Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Vínber og lambaspörð
Ég hef séð nokkur blogg í dag þar sem "fréttamaðurinn" Sverrir Stormsker og svo Helgi Seljan hjá Kastljósi eru spyrtir saman vegna atburða gærdagsins.
Helgi Seljan vegna viðtalsins heimsfræga við Óla Eff
Sverrir Stormsker vegna bjánagangs við Guðna Ágústsson.
Mér finnst þessi samanburður út úr kú.
Þeir eiga tvennt sameiginlegt þessir ágætu menn.
Þeir eru íslenskir og báðir karlmenn eftir því sem ég kemst næst.
Fleira kem ég ekki auga á.
Helgi Seljan er góður fréttamaður, fylginn sér og mér finnst hann góður í viðtölum.
Sverrir Stormsker er kjaftfor tónlistarmaður sem er bara allt í lagi, ef fólk hefur smekk fyrir svoleiðis. Núna fíflast hann í útvarpi, en það er langur vegur frá því að hann sé fréttamaður.
Hvað er fólk að fara til hans í viðtöl ef því líkar ekki að láta Sverrir subbukjaftast yfir sig?
Halló, ekki bera saman vínber og lambaspörð.
For crying out loud.
Úje.
Guðni gekk út í beinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Óli pres ekkert ves
Góða veðrið og hitinn er farinn að segja til sín með hinum alkunna varmapirring. Fólk lætur allt fara í taugarnar á sér og getur orðið hættulegt umhverfi sínu, amk. þeim sem næstir standa þegar pirringurinn nær hámarki.
En ég er aldrei pirruð, alltaf ljúf, alltaf góð og ég elska lífið og allt sem andann dregur. Og ekki má gleyma því að hógværðin er einn af mínum helstu kostum.
En, en, en, pirringurinn bitnar á aumingja Ólafi pres. sem er að taka við embættinu sem hann nú þegar gegnir, á morgun.
Það á að loka götum.
Hvað er fólk að fara á límingunum yfir því? Verður ekki allt svona eðalslekti að fá að klæða sig upp reglulega?
Ég sé ekkert að því að Ólafur taki sitt korter á Alþingissvölunum með Dorrit, sem btw er flott og fín.
Það er væntanlegt ferðalag þessa forseta sem ég geri athugasemd við til glæpamannanna í Peking þar sem ferðafélaginn verður sú mæta kona Þorgerður Katrín, menntamála.
Ætli það eigi ekki eftir að verða óþægilegt að monta sig í stúkunni með mannréttindabrotsfrömuðunum í Kína?
En svo er ég með smá uppástungu. Er ekki hægt að gera við forsetann venjulegan ráðningasamning sem er svo endurnýjaður með undirskrift á fjögurra ára fresti? Ekkert ves, engar lokanir, engin spariföt.
Kúl.
Götum lokað vegna embættistöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Krúttmolinn Oliver
Ömmuhjartað missti slag þegar henni bárust nýjustu myndirnar af Oliver í London.
Ef þessi elska væri ekki að koma í ágúst legðist þessi amma í rúmið af söknuði.
Sama dag og Oliver kemur, þá koma Jenný Una og Lilleman til landsins frá Svíþjóð.
Elsta barnabarnið hann Jökull er í Króatíu (og nálægum löndum, afinn búinn að hendast yfir öll ínáanleg landamæri) og kemur á sunnudaginn.
Öll mín barnabörn í útlöndum.
Amman í rusli en hér koma nýjar myndir af Oliver teknar á leikskólanum.
Og nú bíður Amman spennt eftir að krúttmolinn komi til landsins.
Mamman kemur ekki, hún er að fara til Hong Kong á vegum vinnunnar.
Það verður ekki á allt kosið í heiminum.
Dæs og krúttkast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Jenný Önnu er hætt að standa á sama
Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins og viðtal Helga Seljan við Ólaf Eff þá féllust Jenný Önnu eiginlega hendur. Hvað er að manninum, fyrirgefið borgarstjóranum?
Hvað eru Sjálfstæðismenn að hugsa með því að láta manninn fara svona fram? Þeir eru líka í ábyrgð fyrir meirihlutanum í Reykjavík þó það verði svo sannarlega ekki séð af viðbrögðum þeirra við útspili borgarstjórans þessa dagana.
Jenný Anna skreið undir borð í huganum, setti hauspoka á sjálfan mig, og langaði að hverfa úr landi. Þetta er orðið svo pínlegt.
Nú eiga Reykvíkingar að fara að krefjast þess að spilin verði lögð á borðið. Er meirihlutinn að spila út í borginni?
Þetta er ekki í lagi og svo langt frá því.
En takk Helgi Seljan fyrir að gera þitt besta til að reyna að ná í svör fyrir okkur sem sitjum gapandi hissa á þessu sjónarspili öllu.
Og svo setur að Jenný Önnu skelfingarhroll þegar fólk talar síendurtekið um sig í þriðju persónu.
Jenný Önnu finnst það svo geðveikislegt eitthvað.
Úff, Jenný Anna er bara orðin paranojuð hérna.
Í alvöru þetta er alls ekki ekki fyndið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Þú ferð ekki fet Jenný Anna
Þegar maður lítur yfir blöðin sést að Íslendingar eru með veður á heilanum, sem er skiljanlegt.
Ég var reyndar alveg að fá mig fullsadda fyrr í dag þegar ég sat og lak nánast í gras þar sem ég sólaði mig eins og fín dama. Og nú er ég hætt. Ætla ekki að verða að efni í leðursófasett.
En varðandi verslunarmannahelgina sem er að bresta á. Ég fékk aldrei að fara á meðan ég hafði ekki þroska til að gera það og löngunin var hvað sterkust og þegar ég var komin með þroskann þá var löngunin horfin alveg eins og lög gera ráð fyrir.
Ég vann allt árið að því. þegar ég var 15 ára, að fá pabba til að hleypa mér í Húsafell. Maðurinn var algjörlega ósveigjanlegur. Ekki að tala um. Og ég grét og grét, bæði hátt og í hljóði. Faðir minn horfði á mig algjörlega ósnortinn af harmi mínum og sagði uppörvandi röddu: "Þú mátt fara í dagsferð til Þingvalla, ég skal keyra þig og vinkonurnar og ná í ykkur eftir kvöldmat". Ég nánast small í gólf. Maðurinn hafði aldrei verið ungur og hann var grimmur og gegnvondur.
Ég reyndi að útskýra fyrir höfundinum að mér, án þess að sýna hvað mér var stórlega misboðið, að það væri erfitt að framkvæma þessa snilldarhugmynd. Fyrir það fyrsta væru vinkonurnar á leiðinni í Húsafell, þær ættu foreldra sem TREYSTU þeim og málið því dautt.
Baldur Guðmundsson sagði þá nokkuð glaðklakkalegur: "En Jenný mín þú tekur bara systur þínar (5eða 6) með þér í ferðina (á bak við hann heyrðist í frú Önnu hlægja kvikindislega ofan í bringuna á sér).
Merkilegt, þetta þaggaði niður í mér það árið og það næsta líka. Og svo kúldraðist í einhverja plebbaferð með foreldrunum og unglingaveikin heltók mig sem aldrei fyrr.
Svo fékk ég rapport frá vinkonunum. Hver byrjaði með hverjum. hver hætti með hinum og allan þann pakka.
Ég hafði hins vegar ekki frá neinu að segja.
En takk samt mamma og pabbi, ég þurfti að láta bjarga mér frá sjálfri mér.
Útlit fyrir ágætis veður um verslunarmannahelgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
"Velviljaðir" einræðisherrar
Er það bara í bloggheimum sem fólk gerir sig kjánalegt með því að básúna því út í cypertómið hversu mikið mótmæli "Saving Iceland" eru þeim til ama?
Mér stendur ekki á sama ef hinum almenna borgara er svona uppsigað við mótmælaaðgerðir. Ekki mjög lýðræðiselskandi þjóð ef svo er, Íslendingar.
Silfurmaðurinn er einn af þeim sem er að láta þetta fara í taugarnar á sér.
Ég man eftir því þegar Davíð var borgarstjóri og fólk skiptist í tvo hópa, með eða á móti Davíð. Á þeim tíma var Þjóðarsálin vettvangur nördanna sem hringdu inn og skömmuðust eða mærðu karlinn og gerðu það af ástríðu.
Oftar en einu sinni heyrði ég fólk segja að Íslendingar þyrftu einræðisherra (Davíð), sem væri almennilegur og réttlátur!!!!!! Mér fannst á tímabili þessu fólki verða að ósk sinni.
Og þá grét ég mig í svefn, eða hefði gert hefði ég nennt því.
Það er lýðræðislegur réttur að halda fram skoðun sinni með mótmælum.
Auðvitað kom mér ekki á óvart að Þvagleggurinn setti þetta fólk í fangelsi og héldi því þar, þar til mál þeirra var dómfest.
Þeir eru heldur ekkert sérstaklega lýðræðislegir í því umdæmi eins og dæmin sanna.
Mér finnst lýðræðið dýrmætt og ég vil fá að praktísera réttindi mín til að mótmæla ef mér sýnist svo.
Er fólk ennþá að láta sig dreyma um "velviljaða" einræðisherrann.
Ég veit um nokkra góða kanditata í djobbið.
Mótmælendur í skjólfatnaði merktum OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
"I love you to death"
Mikið skelfing er ég ánægð með að til skuli vera meðferðarúrræði fyrir ofbeldismenn. Meðferð sem er fyrir karla og veitt af körlum. Nafnið er töff, "karlar til ábyrgðar.
Ég get hins vegar ekki verið alveg sammála skýringunni sem verkefnastjórinn gefur á heimilisofbeldi. Að gerandinn sé hræddur við að missa þann sem honum þykir væntum og beiti þess vegna ofbeldi.
Ég hélt að þessi hugmyndafræði um að þeir sem hafi átt erfiða æsku geri þetta og hitt þess vegna væri dottin út enda vita gagnslaus að mínu mati.
Ofbeldismaður beitir ofbeldi af því hann hefur einhvers staðar á leiðinni tekið ákvörðun um að gera það. Hann velur að beita ofbeldi í samskiptum inni á heimilinu í staðinn fyrir að beita eðlilegum úrlausnaleiðum og hann sér ofbeldi sem leið til að fá sínu framgengt og hafa hlutina eftir sínu höfði.
Málið er svona einfalt. Algjör óþarfi að flækja það með hryllingssögum úr æsku.
Við alkar getum endalaust drukkið út á alls kyns harma frá því við komum í heiminn og fram til dags dato og auðvitað gerum við það áður en við erum tilbúnir til að taka á vandanum.
En ég er á því að það sé algjört krapp og búllsjitt. Nær væri að taka ábyrgðina á gjörðum sínum og taka á vandamálinu sem slíku.
Merkilegt með suma af þessum "örvæntingarfullu" konulemjara hvað þeir virðast samt hafa mikla stjórn. Konan er t.d. oft slegin víðs vegar um líkamann, en ekki þar sem sést. Ofbeldismaðurinn beitir aldrei ofbeldi í öðrum samskiptum amk. í flestum tilfellum hefur það reynst svo.
Ég endurtek að mér finnst þessi hópur fínt framtak og það hefur svo sannarlega vantað meðferðarhópa og önnur úrræði fyrir þá sem beita ofbeldi heima hjá sér, ég er ekki að gera lítið úr því.
Málið er að flest okkar búa að sárri reynslu frá hinum ýmsu tímabilum í fortíð. Spurningin er bara hvort við notum þá reynslu til að réttlæta vonda hegðun og til þess að geta viðhaldið henni ögn lengur.
En að því sögðu, þá óska ég körlum til hamingju með þetta framtak.
Berja konurnar af örvæntingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Misheppnaður fíflahúmor
Sumum finnst ekki par sniðugt að hver sem er geti bloggað. Pirra sig rosalega á bloggandi almúganum. Allir eru í fullum rétti með þá skoðun sína. Sleppa að lesa bara, málið er leyst.
En svo eru það blöðin. Þar skrifa stundum hálfvitar sem taka sjálfa sig hátíðlega og þeir koma á framfæri vitleysunni í sjálfum sér án þess að fólk depli augnhári, þá eru það ekki vitlausir bloggarar sem eru með lyklaborðið í kjöltunni heldur blaðamenn sko, allt annar Eyfi.
Ástráður, forvarnarstarf læknanema ætlar að dreifa smokkum um verslunarmannahelgina á fjölförnustu stöðum landsins. Gott mál. Ekki mun af veita þegar (st)ríðandi íslensk æska fer að draga sig saman.
Talsmaður Ástráðs segir eftirfarandi í viðtengdri frétt:
"Mér finnst fjölmiðlar stundum gefa röng skilaboð. Í grein í nýjasta hefti Reykjavík Grapewine er t.d. sagt eitthvað á þá leið að Íslendingar séu svo afkastamiklir um verslunarmannahelgina að þar komi flest börn undir og flestar nauðganir eigi sér stað þannig að hvort sem fólk langi til að skemmta sér eða verða líkamlega misnotað sé þessi helgi vel til þess fallin. Þarna er verið að gantast með jafn alvarlegan hlut og nauðganir og kynferðislegt ofbeldi sem mér finnst mjög alvarlegt þegar umræðan ætti að snúast um ábyrgð í kynlífi! segir Ómar Sigurvin."
Grapewine er blað fyrir útlendinga. Svona nokkurs konar "What´s on in Reykjvík". Ég efast um að þeir útlendingar sem hingað koma sem ferðamenn hafi húmor fyrir þessu nema að þeir séu sömu hálfvitarnir og láta þetta ógeðisviðhorf frá sér fara í formi fjölmiðils.
Þetta gerir Baggalút að væmnum sunnudagaskólakennurum.
Þeir eru ekki hálfdrættingar á við Grapewine ógeðismennina, sem skrifa á ensku.
Bullið í Baggalúti er þó á íslensku og sungið í þokkabót þannig að textinn fer væntanlega framhjá mökkdrukknum útihátíðarþátttakendum.
Mikið rosalega er mér misboðið fyrir hönd allra kvenna og barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Mig er farið að langa fremja ólöglega verknaði sem skilja eftir sig polla í lit.
Og ég er friðsöm manneskja og ég trúi ekki á ofbeldi.
Og ég ætla rétt að vona að allir komi heilir heim eftir geðveikina sem er að skella á í fjöldasukki íslensku þjóðarinnar.
Arg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Í hvaða leikriti...
..er ég stödd?
Hér má sjá leikritið "Markaðstorg hégómans". Persónur og leikendur: Nafnlaus ljósmyndari, Jakob Frímann stílisti og Olavius Perlufestus.
Og hvaða leikrit er þetta á litla sviðinu í Miðborgarleikhúsinu? Mér sýnist það vera söngleikurinn "Látum sem ekkert c"!! Persóna og leikandi: Hanna Birna Séekkiogheyriekki.
Mér er alveg hætt að lítast á blikuna.
Er ekki hægt að kalla inn nýja leikendur og samræma verkið. Ég sting upp á "Sláturhúsinu hraðar hendur".
Tjaldið.
Furðar sig á einræðistilburðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Villingurinn - snillingurinn
Stundum fer hann Össur iðnaðar svo í taugarnar á mér að ég þarf nærri því að leita mér hjálpar.
Verstu köstin fæ ég þegar segir montsögur af sjálfum sér svo ég tali nú ekki um þegar hann fer á flug í útrásarmöguleikum íslenskrar orku og fer að nefna tölur í því sambandi. Þá flýgur hann hvað hæst í neikvæðri merkingu þess hugtaks.
En svo fyrirgef ég honum svo gjörsamlega stundum af því hann getur verið villingur snillingur mannfjandinn. Hann beinlínis snertir mann með lyklaborðinu beint í mark. Ómæ, ég myndi allt að því kjósa Samfylkinguna - ók, gleymið þessum, algjör óþarfi Jenný Anna að rjúka fram úr sjálfri þér. Dona, dona kona, róa sig.
Lesið þetta. Betri greiningu á ástandinu í borginni hef ég ekki lesið. Aljört must read.
Og ég legg niður vopn í bili.
Farin í sólbað og úje.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr