Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 22. október 2007
Vertu kjurr, sagði konan
Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, fór ekki með Össuri Skarphéðinssyni til Indónesíu á laugardag, eins og til stóð.
Í viðtengdri frétt segir:
"Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hringdi Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur, í Bjarna á föstudagskvöld og sagði að færi hann út með Össuri væri hann að gera lítið úr þeirri vinnu, sem nú færi fram á vegum borgarstjórnar við að fara ofan í sameiningu REI og Geysir Green Energy. Mun Bjarni hafa tekið umleitan Svandísar vel. Samkvæmt heimildum blaðsins talaði Svandís einnig um þetta mál við Össur."
Svandís er að fá skikk á stóru karlana, sem hafa fram að þessu hlaupið um eftirlitslausir og haft hlutina svolítið eins og þeir séu einir í heiminum. Alveg er ég viss um að þessi súperstjórnmálamaður sem Svandís er, á eftir að skúra út í hvert horn í REI-málinu.
Svandís sagði: Bjarni vertu "kurr"!!
Urrrrr
Nananabúbú.
![]() |
Svandís bað Bjarna að fara hvergi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 21. október 2007
Einhver til í að gefa mér kr. 80.000?
Ég á óteljandi uppáhaldsrithöfunda. Nánast allir rithöfundar sem ég hef nennt að lesa, getað haldið þræði og gleymt mér yfir, hljóta þennan titil. Oscar Wilde er svona uppáhalds, uppháhalds. Ég á flestar bækurnar hans þýddar og ég á safnið hans komplett á frummálinu. Reyndar gerðist ég Oscars áhangandi á sama tíma og ég lá í bókum Edgar Allans Poe, sem á sama afmælisdag og ég og var fórnarlamb dauðans en er brilljant engu að síður. Þeir félagar voru "inn" á sama tíma.
Myndin af Dorian Grey, eftir OW er fullkomnasta lýsing á sjálfsdýrkanda sem skrifuð hefur verið fram á þennan dag, það er ég viss um.
Nú er hægt að fá frumútgáfu "The Importance of Being Earnest eftir O.W. og það er tölusett eintak nr.349. Ef ég ætti peninga sem ég þyrfti nauðsynlega að losa mig við, myndi ég kaupa bókina, bara svo dætur mínar gætu látið bjóða hana upp eftir svona fimmtíu ár og þær eignast smá lausafé til að spandera á sjálfar sig. Gætu t.a.m. keypt bækur fyrir peninginn.
En þetta er nú bara asnagangur í mér, ég er alveg sátt við mína útgáfu af TIoBE, fjölföldaðri í nútíma prentsmiðju og alveg þræl læsileg.
Reyndar er ég hissa á að bókin skuli ekki vera dýrari.
Dem, hvað Wildarinn er góður rithöfundur.
Og mikið fjárann sem þeir voru vondir við hann samtímamenn hans sem fangelsuðu hann fyrir að vera hommi.
Ójá.
![]() |
Fágætt eintak bókar eftir Oscar Wilde fannst í handtösku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 21. október 2007
Svartur sauður á leið út úr hópnum
Ég veit ekkert um pólitík í Sviss. Ekki nokkuð skapaðan hlut annað en ég sá í fréttum í gærkvöldi og svo þessa frétt núna á Mogganum.
Hvað finnst ykkur um þetta auglýsingaspjald gott fólk?
Og hvað um manninn sem stendur og smælar undir spjaldinu?
Ég verð að játa að stundum segja myndir meira en þúsund milljón orð.
![]() |
Umdeildir "svartir sauðir" í Sviss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Sunnudagur, 21. október 2007
Blóm visna og deyja...
Í þau skipti sem ég hef gift mig hefur verið afskaplega lítið um blóm. Einn og einn brúðarvöndur hefur verið keyptur með einhverju grænmeti, en svei mér að ég muni lit og ilm. Sennilega hefur rósum verið lufsað í vasa en í síðasta brúðkaupi, því best lukkaða af þessum þremur sem ég hef þegar prófað, var hvít lilja með í för og var hreint ótrúlega falleg, enda valin af henni Hjöddu blómalistamanni og vinkonu minni, sem var svaramaður við athöfnina.
Þó ég fegin hefði viljað, hefði ég sum sé ekki getað farið í mál við neinn út af hálfdauðum blómum, í vitlausum lit, í rykugum vösum með engu vatni. Þessa lýsingu á blómaskreytingum gefur brúðurin og lögmaðurinn Elena Glatt sem nú hefur farið í mál við blómasalann og vill fá litla 400.000 dollara í skaðabætur.
Ef Elena er að segja satt, þá er þessi blómasali, hreinn og beinn hryðjuverkamaður innan brúðkaupsbransans, eða þá að hann vinnur hörðum höndum að því að koma sjálfum sér á höfuðið.
Ég á bágt með að trúa því að nokkur klúðri málum svona víðtækt að ekkert standi eftir nema þá mögulega kort með fokkjú merkinu til að undirstrika og útskýra hið makalausa klúður, á pöntuðum blómum.
Svo er spurningin hvort það er eitthvað lítið að gera á stofunni hjá Glatt, sem ekki gefst upp svo glatt og hana langi til að láta blómamanninn engjast frammi fyrir dómara.
Ég velti því fyrir mér.
Rós til ykkar.
Ójá.
![]() |
Brúðhjón í mál við blómasala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 21. október 2007
Fjandskapsjöfnun
Jæja, til að slá á öldurnar í kommentakerfinu hef ég nú hugsað mér að almennilegheitablogga. Það er ekki nokkur leið að hækka blóðþrýsting upp úr öllu valdi hjá heilum hópi fólks. Nú verður bloggað um hluti sem allir elska. Eins og t.d. litbrigði fiðrildavængja í ljósaskiptunum, hamingju húsmóður í hverfi 112 yfir tómum eldhúsvaski, áhrif hrásykurs á ljóshærða karlmenn á 24. aldursári og fleira skemmtilegt.
Jæja: Here goes!
Litbrigði fiðrildavængja í ljósaskiptunum eru blágrá með dassi af gulu.
Hamingja húsmóður í hverfi 112 yfir tómum eldhúsvaski er takmarkalaus og stjórnlaus.
Áhrif hrásykurs á ljóshærða karlmenn á 24. aldursári eru skelfileg og óafturkræf.
Jæja, þá er það búið.
Hvað á að taka næst?
Kolgríma kom með uppástungu um spilavítablogg.
Helvítis spilakassarnir.
Útmeððá.
Er ekki allir glaðir bara?
Æmgiggelinglækabeibí!
Úje!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 21. október 2007
Ætli mér verði líft á landinu eftir bloggfærslur helgarinnar?
Búin að blogga um vændi. Ekki vinsælt.
Búin að blogga um rasisma. Ekki vinsælt.
Búin að blogga um rasista (fleiri en einn, fleiri en tvo). Engan veginn að gera sig í kommentakerfinu.
Nú blogga ég um súlustaði (já ég er hugrökk og óstöðvandi í baráttunni fyrir bættum heimi)
Frétt stolið af Vísi, staðfærð af mér.
"Svo gæti farið að nektarstöðum verði útrýmt úr borginni en nýr meirihluti hyggst taka fastar á málum þeirra en gert hefur verið. Yfirlýst stefna mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar er að sporna gegn rekstri nektardansstaða.
Í Reykjavík eru starfræktir þrír nektardansstaðir, Óðal, Bóhem og Vegas. Í lögum sem nýlega tóku gildi er hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna. Þó getur leyfisveitandi, í þessu tilfelli Reykjavíkurborg heimilað slíkan rekstur að fengnum jákvæðum umsögnum.
Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa málefni nektardansstaða verið rædd hjá nýjum meirihluta og fyrir liggur að taka fastar á þeim. Ekki er þó ljóst til hvaða aðgerða mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hyggst grípa til en ætla má að meirihlutinn beiti sér í gegnum Borgarráð. Formaður Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. "
Eru jólin? Ha? Ég fer að halda að við stefnum hraðbyri til himnaríkis, ekkert minna en það.
Þegar búið verður að loka, læsa og henda lyklinum af þeim súlustöðum sem eftir eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu, hefur unnist stór sigur.
Þá þarf fólk ekki að ganga um með samviskubit yfir að eiga óbeinan þátt í misnotkun á konum og ömurlegum aðstæðum þeirra.
Þann dag verður gaman að vera til.
Það kæmi mér ekki á óvart þó maður þyrfti að fara að dulbúast í mjólkurbúðina
Bætmí!
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Laugardagur, 20. október 2007
Toppur á tilveru!
Þrátt fyrir kaldar kveðjur í athugasemdakerfinu mínu í dag, vegna hins eilífa hitamáls sem umræða um kynþáttafordóma jafnan er, þá er ég ósvífnilega spræk og ánægð með lífið.
Ég hef líka haft góða gesti. Sara og Jenný Una voru hér, pabbinn hennar Jennýjar er að spila á Agureyris. Við hættum ekki fyrr en við fengum jáyrði fyrir gistingu til handa Jenný.
Ég bakaði eins og húsmæðraskólakennari í dag (þrátt fyrir lélega heilsu - fórnarlambsdæs), sannkölluð eldhúsmaddama og nú get ég sagt með góðri samvisku, Jói Fel hvað?
Jenný syngur: Gef mér sólskinsdag, lala, eftir erfiðisdag.
Amman: Jenný, hvað þýðir erfiðisdagur?
Jenný: Vera í vinnunnisín.
Sáuð þið laugardagslagið? Ég sá og heyrði lögin. Í því fyrsta hélt ég að Boney M væru gengin í endurnýjun lífdaga, en nei, einhver annar var genginn í endurnýjun lífdaga.
Annars nenni ég ekki að blogga um lög kvöldsins. Sumu er best að gleyma sem fyrst.
Annars bara góð.
Úje
Hljómsveitin horfir á fótbolta as we speak.
Hm....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 20. október 2007
Lífi mínu, eins og ég hef hingað til þekkt það er hér með lokið!
Hljómsveit hússins, var rétt í þessu, að fjárfesta í hinni Sýnarstöðinni (Sýn I og II). Líf mitt verður aldrei samt aftur.
Nú verður horft á
Fótbolta
Ískurl
Box (sveiattan, ofbeldi)
Handbolta (það er í lagi, hann er skemmtilegur, það GERIST þó eitthvað)
Blak (híhí)
Hlaup
Ark
Gang
Lausagang
og hvað þetta heitir allt saman.
Lætin í húsinu eru skelfileg. Fótbolti á dagskrá og áhorfendur og þulur að missa það.
Heitar tilfinningar í gangi.
Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 20. október 2007
Dumbledore skutlað út úr skápnum!
Ætli J.K. Rawlings hafi verið að senda stuðningskveðjur til okkar Íslendinga vegna yfirstandandi kirkjuþings í gærkvöldi þegar hún upplýsti að Dumbledore væri samkynhneigður?
Annars er mér slétt sama um hvoru megin þetta krútt er í þeim skilningi.
Alveg eins og mér er alltaf slétt sama hvort fólk sem ég hitti, les um, heyri um, er sam- eða gagnkynhneigt. Ekki alveg rétt kannski. Ég hefði síður kosið að húsbandið væri hommi af skiljanlegum ástæðum.
Mér fannst biskupinn okkar einu sinni, jafn mikill dúllurass og Dombledore. Mér finnst Dumbledore enn vera megakrútt en biskupinn, hm.. eigum við ekki að segja að hann hafi verið settur út í kuldann hér á kærleiksheimilinu.
Brrrrrr
Sófrísingkóld,
Úje
P.s. Er farin að baka. Lagköku í öllum regnbogans litum.
Úje aftur!
![]() |
Rowling: "Dumbledore er samkynhneigður" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 19. október 2007
Rasisti afhjúpaður
Rasistar eru það fólk sem bera í sér hámark forheimskunar og fávisku, að mínu mati. Þá skiptir engu máli hvaða menntun og bakgrunn fólk hefur, hversu sprenglært það er. Menntun þess hefur mistekist. Algjörlega mistekist.
Það er óhugnanleg hugsun, finnst mér, að hámenntað fólk hugsi svona, af því ég ber töluverða virðingu fyrir menntuðu fólki, enda því haldið að mér í uppeldinu að menntun sé alltaf að hinu góða. Ég er enn fullviss um, að það er rétt. En óþverrar og mannhatarar þrífast allsstaðar en það er ekki oft sem akademískir borgarar bera kynþáttahatur sitt á borð fyrir almenning, af því þeir vita, að það er ekki merki um mikla víðsýni.
Nú hefur James Watson, bandarískur vísindamaður, valdið miklu uppþoti eftir að hafa látið niðrandi orð falla um vitsmuni blökkumanna. Hann var í PR-leiðangri í Bretlandi, vegna nýútkominnar bókar, en ferðinni var aflýst.
Watson sagði m.a. í viðtali við breska blaðið The Sunday Times að hann væri mjög svartsýnn á framtíðarhorfur í Afríku "vegna þess að við mótun félagslegrar stefnu er alltaf gengið út frá því að Afríkubúar séu jafngáfaðir okkur - en allar rannsóknir segja annað". Hann bætti því við að hann vonaðist til þess að allir væru jafnir, "en þeir sem þurfa að glíma við svarta starfsmenn komast að því að svo er ekki."
"Ég er miður mín yfir því sem gerst hefur, sagði Watson. En umfram allt fæ ég ekki skilið hvernig ég gat sagt það sem eftir mér var haft".
Ég fullyrði að Watson er miður sín yfir því sem gerst hefur af því það kemur við pyngjuna og orðsporið. Hann er rasisti og þetta segir enginn óvart. Það er ekki eins og hann hafi mismælt sig. Skilaboðin eru skýr.
Þetta er Nóbelsverðlaunahafi, gott fólk.
Svo sorrí!
Jeræt
Ójá!
![]() |
Watson: Ég er miður mín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.10.2007 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (62)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2988496
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr