Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Þriðjudagur, 30. júní 2009
Draumar beisíklí ákjósanlegir
Ó, te er hollara en vatn eru niðurstöður enn einnar rannsóknarinnar.
Blóð er þykkara en vatn.
Egg eru egglaga.
Sporaskja er sporöskulöguð.
Það er ekki sá hlutur til í víðri veröld sem ekki er verið að rannsaka reglulega og svo koma fram niðurstöður sem eru jafnan þvert á allar fyrri nema þegar niðurstöðurnar liggja í augum uppi og það hefði verið algjör óþarfi að rannsaka. Bara nota almenna skynsemi.
Já og lífið er krabbameinsvaldandi. Bókstaflega ALLT hefur á einhverjum tímapunkti verið talið krabbameinsvaldandi. Líka það sem þú kemur ekki nálægt.
Tóbak kynörvandi og brennivín meinhollur fjandi.
En að öðru.
Mér líður stundum eins og ég svífi um í draumi.
Jafnvel draumi einhvers annars.
Eins og áðan, þá var ég að virða fyrir mér pakka af klósettrúllum sem helmingur áhafnar kærleiks skellti á eldhúsborðið og ég velti fyrir mér hvaða heilvita manni dettur í hug að skíra svona pappír "Design"?
Alveg: Eigið þið "Design" toilettpappír? Ekki, okei, en eitthvað annað með álíka fallegu nafni? T.d. "Artistic wallpaper for arses"?
Þessar djúpu pælingar leiða mig að annarri stórri og mikilvægri spurningu um ranghala markaðsfræðinnar.
Af hverju auglýsa matvörubúðir á þann máta að ætla mætti að það væri dásamlegasta upplifun í heimi að kaupa til heimilisins?
Eins og það sé draumur hvers manns að kjaga um með fullan innkaupavagn í stórmarkaðnum?
Að maður hreinlega taki sér sumarfrísdaga til að steðja í búðina og eyða þar deginum í eintómri hamingju - með alla fjölskylduna.
"Gerum þetta að hátíðisdegi og förum í matvörudeildina í Hagkaup".
Halda auglýsendaskaparar að við séum hálfvitar?
Ég sé mig í anda stökkva fagnandi inn í Bónus/Krónu eða Hagkaup, á háum hælum í sumarkjól með blóm í hárinu í sjöunda himni yfir að eiga möguleika á einstakri upplifun við hillurnar.
Fái beinlínis raðfullnægingar af innkaupaástríðu í grænubaunadeildinni.
Nuddi mér perralega utan í morgunkornið.
Þukli paprikurnar af eldheitri ástríðu og stynji af eintómri innkaupafrygð.
Að það þurfi heilan hóp af öryggisvörðum til að ná mér út úr búðinni - með valdi?
Fíbbl.
Það er út af svona fíflagangi sem ég upplifi mig í draumi.
Sem er eins gott þessa dagana.
Draumar eru beisíklí ákjósanlegir á þessum síðustu og verstu.
Cry me a river.
Segja te hollara en vatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 30. júní 2009
Tilgerðarveldi ímyndaðs göfuleika - arg
Þá sjaldan þegar menn tengdir bankahruninu sjá sig tilneydda til að hætta (á líka við í pólitík), af hverju í skollanum hefja þeir sig alltaf upp í æðsta andskotans tilgerðarveldi ímyndaðs göfugleika?
Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur bæði gamla og Nýja Kaupþings, sem DV segir frá í dag að hafi sjálfur skuldað 450 milljónir þegar hann kvað upp úr með að niðurfelling ábyrgða á starfsmenn bankans væru í lagi og gerði sig þar sekan um hámark siðleysisins, ætlar nú að hætta.
Ætlar hann að hætta vegna þess siðleysis sem felst í gjörðum hans?
Ætlar hann að hætta vegna þess að lögfræðilegt álit hans sem farið hefur verið með eins og boðorðin tíu meitluð í stein af viðskiptaráðherra, reyndust gefin af manni sem hafði beina persónulega hagsmuni af því að farið yrði að ráðum hans?
Ætlar hann að hætta af því að hann er bullandi vanhæfur?
Nei, auðvitað ekki.
Enginn svoleiðis hálfvitaháttur er ástæða þess að hann segir starfi sínu lausu frá og með deginum í dag.
Nei, hann er auðvitað svo göfugur að hann ætlar að hætta til að skapa frið um bankann.
Afsakið á meðan ég garga mig hása, frem á mér andlega kviðristu og brýt allt sem brothætt er í kringum mig.
Allt í huganum samt.
P.s. Það mun heldur ekki skapast neitt traust, friður eða nokkur skapaður hlutur annar um þessa banka á meðan sama fólkið situr þarna eins og ekkert hafi í skorist.
Hræsnarar.
Helgi hættir hjá Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 30. júní 2009
En í boðhætti?
"Við svörum aldrei spurningum í viðtengingarhætti, sagði starfsmaður embættis forseta Íslands þegar reynt var að fá svör við því hvort embættið myndi brúa bilið í samskiptum Katar og Íslands ef embætti sérstaks saksóknara færi þess á leit við embættið.
Okei, þið svarið ekki spurningum í viðtengingarhætti hjá forsetaembættinu.
Hvað með boðhátt?
Gengur það hrokagikkirnir ykkar?
Forsetinn útilokar ekki aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 30. júní 2009
Úr lánabók Kaupþings í DV í dag
Um daginn gerðist ég áskrifandi að DV.
Hefði aldrei trúað að sá dagur ætti eftir að renna upp enda var blaðið á vafasömum slóðum um tíma.
En nú orðið finnst mér þeir standa sig afskaplega vel.
Í blaði dagsins er fyrsta umfjöllun af mörgum úr lánabók Kaupþings 2006.
Kristján Arason og frú eru í umfjöllun dagsins.
Lán Kristjáns (niðurfellt) var upp á litlar 893 milljónir króna.
Ásamt með þáverandi yfirlögfræðingi bankans Helga Sigurðssyni sem gaf stjórninni grænt ljós á að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna út af lánveitingunum.
Helgi Sigurðsson, sem sjálfur segist ekki gefa upp neitt um eigin fjármál, telur þau einkamál, skuldaði sjálfur um 450 milljónir króna samkvæmt lánabókinni.
Ég veit ekki með ykkur en ég er algjörlega yfir mig gáttuð á þessu framferði peningagræðgismannanna.
Og er það ekki sjúkt að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú fara fram með hrópum og köllum gagnvart ríkisstjórn landsins sem þarf að þrífa upp eftir hana og eiginmanninn og aðra græðgifursta í Kaupþingi?
Á næstu dögum mun DV birta frekari upplýsingar úr lánabókinni.
Það kemur líka fram að með þessu kann blaðið (ritstjórnin) að baka sér refsiábyrgð vegna brots á bankaleynd (þið munið Egil Helgason sem á yfir höfði sér kæru fyrir sama brot).
En okkur almenningi kemur við hvers vegna svona er komið fyrir okkur.
Takk DV fyrir að leiða okkur í sannleikann um þessi mál.
Áhugi á að ljóstra upp sannleikanum um athæfi bankavíkinganna hefur verið í sögulegu lágmarki.
Urrrrrr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 29. júní 2009
Fyrr má nú aldeilis fyrr vera
Vitið þið hvað?
Á ég að segja ykkur leyndó?
Þið trúið því aldrei, það er svo lygilegt og langsótt!
En...
Michael Jackson var ekki pabbi barnanna sinna (WHAT???).
Þetta hefur aldrei hvarflað að nokkrum manni. Börnin bara með svipaðan húðfölva og pabbinn.
Og annað gífurlegt leyndarmál..
Einhver maður segir að MJ hafi verið hommi og hafi hrifist af sér yngri mönnum.
Ji, ótrúlegt!
Ég hélt hann væri á kafi í konum.
Og hann var bara 50 kg. þegar hann dó!
Það er bara búið að segja frá því hvað hann var þungur þegar hann lést svona tíuþúsund sinnum.
Vá, hvað fólk er fixerað á þessum dauðdaga.
Auðvitað tragískur og allt það.
En halló, í Afríku t.d. deyja börn í tugþúsundatali hvern dag.
Breyta forgangsröð hérna takk fyrir.
Og fyrr má nú aldeilis fyrr vera múgsefjunin.
Urrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Spáði fyrir um lát Jacksons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 29. júní 2009
Agaleysi barna hvað?
Ég er að hlusta á þingið núna. Og horfa þegar ég má vera að.
Núna er óundirbúinn fyrirspurnartími.
Jájá, en ég hef tekið eftir nýrri "hefð" hjá stjórnarandstöðunni (Framsókn og Sjálfstæðisflokki).
Frammíköll eru orðin hluti af þingfundinum.
Auðvitað hefur það gerst af og til í gegnum tíðina að það er hrópað utan úr sal en aldrei eins og núna.
Það má enginn af stjórnarmeðlimum stíga í ræðustól án þess að það sé kallað fram í endalaust.
Ég er búin að missa húmorinn fyrir þessu.
Getur verið að það sé svona mikið um þetta vegna þess að fleiri nýir eru á þingi en oft áður?
Ekki nema að hluta til held ég.
Hvað varðar Sjálfstæðismenn þá verður slíkur viðsnúningur á þeim þegar þeir missa völdin að þeir tapa sjálfstjórn.
Fara hamförum.
Kalla og ólátast.
Svakalega er hægt að vera ergilegur.
Svo kallar SDG og félagar fram í líka.
Rödd formannsins þekkist allsstaðar.
Mér líður eins og ég sé að horfa á óróleikabekk í beinni.
Svo er verið að tala um agaleysi barnanna okkar.
Ég held að við ættum að byrja að setja íslenska stjórnmálamenn á kurteisisnámskeið.
Og upprifjun á fundarhegðun svona almennt.
Jabb, gerum það.
Erfitt en óumflýjanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 29. júní 2009
Slúður er listgrein
Ég er einbeitt og glerhörð í viðleitni minni við að fylgjast ekki með slúðri um fræga fólkið úti í heimi og ekki hérna megin hafs heldur.
Þess vegna er ég reglulega eins og stórt spurningarmerki í framan þegar ég les netmiðlana.
Þar rekst ég á nöfn fólks sem ég kannast ekki við og ég fæ þá á tilfinninguna að ég hangi ekki með í svinginu.
Megan Fox er á netmiðlunum á hverjum degi.
Á visi.is eru tvær til þrjár nýjar "fréttir" af þessari konu á dag.
Og stundum hér á Mogga í gúrkunni.
Meira að segja eyjan rapportar um líf Megan.
Karlinn hennar Megan grætur. (Ó nei, það er karlinn hennar Katie Price þorrí).
Búhú.
Fyrirgefið en mér gæti ekki staðið meira á sama.
Að fylgjast með slúðri er full atvinna hvorki meira né minna.
Ellý Ármanns á visi hefur gert slúður að listgrein.
Sjáið svo pressuna um MJ, megi hann hvíla í friði.
Ég persónulega líki því við vanhelgun látinnar persónu að tíunda ástand hennar, eins og t.d. að MJ verið hárlaus, hvað hann var þungur, hvað maginn hafi innihaldið við dauða hans og fleiri fréttir um fyrirkomulag hans á dauðstundinni.
Eitthvað sjúklegt við þennan rosalega áhuga okkar á "frægu" fólki.
Einkum og sér í lagi látnu, frægu fólki.
Ekki að ég sé að fordæma þetta en í æsku minni var svona fólk kallað eldhúsglugganjósnarar.
Þá var nefnilega engin eftirspurn eftir fréttum af frægu fólki en kerlingarnar sumar njósnuðu um náungann út um gluggann.
Settu glas á vegg og upp að eyra og rapportuðu svo um samfaratíðni, rifrildi og fleira af grunsamlegum lifnaði nágrannans í morgunkaffinu hjá vinkonunum.
Þetta eru konurnar (og karlarnir) sem fóru í gegnum ruslið hjá nágrannanum.
Svo var gefin skýrsla á Hagkaupssloppahittingnum í blokkum út um allan bæ.
Hvað er ég að velta mér upp úr þessu?
Jú, nú veit ég hver Megan Fox a.k.a. athyglissýki.com.
Alltaf að læra.
En líf mitt er ekki auðugra á nokkurn hátt.
Sjitt.
Megan Fox biður skólastrák afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 29. júní 2009
og jörðin er þríhyrningur
Einhver galeiðuþræll var hálshöggvinn í Róm og páfinn heldur því fram að vísindalegar sannanir liggi fyrir því að þetta sé sá armi og húmorslausi siðapostuli, Páll frá borginni Postul.
Ég er reyndar dedd á því að galeiðuþrællinn hafi verið notaður sem uppfyllingarefni í kirkju heilags Páls í Róm.
Ég er einnig sjúr á því líka að Páll postuli hafi verið með "temporal lobe epilepsiukast" þegar hann fékk vitrunina í eyðimörkinni eða á fjallinu, man ekki hvort.
Sko, er það nema von að páfinn sé eins og barn í skoðunum ef hann trúir á þetta rugl.
Það er hægt að ljúga að öllu að karli.
Er það nema von að hann sé svo barnalegur að halda að guð sé á móti getnaðarvörnum.
Eða að guði sé uppsigað við skilnaði þegar hjónabönd eru farin út um þúfur.
Nú eða að guð sé með skoðanir á því hvernig fólk elskar hvort annað á sam-, gagn- og allan mátahátt.
Að maðurinn trúi því að þú farir lóðbeint til helvítis ef þú ert ekki guði þóknanlegur?
Það er örugglega hægt að ljúga því að páfanum í Róm að jörðin sé þvíhyrningslaga.
En af því að páfaveldið er svo mikið fyrir leyndó, sem er ekki skrýtið miðað við þau myrkramverk sem það hefur framið í gegnum aldir, þá er hann kannski með nafnskírteini Páls postula, sem fannst á persónu líksins.
Er það nema von að maður hafi enga trú á kirkjum.
Farin í morgunbænir.
Later.
Leifar Páls postula fundnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 29. júní 2009
Konan við rætur fjallsins
Fólk er ekki eins, sem betur fer. (Já, þetta eru heimspekilegar hugsanir á mánudagsmorgni).
Sumir sitja með sjónvarpið í fanginu og horfa á svona fótboltaleik.
Aðrir ganga á fjöll.
Ég skil ekki þetta með fótboltann, en ég skil algjörlega þetta með fjöllin.
Íslensk náttúra er falleg, það er gott að vera úti og reyna á sig og njóta útsýnis.
En ég er ekki heldur fjallatýpan.
Er meira svona "konan sem situr við rætur fjallsins og fylgist með".
(Enda færi fjallaklifur illa með mína háhæluðu skó).
Konan við fjallsræturnar, sem er ég, er alveg þessi týpa:
"Vá hvað það eru margir á fjallinu í dag".
"Hei, róleg, ætlið þið að mynda umferðarteppu á Esjunni krakkar?".
"Nei sko, er ekki Sóandsó að leggja í hann upp fjallið og Sóandsó á bullandi skriðu niður, úps þar gossaði hann. Áts. Best að ég fari heim og bloggi um þetta fjallgöngufólk."
Já, það er ég.
Ekki spurning.
Níundi sigur FH í röð, 3:0 í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 28. júní 2009
Eitt alsherjar samsæri gegn mér!
Aumingja presturinn sem "neyddist" til að drekka messuvín í vinnunni og svo er hann bara tekinn af löggunni og mætir engum skilningi.
Skilja þeir ekki að þetta er hluti af djobbinu, að drekka og snæða Jesúmm?
Enginn skilningur. Nada. Nothing. Ingenting.
Oh, ég kannast svo við þetta frá því ég var ekki látin í friði fyrir fólki sem vildi neyða mig á fyllerí.
Ég meina að þarna var ég alsaklaus á meðal manna í hinum og þessum gleðskap og var neydd til að lyfta glasi í tíma og ótíma.
T.d. í fjölskyldunni minni giftir fólk sig reglulega.
Svo er það eilíflega og alltaf að útskrifast úr skólum, hljóta stöðuhækkanir og eiga afmæli.
Endalausar átyllur til að koma mér á fyllerí.
Það lá við að ég henti mér á hnén og grátbæði um miskunn.
Alveg: Ætlið þið að gera mig að alkóhólista?
Er ykkur ekkert heilagt?
Var hlustað á harmkvæli mín?
Nei, það var ekki gert og á endanum þurfti ég að fara inn á Vog, ég legg ekki meira á ykkur.
Orðin alki vegna drykkjuþrýstings frá fjölskyldu minni og vinum.
Frá samfélaginu, Orkuveitunni, Símanum og Vínbúðunum, sem plöntuðu sér niður alls staðar þar sem leið mín lá um.
Allt eitt stórt andskotans samsæri.
Ég er algjörlega saklaus af því að hafa sóst í áfengi.
Aldrei, aldrei, aldrei, að ég hafi haft frumkvæði að því sjálf.
Fór meira að segja í ríkið bara til að gera öllu þessu fólki til hæfis.
Og sýnir það mér skilning?
Nei, heldur betur ekki.
Lætur eins og þetta sé allt mér að kenna.
Skítapakk.
Kennir messuvíni um ölvunarakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 2987331
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr