Leita í fréttum mbl.is

"Velviljaðir" einræðisherrar

Er það bara í bloggheimum sem fólk gerir sig kjánalegt með því að básúna því út í cypertómið hversu mikið mótmæli "Saving Iceland" eru þeim til ama?

Mér stendur ekki á sama ef hinum almenna borgara er svona uppsigað við mótmælaaðgerðir.  Ekki mjög lýðræðiselskandi þjóð ef svo er, Íslendingar.

Silfurmaðurinn er einn af þeim sem er að láta þetta fara í taugarnar á sér.

Ég man eftir því þegar Davíð var borgarstjóri og fólk skiptist í tvo hópa, með eða á móti Davíð.  Á þeim tíma var Þjóðarsálin vettvangur nördanna sem hringdu inn og skömmuðust eða mærðu karlinn og gerðu það af ástríðu.

Oftar en einu sinni heyrði ég fólk segja að Íslendingar þyrftu einræðisherra (Davíð), sem væri almennilegur og réttlátur!!!!!!  Mér fannst á tímabili þessu fólki verða að ósk sinni.

Og þá grét ég mig í svefn, eða hefði gert hefði ég nennt því.

Það er lýðræðislegur réttur að halda fram skoðun sinni með mótmælum. 

Auðvitað kom mér ekki á óvart að Þvagleggurinn setti þetta fólk í fangelsi og héldi því þar, þar til mál þeirra var dómfest.

Þeir eru heldur ekkert sérstaklega lýðræðislegir í því umdæmi eins og dæmin sanna.

Mér finnst lýðræðið dýrmætt og ég vil fá að praktísera réttindi mín til að mótmæla ef mér sýnist svo.

Er fólk ennþá að láta sig dreyma um "velviljaða" einræðisherrann.

Ég veit um nokkra góða kanditata í djobbið.


mbl.is Mótmælendur í skjólfatnaði merktum OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

En maður verður að velja sínar baráttur, ekki bara mótmæla afþví að einhver annar er að því.

Ragnheiður , 30.7.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er svo allt annað mál.  Það væri nú annað hvort að maður velji sér ekki málefni. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 12:49

3 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst t.d afar asnalegt að mótmæla risnum virkjunum, á að rífa þær bara ?

Skil miklu frekar mótmæli gegn FYRIRHUGUÐUM virkjunum.

Ragnheiður , 30.7.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Velviljaður einræðisherra? Er svoleiðis til? Ég bara spyr.

Helga Magnúsdóttir, 30.7.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú að verða leið á þessari neikvæðni gagnvart yfirvöldum hér í sveit.  Er þó sammála því að sýsli hefur oft tekið ákvarðanir sem hafa verið mjög umdeildar og ætla ekki að afsaka hann.  Mér finnst það fullkominn asnaskapur að leggjast í mótmæli gegn virkjun sem er risin, jafnvel að stela fötum frá viðkomandi aðilum (OR) og svo framvegis.  Það er gríðarlega góð löggæsla hér í sveit og kannski heyrist svona mikið af henni þar sem hér er mikið um að vera, upp um allar sveitir dvelja borgarbúar og aðrir landsmenn þúsundum saman yfir sumarið og margt miður gott sem gerist.  Ef einhver mundi brjóta á mér og ég krefðist þess að lögrelgan færi í málið á ég þá ekki skilyrðislausan rétt á því að mín sé gætt, ef OR kærir framferði S.ICL. þá ber yfirvöldum í minni sveit að fara í málið og leysa það.  Þetta er mín skoðu allavega.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 13:13

6 identicon

Það er skylda að mótmæla því sem stangast á við réttlætiskennd manns því það gefur manni tækifæri til að skerpa á siðferðismóralnum um rétt og rangt og hvar á að draga mörkin og það gerir alla að betri manneskjum Þeir sem mótmæla eru yfirleitt þeir sem eru ekki hræddir við að taka ábyrgð og standa með sínum skoðunum.

Viva la revolución!

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 13:13

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já er það já, ég er semsagt hrædd og ábyrgðarlaus af því ég fer ekki á staðina þar sem eitthvað er sem ég vil mótmæla, gungugangur að standa á sínu en sitja samt heima.  BULL 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 13:20

8 identicon

Fínt að mótmæla og segja sína skoðun, en mótmælendur mega aldrei gera sig seka um að brjóta á eignarrétti eða sjálfseignarrétti annarra.  Með slíku eru mótmælin orðin að ofbeldi.

Blahh (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 13:40

9 Smámynd: Hin Hliðin

Þetta fer að verða alveg ágætt með þvagleggsumræðuna.  Bara af því að það er til sýslumaður hérna á landinu sem er ekki hræddur við að gera það sem þarf til að koma í veg fyrir áframhaldandi lögbrot þá er drullað yfir manninn.

Mér finnst rétt á málum staðið þarna og önnur lögregluembætti mættu taka þetta sér til fyrirmyndar.

Jenný segir í færslu sinni: Það er lýðræðislegur réttur að halda fram skoðun sinni með mótmælum.

Lagagreinin í Stjórnarskránni sem vitnað er í er svohljóðandi:

73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.


Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.


Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)

Ég fæ ómögulega séð að hér sé talað um rétt til mótmæla, þann rétt er aftur á móti hægt að finna í eftirfarandi grein stjórnarskrárinnar.

74. gr. [Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.
Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.
Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.]1)

Hérna er fólki leyft að koma saman (nema ef uggvænt þyki að af því leiði óspektir)

Ég get hvergi séð að talað sé um heimild til vinnustöðvunar og önnur skemmdarverk.  Þessi lýðræðislegi réttur til mótmæla er til staðar.  Það að nýta þennan rétt til skemmdarverka ætti ekki að lýðast og ég skil ekki hvernig þú getur sett út á lögregluna fyrir að vinna vinnuna sína og koma lögbrjótum fyrir dómstóla.

Hin Hliðin, 30.7.2008 kl. 13:50

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Akkúrat "Hin Hliðin"  ekki endalaust hægt að moka yfir sýsla minn.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 13:56

11 Smámynd: Hulla Dan

Kvitterí kvitt til þín  
Og að sjálfsögðu sammála

Hulla Dan, 30.7.2008 kl. 14:13

12 identicon

Halló!!! hvar eru myndir af jökkunum? Ég hef safnað öllu því sem ég get um mótmælin vegna minnar MA-Ritgerðar og fyrirgefið. Ég hef ekki séð jakkanana.

Fréttin er nánast tekin beint af heimasíðu OR sjá http://www.or.is/  eða http://www.or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/1634 og einnig fréttina um stuldinn http://www.dv.is/frettir/2008/7/29/alstangir-saving-iceland-stolnar/

 Annars get ég sagt ykkur að hér í Bretlandi eru svona stangir hefðbundinn útbúnaður DA-hópa (Direct action). Ég fann ekki í fljótheitum betri mynd en sem er á bls. 4 í skjalinu hérna - http://www.geog.leeds.ac.uk/people/p.chatterton/antipode.pdf

Mér finnst lámark að fréttamenn vandi sig þegar verið er að setja svona frétt ef frétt má teljast. Myndi fréttamaðurinn taka svona frásögn óklippta frá heimasíðu Saving Iceland án þess að setja spurningamerki eða upphrópunarmerki við "fréttina". Fyrirgefið öll saman en mér finnst þetta vera hámark gúrkutíðar hjá fréttamönnum.

Þeim sem vilja að mótmæli fari fram í göngum niður laugarveginn bendi ég á ágætis grein eftr fræðimanninn Alexei Yurchak "The ynical Reason of Late Socialism: Power, Pretense, and the Anekdot" þar sem hann heldur því fram að menn séu fyrir löngu síðan hættir að sjá mótmælagöngur og skilti, þar sem áhorfandann og ráðamenn séu hvergi nálægir.

Það leiðir hugan að þeirri spurningu hvernig menn eigi að fara að í mótmælum og ræði af heilindum hvað sé leyfilegt og æskilegt og hvað menn vilji ekki sjá.

En á meðan bíð ég eftir myndum.  

Tommi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 14:27

13 identicon

Þetta er vissulega góður pistill, og minnir mann á að óþarft er að taka allt upp hrátt frá "Silfurmanninum". Hann er orðinn ansi ráðandi í allri umræðu hér á landi. 

Mér þykir verst að varla séu nokkrir íslendingar með í þessum mótmælum.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 15:57

14 identicon

Er fólk ekki svolítið tvísaga þegar það er á annað borð að gagnrína Stulla og trukkaliðið fyrir mótmæli sem gerðu það að verkum að fólk komst ekki leiðar sinnar eins hratt og það vildi, þá var verið að berjast fyrir lækkun bensínverðs, og ekki bara fyrir trukkakarla, heldur alla landsmenn, en svo er eitthvað lið varið fram í rauðann dauðann sem fremur eignaspjöll og er með einhver helvítis læti upp á heiði einhverstaðar.

Þessi mótmæli hjá Saving Iceland, eiga eflaust rétt á sér og allt það, en mér finnst ekki allt í lagi að þau fái að gera hvað sem er, gagnrýnislast.  Mér finnast þetta kjánalegir mótmælendur, get bara ekki að því gert, málefnið er gott, en aðferðirnar kjánalegar.  Það er mín skoðun og ég ætla bara að fa að hafa hana.  Ef allir væri sammála um alla hluti þá væri lífið eflaust erfiðara en það er í dag.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 16:22

15 Smámynd: Yngvi Högnason

Má setja eitthvað hér inn ef að maður er ekki sammála?

Yngvi Högnason, 30.7.2008 kl. 16:39

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, sýnist þér það ekki Yngvi, hún Jenný þolir alveg skoðanaskipti, sýnist þér t.d. að ég sé sammála??

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 16:41

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yngvi: Þú ert skrifandi og þá ábyggilega læs líka.  Þannig að ég bendi þér einfaldlega á að lesa athugasemdir hér við þessa færslu og margar aðrar, ég leyfi fólki mun meira en flestir hér á blogginu.  Algjörlega missheppnuð "hnyttni" hjá þér karlinn.

Ásdís: Ég hef svo sannarlega ekkert á móti því að fólk hafi aðrar skoðanir en ég á sýslumannsembættinu í "þinni sveit" en fyrirgefðu er það næg ástæða til að gagnrýna hann ekki?  Af því þið eruð "sveitungar".  Talandi um hreppapólitík.

Ég veit ekkert um neinn tvískinnung varðandi mótmæli.  Ég stóð með vörubílstjórum og ég stend með SI enda í báðum tilfellum verið að nýta sér réttinn til að mótmæla.

Og svo velur fólk sér málstaði eftir smekk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 16:45

18 Smámynd: Hin Hliðin

Yngvi, þú sérð færslurnar mínar hérna á blogginu hennar Jennýar er það ekki?  Ég er langt frá því að vera sammála henni en færslurnar mína fá að vera.

Það er nefnilega svo að fólk sem er ekki sammála á oft líflegustu umræðurnar.

Hin Hliðin, 30.7.2008 kl. 17:09

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jenný, ég set hvergi fram þá skoðun að af því hann sé í minni sveit þá megi ekki gagnrýna hann, þú getur ekki lesið það út úr þessum skrifum mínum, ekki líkja þessu við hreppapólutík, ég er einfaldlega að segja það að maðurinn, burtséð hvað mörgum finnst um hann, er að vinna sína vinnu og mér leiðist að það skuli endlaust vera vísað til þvaleggsmálsins, en þetta er bara mín skoðun og álit. Ekki vil ég hafa sýslumann sem stendur sig ekki, en eins og ég sagði hér að ofan þá hefur hann tekið umdeildar ákvarðanir og er ég ekki sammála öllu, þekki manninn ekkert svo ég hef engra hagsmuna að gæta.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 17:11

20 identicon

Ég var alls ekki að segja að þú hafir verið með neinn tvískinnung Jenný mín, heldur bara það að margir sem hafa pirrað sig á vörubílsstjórunum fögnuðu SI og öfugt.

Mér finnst það bara furðulegt.   En ég veit svosem ekkert um þetta mál hef ekki kynnt mér það nóg.

Ég tók bara eftir þessu með því að fletta í gegnum síðurnar hjá sumum bloggurum.  Man ekki alveg hverjir þeir voru, en þú varst alls ekki ein af þeim.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 17:19

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásdís: Þvagleggsmálið er skelfilega alvarlegt mannréttindabrot og ég kalla það ekki að vinna vinnuna sína að fara fram með þeim hætti. 

Guðrún: Allt í góðu.

Hin hliðin: Mér finnst ekki leiðinlegt að diskútera og fagna því að fólk hafi ólíkar skoðanir.  Þess vegna er þessi pilla Yngva, sem ég reyndar þekki ekki einu sinni af blogginu, mér óskiljanleg með öllu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 17:31

22 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ceausescu taldi sig vera velviljaðan einræðisherra.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.7.2008 kl. 18:58

23 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fátt er betra en að koma sér vel fyrir í sófanum og fjasa yfir þjóðfélaginu. gera vitanlega ekkert sjálfur í málinu.

þetta fólk má mótmæla eins og því sýnist og Stullarnir mega þvælast og flauta fyrir mér. meðan ég verð ekki fyrir óþægindum.

aahh, best að bylta sér núna.

Brjánn Guðjónsson, 30.7.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 2985622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.