Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 19. október 2007
"Nakin" mótmæli
Mörg hundruð vændiskonur í Bólivíu eru reiðubúnar að berjast gegn siðsemdarátaki er beinist gegn starfsemi þeirra með því að fara naktar í mótmælagöngu í höfuðborginni.
Fátækt og neyð taka á sig ýmsar myndir.
Vændi er ein af þeim birtingarmyndum.
Hefur ekkert með siðsemi að gera, heldur mannvirðingu.
Konur gegn vændi þurfa að verka virkar allsstaðar.
Alltaf.
![]() |
Hóta að fara naktar í mótmælagöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 19. október 2007
Jóhanna Sigurðardóttir er á leið í veislu á eftir..
Já, já, segið svo að maður fylgist ekki með sínu uppáhaldsfólki. Hér sit ég og veit nákvæmlega hvað hún Jóhanna ætlar að taka sér fyrir hendur, núna seinnipart þessa föstudags.
Ég er svo vel tengd í ráðuneytin. Alltaf á vaktinni. Svei mér ef ég gæti ekki séð um svona "sviðsljós" eins og Ellý Ármanns gerir hér á Mogganum, en í mínu tilfelli myndi ég vera með selebbin í stjórnmálum á minni könnu.
Ég myndi geta þekkt klæðaburðinn, hver væri í Pradadrakt og hver í Armani jakkafötum ójá en nóg um það að sinni.
Hún Jóna vinkona mín, skrifaði opið bréf til hennar Jóhönnu og bauð henni á vetrarhátíð sem haldin verður í dag í Vesturhlíð sem er frístundaheimilið hans Ians, sonar Jónu og er þekktur hér í bloggheimum sem Sá Einhverfi.
Jóna skrifaði opið bréf í Moggann sem birtist í gær og auðvitað lét Jóhanna slag standa og tilkynnti komu sína.
Jóhanna er frábær stjórnmálamaður og hún er ekta. Það er ekkert "kjaftæði og loforð fyrir kosningar og svo búið, gleymt" hjá þeirri konu, hún er í alvörunni virk og hún ber virðingu fyrir grasrótinni. Ansi er ég hrædd um að sumir ráðherrar hefðu borið við stuttum fyrirvara og allir hefðu skilið það. En Jóhanna mætir, af því henni er ekki sama.
Asskoti sem ég vildi hafa hana Jóhönnu í VG, þar sem fjörið er.
Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 19. október 2007
Fullnægingarskortur - hæpin vísindi.
"Aðalvandamálið tengt kynlífi hjá konum er einfaldlega það að þær fá ekki fullnægingu. Margar hafa aldrei fengið fullnægingu. Svo vita sumar ekki einu sinni hvar G-bletturinn er!"
Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir, heldur þessu fram.
Ókei, rannsókn í gangi, hugsaði ég, þar sem þessi "frétt" er undir liðnum "Tækni og Vísindi" í Mogganum.
Nebb, engin rannsókn, Sólveig Katrín, heldur kynningar um hjálpartæki ástarlífisins.
Það stendur ekki stafur um hvort SK er kynfræðingur, hjúkka eða fagaðili yfirhöfuð.
Svo auglýsi ég eftir öllum fullnægingarlausu konunum. Ég þekki enga, en kannski eru allar konur sem eru fullnægingarlausar að segja vinkonum sínum ósatt, þegar þær tala um kynlíf. Svo segja þær satt á kynningum úti í bæ, við bláókunnugt fólk. Jeræt.
En SK hefur samkvæmt þessari frétt leitt fjölda kvenna í sannleikann um mikilvægi fullnægingar.
Nú bíð ég eftir að einhver "kynnir" sem selur tippaframlengingarpillur og Viagra, komi fram á sjónarsviðið og segi okkur að "aðalvandamálið tengt kynlífi hjá körlum er einfaldlega það að þeim stendur ekki eða að þeim finnst þeir vera með of lítið tippi".
Þvílík vísindi.
Það er stundum fjallað um konur eins og þær séu ein stór hópsál af fáfróðum kjánum.
Má biðja um smá fagmennsku hér.
ARG
![]() |
Fá aldrei fullnægingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Föstudagur, 19. október 2007
Fokkmerkjasending
Sjálfstæðisfólk lítur nú á samstarfsslitin í borgarstjórn sem útrætt mál. Þetta er niðurstaða Blástakkanna í Valhöll eftir fundinn með Geir Haarde í kvöld. Það skiptir engu þó enn segi Villi eitt og Bjarni og Co. annað.
Það skiptir engu þó um milljarða hagsmuni hafi verið að ræða, og minnisleysi sé alls ráðandi hjá fyrrverandi borgarstjóra.
Það er einfaldega fært til bókar að Sjálfstæðisfólk líti nú svo á, að sambandsslitin í borgarstjórn séu útrætt mál.
Skipað gæti ég væri mér hlýtt og í þessu tilfelli er það sennilega satt og rétt. Sjálfstæðismenn ætla að hlýða og Villi vankaði, verður áfram oddviti hins nýja minnihluta.
Rosalega finnst mér þetta hæpin latína.
Btw, mér og mínum heittelskaða fannst þetta dálítið sniðug aðferð við að leysa málin. Á húsfundi hér í kvöld var ákveðið að við myndum tilkynna skattstjóra, að við teldum okkur hafa greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins í síðasta sinn og að við litum á það sem útrætt mál.
Kapíss??
Súmí.
![]() |
Samstarfsslitin útrætt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 18. október 2007
Nei é gerriða ekki - bróðir mín gerriða!
Hún Jenný Una Eriksdóttir er alltaf að læra nýja hluti.
Í vikunni kom mamma hennar að henni þar sem hún var að mála á vegginn með litunum sínum, þrátt fyrir að vita ósköp vel að það er "stranlega" bannað.
Mamman: Jenný, þetta máttu alls ekki gera. Það er ekki hægt að ná litnum af veggnum.
Jenný Una: (Hendir litnum frá sér á hraða ljóssins, og fórnar höndum til himins). É ekki með neitt mamma. É litaði ekkert neitt. Jenný Una Eriksdóttir gerrðiða þegar hún var pínupínu lítil.
Og hjá ömmunni var hún að henda kornflexinu sínu dálítið útum allt bara.
Amman: Jenný mín, hættu þessu, það á ekki að henda matnum á gólfið.
Jenný Una: (Forstokkuð og ósvífin í framan). É gerriða ekki - bróðir mín gerriða! (Halló!! eigum við ekki að leyfa bróðurnum að fæðast, áður en honum verður kennt um misgjörðir systur sinnar í bráð og lengd?)
Og áfram halda prinsessudagarnir. Það eru bandaskór og puntkjólar teknir fram á morgnanna, því barn fer ekki í "vinnufötum" í skólann, kjóll skal það vera. Og þar sem foreldrar hennar trúa því að hún megi hafa hönd í bagga með eigin klæðavali, þá enda samningaviðræðurnar oftar en ekki, með því að Jenný fer í joggingbuxur og prinsessukjól í leikskólann.
Allir ángæðir, sérstaklega Jenný Una Eriksdóttir...
sem er altlaf glöð, alltaf góð og alltaf að "skittast á".
Ekki "leiðilett" að vera samvistum við svona barn.
Svo má geta þess að barn lék sér ötullega við Einarrrr inni í svefnherbergi (herbergi mín) og amman kom glöð og kát og vildi vera með.
Jenný: Amma við leika, farru og hættu að trubbla.
Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 18. október 2007
Geta ekki allir samþykkt..
.. að femínisti sé sá sem telur að fullu jafnrétti kynjanna, hafi ekki verið náð?
Ég þekki engan sem ekki tekur undir það, amk. í orði. Kannski er ég svona heppin með fólk sem ég umgengst og tala við!
Er þetta ekki nokkuð rétt lýsing á femínisma?
Ef svo er þá eru ansi margir femínistar út um koppagrundir.
Annars er þessi texti hér fyrir ofan, hrein snilld og undirstrikar hversu sjálfsagt og eðlilegt það er að aðhyllast femínisma.
Það telst varla róttækni að líta á konur sem fólk.
Erum við ekki öll börnin góð, alveg bullandi femmar?
Eins gott fyrir ykkur.
Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 18. október 2007
Ég fer á Vog - Snúra
..vona ég, eftir inngrip sem ég þarf að fara í fljótlega og kostar innspýtingu á hættulegum lyfjum, í boddíið á mér, fyrir alkahólista. Ég er að minnsta kosti búin að biðja um innlögn.
Vegna misskilnings og skort á upplýsingastreymi, bíð ég enn eftir þessari rannsókn sem ég þarf að fara í.
Ég er búin að vera að bræða með mér hugmyndina um að fara beint á Vog úr rannsókninni og í morgun tók ég ákvörðun. Ég tek enga sénsa með allsgáða lífið mitt.
Stundum er sagt að þetta sé spurning um hugarfar, þ.e. hvort maður lendir í tómu tjóni, við lyfjagjafir og svæfingar (lyf sem hafa áhrif á miðtaugakerfi eins og áfengið gerir), en ég tel mig vera með þetta líka glimrandi edrú hugarfar. En allsgáða lífið mitt er mér það dýrmætasta af öllu. Vegna þess að án þess, gæti ég ekki notið neins af því sem lífið hefur gefið mér. Fjölskylduna mína, vinina og að geta lifað mér sjálfri mér, horft framan í spegil og þolað við, að vera ég.
Þess vegna steðjar kona á Vog. Þ.e. ef það er pláss. Ég elska Vog. Þar var lífi mínu bjargað og mér hjálpað á fætur.
Þórarinn, Valgerður - einhver!! Plís, er ekki einhversstaðar beddi sem ég get fengið að liggja á, ha??
Úje.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Fimmtudagur, 18. október 2007
Katrín vill banna þvaglegg!
Það er varla að ég geti skrifað orðið "þvagleggur" núorðið, án þess að fara í hamfarastellingar og skrifa það með stórum staf, því þá birtist Þvagleggurinn í Þvaglegslögregluumdæminu, ljóslifandi, fyrir hugskotssjónum mínum.
En Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar telur að það "eigi hreinlega að banna þetta", og á þá við þvagsýnatöku með þvaglegg úr ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímugjafa.
Þingmenn VG og Sjálfstæðisflokks tóku undir þetta hjá þingkonunni.
Ég vona að þessir þingmenn vilji banna þvagleggsnotkun, á grunðum sakamönnum, yfir höfuð, nema þá með sérstökum úrskurði og þá inni á sjúkrastofnun af læknum sem enn muna Hippokratesareiðinn.
Dem, ég verð óð í skapi, bara við tilhugunina um hina upphaflegu þvagleggsfrétt.
Bölvað valdníðslupakk.
Ogégmeinaða.
Lúkas hvað?
![]() |
Skýr skilaboð frá Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 18. október 2007
Á ekki bara að brenna íslenska fánann..
..og rappa þjóðsöng okkar Íslendinga? Svona mönnum á ekki að hleypa inn í landið, sem forsmá íslenska gestrisni, fara með níð um hana Björk og gera grín að okkar frábæra hermanni, sem við reyndar létum hörfa heim, í einhverju bríaríi.
Svo getur hann hrækt á lambalærið sem honum verður boðið til átu, sparkað í forsetann og kastað fúleggjum í Alþingishúsið. GMG.
Mikið asskoti fannst mér hann skemmtilegur þessi bjáni frá Ameríku. Og mikið rosalega voru blaðamennirnir skilningsvana á svipinn á blaðamannafundinum. Það þarf auðvitað sterk bein, til að þola sannleikann beint í æð í stað lofræðunnar sem alla ætlar lifandi að drepa, þegar útlendingar taka predikunina um hversu dásamlegt Ísland er.
Annars eru skiptar skoðanir um hversu fyndin Jason Jones er, hér á kærleiksheimilinu. Húsbandinu fannst hann eins og hoppandi fáviti, mér fannst hann flippaður og mikill dúllurass.
En vér erum sammála um það hér við hirðina að það sé algjörlega og gjörsamlega háleyfilegt að gera grín að okkur Íslendingum. Því oftar, því betra.
Míómæ!
Úje
![]() |
Osama bin Laden hatar Björk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 17. október 2007
Héðan í frá elska ég fótbolta - Ójá!
Ég hef aldrei þolað fótbolta. Finnst það sú langdregnasta kvöl og pína, sem maður getur ásamkað sjálfum sér, fyrir utan að drekka brennivín og verða kolruglaður og vitlaus. En nú er það breytt. Dásamlegur landsleikur Íslands og Sóandsó, burtu í Sóandsólandi, varð til þess að ég lifi nú við sjónvarpslúxus, sem felur í sér Stöð 2 og Bíórásina. Já og íþróttarásina Sýn, minnir mig að hún heiti.
Við sögðum upp Stöð 2 og því fyrirkomulagi, í fyrra, út af því að við horfðum sjaldan eða aldrei á sjónvarp. Mikið hefur farið forgörðum af góðu sjónvarpsefni, vænti ég, en það sem ég ekki veit um, skaðar mig varla. Í dag var keypt áskrift. Hljómsveit hússins (húsbandið), sem er veikur með flensu, var friðlaus út af fótboltaleiknum ofnnefnda. Við gerðum díl. Pakkinn var keyptur.
Hann horfði á leikinn og var eitthvað niðurdreginn sýndist mér, síðast þegar ég leit upp, því ég var bissí við að horfa á ógó spennandi mynd á bíórásinni og gat ekki verið að taka púlsinn á mínum heittelskaða á meðan.
Ég á því fótboltanum dásamlega, að þakka, þennan valkost sem ég nú bý við.
Þar sem ég er ekki mikið sjónvarps, þá reikna ég ekki með að horfa stíft.
En frelsið felst í því að hafa fleiri stöðvum að hafna. Nú get sagt "æi nenni ekki að horfa á þetta" flett flett, "ekki þetta", flett flett "og alls ekki þetta", flettíflettí.
GMG hvað ég elska íþróttir.
BTW: Hvernig fór annars leikurinn við Sóandsó??
Ómæómæ!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 3
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2988496
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr