, í hvert skipti sem hún verslar inn til heimilisins.

Þökk sé helvítis frumvarpinu hans Sigurðar Kára.

Og nú er ég komin með alvarlegar áhyggjur af þessari þykjustukonu sem ég bjó til.

Ætli hún endi ekki bara á Vogi?

Ég vona það.

Og mikið vona ég að búsið í búðirnar nái ekki fram að ganga.

Það er svo mikil tímaskekkja.


Gleðilegur bömmer

Mér finnst alltaf svo sorglegt þegar serímóníurnar eftir kosningar eiga sér stað.  Þessar með lyklaafhendingu sko.  Mér finnst þetta líka dapurlegt, þó mér hugnist þeir sem taka við.  Það er einhver blámi yfir þessari athöfn.  Svona hjónaskilnaðarbömmer, hér erum við, allt er búið og ég held á brott fílingur.

Er ekki hægt að sleppa þessum leiðindum?  Vilhjálmur hefði bara getað beðið ritarann sinn að skutla lyklunum til Dags og hann hefði svo kvittað fyrir móttöku lyklanna.

Þið sjáið myndina sem fylgir fréttinni.  Dagur bísperrtur eins og Armanífyrirsæta (stendur í vísi sko) og Vilhjálmur í víðtækum harmi.  Æi ég vorkenni Villa. 

Ég er stórbiluð ég veit það og hef sætt mig við það. 

En í alvöru, af hverju þarf að gera hlutina erfiðari en þeir þurfa að vera?

Muna það næst börnin góð í pólitíkinni.

Hætta svona serimóníum.

Búið bless, fúnkar best.

Ójá.


mbl.is Dagur tekur við lyklavöldum af Vilhjálmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar konur ráðast á konu!!

Jæja, þá eru konur í Frjálslynda flokknum, búnar að ryðjast yfir Margréti Sverrisdóttur, á skítugum skónum.  En eins og oft þegar þegar hópur fer fram gegn persónu, þá rýrir það alls ekki gildi þess sem ráðist er á, þvert á móti, en það segir manni hinsvegar, ansi margt um árásaraðilann.

Gott að vita að það eru nægjanlega margar konur í Frjálslynda flokknum til að mynda heilt Landsamband.

Fyrir hvað stendur eiginlega orðið "óháðir" í framboðinu Frjálslyndir og óháðir í Reykjavík?

Ég fæ engan veginn skilið að Margrét sé ekki í fullum rétti sem óháður í borginni og því er bara að fagna að hún skuli vera komin í meirihluta og geti þar lagt málefnum Frjálslyndra lið, því mig minnir að hún hafi sagt sig úr flokknum vegna vinnubragða og aðfarar gegn henni, en ekki vegna skoðanaágreinings.

Það nánast grætir mig þegar konur fara svona að gagnvart hvor annarri.

Ég hef heljar mikla trú á Margréti, þrátt fyrir að vera ekki á sömu línu í pólitík og hún.

Ég ber líka virðingu fyrir Hönnu Birnu, Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhönnu Sigurðar,Þogerði Katrínu og svo mætti lengi telja, þó ég sé ekki í sama flokki og þessar konur.

Mér finnst amk. að þessa vantraustyfirlýsingu, hefðu konurnar í Frjálslynda flokknum, betur látið eiga sig.

Þannig er nú það.

Ójá.


mbl.is Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynþáttastríð?

Ég held að það sé hægt að setja fram hluti á ákveðinn hátt til að ná vissum áhrifum.

Hér lenda tveir hópar manna í átökum.

Ekkert merkilegt þar á ferð, karlmenn eru þekktir fyrir að leysa ágreiningsmál með ofbeldi, undir vissum kringumstæðum.

Svo er hægt að gera þessi barnalegu slagsmál að kynþáttastríði með því

að segja í frétt að Íslendingar og menn af "erlendu bergi brotnu" hafi lent í átökum.

Lentu mennirnir í átökum af því að þeir voru íslenskir vs. útlendir?

Eða kannski af því að þeir fóru einfaldlega að fokkast hvor í öðrum?

Algjör óþarfi að vera alltaf að stilla fólki upp sem andstæðum vegna þjóðernis.

Og hafið þið það.

Ég er farin að lúlla, er með flensu.

Ójá.


mbl.is Tveir handteknir eftir átök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er alki...

03 

..og er með það á hreinu að timburmenn og/eða fyllerí fer ekki vel saman við barnauppeldi.  Því má segja að ég  hafi verið töluvert heppin með að byrja ekki að drekka eins og svín, fyrr en mín börn voru orðin stálpuð.  Nú er ég edrú og ég veit jafn vel og ég hef alltaf vitað að börn og brennivín fara ekki saman.  Eins rökrétt og það nú er, að maður er ekki að sinna börnum undir áhrifum, né bakfullur með iðnaðarmenn í höfðinu, þá virðist þessi stórisannleikur alls ekki garga á fólk í einfaldleika sínum.

Í gegnum árin, hef ég komist í tæri við foreldra sem sjá nákvæmlega ekkert athugavert við að drekka sig fulla innan um börnin sín (ég tek fram að ég er að tala um fyllerí, ekki hófdrykkju, bara svo það brjótist ekki út áköf fagnaðarlæti hér á síðunni minniW00t) hvað þá heldur að sinna þeim titrandi og skjálfandi úr timburmönnum.  Svo rammt getur kveðið að þessari blindu hjá fólki, að allar ábendingar um þennan "selföglighet" eru illa þegnar. Vægast sagt.

Svo opnast augu frægra manna fyrir þessari staðreynd og það vekur svo mikla athygli að það kemst í blöðin.  Braddinn fattaði sum sé að það er ekki gott fyrir börnin hans að hann sé timbraður að hugsa um þau.  Vá, þvílík uppgötvun, þvílíkar fréttir.

En það er ágætt að þetta vekur athygli.  Það þýðir ekkert fyrir einhverja nóboddía eins og mig og fleiri að benda á svona hluti.

Ónei,

Braddi og Angie geta komið boðskapnum til skila.

Og það er fínt.

Allir út að leika, bláedrú með börnin.

Úje...


mbl.is Pitt: Timburmenn og barnauppeldi fara ekki saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pling, pling - ég er með hugmynd!

Hún felur í sér eftirfarandi:

Konur..

Eyðingu á töluverðu magni skóglendis..

19. júní 2008

Þessa stelpuskömm.....

..og þessa...

..ásamt nokkrum í viðbót, sem ég á eftir að uppljóstra um þegar ég hef sett þær inn í hugmyndina.

Haldiði að maður hugsi ekki og finni upp brilljant hluti?

Hreina snöktandi snilld?

Haha??

Jíbbí

Míómæ!

Ég rúla!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2988495

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband