Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Fjölmiðlar - yddið blýantana

Ég er að fara að sofa.

En áður en ég geri það þá verð ég að koma því á framfæri hversu undrandi og hneyksluð ég er á því að enginn hafi haft rænu á að athuga sannleiksgildi yfirlýsinga Björgúlfs Thors á s.l. ári, varðandi flýtimeðferð á dótturfélagavæðingu bankans í Bretlandi.

Nú hefur sjálfstætt starfandi blaðamaður athugað málið og Bretar kannast ekki við málið!

Ekki miði, ekki nóta fyrirliggjandi um málið.  Allt eintómt kjaftæði í BT.

Erum við algjört þróunarríki í upplýsingaöflun?

Eða trúum við öllu sem við okkur er sagt?

Rosaleg siðblinda er í manninum ef hann hefur komið í sjónvarp og logið eins og sprúttsali.

Sem hann gerði.  Ekkert ef þar á ferð.

Fjölmiðlar - yddið blýantana, svona á ekki að gerast.

Það ríður á að hverjum steini sé velt við (kannast einhver við þennan?).

Fjandinn hafi það - ekki gleyma að sukkbarónarnir settu okkur á hausinn.

Í boði þáverandi ríkisstjórnar.

Og hinnar á undan henni.

Góða nótt.

Kastljós um málið.


Þeir eru ekki flokkurinn

Stundum fallast manni heldur.

Nú eða maður sígur saman í stólnum þar sem maður situr og horfir á sjónvarpið.

Í fréttunum var viðtal við fúlan Geir Haarde.

Hann var ekki hrifinn af skýrslunni sem "vissir nafngreindir menn" skrifuðu og gagnrýndu harðlega forystu flokksins og þá fremstan í flokki, hann sjálfan.

Hann var alveg urrandi á svip alveg eins og hann var þegar hann tjáði sig um eggjakastið og "ofbeldismennina" á mótmælafundunum á Austurvelli.

Alveg; þessir menn!  Frusss!

Munið þið þegar ISG sagði við okkur á fundinum í Háskólabíó að við værum ekki þjóðin?

(Ég veit, heimskulega spurt, en ég varð).

Það voru stærstu mistök sem hún gat gert.  Það muna þetta allir og munu ávalt gera.

Geir var í sama ham og ISG í Háskólabíói.

Hann segir að það sé málfrelsi í Sjálfstæðisflokknum en að "þessir menn" tali ekki í nafni flokksins.

Ergó:

Þeir eru ekki flokkurinn.

En Ásta Möller á hins vegar hrós skilið fyrir að biðjast afsökunar.

Það gengur einfaldlega kraftaverki næst að það skuli koma afsökunarbeiðni frá þessum flokki fullkomnunar og mistakaleysis.

Alveg er ég viss um að Ásta er væn kona og ætti að vera í VG.

Eða eitthvað.


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nakin kona í Nókía stígvélum

Þegar ég var í rauðvíninu (hehemm og bjórnum og pillunum), vaknaði ég stundum á morgnana og langaði til að hverfa af jörðinni.

Fyrir utan svæsna timburmenn, þá hafði ég þessa skelfilegu tilfinningu að muna ekki og vita jafnframt að ég hefði getað gert eitt og annað án þess að hafa hugmynd um það.

Eins gott að minna sig á, bara tilhugsunin veldur mér þrefaldri gæsahúð.

Oftast hafði ég ekkert gert að mér.  En þegar það gerðist þá hafði ég í yfirleitt rifið kjaft í síma.

En ég var heppin, drakk á bak við byrgða glugga og hitti engan eða fáa.  Merkilegt hvað það koma fáir í heimsókn til fyllibyttna.  Hm.. ætli þær geti verið leiðinlegar í umgengni?  Kræst nei!

Ég get ímyndað mér að maðurinn sem vildi inn á Litla Hraun liggi í skelfilegri vanlíðan.

Fylleríið komið í blöðin!

Maðurinn verður ekki sakaður um skort á frumlegheitum í uppátækjaseminni.

Hugsið ykkur að detta í það og vakna, kíkja í blöðin og sjá t.d. forsíðufrétt af ykkur hálfnöktum í Mogganum.

"Nakin kona í Nokíastígvélum lét ófriðlega í Austurstræti í nótt!"

Nú eða þá skreppa til Köben eins og maður sem ég þekki (töluvert náið).

Vakna bara á hótelherbergi í gamla höfuðstaðnum og hafa ekki hugmynd um hvar maður er staddur en heyra óm af útlensku út um gluggann.

Halló, ef það er ekki kominn tími á meðferð eftir ferðalög á milli landa án þess að vita af því, þá aldrei.

Annars þekkti ég einu sinni mannveru sem átti til að vakna í ýmsum rúmum daginn eftir.

Mannveran lenti á annarri mannveru af gagnstæðu kyni og sú rétti hinni strætómiða um leið og augun voru upprifin og sagði köldum rómi: Strætó kemur eftir fimm.

Guð hvað ég er happí að vera á snúrunni.

Og þið líka, yfir að ég hangi þar en ég er algjört bómullarhöfuð undir áhrifum.

Og ég myndi ekki nenna blogga ef ég væri í byttunni. (Ætla ég rétt að vona).

Ég myndi einfaldlega svamla um í brennivínsfljótinu þangað til ég dræpist.

Ekki flóknara en það.

Farin.


mbl.is Óminnishegri við Litla-Hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbygging fílabeinsturns

Það er einn af styrkleikum Sjálfstæðisflokksins, á að vera það til langrar framtíðar, að flokksmenn verða að geta gagnrýnt ákvarðanir og stefnu, jafnvel með stórum orðum ef því er að skipta,“ segir Vilhjálmur Egilsson, formaður endurreisnarnefndar.

Gott mál, þeir mega rífa kjaft.

Almenningur mátti líka mótmæla að mati flokksins.  Geir Haarde margsagði að það væri sjálfsagt mál að fólk sýndi þann lýðræðislega rétt sinn í verki.

(Svo framarlega sem það var ekki hávaðasamt, subbulegt eða á annan hátt óþægilegt).

Varðandi rétt Sjálfstæðismanna til að gagnrýna og hafa uppi stór orð þá á ég þá von þeim til handa að forystan geri ekki með þá gagnrýni eins og með mótmælin.

Láti eins og hún heyri hvorki né sjái og haldi sínu striki.

Í algjörri afneitun á raunveruleikann.

Ætli þeir fari ekki að byggja við fílabeinsturninn?

Þetta er orðið allt of lítið rými fyrir allt þetta fólk.

Úje


mbl.is „Flokkurinn þoli stór orð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara áskrifendur

Mig langar ekkert að vera að hnýta í Samfylkinguna.

En miðað við að flokkurinn var á vakt þegar allt fór til fjandans þá er ekki hægt að ljúga því upp á þau að þau taki það eitthvað sérstaklega til sín.

A.m.k. má lesa það af lítilli endurnýjun á prófkjörslistunum.

Þá er ég aðallega að tala um forystuna.

Frátekin efstu sæti fyrir aðalfólkið.

Svo reka aðrir áskrifendur lestina.

En Steinunn er flott þingkona.

Ég hef ekkert út á hana að setja.

En endurnýjun er ekki inni í myndinni.

Því miður


mbl.is Stefnir á eitt af efstu sætunum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fór í alkóhólistann

Jájá Dagur, gott hjá þér farðu í varaformanninn.

En ég ætla ekki að blogga um það.

Heldur þetta tískufyrirbrigði í talsmáta sem nú tröllríður öllu.

Ég er að játa það fyrir ykkur (arg, enn einn ósiðurinn).

Dagur ætlar í varaformanninn!

Jón Baldvin í formanninn!

Samkvæmt þessu þá fór Helga dóttir mín í lögfræðinginn.

Maysan mín í framkvæmdastjórann.

Saran sú yngsta dembdi sér í nemandann..

og ég rek lestina og fór í alkóhólistann.

Svo má benda á að Jóna vinkona mín fór í rithöfundinn og húsbandið í tónlistarmanninn.

Mikið djöfull sem þetta fer í taugarnar á mér.

Halló, má ekki bara vera hallærislegur og segja að Dagur hárfagri bjóði sig fram í embætti varaformanns?

Farin í Enroninn sem fer að byrja í sjónvarpinu.

Og um kvöldmatarleytið fór ég í hrygginn.

Er að fara í kaffið núna.

Ég er að segja ykkur þetta. (Veggur).

Vilduð þið vinsamlegast doka á meðan ég fer og drekki mér í baðvaskinum?


mbl.is Dagur í varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minna hljóðmengandi drykkjumenning

Ég man hvar ég var þegar Kennedy var myrtur.

Ég man hvar ég var þegar árásin var gerð á tvíburaturnana.

Líka hvar ég hélt hús þegar það gaus í Vatnajökli 1996.

Svo man ég hvar ég var við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.

Hef minni fílsins enda segir minn ástkæri og löglegi að ég gleymi aldrei neinu og taki það upp reglulega þegar mér finnst við eiga.

Röflið í manninum.

En ég man ekki hvar ég var 1. mars fyrir tuttugu árum þegar bjórinn var leyfður.

Ég veit það eitt að ég var ekki á bar.

Mér var nefnilega svo nákvæmlega sama get ég sagt ykkur.

Þetta var sko áður en ég fór að drekka.

Löngu áður en ég varð að virkum alkahólista.

Sem fór svo í meðferð og hefur síðan ferðast um lífið með friggings geislabaug á höfðinu.

Neysla á bjór hefur aukist um 128% á þessum tuttugu árum.

Fleiri stunda dagdrykkju (eins og yours truly gerði).

En það eru ekki jafn mikil helvítis læti í fyllibyttunum.

Drykkjumenningin (ætti að vera í gæsalöppum) er einfaldlega minna hljóðmengandi.

Það er munurinn.

Skál í boðinu.


mbl.is Tveir áratugir með bjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju ég sjálf!

Maðurinn sem reyndi að brjótast inn á Litla Hraun í nótt á allan minn skilning.

Hann hefur verið að flýja kreppuna!

En mikið skelfing er ég glöð með að febrúarmánuður er að baki.

Bömmer þess mánaðar hefur verið rosalegur hjá mér persónulega.

Er búin að vera meira og minna innandyra vegna lélegrar heilsu og nei, ég ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum með því að tíunda það frekar.

Ofan á þetta bættist svo kreppan.

En hér er kominn mars, daginn farið að lengja all verulega, segið að lífið sé ekki ein óslitin friggings ánægja.

Svo átti ég bloggafmæli síðast í febrúar.  Halló, búin að blogga í tvö ár.

Ríflega 2.2 millur af heimsóknum á tímabilinu.

Til hamingju KRÚTTIÐ mitt sagði ég við sjálfa mig í morgun þegar mér varð þetta ljóst.

Svo gekk ég að speglinum og knúsaði mig og kyssti.

Ég bíð spennt eftir Silfrinu.

Ég er eiginlega að komast á þá skoðun að sunnudagar séu ljúfir dagar.

Kem að vörmu, ætla að skreppa í smók.

En ekki blaðra því. Það er svo mikið af reykingarfasistum sem vilja snúa mér yfir á heilbrigðu hliðina.  Gjörsamlega óþolandi þessar björgunarsveitir.

Eða þannig.

Ég treysti því að þið verðið þögul sem gröfin.


mbl.is Innbrotstilraun á Litla-Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987752

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.