Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Farðu ekki að grenja

Guðlaugur Þór telur ekkert athugavert við 25 milljónir króna af almannafé hafi farið í ráðgjöf fyrir ráðuneytið (hann sjálfan) í átján mánaða ráðherratíð.

Ég þori ekki að framreikna þessa upphæð til fjögurra ára.

Sumir stjórnmálamenn eru svo algjörlega lausir við að hafa áttað sig á að þeir eru þjónar kerfisins.

Ekki öfugt.

Á almenningur að greiða fyrir ímyndameikóver ráðherra og nánustu starfsmanna hans?

Nú vil ég fá að sjá þennan kostnaðarlið hinna ráðuneytanna.

Svona til samanburðar.

Voru hinir ráðherrarnir líka á blinda ímyndarfylleríi á kostnað skattborgaranna?

Varla.

Aðspurður hefur Guðlaugur Þór þetta að segja;

"Eftirmaður minn í ráðuneytinu vill koma á mig höggi".

Farðu ekki að grenja.


mbl.is Ráðuneytið greiddi 24 milljónir fyrir ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Járn í járn, brúðkaup í sveit og falleg börn

Eftir daginn í dag þá er ég komin með upp í kok af fléttu- og baktjaldapólitík.

Allt stendur fast, plottið fær á sig nýjar og nýjar myndir.

En...

Í kvöld hef ég horft á bíómyndina Sveitabrúðkaup.

Ég brosti út í annað af og til en líður að öðru leyti eins og að ég hafi verið plötuð illilega.

Myndin var hlaðin lofi af gagnrýnendum.  Halló - erum við að tala um sömu mynd?

sofandi engill

Um helgina voru þau hér í gistingu Hrafn Óli og Jenný Una þau yndislegu systkini.

Hrafn Óli a.k.a. Lilleman/Lillebror, hleypur um allt, opnar og lokar hurðum, réttir ömmu og afa eitt og annað sem hann finnur og segir "kakk" svo fallega.

Svo sofnaði hann í rauðum náttgalla sem stendur á "Here comes trouble" sem er nokkuð nærri lagi þegar hann á í hlut.  Krúttsprengja inn í merg og bein drengurinn og svo fallegur, ekki síst þegar hann sefur.

jenny með pabba.

Og svo er hér ein mynd af Jenný Unu með pabba sínum en hún er á því stelpan að pabbi hennar geti gert alla hluti skemmtilega, líka þá alla hversdagslegustu.

Hrafn Óli er sammála og amman styður erindið líka.

Annars er þessi dagur alveg orðinn nægilega langur.

Farin í lúll, eða að minnsta kosti að hugsa um að fara þangað.

Nótt-nótt á ykkur.


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Multiple personality"

Ég myndi aldrei meika það í pólitík.

Af því að ég er friggings tilfinningavera og ég bregst við samkvæmt því og svo sést ég heldur ekki fyrir, hleyp á veggi og svona, algjör fimbulfambus.

Fyrir utan það að ég fékk enga plotthæfileika í vöggugjöf, fékk hins vegar (of)gnótt af öðrum eiginleikum, góðum og slæmum eins og gengur.

Og af því að ég geng óbundin til kosninga (hehemm), ætla aldrei í pólitík og stend fyrst og fremst til svars gagnvart sjálfri mér, þá leyfi ég mér að buna út úr mér því sem ég er að hugsa.  Og það algjörlega án ábyrgðar og í boði mínu.  Svo er það barnalegt (ég veit það) og ekki mjög ígrundað heldur.

Fokkit!

Kjósum 4. apríl.

Það á að rjúfa þing.

Enginn flokkur (lesist VG og Samfó) á að reikna með stuðningi Framsóknar.

Jafn vænlegt til árangurs og að heimta skírlífi af manni með skuldbindingarfælni.

Gamli valdaflokkurinn sem setið hefur hér síðan á síðustu öld ef frá er talin átján mánaða pása, er allt of innveklaður í alls kyns hagsmunapólitík sem gerir það að verkum að það er nákvæmlega ekkert að marka það sem hann segir þegar vinna á eftir gegnsæjum reglum nýrra tíma.

Framsókn hefur svikið þann samning sem hann sjálfur setti á koppinn.

Þeir höfðu frumkvæðið að myndun minnihlutastjórnar og skilyrðin hafa síðan komið á færibandi frá fyrsta degi.

Fari þessi aumi svikráðaflokkur og veri.

Nei annars, ég skil að Höskuldur vilji bíða eftir skýrslu frá Evrópuseðlabankanum.

Ég skil það líka ef þeir vilja bíða eftir ársskýrslu Simbaweseðló, líka skýrslunni frá Líbýu, Kúbu og Glapagos.

Við megum ekki flana að neinu.

Krakkar kjósum.

Þetta samstarf ef samstarf skyldi kalla, stjórnarflokkanna við Framsókn hlýtur að vera geðveikislega spennandi.

Svona álíka og búa með manni sem er með greininguna "multiple personality".

Hvað bíður þín þegar þú vaknar á morgnanna?W00t

Kræst.


mbl.is Mikil fundahöld í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo þreytt á baktjaldamakki og sukkbandalögum

Í annað skipti í dag er þingfundi frestað.

Fyrst til kl. 16,30 og nú til kl. 17,00.

Stormur í vatnsglasi segir Höskuldur Þórhallsson, nýjasti vinur Davíðs Oddssonar.

Hann er að fylgja sannfæringu sinni maðurinn, hvað er að?

Hann er líka að standa í lappirnar segir hann.

Ég vildi að Framsóknarflokkurinn hefði staðið í lappirnar í stað þess að einkavæða bankana og leggja grunninn að því skelfingarástandi sem við nú upplifum.

Mikið skelfing er ég þreytt á hráskinnaleik, baktjaldamakki og sukkbandalögum í íslenskri pólitík.

Allt undir merkjum sannfæringar og hagsmunagæslu fyrir almenning (nú hreinlega gubba ég).

Svo þreytt að ég gæti hreinlega lagst í gólf og gargað.

Ég ætla ekki að láta það eftir mér, í staðinn ætla ég að vara fólk við Framsókn sem mest ég má fram að kosningum.

Það er ef þeir láta þennan Davíðsarm (ég meina mann) stöðva Seðlabankafrumvarpið.

En ég held, nei ég veit, að það er ágætis fólk í Framsókn.  Trúi og treysti á að það beiti sér.

Nú eða gangi í VG bara.

Segi svona.


mbl.is Framsókn skekur ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5 mínútnaformaður; ég þakka þér kærlega

Takk kæri fyrrverandi formaður í 5 mínútur, Framsóknarflokks.

90% landsmanna hafa margítrekað sýnt vilja sinn í að breyta Seðlabankanum.

Já og koma skaðræðismanninum, hvað hann nú heitir, algjörlega úr mér stolið, af stól til að lámarka gerðan skaða sem við sitjum uppi með ásamt komandi kynslóðum.

Takk Höskuldur fyrir að sýna almenningi sem von bráðar gengur að kjörborðinu, að Framsókn er enn til hægri.

Ég sé fyrir mér hvað gerist eftir kosningar.

Svo fremi sem Framsókn hverfur ekki af yfirborði jarðar vegna atkvæðaþurrðar þá munu þeir valda íhaldið ef þeir mögulega geta.

Á tímabili hélt ég að Framsókn væri í alvörunni að breyta um vinnulag.

Ég hvet stelpurnar í Framsókn, Helgu Sigrúnu og Eygló að setja niður fót.

Þær virðast vera þær einu sem meina það sem þær segja og segja það sem þær meina.

Mikið skelfing er gott að fá að sjá innrætið í Framsóknarstrákunum áður en það er of seint.

Hélt einhver að vinur Davíðs, Alfreð best buddy, væri hættur að stjórna?


mbl.is Skynsamlegt að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf til skaða?

Ég hefði misst andlitið ofan í mjólkurgrautinn minn hefði íhaldið ekki reynt að tefja framgang Seðlabankamálsins, en ríkjandi skipulag þar er þeirra Xanadú.

Klæðskerasaumað fyrir framtíða pólitíkusa þeirra í Sjálfstæðisflokknum sem losna þarf við.

En ég er sár og reið yfir að Framsókn skuli leggjast gegn afgreiðslu málsins úr nefnd í dag.

Samt ekki svo hissa, því miður virðist þetta tilboð Framsóknarmanna um að verja stjórnina falli verða íslenskri þjóð erfiður ljár í þúfu.

Ég trúi samt ekki fyrr en ég tek á að frumvarpið fari ekki fyrir nefndina í dag.

En þetta ýtir undir þann orðróm sem gengur ljósum logum um samfélagið, að Framsókn og Sjálfstæðis séu í alvöru ástarsambandi.

Jónas Kristjánsson, megatöffari blaðamennskunnar segir að Framsóknarflokkurinn sé alltaf til skaða.

Hefur hann rétt fyrir sér?


mbl.is Vilja fresta seðlabankaumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fífl

Prófkjörið sem Björn Bjarna vísar í á heimasíðunni sinni var ekki erfiðasta prófkjör Guðlaugs Þórs.

Guðlaugur Þór hefur lent í enn skelfilegri prófkjörum bara svo því sé haldið til haga.

Hann mun hafa átt hræðilega prófkjörsreynslu árið guðmávitahvenær.

Reynslu sem setti mark sitt á þingmanninn og alla sem að honum standa.

Ég finn afskaplega til með prófkjörshermönnum Sjálfstæðisflokks.

Þeir leggja þarna líf sitt að veði fyrir þjóðarheill.

Já og á meðan ég man, rífist endilega um hver vann hvern í hvaða prófkjöri hvenær, hvers vegna og ekki gleyma að tíunda erfiðleikana í tengslum við þessa góðgerðarstarfssemi, persónulegt álag og mikla fórnfýsi.  Ræðið líka um álag prófkjöra á fjölskylduna.  Jájá.  Endilega.

Ég fagna því að hafa eitthvað að lesa um í blöðunum af því að það er ekkert að gerast í þjóðfélaginu, fréttir öngvar og allt í stillu og djöfuls öryggi.

Fíbbbbl.


mbl.is „Ekki erfiðasta prófkjörið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mr. Brown; what the fuck happened?"

Framsóknarkrakkarnir finna til sín þessa dagana.

Eru búnir að vera á sjálfshátíð undanfarið, enda held ég að þeir fái valdtengdar raðfullnægingar yfir að hafa líf stjórnarinnar í hendi sér, sælusvipurinn á þeim sumum ber þess glöggt vitni.

Nú kölluðu þeir ríkisstjórnarflokkana til sín á teppið til að skerpa á stöðu sinni.

Við erum hérna krakkar og ekki láta ykkur detta í hug að þið komist í gegn með Seðlabankafrumvarpið né önnur góð mál, sem við lofuðum að styrkja að uppfylltum skilyrðum, nema að þið gerið svona og svona og svona og svona eins og við viljum og hlýðið okkur svona almennt og yfirleitt eins og barðir hundar takk fyrir takk.

Það er eins gott að muna að pólitík hefur hjá sumum ekkert með hag lands og þjóðar að gera nema á glansprenti kosningabæklinganna og í ræðustólum samfélagsins.

Fyrst og síðast hefur þetta með það að gera að hygla sjálfum sér, flokk og stuðningsmönnum.

Almenningur er aðeins aðgöngumiði að því marki.  Þess vegna eru sett á svið heilu andskotans leikritin til að blekkja.

Í dag gerðist eitthvað með mig.

Ég gjörsamlega fríkaði út, hélt að stóri skjálfti væri genginn yfir hjá mér, en hann stóð frá hruni og fram á s.l. föstudag hvar ég tók eftir að ég væri manneskja sem þyrfti að slaka á þrátt fyrir kreppu.

Ég gerði það sem mér finnst skemmtilegast, var innan um börn.

Eftir Silfrið reið yfir skjálfti númer 2, kreppan saumar að kærleiks eins og öðrum heimilum og verður alltaf áþreifanlegri með hverri vikunni sem líður.

Silfrið ýtti við mér, minnti mig á að enn er verið að möndla við afturenda blásaklauss fólks.

Sko, ef einhver lyftir ekki fjandans símtólinu og hringir í Brown og krefur svara, af hverju er á okkur hryðjuverkalöggjöf þá geri ég það sjálf.

"Mr. Brown, what the fuck happened"?

Annars vill ég byltingu, ég vil ekki koma smákóngum á egóflippi til valda, nú vill ég réttlæti.  Heyrðið þið það?

Frá og með deginum í dag fer ég í gallann, næ mér í mín búsáhöld og arka af stað.

Vei þeim sem reynir að stöðva mig.

Helvítis fokking fokk


mbl.is Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandsjóðandi reið

angry_woman

Ég er gargandi ill eftir að hafa hlustað á Atla Gísla í Silfrinu.

Hann talar nefnilega mannamál og ég skil nú betur en áður hversu illa við höfum verið rænd af auðmönnum í boði stjórnvalda auðvitað.

Atli talar um að það eigi að setja þennan hóp (ca. 40-30 manns) á válista og bankarnir (okkar) eigi ekki að skipta við þá.

Halló - er það ekki þegar inni í myndinni?

Það hélt fíflið ég.

Í þau skipti sem maður hefur verið of seinn að borga, farið yfir á kortinu eða gert annað andbankalegt í fjármálunum sínum í gegn um árin hefur maður svo sannarlega verið látinn borga og blæða.

Og hafa mínar syndir ekki miklum sköpum skipt fyrir aðra en "yours truly".

Ég er ekki að kvarta - finnst sjálfsagt að fólk sé lamið til fjármálahlýðni með refsingum, dráttarvöxtum og öðrum bankafærum aðgerðum, svo fremi að sanngjarnar séu.

Maður skyldi ætla að þetta næði yfir alla viðskiptavini bankanna.  Sömu reglur fyrir JJonna og Júlíus

En af hverju í andskotanum er ekkert að gerast í þessum málum?

Hvernig væri að frysta eigur þessara manna?

Ójá, hvernig læt ég?  Það væri mannréttindabrot offkors.

Djöfuls kjaftæði, það er búið að fremja mannréttindabrot á okkur almenningi og við eigum að borga og brosa.

Við borgum ekki - ég sverða, nema að þetta lið sem var svo hálaunað vegna mikillar ábyrgðar í starfi (góður) druslist með eigur sínar hingað og lágmarki skaðann.

Ég er bandsjóðandi reið get ég sagt ykkur.


mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottasti blaðamaðurinn "okkar"

Stundum hitta verðlaun í mark.

Svo fáfengileg sem þau oft eru þá finnst mér að þessi verðlaun hljóti að vera eftirsóknarverð.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er frábær blaðamaður, hún á þetta svo sannarlega skilið.

Mér finnst ég eiga smá í henni af því hún er á Mogganum.

Það er auðvitað eitthvað að mér, tel mig yfirleitt ekki eiga neitt sameiginlegt með þeim miðli.

Múha.

Ég man þegar Steingrímur Sævarr rak Þóru Kristínu.

Þá varð ég hissa.

Mikið má Stöð 2 snæða hjarta og önnur innyfli vegna þeirrar ákvörðunar.

Ég er hins vegar að gæta tveggja afkomenda minna.

Jenný Una og Hrafn Óli eru í pössun af því foreldrar þeirra eru á "ballett", að sögn Jennýjar.

Ballett mun vera ball.

Vér óskum þeim góðrar skemmtunar.

Ég er hins vegar úrvinda - hvernig gat ég verið með þrjú hérna í denn?

Úff, amman og afinn farin til kojs.

Til hamingju aftur Þóra Kristín.


mbl.is Þóra Kristín blaðamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband