Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Fimmtudagur, 9. júlí 2009
Skíthælar á ferð
Sjálfstæðismenn eru byrjaðir að tuða undir liðnum "fundarstjórn forseta".
Aldrei áður hafa störf í þingsal minnt eins mikið á ólrólegan barnaskólabekk eins og eftir að Framsókn og Sjálfstæðisflokks fóru í minnihluta saman.
Nú gargar Bjarni Ben.
Áður Illugi Gunnarsson.
Ég myndi halda þverrifunni á mér saman tilheyrði ég þeim flokkum sem gáfu bankana á silfurfati til vildarvina og hófu þar með þá atburðarás sem hefur gert almenning á Íslandi að ómerkingum og stórskuldurum.
Annars hef ég verið að velta fyrir mér ástandinu í þjóðfélaginu.
Nú eru nefnilega uppgangstímar fyrir krípin.
Eins og þá sem hóta og skelfa án nafns.
Gaman hjá þeim.
Líka gaman hjá innheimtufyrirtækjum eins og Intrum.
Nú er gróðæri þar í miklum blóma.
Ég held að hver og einn þurfi að kanna vel hvað liggur að baki hvers atburðar.
Það er nefnilega ekki alltaf réttlætiskennd, örvænting og ótti sem liggur að baki.
Stundum eru einfaldlega skíthælar á ferð.
Dýrt fyrir ríkið að selja banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 9. júlí 2009
Af tombólufrömuðum, góðum málefnum, skorti á þolinmæði og gítarsnillingum
Ég er að bíða og telja niður.
Næsta miðvikudag kemur hún Maysa mín með fjölskylduna í viku heimsókn frá London.
Ég hef ekki séð þau síðan um jól.
Þolinmæði hefur aldrei verið sterkasta hlið þeirrar konu sem hér hamast á lyklaborði en ég reikna með að þessir dagar fram að hingaðkomu líði eins og allir aðrir dagar.
Guð gef mér þolinmæði strax!
Og af því ég er nú byrjuð að fjölskyldast þá verð ég að skella hérna inn mynd af fallega stærsta barnabarninu mínum honum Jökla en hann er frábær gítarleikari og hér er hann með húsbandi og auðvitað lætur Jenný Una sig ekki vanta.
Ein lítil krúttsaga kemur svo í lokin.
Í gær fóru Jenný Una og Franklín Máni Addnason (sem kastaði sandi í mér á leikskóla mín) og opnuðu tombólu við Kjörgarð í gær. (Myndin er af Tryggva og Jenný, fann ekki neina af Franklín).
Mömmurnar voru á kantinum að gæta fjögurra ára athafnafólksins sem ætlaði að styrkja félag langveikra barna.
Eitthvað gekk illa að útskýra þetta með langveik börn fyrir Jenný Unu og á endanum gafst mamma hennar upp og sagði að þau myndu gefa afraksturinn til fátækra barna.
Jenný Una samþykkti það.
Eftir klukkutíma í athafnalífinu voru tombólufrömuðirnir búnir að fá nóg og voru farnir að elta vegfarandendur, fela sig, stinga af inn í Kjörgarð og svona, orðin þreytt á verslun og viðskiptum.
Kona sem kom að og vildi leggja málefninu lið fékk skýrar upplýsingar frá Jennýju Unu.
Ég ætla ekkert að gefa péninginn til fátæku baddnana ég ætla að kaupa mér ís.
Konunni fannst þetta bara skemmtilegt og pungaði út heilum 200 krónum til þessa verðandi útrásarvíkings..
Og nú er spurningin hvort Jenný Una verður ekki látin yfir Sjóvá eða einhverja sjóði þar sem mottóið er að láta peningana bara hverfa í sukk og svínarí?
Ég hef áhyggjur af hortugri dótturdóttur minni sem ætlar að eyða og spenna í nammi og ís fyrir peningana sem hún aflaði til góðra málefna.
Amman ætlar reyndar að verðlauna þetta athafnakrútt með fullt af ís og poppi þegar hún kemur í heimsókn á föstudaginn.
Arg..
Börn eru lífið.
P.s. Var að fá þessa mynd af Laugavegshösslurunum á svæðinu í gær.
Með ís, nema hvað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Hugleysingjar hóta
Minn skilningur og samúð nær ekki yfir þá sem hóta fólki.
Hugleysingjar ógna og sýna ekki á sér andlitið.
Ég er til í að berja búsáhöld, hafa hátt og vera til ama og leiðinda svo lengi sem á þarf að halda en ég hef megnustu skömm á að verið sé að hóta með þessum hætti eins og gert var við bankastjóra Kaupþings og konuna hans.
Konuna hans "for crying out loud".
Og ekki koma og segja að þið skiljið svona aðferðir, fólk sé svo reitt og ladídadída.
Það er ekkert sem réttlætir hótanir og ofbeldi.
Ef við almenningur leggjum okkur niður við svona lágkúru þá erum við engu betri en stórþjófarnir og spillingarliðið.
Ég er bálreið, ég hef verið það síðan í haust og maður fær ekki tækifæri til að koma upp og anda á milli nýrra frétta um ógeðið sem hér hefur grasserað.
Það sagði við mig maður í dag að ætla mætti að allt þetta fjármálasukklið hefði verið á kókaíni, svo gerspillt væri það allt saman.
Ég persónulega vona að svo hafi verið.
Má ekki til þess hugsa að fólk sé svona siðlaust á eigin safa.
En að hótunum.
Plís hagið ykkur eins og fólk en ekki eins og fífl.
Bankastjóra Kaupþings hótað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Vinsamlegast útskýrið
Ég hlýt að vera tregari en venjulega í dag þar sem ég skil hvorki upp né niður í þessari tilkynningu frá Nýja Kaupþingi.
Þeir segja að öryggi starfsmanna hafi verið ógnað og því sé bankanum skylt að upplýsa að óheimilt sé með lögum að tjá sig opinberlega um málefni einstakra viðskiptavina os.frv.
Þeir segja líka að engar ákvarðanir hafi verið teknar um afskriftir á skuldum Björgólfsfeðga við Nýja Kaupþing.
Hver ógnaði hverjum og hvenær?
Hvað fór fram hjá mér á fréttavaktinni?
Vinsamlegast útskýrið fyrir mér fíbblinu takk.
Öryggi starfsmanna ógnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Blessi ykkur börnin góð
Prestar blessa hluti.
Líka fólk og allskonar bara.
Mér finnst hipp og kúl að láta presta blessa lítil börn.
Getur að minnsta kosti ekki skaðað.
En eru blessanir presta og preláta magnaðri en þeirra sem eru próflausir á kærleikinn?
Nú var biskupinn að blessa krossinn upp á Hallgrímskirkjuturni.
Vonandi bjargar það krossinum frá alkalískemmdum.
En mig langar að vita eitt (og reyndar fleira en eitt, það kemur seinna).
Hafa umboðsmenn guðs á jörðu blessað íslensku útrásina?
Mig rámar í að þeir hafi verið að ferma og skíra í boði bankanna og svona í gróðærinu, hví ekki þá að blessa þá sem plönuðu stærsta bankarán sögunnar?
Nei annars getur ekki verið.
Það hlýtur að hafa verið myrkrahöfðinginn sjálfur sem var með þar í för.
Svona miðað við útkomuna.
Ég neita að trúa að guð hafi eitthvað að gera með strákana "okkar".
Eða hvað?
Þetta er trúleysinginn sem talar frá menningarheimili sínu á Teig kenndum við hús guðs.
Ésús minn á fjallinu.
Biskup blessar í hæstu hæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Sárt en svona er lífið
Snorri Ásmundsson hefur aldrei hitt Karl Berndsen.
Ekki ég heldur.
Ég veit það Snorri, það er sárt en svona er lífið.
Líf án náinna samskipta við Karl Berndsen er gleðisnautt og vart þess virði að lifa.
Döh..
Mér fannst þessi fyrirsögn svo skáldleg að ég varð að grípa hana á lofti.
En segið mér..
"who the fuck" is Karl Berndsen?
Hmprf....
„Aldrei hitt Karl Berndsen“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Eldheitar samræður á milli hjóna
Miðað við langa og fjölbreytta reynslu mína í hinum ýmsu hjónaböndum ætti ekki margt að koma mér á óvart.
Enda er það svoleiðis.
Reynslan beinlínis drýpur af mér.
Tel mig kunna hjónabönd upp á milljón og þrjá.
En svo varð mér á í messunni.
Í kvöld fór minn ástkæri út í búð til að kaupa eitt og annað.
Þegar hann gekk út úr húsi kallaði ég á eftir honum og bað hann um að kaupa xxxxxxxxx.
Þú mátt ekki gleyma því hrópaði ég hátt og skýrt.
Hann: Nei, nei, nei, auðvitað ekki. Ég er með meðvitund kona.
Tíu mínútum seinna: Riiiiiiiiiiiiing.
Ég: Halló.
Hann: Hæ, hvað var það sem ég mátti ekki gleyma að kaupa?
Ég: Ertu strax búinn að gleyma því? Kommon, hvernig væri að hlusta á mig?
Hann (lágum rómi): Hvað var það Jenný, ég stend hérna eins og fífl í miðri búð.
Ég: Vá hvað þetta er flatterandi, ekki hlusta gat á hljóðhimnuna þegar ég tala við þig. Urrrrr.
Hann: JENNÝ!
Ég (með brostið hjarta tók langa blóðdrjúpandi kúnstpásu): Það var ekkert merkilegt greinilega (fórnarlambsblóðbunan svettist á vegginn fyrir framan mig þegar hér var komið sögu), við sleppum þessu.
Hann: Nei veistu að nú legg ég á.
Ég: Já gerðu það. Enda hef ég ekkert að segja. Bless. Pang.
Fimm mínútum seinna mundi ég hvað það var sem hann átti að kaupa.
Mig vantaði kveikjara. Sárvantaði hann.
En ég ætla EKKI að tilkynna viðkomandi eiginmanni að ég hafi verið búin að gleyma hvað mig vantaði.
Því myndi hann EKKI gleyma það er á hreinu.
Andrei nokkurn tímann.
Frusss.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 7. júlí 2009
No way José
Ég er alla leiðina til tunglsins og til baka aftur sammála Vilhjálmi Bjarnasyni sem varar við borgarastyrjöld fá Björgólfarnir tveir helmingsafslátt af skuld sinni við Kaupþing.
Það er gengið alla leið við innheimtu skulda venjulegs fólks, engin miskunn sýnd og ég veit að ég mun ekki sitja þegjandi undir því að bankarnir felli niður skuldir þeirra manna sem hafa með græðgi sinni og oflátungshætti sett okkur og komandi kynslóðir í botnlaust skuldafen.
Bara ekki að ræða það.
Ég las nefnilega einhversstaðar í dag að þessi niðurfelling kæmi alveg til greina.
Nó vei Hósei!
Því mun almenningur aldrei kyngja þó seinþreyttur til vandræða sé.
Varar við borgarastyrjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 7. júlí 2009
Landspildulúserar
Lífið er ekki réttlátt.
Baltasar og Lilja (allir eiga að vita hverjir það eru erþaeggi bara?) fá ekki landspilduna sem þeim langaði í.
Búmm og pang.
Mig hreinlega verkjar af samúð með þeim hjónum.
Er alveg nýlega búin að ganga í gegnum landspildusorg.
Ég fékk nefnilega enga úthlutun í Skólagörðunum í sumar.
Ekkert grænmeti ræktað á menningrheimili mínu hér á Teigunum í ár sko.
Ég ætla að hringja í þau og spyrja hvort við eigum að stofna stuðningshóp til styrktar þolendum landspildulúsera.
Jabb, ég geri það.
Lilja og Baltasar fá ekki landspildu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 7. júlí 2009
Martröð framundan!
Sumir hlutir, hversu vitlausir sem þeir virðast vera þegar maður heyrir þá fyrst, hafa tilhneigingu til að verða það sem kallað er eðlilegir ef þeir fá að grassera nógu lengi.
Ég man að það var ekki bara ég sem fór á samskeytunum þegar það var fyrst bannað að reykja í millilandaflugi.
Ég sem var á þeim tíma orðin skíthrædd við að fljúga hélt að ég yrði ekki eldri.
Og það var ekki bara ég sem var stórhneyksluð á þessu mannréttindabroti. Ónei.
Ég man að ég sat stíf og beið eftir að fá að kveikja mér í strax eftir flugtak.
Hékk á rettunni á milli landa algjörlega viss um að ég myndi húrra niður í sjóinn þá og þegar.
Harðákveðin í að deyja reykjandi og vel í glasi.
Eftir að stelpurnar mínar fæddust og ég varð eldri því hræddari varð ég að fljúga.
Hrædd um að gera börnin mín móðurlaus.
Ég tók gífurleg dramaköst þegar ég þurfti að bregða mér af bæ (lesist í flugvél sem kom nokkuð oft fyrir vegna þeirra starfa sem ég hafði með höndum) og í hvert skipti hágrét ég, faðmaði þær, skrifaði erfðarskrá, líftryggði mig og fór að heiman með ekka, lét þær lofa mér að verða góðar stúlkur og mömmu sinni til sóma og gekk frá því við föður þeirra að giftast konu sem elskaði börn. Mín börn. (okokok, einhvern veginn svona).
Þegar sígóið var svo rifið af mér ofan á yfirvofandi dauðdaga minn sem ég hafði ásamkað mér sjálfviljug með því að fara í flugferðalag þá hrundi taugakerfið gjörsamlega.
Ég hellti í mig á barnum en það þýddi ekkert ég var ómótækileg fyrir deyfingu.
Skelfingu lostin og þurr í munni hríslaðist ég upp í vindlahylkið sem svo geystist upp í háloftin.
Hvernig var svipurinn á flugfreyjunum?
Voru þær áhyggjufullar, var þetta skelfingarhrukka á milli augnanna á þessari stóru og vígalegu?
Um hvað voru þær að tala sín á milli? Var bros þeirra frá eyra til eyra uppgerðin ein og á bak við atvinnuandlitið var kona að tryllast úr ótta vegna yfirvofandi hraps?
Og ég fabúleraði og tryllti sjálfa mig út í hreinustu geðveiki.
Á yfirborðinu var ég kúl. Svo kúl að ég haggaðist ekki. Las bók í þykjustunni nú eða fjandans flugblaðið.
Af því að nú er yfirvofandi önnur geðveiki í flugheiminum þá skuluð þið taka vel eftir standandi konu í millilandafluginu þegar það verður orðið hipp, kúl og eðlilegt að selja í stæði.
Hún kemur til með að standa í dragtinnim, á sínum háu hælum að því er virðist algjörlega áhyggjulaus, upp á endann í vélinni.
Lesandi bækling um flugöryggi.
Verið góð við hana.
Hún er nefnilega að tryllast úr hræðslu.
Ajö.
Ókeypis flug fyrir standandi farþega? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 11
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 2987161
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr