Leita í fréttum mbl.is

Kynþáttastríð?

Ég held að það sé hægt að setja fram hluti á ákveðinn hátt til að ná vissum áhrifum.

Hér lenda tveir hópar manna í átökum.

Ekkert merkilegt þar á ferð, karlmenn eru þekktir fyrir að leysa ágreiningsmál með ofbeldi, undir vissum kringumstæðum.

Svo er hægt að gera þessi barnalegu slagsmál að kynþáttastríði með því

að segja í frétt að Íslendingar og menn af "erlendu bergi brotnu" hafi lent í átökum.

Lentu mennirnir í átökum af því að þeir voru íslenskir vs. útlendir?

Eða kannski af því að þeir fóru einfaldlega að fokkast hvor í öðrum?

Algjör óþarfi að vera alltaf að stilla fólki upp sem andstæðum vegna þjóðernis.

Og hafið þið það.

Ég er farin að lúlla, er með flensu.

Ójá.


mbl.is Tveir handteknir eftir átök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Láttu þér batna góan mín!

Knús

Edda

Edda Agnarsdóttir, 16.10.2007 kl. 10:02

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég held að við getum ekki lifað eðlilegu lífi án þess að setja allt upp í andstæðupör...karl og kona, innlendur/útlendur, svart/hvítt, samkynhn./gagnkynhneigð osfrv. Æ hef a drím....þar sem heimurinn er einn og óskiptur...án aðgreiningar og andstæðna....ég verð bara pirrr...við svona skiptingar þar sem við greinum á milli þess sem er kunnuglegt og þess sem er framandlegt.....og gerum það sem er framandlegt að einhverju slæmu !

 farðu vel með þig og láttu þér batna

Sunna Dóra Möller, 16.10.2007 kl. 10:03

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Láttu þér batna.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.10.2007 kl. 10:16

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Batakveðjur mín kæra Jenný :(

Er annars sammála. Óþarfi að taka þetta fram nema ástæða sé til.

Laufey Ólafsdóttir, 16.10.2007 kl. 10:26

5 Smámynd: Ragnheiður

Batnikveðjur til þín kæra Jenný

Ragnheiður , 16.10.2007 kl. 11:36

6 identicon

Eru það bara karlmenn sem leysa sín ágreiningsmál með handalögmálum ??? Þetta eru fordómar. 

Mér skilst nú bara að kvenfólkið sé ekkert betra í þessum efnum.  Ekki bara leysa þær vandamál sín á milli með fúkyrðum hverjar í aðra, eða þá með þögulu stríði og baktali.  Mér skilst að kvenfólk sé líka farið að slást sín á milli og hafa reyndar ýmis dómsmál komið upp vegna þess upp á síðkastið.  Hver man ekki eftir stúlkunni sem beit stykki úr eyra kynsystur sinnar eftir að vinkonur hennar höfðu gengið í skrokk á fórnarlambinu eftir deilur þeirra á milli við veitingahúsið Sólon sl. sumar?  - (Afsakið konur, ég veit að þetta sem ég segi er algjört guðlast í ykkar eyrum, en svona er þetta bara).

Það er líka svo að margir útlendingar beita ofbeldi.  Oft eru þetta fyrrum hermenn frá löndum á Balkanskaga og Eystrasaltslöndunum og þeim eru oft laus höndin, enda kunna þeir ýmiskonar bardagatækni frá sinni hermennskutíð, sem íslenskir kynbræður þeirra kunna ekki, og eiga því oft það til að beita þessari kunnáttu.

Verra er að margir útlendir karlmenn virðast líta á kvenfólk hér á landi sem ókeypis hlaðborð til að sinna kynferðislöngun sinni.  Eruð nokkur búin að gleyma útlendinginum sem var síknaður af hrottalegri nauðgunarkæru vegna þessa athæfis sem hann hafði í frammi við unga íslenska konu á Hótel Sögu sl. vor??  Hvað með nauðgarann sem var dæmdur í 3ja ára fangelsi fyrir nauðgun hér á landi, en er ekki byrjaður að afplána refsinguna, þar sem að hann er í "fríi" erlendis. 

Pétur Ólafsson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:38

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, elsku skonsan mín ertu lasin?? Uppí í rúm og láta sér batna, strax. Ótrúlega oft sem útlendingar eru í slagsmálum uppi á höfða, hvort sem þeir berja innlenda eða útlenda menn. Búa svona margir "útlendingar" upp á höfða eða hvað er málið.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 11:50

8 identicon

Mér finnst fréttin hljóma þannig að það er eins og hóparnir tveir hafi ekki þekkst. Finnst mér líklegt að íslendingarnir hafi farið að garga eitthver rasistafúkkyrði að þeim með fyrrgreindum afleiðingum.

Það er eitt að vera með rasistma og sýna misþroska sinn... Það er svo annað að svara því með kylfum og eggvopnum. :S

Svo getur náttúrulega vel verið að þetta hafi bara verið slæm fréttamennska eins og þú sagðir.

-Láttu þér batna!

Alliat (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 12:04

9 identicon

Ég er kannski blindur en ég get ekki séð að fólkið hafi verið af mismunandi kynþáttum.

thorvaldur (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 12:34

10 Smámynd: ViceRoy

Mjög sammála þér í þessu

Þetta gæti einfaldlega ýtt undir meiri kynþáttafordóma á Íslandi heldur en fyrir er ef alltaf eru fregnir af fólki af erlendum uppruna í slagsmálum við Íslendinga.  Þetta gæti orðið nákvæmlega eins og gengur og gerist í bandaríkjunum, nánast bara fregnir þegar svartir gera eitthvað, ekki skrýtið að margir þar halda að eingöngu svart fólk brjóti lögin og séu ofbeldisfullir.

ViceRoy, 16.10.2007 kl. 14:30

11 identicon

ummm......við vorum bara að spjalla og þeir voru blindfullir og vitlausir og bara að leita sér að slagsmálum. og þetta voru litháar og ekkert meira með það, þar sem þeir eru nú ekkert þannig séð verra fólk en við en kommon, leituðu sér að slagsmálum og komu svo með hnífa, hallarmál og grjót, og við stóðum þarna bara og létum berja okkur í jörðina. Og neinei, íslenska laga kerfið er svo snúið, að núna segja þeir allir að við höfum verið með bareflin....og RLR segir að staða okkar sé frekar slöpp í þessu máli. Kýld var tönn úr mér með grjóthnullungi og vinur minn laminn með sama grjóti margsinnið í höfuð meðan hann lá í jörðinni eftir að vera laminn með tommusex spýtu! Þetta var í fyrsta skipti sem ég sjálfur lendi í því að vera laminn án þess að nokkur ágreiningur sé eða neitt, þeir voru einfaldlega að leita þetta uppi, safnast saman og leika sér, enda koma þeir frá landi þar sem ofbeldið ríkir eitt og sér. En vonandi að fólk hætti nú að tala um þetta og mynda sér skoðanir á þessu máli áður en það veit nokkuð um hvað málið snýst. Takk

Birgir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 17:05

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er sorglegt ef satt er Birgir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 18:19

13 identicon

já þetta er mjög leiðinlegt og ef við fáum ekki að njóta réttar okkar í kerfinu gegn útlendingum sem reyna að vaða svona yfir okkur þá förum við með þetta mjög langt í fjölmiðlum og á fleiri stöðum. já og ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál.

Birgir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 21:27

14 identicon

þetta er nú þeim ad kenna fyrir ad ráðast a dyravörð um helgina

svo er þetta réttarkerfi svo gott her a landi að það er ekkert mal að fara héðan og sleppa.

svo er þetta allt fólk sem kemur higað bara aumingjar sem geta ekki feingið vinnu i polandi

Karl (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband