Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Laugardagur, 5. júlí 2008
"Face up to wake up"
Vöggudauði er óútskýrt fyrirbrigði.
Dóttir mín missti dreng sem sofnaði og vaknaði ekki aftur þegnr hann var rétt þriggja mánaða gamall.
Þannig að mér er málið skylt og auðvitað þráir maður að vísindin komist að því hvað í ósköpunum veldur því að fullkomlega heilbrigð börn deyja og það er enga skýringu að finna.
Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan Aron Örn dó hef ég lesið hverja fréttina á fætur annarri um mögulegar skýringar á vöggudauða.
Móðir reykir á meðgöngu.
Móðir drekkur á meðgöngu.
Barn sefur á maganum.
Börn "gleyma" að anda.
Þegar mamma Arons fór til Bretlands í vinnuferð ári eftir þennan hörmulega missi var herferð í gangi gegn vöggudauða þar með slagorðinu "Face up to wake up". Þá var gengið út frá því sem stóra sannleika að vöggudauði ætti sér stað af því að börn svæfu á maganum. Dóttur minni leið hörmulega. Hennar barn svaf stundum á maganum.
Og nú kemur ný rannsókn, ný sönnunargögn sem sögð er styðja þá kenningu að efnaójafnvægi í heila sé meginorsök vöggudauða. Að það sé of lítið af serótóníni sem orsaki vöggudauða.
Gott og vel, kannski er það hin rétta skýring. En á meðan verið að þreifa sig áfram með orsakir væri sniðugt að slá þeim ekki fram nánast eins og um staðreyndir sé að ræða.
Það er nógu slæmt að missa barnið sitt og hafa ekki skýringu á því heldur þurfa að geta sér til hvað mögulega hafi valdið eða hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það.
ARG
Of lítið af serótóníni orsök vöggudauða? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 4. júlí 2008
Viðhorf sem sökka
Nú sendir Útlendingastofnun frá sér yfirlýsingu sem tilraun til að klóra yfir skítinn sinn.
Ekkert kemur fram í yfirlýsingunni sem segir mér að rétt hafi verið að senda Paul Ramses úr landi.
Sjónarmiðin eru skýr, við berum ekki ábyrgð.
En það er nákvæmlega það sem við almenningur viljum sjá gerast.að gert. Við viljum að Íslendingar taki ábyrgð á því fólki sem hingað leitar sem pólitískir flóttamenn og fjalli um umsóknir þess.
Við viljum sjá mannúð, ekki eitthvað andskotans yfirklór og reglugerðafargan.
Það viðraði vel til mótmæla í dag og hópurinn var þó nokkuð stór miðað við stuttan fyrirvara. Liðlega 100 manns eða svo.
Ég hvet fólk til að skrifa sig á undirskriftalistann og bloggarar haldið málinu gangandi.
Við megum ekki springa á limminu.
Og mikið rosalega var þetta flottur og samstilltur hópur sem þarna stóð í dag.
Ég sá 2 þingmenn, Álfheiði Inga og Paul Nikolov, VG, ég ángæð með það en þar með var það upp talið nema að mér sé farin að förlast sjón og athyglin að skerðast.
Útlendingastofnun: Ramses var ekki handtekinn á heimili sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Föstudagur, 4. júlí 2008
Fokkings Dyflinarsamningurinn
Mér var í alvörunni brugðið þegar ég horfði á 10 fréttir RÚV í gærkvöldi og sá viðtal við Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing. Ísland er eina landið í Evrópu sem nýtir sér ákvæði í fokkings Dyflinnarsamningnum sem kveður á um að senda megi hælisleitendur til baka til þaðan sem þeir komu án þess að taka fyrir umsókn um hælisvist. Eiríkur segir að þetta sé hin almenna vinnuregla.
Það er ekki nema von að Birni Bjarnasyni og skósveinum hans sé tíðrætt um Dyflinnarsamninginn þessa dagana. Þeir eru að fela grímulausa mannvonskuna á bak við fjandans samninginn.
það er að renna upp fyrir mér að við þessi friðelskandi þjóð, við sem viljum fara með formennsku í Öryggisráðinu og við sem þykjumst svo miklir mannvinir, högum okkur eins og sóðar þegar flóttamannavandi heimsins kemur á borðið erum með glerharða og ómannúðlega stefnu í málefnum flóttamanna.
Björn Bjarnason felur sig á bak við samning. Það tekur ekki í burtu skömmina sem felst í því að snúa fólki frá, fólk sem er í lífshættu vegna ástands í heimalandinu. Flóttamannapólitíkin á Íslandi lyktar verr en úldinn hákarl.
Ég vissi reyndar að við erum eftirbátar landana í kringum okkur hvað varðar innflytjendamál en mig grunaði ekki að ástandið væri svona slæmt. Hvað eru alþingismenn og ráðherrar að hugsa? Allir sáttir við þessa stefnu? Það hlýtur að vera, ég hef ekki heyrt kvartanir né tillögu að breytingum frá neinum flokki.
Hvað er Solla að gera?
Hvar eru mínir menn í VG? Steingrímur, Ögmundur og allir hinir?
Ég hvet ykkur til að sjá viðtalið við Eirík Bergmann, það er ansi fróðlegt svo ekki sé meira sagt.
Og Birgitta er búin að setja upp undirskriftalista þar sem farið er fram á að Paul Ramses verði kallaður hingað aftur og um mál hans fjallað. UNDIRSKRIFTALISTINN
Skrifið undir gott fólk.
Við getum að minnsta kosti reynt að hafa áhrif á þessa nörda í pólitíkinni.
Mótmælin verða svo fyrir utan Dómsmálaráðuneytið milli 12-13.
Komasho
Fjölskyldu fleygt úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Ekki sama Jónína og séra Jónína?
Fyrir einhverjum árum var gerð tilraun til að poppa upp Útlendingaeftirlitið og kalla það Útlendingastofnun.
Þar innan dyra hefur viðhorf gagnvart fólki sem ekki er svo "heppið" að vera íslenskt ekki mikið breyst.
Ég legg til að við leggjum þessa stofnananefnu niður og rekum Hauk Guðmundsson sem segir að óbreyttu verði konu Paul Ramses vísað úr landinu ásamt barni þeirra af því hún sé ólögleg í landinu. Og af því hún er það þá gátu þeir ekki tekið tillit til fjölskylduaðstæðna Pauls.
Mér sýnist af lestri fréttarinnar að það krimti í Hauki.
Alveg: Nananabúbú. Hí á ykkur fíflin.
Ég vil ekki að stjórnvöld í landinu mínu hagi sér svona.
Ég legg einnig til að allsherjarnefndin verði kölluð saman og hún afgreiði ríkisborgararétt eða það sem til þarf fyrir þessi hjón á á sama hraða og ríkisborgaraumsókn tengdadóttur Jónínu Bjartmarz fyrrverandi ráðherra. Þá er vandinn leystur. Hér er að minnsta kosti líf í húfi.
Það er varla verið að gera mannamun hérna er það?
Mótmæli út af þessari ljótu meðferð Útlendingastofnunar, sem n.b. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er fullkomlega sáttur við, á máli Paus Ramses, verða við Dómsmálaráðuneytið á morgun milli kl.12,00 - 13,00.
Mætum almenningur og sýnum þessu liði að okkur er nóg boðið.
Eiginkona Ramses ólöglega í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Bannað að tjalda í Hálfvitalundi
Ég er nokkrum sinnum búin að fara hamförum á þessari síðu vegna mannréttindabrota á tjaldstæðum víða um land.
Ef þú ert ekki orðin 30 ára eða búin að eignast börn geturðu til fjandans farið.
Sumstaðar er aldurstakmarkið eitthvað lægra, mér er nokk sama. Fullorðið fólk á að eiga sama rétt og aðgang að tjaldstæðum, án tillits til aldurs eða barneigna. Fólk verður lögráða 18 ára. Verða sér út um lágmarks upplýsingar um réttindi fólks.
Og nú var 28 ára gamalli konu bannað að tjalda um síðustu helgi.
Kona mátti tjalda ef hún væri með börn í farangri en ekki ef hún ætlaði sér að búa til börn á viðkomandi tjaldstæði, sagði húmoristinn tjaldvörður.
En...
það sem er að pirra mig núna er fyrirsögnin á þessu martraðarkennda ævintýri konunnar.
Lyfjafræðingi bannað að tjalda!
Hvaða andskotans máli skiptir hvort hún er lyfjafræðingur, ræstitæknir eða afgreiðslumaður á plani?
Verður það næsta regluverk á tjaldstæðunum? Þ.e. Enginn sem ekki er búinn að ljúka stúdentsprófi, er ljóshærður og yfir kjörþyngd getur fengið að tjalda í Hálfvitalundi.
Vinsamlegast hafið samband við vitavörð.
Er alþjóðlegur hálfvitadagur í dag án þess að ég hafi tekið eftir því?
Súmítoðefokkingbón
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Solla búin að svara
Utanríkisráðherra var fljót að svara meili frá mér og fleirum.
Hið sama verður ekki sagt um Skuggaráðherrann Björn Bjarnason sem hefur lögsögu í máli mannsins frá Kenía.
Höldum áfram að senda honum póst. Krefjumst þess að Paul Ramses fái að koma hingað aftur og að umsókn hans um pólitískt hæli á Íslandi verði afgreidd af stjórnvöldum.
Hér er viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu á eyjunni.is
Lesið fréttina í heild sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Ekki lúkas, hvað þá heldur björn!
Í morgun hef ég lúslesið netmiðlana og hvergi hef ég fundið staf um mál Keníamannsins og nauðarflutninga íslenska ríkisins á honum úr landi. Hvorki í Mogga né Visi.
Ekki eina einustu bloggfærslu hef ég séð um málið, þrátt fyrir að umfjöllunin í fréttum beggja sjónvarpsstöðvanna hafi verið ítarleg og sjokkerandi í gærkvöldi.
Nú spyr ég?
Hvar eru allir lúkasarnir og birnirnir? Þessir sem hrópuðu hvað hæst yfir örlögum dýranna, ekki að ég sé að gera lítið úr því. Engin viðbrögð við að senda lifandi fólk í yfirvofandi dauða?
Hér er maður sem er tekin frá konu og nýfæddu barni og sendur úr landi, umsókn hans um pólitískt hæli ekki einu sinni svarað og hann látinn dúsa í fangelsi í nótt.
Ég vil hvetja ykkur til að blogga um þetta og senda bréf á utanríkis- og dómsmálaráðuneytið.
Hvar er Solla?
Ég á svo erfitt með að sætta mig við að svona geti gerst með félagshyggjuflokk við stjórnvölinn.
Hér er fyrri færslan mín um málið og hér er umfjöllun RÚV um manninn í gærkvöldi. Sjáið líka hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (50)
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Ekki flýja til Íslands nema þið viljið hafa verra af
Ég ætlaði ekki að blogga meira í kvöld, enda upptekin af skemmtilegum hlutum í raunheimum.
En ég get ekki látið hjá líðast að blogga um mál Keníamannsins sem sótti hér um pólitískt hæli og hefur verið hér síðan um áramót ásamt konu sinni og nú 3 vikna gömlu barni.
Maðurinn hefur verið settur á aftökulista stjórnvalda í heimalandinu.
Umsókn mannsins hefur ekki verið heiðruð með svari en lögreglan kom heim til hans í morgun og setti hann í fangelsi á löggustöðinni á Hlemmi og þar má hann dúsa eins og glæpamaður þangað til hann verður sendur úr landi í fyrramálið.
Konan og barnið verða eftir.
Íslensk stjórnvöld taka þetta á tæknilega atriðinu, maðurinn flaug frá Kenía til Ítalíu og svo hingað. Þess vegna geta þeir sent hann þaðan sem hann kom helvítis hugleysingjarnir og varmennin.
Hverslags þjóð erum við inni við beinið við Íslendingar?
Fyrirgefið orðbragðið ég myndi vilja hafa þetta miklu safaríkara.
Við erum ótrúlegir Íslendingar. Í seinni heimstyrjöld létum við okkur hafa það að senda gyðingadreng í dauðann sem hér hafði leitað skjóls.
Og enn skortir okkur dug og getu til að standa með fólki sem þó hefur lagt okkur lið eins og þessi Keníabúi sem vann á vegum ABC barnahjálpar.
Ég er ekki að ýkja þegar ég segist miður mín yfir þessu. En málið er að það er líklega ekkert hægt að gera til að hjálpa þessum manni, þó mig langi til að fara út í öflugar aðgerðir til að stöðva þetta. Fyrirvarinn er enginn.
Og í fyrramálið verður hann gerður brottrækur héðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (60)
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Þolinmæði er engin andskotans dyggð
Creditinfo Ísland hefur í fyrsta sinn gert úttekt á kynjahlutfalli viðmælenda í fjölmiðlum. Niðurstöður sýna að konur koma aðeins fram í 21 prósenti þeirra frétta þar sem viðmælendur koma fram en karlmenn í 79 prósentum tilvika.
Jájá, ég get ekki logið því að ég sé hissa á þessu. Konur eru sjaldgæfar svo ekki sé meira sagt sem viðmælendur í fjölmiðlum.
Það gremjulega er þó að það er hellingur af fólki sem gengur um og trúir því að jafnrétti séð náð.
Svo er annar slatti sem trúir því að róttækur femínismi skili engu, það sé best að taka jafnréttisbaráttuna í rólegheitum og í góðum fíling, ekki stíga á tær, ekki vera óþægilegur og alls ekki tengja sig við femínisma.
Mér sýnist það vera skila sér svona líka glimrandi vel eða hitt þó heldur.
Í fjölmiðlunum speglast valdahlutföllin í þjóðfélaginu ágætlega.
Ég veit ekki með ykkur en ég held að það dugi ekki ladídadída og gerriðiða strákar leyfið okkur að vera með kjaftæði.
Nei tökum á með báðum stelpur.
Ég er ekki þolinmóð kona, sem betur fer. Þolinmæði er engin andskotans dyggð þegar jafnréttismál eru annars vegar.
Hér má sjá fréttina í heild á visi.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Ég elska þér
Þegar Beverly Hills 90210 var sýnt hérna á árunum horfðu allar stelpurnar mínar á þættina.
Það var allt lagt undir, ekki mátti missa af einum einasta eina og svo var tekið back up af þeim líka.
Þá var ekki mikið um endursýningar.
Og tvær þeirra hafa viðurkennt án þess að skammast sín að þær horfi á þættina enn í dag. Aftur og aftur sko.
Og nú stendur til að gera framhald. Með Brendu og hinum stelpunum.
Mér finnst það svona álíka vel til fundið og að horfa á Shirley Temple með sömu slöngulokkana en á sjötugsaldri eða þættina um Friends (sem dætur mínar elska líka) í sömu aðstæðum en miðaldra Algjört törnoff.
En þær munu gleðjast stelpurnar mínar (held ég) ef þetta gengur eftir.
En nú erum við hjónakornin að fara á sumarhátíð á leikskólanum hennar Jennýjar Unu.
Þar verður músík (pabbi hennar Jenný og fleiri góðir tónlistarmenn), hoppukastali, grillaðar pylsur og fullt af öðrum skemmtilegum uppákomum.
Og í gær sagði Jenný Una að við mættum alveg koma og leika okkur líka.
Hún sagði líka; Amma ég elska þér.
Amman kurlaðist í krúttkast og sagðist líka elska skottuna sína mest og best.
Sú stutta: En amma þú átt líka að elska Lilleman.
Segið svo að Jennslubarnið hugsi ekki um litla bróður.
Farin á leikskóladjamm.
Doherty jafnvel til í tuskið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 2986904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr