Leita í fréttum mbl.is

Íþróttaólæsi

Eitt af því sem ég er þakklátust fyrir í lífinu er að hafa alist upp hjá gömlu fólki þar sem mér var kennt að lesa þannig að ég gúffaði í mig öllu á prenti frá fimm ára aldri.  Meira að segja Herópinu.

Ég hef oft velt því fyrir mér, nokkuð góð með mig bara, hversu skelfileg örlög það væru að geta ekki lesið.

Svo hef ég áttað mig á því smátt og smátt að ég er að hluta til ólæs.

Það er allt vaðandi í íþróttafréttum út um  alla miðla.

Þegar sjónvarp og útvarp er annars vegar er auðvelt að slökkva og snúa sér að öðru en samt truflar það mig alveg ferlega að skilja ekki hvað það er sem fólk er svona í skýjunum yfir.

Svo reyni ég að lesa svona íþróttafréttir en verð að hætta vegna þess að ólæsið stoppar mig af.

Ég skil andskotann ekkert í lingóinu.

Ég get horft á handbolta af því að það koma mörk með reglulegu millibili.

En ég skil ekki reglurnar og nei, ég vil ekki skilja þær.

Fótbolti: Halló, er til eitthvað leiðinlegra en að horfa á þessa iðandi kös hlaupandi fólks í búningum og það gerist ferlega sjaldan eitthvað bitastætt?

Eitt og eitt mark og stundum ekkert.

Svo er það hljóðið sem fylgir íþróttaviðburðum.

Ég man eftir sunnudögum í denn þegar það var knattspyrnuleikur í sjónkanum og hljóðið í áhorfendum smaug inn í merg og bein.

Svo var geðveikin sem var búin að heltaka mann eftir að hafa haft heilan leik í eyrunum toppuð með Húsinu á sléttunni.

Undir þessum sunnudagspyntingum varð tilhugsunin um einangrunarkork sem var nuddað á glugga að dásamlegum valkosti en sú hljóðhimnusprengjandi erting var því miður aldrei í boði. 

Þetta lifði maður af.

Ekki bjóðast til að kenna mér að lesa íþróttir.

Ég held að ég myndi ekki afbera það.

Niðurstaða er hér með fengin í þessu máli.

Ólæsi á ákveðnum stigum getur borgað sig.

Cry me a river.

Farin að lesa um lagningu ljósleiðara í gegnum mismunandi bergtegundir við óhagstæð veðurskilyrði.

 


mbl.is Eiður og Hleb boðnir til Arsenal?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dúa

Stundum er ólæsi gott. Hvað er málið með fullorðna menn í stuttbuxum að hlaupa um einhvern völl og berjast um einn bolta þegar það er til nóg af boltum fyrir alla?

Dúa, 12.7.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég segi nú stundum að ég vildi frekar horfa á 30 kílómetra skíðagöngu, óstytta, heldur en einn hálfleik í knattspyrnu.

Emil Örn Kristjánsson, 12.7.2009 kl. 16:25

3 identicon

Ég les Herópið  en er ólæs á íþróttafréttir.Mýrarbolti er það sport sem ég nenni að horfa á .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 16:32

4 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég hef oft velt þessu fyrir mér og var farinn að hallast að því að þetta hefði eitthvað með geind, -eða réttara sagt skort á greind að gera, þ.e.s. sá hæfileiki að hafa ótakmarkaðan áhuga á fótbolta.  Svo lærðist mér að það vær varla skýringin, því að ég kynntist skarpgreindu fólki sem getur varala um annað hugsað en fótbolta.

Mér er að minnsta kosti fullkomlega fyrirmunað að skilja úr á hvað þetta gengur og mér finnst það ekki slæm hugmynd að kalla þetta íþróttaólæsi. 

Theódór Gunnarsson, 12.7.2009 kl. 18:08

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alltaf gaman af fólki sem kemur fram opinberlega til þess að láta okkur hin vita að það hafi ekki áhuga á einhverju..

mér leiðast málverksýningar.. mér leiðist menningartal.. líður ykkur betur að vita það að ég þoli ekki menningarvita ? 

Óskar Þorkelsson, 12.7.2009 kl. 20:36

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vá stelpur... þeir eru með svo flotta rassa!! Ég horfi á alla íþróttaleiki sem ég kemst í!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.7.2009 kl. 21:13

7 Smámynd: Anna

Allir heldu að þeir væru greindir útrássamennirnir enn annað hefur nú komið á daginn. Ætli þeir ólust upp við tölvuleiki en bækur ætli að þeir séu lyklabörnin.

Anna , 12.7.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2985743

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband