Leita í fréttum mbl.is

Katrín vill banna þvaglegg!

Það er varla að ég geti skrifað orðið "þvagleggur" núorðið, án þess að fara í hamfarastellingar og skrifa það með stórum staf, því þá birtist Þvagleggurinn í Þvaglegslögregluumdæminu, ljóslifandi, fyrir hugskotssjónum mínum.

En Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar telur að það "eigi hreinlega að banna þetta", og á þá við þvagsýnatöku með þvaglegg úr ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímugjafa.

Þingmenn VG og Sjálfstæðisflokks tóku undir þetta hjá þingkonunni.

Ég vona að þessir þingmenn vilji banna þvagleggsnotkun, á grunðum sakamönnum, yfir höfuð, nema þá með sérstökum úrskurði og þá inni á sjúkrastofnun af læknum sem enn muna Hippokratesareiðinn.

Dem, ég verð óð í skapi, bara við tilhugunina um hina upphaflegu þvagleggsfrétt.

Bölvað valdníðslupakk.

Ogégmeinaða.

Lúkas hvað?


mbl.is Skýr skilaboð frá Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vonandi nær þetta í gegn hjá henni, svona valdníðsla er óþolandi!

Huld S. Ringsted, 18.10.2007 kl. 09:00

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já það er gott að tekið er á þessu í þinginu og ekki síst að samræma aðgerðir lögreglu á landinu!arg

Edda Agnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 09:01

3 identicon

Ég vil nú meina að þetta sé nú þegar bannað.  Stjórnarskráin setur blátt bann við grimmilegri, vanvirðandi eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu.  Það þarf varla að kveða skýrar að orði en það því að engum getur dulist að aðfarir Selfosslögreglunnar falla undir það ákvæði.

Ég spyr:  Ef æðsta réttarheimildin, sjálf Stjórnarskráin, er ekki virt af löggæslumönnum, megum við þá frekar vænta þess að þeir virði almenn lög?

Hreiðar Eiriksson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 09:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þér sammála Hreiðar frá byrjun til enda, en Þvagleggurinn virðist heldur betur á annarri skoðun.  Það hefur reyndar komið fram, held ég, að ekkert annað lögregluumdæmi hefur stundað þessi vinnubrögð en þessi vinnubrögð þarf að stöðva.  Annars fara þeir hamförum í mannréttindabrotum í Þvagleggnum.

Edda: Sammála, þetta verður að vera skýrt og á hreinu svo misvitrir laganna verðir dundi sér ekki við að brjóta á fólki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2007 kl. 09:22

5 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Hvað á þá að gera við bandbrjálaða sakamenn sem stofna öðrum í hættu, vinda þá eins og tusku?

Ingi Geir Hreinsson, 18.10.2007 kl. 09:27

6 Smámynd: Salka

Ég mundi halda að þetta væri algjör valdníðsla og hættulegt að setja þvaglegg í konuna á móti hennar vilja.  

Er ekki landlæknir búin að gefa það út að þetta hafi verið  mannréttindabrot.

Salka, 18.10.2007 kl. 09:40

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er glöð að heyra að Katrín skuli taka þetta mál upp og hún fái samstöðu með þessu máli .. vonandi! Því svona aðgerðir eru með því ógeðfelldara sem að maður heyrir um

Sunna Dóra Möller, 18.10.2007 kl. 09:48

8 Smámynd: krossgata

Alveg sama hvað verður gert eða hvað ákveðið, þvagleggshugtakið er komið til að vera.  Í næstu kosningum má örugglega heyra í kosningasjónvarpinu:  Nýjustu tölur úr Kraganum benda til..... og nú rétt á eftir förum við yfir stöðuna í Þvagleggnum. 

krossgata, 18.10.2007 kl. 10:07

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingi Geir: Hvað á að gera við bandbrjálaða sakamenn?  Það á amk ekki að brjóta á þeim mannréttindi, það er á hreinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2007 kl. 10:08

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sammála þér Jenný og Hreiðar. Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum.

Eins og sé ekki hægt að framfylgja lögum nema með valdníðslu, fussum svei. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.10.2007 kl. 10:24

11 identicon

Ef ég ber saman rétt þeirra sem aka undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna við réttindi okkar hinna. Þá verð ég nú að segja að mér hefði fundist í lagi að taka úr konunni þvagblöðruna til að ná þessu sýni. 

Og ef fólki finnst betra að þvagblaðran sé látin ósnortin, þá þarf að gera það sjálfkrafa að hæstu refsingu sem möguleg er ef fólk vill sleppa þvagsýninu.

Skagi (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 11:04

12 Smámynd: Karl Tómasson

Mannfólkið er skrítið, ýmist sprænandi upp um alla veggi, í skúmaskot og strætóskýli og jafnvel inn um glugga en sá hlandsprengur og sú árátta herjar oftast á föstudögum og laugardögum. Einn og einn er reyndar með svokallaða hlandáráttu og virðist þá sem engu máli skiptir hvaða dagur er. Svo er það þessi hlandfælni en hún er ekki eins algeng.

Ég held að nú sé ráðlegt að kalla saman stjórn Hlandvarna og halda neiðarfund.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 18.10.2007 kl. 11:31

13 Smámynd: Guðný GG

 góður Kalli

Guðný GG, 18.10.2007 kl. 11:37

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meira HLANDVAPPIÐ á ykkur börnin góð

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2007 kl. 11:45

15 identicon

"Skaga" og fleirum virðist yfirsjást að á þeim tíma sem umræddur þvagleggur var settur upp var konan grunuð um ölvun við akstur.  Það er því ekki hægt að fullyrða að hún hafi verið ölvuð.

Lög geyma heimild til þess að refsa þeim, sem undir þessum kringumstæðum neita að láta í té þvagsýni vegna rannsóknarinnar, en á því er sá annmarki að það þarf að sanna að viðkomandi hafi neitað.  Erfitt getur verið að sanna að viðkomandi hafi ekki einfaldlega verið ókleyft að láta sýnið í té vegna "shy bladder" eða einfaldlega að ekkert þvag hafi verið í þvagblöðrunni.

Þeir sem segja:  "Þeir sem aka ölvaðir eiga ekkert betra skilið en þennan þvaglegg" eru að rugla saman refsingu og þvingunarúrræði vegna rannsóknar.  Þeir gefa sér að viðkomandi sé sekur, án þess að um það hafi gengið dómur, og telja meðferð sem fer í bága við pyntingaákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála vera réttlætanlega.

Við getum ímyndað okkur hve auðvelt væri að réttlæta allar pyntingar ef aðeins væri krafist þess að lögreglan teldi viðkomandi brotlegan við lög til að heimilt væri að beita slíku.  Það væri í raun verið að afnema bann við pyntingum og gefa lögreglunni heimild til að beita slíku að eigin geðþótta.

Ég er enn hissa á því að menn skuli ekki skammast sín fyrir að verja þessar "þvagleggsaðferðir".  Reyndar held ég að menn skammist sín í raun því flestir sem verja þetta gera það undir dulnefni eða annarri nafnleynd.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.