Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Ekki tala maður!
Eftir að hafa séð Kastljósið Sigurður Einarsson, kvartandi um atlögur að íslensku bankakerfi, hef ég aðeins eitt við þig að segja og það er stutt og laggott.
Hættu að tala maður og steinþegiðu!
Kappíss?
![]() |
Atlaga felldi íslenska kerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Kynhneigð hvað?
Ég hef mikið álit á Jóhönnu Sigurðardóttur sem stjórnmálamanni og hef alltaf haft. Það er afstaða sem ég hef tekið þverpólitískt með sjálfri mér.
Það lýsir af henni heiðarleikinn, einurðin og hún hefur aldrei verið tekin í bólinu við að hygla sjálfri sér.
Það er nóg fyrir mig. Kynhneigð hennar skiptir ekki máli en ég get skilið að talsmönnum samkynhneigðra þykir þetta skref í átt til jafnréttis.
Ég kannast líka við Jónínu Leósdóttur, blaðamann og rithöfund. Hún skorar fullt hús hjá mér líka.
Um kynhneigð fólks stendur mér á sama.
Athugið eitt. Ef Jóhanna verður forsætisráðherrra þá er hún fyrsti íslenski kvenforsætisráðherrann.
Pælið í því og það algjörlega án tillits til kynhneigðar.
Hvað varðar samkynhneigða forsætisráðherra þá ætti fólk ekkert að missa sig í yfirlýsingunum.
Málið er að við gætum hafa átt fleiri en einn og fleiri en tvo hommíska forsætisráðherra án þess að við hefðum hugmynd um.
Bara í skápnum offkors.
Mikið er annars merkilegt hvað umræðan getur þvælst út í smáatriði sem engu skipta.
Kannski verður þetta þannig eftir nokkur ár að kynhneigð og smekkur í kynlífi yfirleitt verður skráður á umsóknareyðublöð þegar við sækjum um vinnu.
Allt upp á borðinu en aðeins öðruvísi en ég hafði séð það fyrir.
Já kannski.
![]() |
Jóhanna vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Takk Margrét María
Takk Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, fyrir að rita bréf til dóms- og kirkjumálaráðuneytis og gagnrýna skammarlegan dóm Hæstaréttar um flengingar og að fara fram á að lögum sé breytt.
Við Íslendingar sem þykjumst svo framarlega í mannréttindum höfum nefnilega ekki lögfest barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
Haldið þið að það sé.
Hér er líka álitið í lagi að rasskella börn, sem þýðir auðvitað á réttri íslensku að misþyrma börnum líkamlega, ef foreldrar samþykki það.
Hæstiréttur dæmdi mann sem rasskellti börn sambýliskonu sinnar (og bar olíu á rassinn á þeim, helvítis perrinn) saklausan af ofbeldi.
Ég sem borgari í þessu landi heimta að barnasáttmáli SÞ verði lögleiddur hér og að ofbeldi á börnum í öllum myndum, þar með talin kúgun og annað andlegt ofbeldi verði bannað með lögum.
Hvers lags þriðja heims land erum við eiginlega í réttindamálum barna?
Ég bloggaði um þetta hér.
![]() |
Gagnrýnir dóm um flengingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Atvinnulygarar?
Ég var að pæla í því í gær þegar Samfylkingarmenn og Sjálfstæðis rifust í fjölmiðlum, að í stjórnmálum sé beinlínis litið á það sem eðlilegan hlut að segja ósatt.
Alveg fram á síðustu daga ríkisstjórnarinnar lýstu formenn flokkanna því yfir að í ríkisstjórninni ríkti eindrægni, samheldni og trúnaður.
Í raun alveg þangað til Samfylkingin fór á límingunum á Þjóðleikhúskjallarafundinum.
Núna, hins vegar, þá tala menn úr báðum flokkum eins og þetta stjórnarsamstarf hafi verið helvíti á jörð.
Þið vitið hvað ég meina, nenni ekki að telja upp brigslyrðin, þau má lesa og horfa á í öllum miðlum.
Það er eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi að ljúga eins og sprúttsali ef þú ert alþingismaður eða ráðherra.
Og þá spyr ég ekki vitandi nokkurn skapaðan hræranlega hlut:
Hvernig á maður að trúa orði af því sem þetta fólk segir?
Eins og þetta horfir við mér þá er þetta ógeðisvinna sem getur kostað fólk nætursvefn þ.e. ef það gengst inn á þessi vinnubrögð.
Hvernig er þetta hægt?
Svarið því!
![]() |
Samfylkingin bugaðist" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Sviptur axarprófinu
Það stefnir í rauðgræna stjórn fram að kosningum.
Fínt ef satt er.
Sú staðreynd að búið sé að rífa niðurskurðaröxina af Gulla heilbrigðis er fagnaðarefni út af fyrir sig.
Væntanlega verður nýr heilbrigðisráðherra til friðs fram að kosningum og hann taki ákvarðanir í fullu samráði við heilbrigðisstéttirnar í þessu landi.
Ég hef heyrt að Katrín Jakobs muni fara í menntamálin ef af verður.
Katrín, plís, ekki fara í ráðherrabíl, það fer þér ekki. Þú ert svo flott eins og þú ert.
Reyndar vill ég sjá þessa bráðabirgðaríkisstjórn sleppa hégóma eins og ráðherrabílum og öðru slíku.
Ekki að það kosti svo mikið, heldur einfaldlega vegna þess að við viljum sjá venjulegt fólk stjórna landi fyrir venjulegar manneskjur.
Landi sem er í bullandi kreppu.
Ég sá lista yfir mögulega skipan í ráðherraembætti Samfylkingar.
Ég myndi vilja mínusa út Kristján Möller.
Og örugglega einhverja fleiri.
En það sem skiptir máli fyrir mig er að sú ríkisstjórn sem situr fram að kosningum hagi sér þannig gagnvart fólkinu í landinu að við sjáum að skilaboð búsáhaldarbyltingarinnar hafi náð inn í merg og bein á henni.
Fólk fyrir fólk og ekkert helvítis fyrirkomulag.
![]() |
VG leggur línurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Jóhanna útgjaldaformælandi
Sjálfstæðismenn eru fúlir, ef fer sem horfir þá verða þeir í stjórnarandstöðu á komandi mánuðum og í fyrsta sinn í 17 ár.
Ég held að Sjálfstæðismenn geti ekki séð sig öðru vísi en við völd.
Ég er alveg viss um að þeir treysta engum við stjórn nema sjálfum sér, líka þegar þeir hafa misst algjörlega niður um sig eins og núna.
Svekkelsi íhaldsins hefur birst í fjölmörgum viðtölum við þá í dag og þeir fara hamförum gagnvart Samfylkingunni.
Geir reyndi þó að vera málefnalegur í Kastljósinu og tókst það bærilega á köflum.
En vafasamasta hrós sem ég hef heyrt lengi kom frá honum í kvöld þegar hann var spurður álits á Jóhönnu Sigurðardóttur.
Honum finnst hún mæt kona.
Hún er hins vegar "útgjaldaformælandi". Formælandi mikilla útgjalda og ekki niðurskurðarkona.
Ég held að þetta sé eins vafasamt og það getur orðið úr munni íhaldsmanns.
Jóhanna er sem sagt eyðsluseggur á opinbert fé.
Það hefur íhaldið verið líka.
Bara í vitlausum geira.
Geir minn, reyndu að hemja sárindin.
Kannski er betra að vera ekki að reyna að vera málefnalegur í umræðu um fólk sem maður er pirraður út í.
Það endar með hreinni formælingu.
Bíða aðeins með það bara.
Útgjaldaformælandi.
Ég dey.
![]() |
Bauð Ingibjörgu að verða fjármálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Lýðræðið sigraði
Þar sem ég sat yfir fréttum og Kastljósi sló það mig fast í höfuðið og tók síðan beina stefnu í hjartað og gerði það að verkum að ég fór að grenja úr gleði.
Þetta það var að ég áttaði mig á því sem hefur raunverulega gerst á Íslandi og hvers vegna.
Að í dag hafði fólkið, við mótmælendur sigur, í hvaða formi sem við lögðum hald á plóginn.
Það eru svo langar í mér leiðslurnar að þessi dásamlegu tíðindi voru að renna í gegnum fattarann fyrst núna.
Þessi hryllilega ríkisstjórn er fallin.
Það verða kosningar í vor.
Á meðan verður farið í helstu mál eins og björgunaraðgerðir fyrir heimilin í landinu.
Stjórnlagaþing (ætla ég rétt að vona).
Þessi dagur verður ávallt í minnum hafður.
Í dag varð lýðræðið alvöru á Íslandi.
Fólkið hafði sigur!
Eruð þið búin að ná þessu?
![]() |
Ný ríkisstjórn í kortunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Hjónaskilnaður á fullu blasti
Allir sem lesa síðuna mína vita að ég hef átt fjölmarga eiginmenn. Jájá.
Þar sem ég hef skilið við einn til að giftast öðrum nokkuð reglulega þá þekki ég skilnaði alveg út í hörgul. Ég er nú hrædd um það. Vanir menn, vönduð ... þið vitið.
Áður en lengra er haldið þá er best að segja að ég ýki mjög sjaldan og aldrei í sambandi við hjónabönd mín sem hafa gert mig að eftirsóttum skilnaðarráðunaut víða um heim.
Enda bíð ég við síman í þessum rituðum orðum.
En aftur að skilnaði dagsins.
Nú haga stjórnarflokkarnir sér eins og hjón í skilnaði.
Reyndar hagar Sjálfstæðisflokkurinn sér eins og aðilinn sem vill ekki skilja og er ofboðslega ósáttur við makann sem er stokkinn á brott og kominn á glænýjar biðilsbuxur.
Makann sem jafnvel er kominn í hálfgildings hankípankí með öðrum.
Ásakanirnar koma á færibandi frá þingmönnum flokksins og ráðherrum.
Þeir nota þar sína uppáhalds ásökun á andstæðinga í pólitík sem er orðin svo þreytt og bitlaus að maður brosir bara og reynir að umbera þessi krútt.
Samfylkingin er ekki starfhæf, segja þeir. Allt í glundroða á þeim bæ. Þeir geta ekki hagað sér á meðan mamman bregður sér frá og þá gera þeir allt vitlaust.
Hún er svo tætt Samfylkingin klykkja þeir út með. Svei og skamm.
Það er ekki til verri glæpur í pólitík í augum íhaldsins en óþekkt í flokki.
Að einhver segi skoðun sína áður en að slá fyrst á til formanns og fá leyfi.
Ein rödd einn flokkur er þeirra mottó.
Það er nú meira hvað það skilar miklu.
En.. nú veit ég ekkert hvað verður frekar en aðrir.
Það eina sem ég veit er að ég vill fá breytta stjórnarskrá, meira lýðræði og minni flokkavald.
Ég vil fá að kjósa fólk.
En ég verð að játa að þegar ég horfði á Ingibjörgu Sólrúnu á blaðamannafundinum í morgun þá sá ég glitta í gömlu góðu ISG, þessa konu sem mér finnst frábær. Það kviknaði örlítill baráttublossi í hjartanu á mér sem ég tengi einkum við gamla bardaga sem voru eldheitir.
Það er greinilega stórhættulegt úteislun fólks að starfa með Sjálfstæðisflokknum.
Svo er eitt að lokum, en samt ekki að lokum, mikið ofboðslega fer í taugarnar á mér hvað veist er að honum Steingrími J. og honum ætlaðir alls kyns hlutir, eins og að skila láninu frá IMF. Maðurinn sagðist vilja sjá skilmálana. Andið róleg.
Djöfuls hræðsla er þetta.
VG bjuggu ekki til þetta hrun. Voru algjörlega fjarverandi á meðan græðgisfurstarnir tóku okkur í görnina í stærsta bankaráni sögunnar.
![]() |
Samfylkingin ekki starfhæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Og stjórnin fauk en hvað svo?
Þar fauk stjórnin.
Löngu, löngu tímabært.
Auðvitað er það hið besta mál en það sem sló mig eins og blautur þvottapoki í andlitið er eftirfarandi:
Flokkahagsmunir eru ofar þjóðarhag, nú eftir sem áður.
Forgangsröðunin er skýr, flokkurinn fyrst svo kemur þjóðin með ef hún vill.
Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki látið eftir forsætisráðuneytið, af því bara sagði Geir það getum við ekki sætt okkur við.
Skýring Geirs á ástæðunni fyrir að svona er komið er að stærstum hluta vegna þess að Samfylkingin er sundruð, tætt og hver höndin upp á móti annarri.
Geir vill hafa forystu í þjóðstjórn, enda hefur vinnan eftir hrun gengið alveg prýðilega.
Geir hefur áhyggjur af áliti heimsins, hvað mun fólk halda? Mun það missa allt traust á íslenskum stjórnvöldum?
Geir er sem sagt ekki ljóst að enginn hefur trú á íslenskum stjórnvöldum, ekki kjaftur í útlöndum.
Það sem mér fannst nánast lamandi er sú staðreynd að Geir minntist ekki orði á fólkið í landinu.
Sú staðreynd að tiltrú almennings um allt land á stjórninni er löngu farin virðist gjörsamlega hafa farið fram hjá ráðherranum.
Hann sendi okkur ekki einu sinni kveðjur (jeræt, beið alveg með öndina).
Svo kysstust þau bless hann og ISG.
Geir fullyrti við Höllu Gunnars þingfréttaritara að ástand mála er ekki honum að kenna.
Hann hefur ekki brugðist.
Gott fólk ég er með upp í háls af flokkakerfinu.
Er einhver hissa á því?
Áfram grasrót, nýtt fólk og frjóir heilar af öllum stéttum, um allt land á öllum aldri.
Nú er lag, leggjum í púkkið.
![]() |
Stjórnarsamstarfi lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Ég veðja
Þetta eru rafmagnaðir tímar. Jésús minn á fraktskipi.
Ég spái því að Samfylkingin fari í stjórn með VG og Framsókn.
Ég sé ekki að Sjálfstæðisflokkur gefi eftir guðföður sinn í Seðlabanka og forsætisráðuneytið.
Ég veðja við ykkur.
Eða myndi gera ef ég hefði minnsta áhuga á að vinna eitthvað.
En þetta er háalvarlegt ástand sem er ótrúlega þreytandi.
![]() |
Þurfum öfluga starfsstjórn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr