Mánudagur, 13. júlí 2009
Spennandi
Víí hvað ég er glöð yfir að Sölvi skuli byrja aftur með þátt.
Málefnið sko.
Í kvöld er það Icesave.
Kona er auðvitað alls ekkert komin með upp í kok af því, jeræt.
Engu að síður er nauðsynlegt að sitja undir helvítinu þar til að lausn fæst.
Þess vegna fagna ég því að Sölvi taki málið fyrir.
Rúsínan í pylsuendanum:
Tattammmm
Davíð Oddsson.
Hvaða sprengja fellur núna?
Bíð spennt.
Davíð í Málefninu í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 13. júlí 2009
Krúttíþróttir
Ég get ekki tekið svona íþróttaviðburði alvarlega.
En skil að sá sem keppir geti orðið fúll ef einhverjum er hjálpað yfir markalínuna og sá hinn sami sigri svo í þokkabót.
Ég þarf ekki að skilja alla hluti og því er það í góðu að fólk keppi hvert um annað þvert en plís ekki rífast um úrslitin. Það er ekki íþróttamannslegt að gera það.
Maysa mín og Sara hlupu Landsbankahlaupið ár eftir ár.
Sko Litla hringinn.
Og fengu medalíu.
Mayan sem var í fimleikaþjálfun allan ársins hring tók þessu alvarlega og æfði stíft og svona.
Sara sem líka var í fimleikaþjálfun tók þessu sem skemmtilegum leik og tjillaði sér í gengum hlaupið.
Þetta krútt lagði einu sinni lykkju á leið sína í miðju hlaupi og hringdi svo í pabba sinn úr sjoppu og bað hann að ná í sig.
Hafði keypt sér nammi bara og sá enga ástæðu til að vera að djöfla sér út þannig að undan blæddi.
Pabbi hennar náði í prinsessuna og ætlaði að keyra hana heim.
Sú stutta hélt nú ekki, lét hann setja sig úr á Tjarnarbrúnni. Svo hljóp hún restina og fékk sér medalíu.
Hún var átta ára sko.
Og mamman engdist um í krúttkasti heima í stofu.
Já og skammaðist sín ekki vitundar ögn.
P.s. Medalíusvindlarinn er til hægri á báðum myndum.
Deilt um úrslit í maraþoni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 13. júlí 2009
Tussulegt slökkviliðsgabb
Stundum eltir fortíðin mann uppi og minnir óþyrmilega á sig þegar síst skyldi.
Að gabba slökkviliðið er illa til fundið segi ég og tala af reynslu.
Gerði það þegar ég var þrettán ásamt vinkonum mínum en við vorum í trylltu gelgjukasti og fannst það ekki vitlaus hugmynd að senda menn með slöngur til ákveðinnar vinkonu í borginni.
Tókum sérstaklega fram í símanum að eldhúsið logaði í kjallaranum og mæltumst til að slöngurnar yrðu látnar vaða umbúðalaust inn um gluggann.
Einhverra hluta vegna fannst okkur tilhugsunin brjálæðislega fyndin.
Sáum fyrir okkur mömmu vinkonunnar steikja kjötbúðing eða eitthvað við eldavélina þegar þrýstislöngu yrði dúndrað á eiturbrasið, algjörlega án fyrirvara.
Gamanið kárnaði þegar búið var að rekja símtalið.
Við náðumst og vorum sendar til lögreglumanns í Borgartúni og svo hrædd var ég að ég fór að hágrenja.
Síðan hef ég verið hrædd við slökkviliðið.
En að öðru og merkilegra máli.
Nefnilega nýjum notkunarmöguleikum á klobbum.
Ég meina píkum.
Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að píkur hefðu þann tilgang að vera æxlunarfæri upp á gott og vont.
Sko gott fyrst og ferlega vont sirka níu mánuðum síðar.
Nei, nei, ekki rétt hjá mér sko.
Þú getur notað á þér píkuna til að lyfta lóðum.
Er það ekki frábært.
Nota það sem guð gaf segi ég og mæta með pjölluna á lyftingamót.
Kona í Rússlandi lyfti fjórtán kílóum með píkunni.
Vá hvað hún hlýtur að hafa verið tussuleg eftir æfingabúðirnar.
Fyrirgefið, ég er ekkert ofsalega upptekin af píkum, þær eru bara þarna og eigendum auðvitað frjálst að stunda bæði íþróttir og annað aktivítet ef svo hentar.
Svo ég nú ekki tali um alls kyns praktíska notkunarmöguleika sem "opnast" með þessari nýjung.
Það má til dæmis nota píkuna til að bera með bónuspoka.
Jájá, við skulum ekkert fara neitt nánar út í að láta hugann reika, ekki svona opinberlega að minnsta kosti.
En stundum getur maður ekki orða bundist.
Hvað næst?
Nei, ég ætla ekki að segja það upphátt einu sinni.
Slökkviliðið gabbað á vettvang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 12. júlí 2009
Í fúlustu alvöru
Við vorum tekin í haust, svínbeygð til hlýðni af Hollendingum af því að þeir voru undirbúnir en við ekki.
Geir Haarde örugglega á "maby I should have" stiginu.
Málið er að hér voru yfirvöld í sjokki og því var látið undir höfuð leggjast að bjarga bæði einu og öðru.
Sko, yfirvöld, þ.e. það fólk sem ber ábyrgðina má ekki vera í sjokki eða á einhverju "látum okkur nú sjá, bíðið ég ætla aðeins að hugsa málið" stigi.
Það er einfaldlega harðbannað.
Hvað hélt þetta fólk að það ætti að gera í vinnunni í október síðast liðnum?
Ég velti því fyrir mér í fúlustu alvöru.
Starfsmenn AGS mótmæltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 12. júlí 2009
Íþróttaólæsi
Eitt af því sem ég er þakklátust fyrir í lífinu er að hafa alist upp hjá gömlu fólki þar sem mér var kennt að lesa þannig að ég gúffaði í mig öllu á prenti frá fimm ára aldri. Meira að segja Herópinu.
Ég hef oft velt því fyrir mér, nokkuð góð með mig bara, hversu skelfileg örlög það væru að geta ekki lesið.
Svo hef ég áttað mig á því smátt og smátt að ég er að hluta til ólæs.
Það er allt vaðandi í íþróttafréttum út um alla miðla.
Þegar sjónvarp og útvarp er annars vegar er auðvelt að slökkva og snúa sér að öðru en samt truflar það mig alveg ferlega að skilja ekki hvað það er sem fólk er svona í skýjunum yfir.
Svo reyni ég að lesa svona íþróttafréttir en verð að hætta vegna þess að ólæsið stoppar mig af.
Ég skil andskotann ekkert í lingóinu.
Ég get horft á handbolta af því að það koma mörk með reglulegu millibili.
En ég skil ekki reglurnar og nei, ég vil ekki skilja þær.
Fótbolti: Halló, er til eitthvað leiðinlegra en að horfa á þessa iðandi kös hlaupandi fólks í búningum og það gerist ferlega sjaldan eitthvað bitastætt?
Eitt og eitt mark og stundum ekkert.
Svo er það hljóðið sem fylgir íþróttaviðburðum.
Ég man eftir sunnudögum í denn þegar það var knattspyrnuleikur í sjónkanum og hljóðið í áhorfendum smaug inn í merg og bein.
Svo var geðveikin sem var búin að heltaka mann eftir að hafa haft heilan leik í eyrunum toppuð með Húsinu á sléttunni.
Undir þessum sunnudagspyntingum varð tilhugsunin um einangrunarkork sem var nuddað á glugga að dásamlegum valkosti en sú hljóðhimnusprengjandi erting var því miður aldrei í boði.
Þetta lifði maður af.
Ekki bjóðast til að kenna mér að lesa íþróttir.
Ég held að ég myndi ekki afbera það.
Niðurstaða er hér með fengin í þessu máli.
Ólæsi á ákveðnum stigum getur borgað sig.
Cry me a river.
Farin að lesa um lagningu ljósleiðara í gegnum mismunandi bergtegundir við óhagstæð veðurskilyrði.
Eiður og Hleb boðnir til Arsenal? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 12. júlí 2009
Á ekki einhver kartöflugarð?
Hafið þið pælt í því hvernig gott sumarveður gerir okkur Íslendinga brjálaða úr athafnasemi?
Ókei, ég veit ekkert um hvort sumarveðrið hefur svona áhrif á aðra en okkur á höfuðborgarsvæðinu enda skiptir landsbyggðin ekki máli.
Ekki neinu máli.
Við erum nafli þessa lands vér borgarbörn.
Ég hef sjálf orðið fórnarlamb sólarmaníu bæði í gær og dag.
Eins og frægt er orðið hentist ég til Þingvalla í gær og sú ferð kemst auðvitað á spjöld sögunnar.
Síðustu kaffigestir hinnar fornu Hótel Valhallar var kona nokkur, ákaflega fagurlimuð, hárfögur og smáfríð sem kom þar ásamt hjásvæfli sínum til margra ára og teyguðu þau svartan drykk úr glerskálum er bollar voru kallaðir á þessum skelfilegu umbrotatímum steingeldrar gróðahyggju Íslendinganna.
Síðan brann hið forna hótel til kaldra kola og hafa rústir þess aldrei fundist en munnmælasögur herma að gistihús þetta hafi staðið þar sem þinghelgi var til forna en í dag er skrautbílakirkjugarður merkur mjög.
En þetta var nú útidúr.
Ég riggaði upp öðru ferðalagi í dag.
Upp í Grafarvog til systur minnar.
Á leiðinni sá ég traktor í miðju íbúðarhverfi og hann andskotaðist þarna upp um allar brekkur og ég gat ekki betur séð en að bílstjórann vantaði.
Þá sagði ég við minn síðri helming:
Nei sjáðu, meira að segja vinnuvélar fá kast í góða veðrinu.
Og þá sagði hann að það væri skemmtilegt með svona sjálfstætt starfandi vinnuvélar og svo benti hann mér á mann sem kom gangandi ábúðarfullur mjög að vinnuvélinni og okkur fannst bæði athyglisvert og skemmtilegt hversu annar fótur mannsins var styttri en hinn.
Við vorum sammála um að þessi maður gæti ekki átt góða konu.
Ef þið eruð enn að lesa þessa andskotans vitleysu sem ég er að búllsjitta ykkur með þá eruð þið of kurteis og vel upp alin og þurfið að detta í það og skvetta ærlega úr sálarkoppnum og skandalísera svo um munar.
En núna er ég farin að hvíla mig fyrir átök morgundagsins.
Spáin er góð.
Hvað á maður að gera á morgun?
Á ekki einhver kartöflugarð að lána mér eða eitthvað?
Úje.
Fólk skemmtir sér fallega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 11. júlí 2009
Ég á vonda vini!
Verð að játa að ég er nokkuð upptekin af brunanum á Þingvöllum.
Kannski ekki skrýtið þar sem ég hef verið með síðustu kaffigestum staðarins í gær.
En hvað um það, ég veit að ég er með svartan húmor og ég kæri mig ekkert um að hafa það öðru vísi takk kærlega fyrir það.
En vinir mínir eru enn verri.
Nú fæ ég stöðugar meldingar um að mæta á hina og þessa staði sem þeim hugnast ekki, væntanlega til þess að þeir verði einhverju að bráð þar sem ég er svo mögnuð að allt fer til fjandans sem ég kem nálægt.
Ég hef verið beðin um að heimsækja útrásarvíkinga, hús sem bera vitni gróðærismikilmennskunni, þar sem arkítektar hafa misst sig á testósteróni og hannað byggingaskrímsli sem standa lóðbeint upp í skýin eins og risatittlingar.
Ég get því miður ekki orðið við þessum óskum þar sem ég er löghlýðin borgari með hérahjarta.
En tilhugsunin er óneitanlega nokkuð ljúf.
Vá hvað það er margt sem við gætum verið án í þessri borg.
En án gamans þá hef ég kveikt í sjálfri mér.
Tvisvar svo ég sé nú alveg heiðarleg.
Setti í mig permanent á hallærislega tímabilinu í lífi mínu.
Æi, þið munið þegar ljósabekkjanotkun var reiknuð inn í vísitölu neysluverðs og maður þurfti að skreppa frá úr vinnu til að halda við svertunni og auka möguleika sína á sortuæxli.
Gott ef það var ekki inni í kjarasamningum bara.
Ég var sem sagt að setja í mig permó úr kassa heima hjá mér og gleymdi því í hausnum á mér.
Og það rauk úr hárinu á mér.
Ég hélt sko að það væri kemíkin í jukkinu sem ég keypti í apótekinu sem kveikti í.
En svona eftir á að hyggja...
..var það ekki bara minn magnaði persónuleiki sem startaði brunanum?
Það er eins gott að ég fari að tóna mig niður.
Farin í sólbað.
Loga af spenningi.
Skýrslur teknar af starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 11. júlí 2009
Riggað upp tildurbyggingu ha?
Alveg geta íhaldssamir uppskafningar drepið í mér mitt yndislega morgunskap.
Björn Bjarnason er þeirrar skoðunar að hótelrekstur eigi ekki að vera í þinghelginni.
Ekki drepa mig úr skinheilaleika kæri Björn.
Réttara væri að þú myndir snúa þér að sumarbústaðabyggingum auðmannanna INNI Í ÞINGHELGINNI þar sem þeir rjúfa hana með þyrlum og hamagangi þegar byggingarefnið er flutt í lúkurnar á þeim.
Banna sumarbústaðabyggð inni í þinghelginni. Það meikar sens að minnsta kosti.
Náttúra Íslands, Þingvellir og aðrir staðir á þessu landi eiga að vera fyrir fólkið.
Við eigum að geta notið náttúrunnar og í leiðinni umgengist hana af ást og virðingu.
Ekki yrði ég hissa þó almenningi yrði meinaður aðgangur að herlegheitunum en í staðinn riggað um tildurbyggingu fyrir silkihúfur og aðra til þess bæra þinghelgargesti.
Mér er svo sem sama þótt hótel verði sett annars staðar en fjandinn hafi það ég vil geta sest niður og drukkið kaffi í ÞINGHELGINNI og notið fegurðar staðarins og andað að mér sögunni (rosalega sem ég get verið væmin svona á morgnanna).
Að lokum smá eftirþanki.
Var góssið tryggt hjá Sjóvá?
Ómæ, ekki fallegt.
Hótelrekstur á ekki að vera í þinghelginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 10. júlí 2009
Húmor minn jafn svartur og rústirnar
Þvílíkur dagur og hótel Valhöll brunnin til grunna.
Ekki að ég haldi að ég sé nafli alheimsins en stundum eru hlutirnir aðeins of magnaðir fyrir minn smekk.
Sko, s.l. sumur hef ég verið á leiðinni á Þingvöll.
Til hvers?
Jú, til að njóta fegurðarinnar, kyrrðarinnar og drekka kaffi á hótelinu.
2008 var ég á leiðinni, komin út í bíl einn góðviðrisdag í maí.
Við ætluðum að kíkja á Selfoss og svo á Þingvöll enda ég komin með gargandi þörf fyrir þúfur og bláskóg.
Rétt áður en við lögðum á stað, reyndar á planinu fyrir utan kærleiks kom jarðskjálftinn.
Þessi stóri.
Vó, við hrísluðumst inn aftur.
Í hitteð fyrra var ég lögð af stað en varð að snúa við sökum bilunar í kærleiksvagninum.
Enginn Þingvöllur það sumarið fremur en jarðskjálftasumarið.
En í dag var ég einbeitt í þeirri löngum minni að komast á Þingvöll, enda veðrið til þess.
Kærleiksvagninn var að koma úr viðgerð okkur ekkert að vanbúnaði, ég fór á hælana og settist inn í bíl.
Húsband glotti og spurði hvort ég þyrði. Hvort ég væri ekki hrædd við skjálfta eða eldgos, móðir náttúru væri mikið í mun að halda mér frá þjóðgarðinum.
Ég: Æi, láttekki eins og asni, af stað með okkur. Ég skal og mun drekka kaffi á hótel Valhöll í dag!
Og það gerðum við.
Settumst út í góða veðrið með kaffið okkar og nutum sólar í smá stund.
Við ræddum um að hótelið væri orðið algjör garmur, hvort það væri ekki ráð að hafa almennilegt hótel á þessum helgasta stað á Íslandi, sjálfri vöggu lýðræðisins.
Og það var þá sem ég fékk hugmyndina um að brenna húsið til grunna.
Ég gekk fumlaust til verks.
Nei, ég veit þetta er ekki fyndið ég er að fokka í ykkur dúllurnar mínar.
Eða hvað?
Játa hér og nú að húmor minn er jafn svartur og rústirnar af hótelinu.
Já, já, ég skammast mín.
En mikið djöfull er ég mögnuð.
Úff.
Valhöll brennur til grunna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 10. júlí 2009
Vitiði hvað bensínið kostar dramadrottningarnar ykkar?
Ég horfði á þegar Ásmundur Einar Daðason steig í ræðustól á Alþingi og sagðist hafa verið beittur svo miklum þrýstingi að ganga ekki til liðs við stjórnarandstöðuna um að leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu í ESB málinu að hann sæi sig tilneyddan til að taka ekki þátt í umræðum um málið.
Mér skilst að hann sé farinn í heyskap.
Ég er sammála Steingrími, það er algjörlega óeðlilegt að stjórnaþingmenn myndi bandalag með stjórnarandstöðu.
Það hefur ekkert með það að gera að þingmanninum sé ekki frjálst að greiða atkvæði eftir því sem samviskan býður honum.
Sjaldan hef ég sé fleiri og skrautlegri raðfullnægingar í ræðustól Alþingis en eftir þessa yfirlýsingu þingmannsins "unga" eins og Bjarni Ben kallaði hann.
Svalaræða Mussolíni var beinlínis tilgerðarlegt hvísl í samanburði við dramatísk bakföll, hróp og köll sem stjórnarandstaðan tók í ræðustól.
Þessi "ungi" maður. Þessi hetja, þessi samviskunnar hreingerningafrömuður!
Þeir voru sorgmæddir í stjórnarandstöðunni!
Þeir voru harmi lostnir!
Aldreigi, aldreigi, hafði slíkt og þvílíkt gerst í nokkrum flokki að menn gætu ekki hlaupið á milli stjórnar og stjórnarandstöðu.
Fyrirgefið á meðan ég sker mig á háls, garga mig hása, kasta upp og slengi mér í nærliggjandi veggi!
Sjálfstæðisflokkurinn sem ég man ekki eftir að nokkurn tímann hafi hlaupið undan flokkslínunni hafði hæst, ásamt Vigdísi Gjallarhorni Hauksdóttur.
Það er helst Pétur Blöndal sem hefur staðið með sjálfum sér í gegnum þykkt og þunnt og ekki lotið einu né neinu nema eigin samvisku í þessum flokki lýðskrums og hagsmunagæslu.
Eftir að hafa horft á þessa leikrænu tilburði stjórnarandstöðunnar var mér orðið svo mikið um að..
ég fór til Þingvalla og fékk mér kaffibolla.
Tack så mycket.
Vitiði hvað bensínið kostar dramadrottningarnar ykkar?
Smá viðbót af gefnu tilefni.
Það er kviknað í Hótel Vallhöll sem er skelfilegt. Þetta fallega hús!
Ég er miður mín. Var að koma þaðan en til að fyrirbyggja aulabrandara á minn kostnað þá kveikti ég ekki í hótelinu.
Svei mér þá ef maður missir ekki húmorinn.
Sló ekki á fingurna á Ásmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 2987385
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr