Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Laugardagur, 31. maí 2008
Hvor meget koster en dansk uden?
Heimurinn er ógeðslega lítill. Það er alltaf að verða meira og meira á hreinu.
Varðandi árásina í sjoppunni á horninu og Colbjörnsensgade og Isgegade nú í vikunni, hm... mynduð þið trúa því að ég hafi búið á þessu horni hinum megin við götuna?
Jebb, það gerði ég og skammast mín ekki.
Það var sumarið 1968 þegar ég var 17 ára. Á milli hóteldjobba í Kóngsins, þar sem maður bjó á vinnustað, fékk ég að búa í hálfan mánuð heima hjá honum Per vini mínum og systir hans Susanne. Mamman var í útlöndum. Þarna voru sko hippapartí þegar komið var heim af skemmtistaðnum Carusellen.
Þarna á 1. hæðinni lærðist mér í fyrsta skipti hversu heimurinn er vondur og miskunnarlaus við suma. Mér var sagt að konurnar fyrir neðan gluggann væru mellur. Ég gapti niður í kok þannig að sjá mátti meltingu á morgunmat "live".
Ég hékk hálf út um gluggann og forviða fylgdist ég með og þar kom að, að maður einn, öldungur að mér fannst, en hefur sennilega verið milli þrítugs og fertugs, skoðaði úrvalið á horninu með gagnrýnum augum og leit síðan upp í gluggann þar sem fíbbblið ég hékk til hálfs út um hann og hann hálfhrópaði til mín: Hvor meget koster en dansk uden?
Ég skellti viðkomandi glugga fast aftur og fékk síðan fyrirlestur um hvað dansk uden og fransk uden, hétu á fagmáli.
P.s. Það er svo alvarlegra mál og ekki hlægjandi að því, að þarna sá ég mannlega eymd í sinni bitrustu mynd. Ofbeldi á konum, neyslu og aðra niðurlægjandi meðferð.
Hananú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 31. maí 2008
Hland fyrir hjarta
Úff hvað ég verð stundum þreytt. Mér finnst eins og sumir hlutir ætli aldrei að breytast.
Og það er búið að velja Ungfrú Ísland fyrir þetta árið. Er ekki hægt að velja þessa frauku til fimm ára? Sennilega ekki því hún má að líkindum ekki eignast barn. Það hlýtur að fella allar konur í verði sem taka upp á þeim ósið.
Og svo völdu þeir vinsælustu stúlkuna. Það hlýtur að vera fyrir Geir Haarde og aðra sem fá ekki endilega þá fegurstu með heim.
Þeir hljóta ennþá að velja Fröken Orablú, þessa með leggina.
Og fyrst þeir eru á annað borð komnir í partavalið, þá legg ég til að kjörnar verði; Ungfrú læri, brjóst, rass, mitti, nef og augu.
Fallþungi kvenna er, að því er virðist, stöðug uppspretta ánægju fyrir hluta þjóðarinnar.
En á haustin gleðjast bændur. Þá er það fallþungi lamba sem gildir og það gefur þó eitthvað í aðra hönd, þegar vel tekst til.
Til að fyrirbyggja að fólk fái hland fyrir hjartað af hneykslun vegna okkar sem sjáum ekki glóru í fegurðarkeppnum í nútímanum, þá vil ég taka fram að allar þessar stúlkur eru fallegar og eflaust hæfileikum prýddar til hægri og vinstri.
Cry me a river!
Alexandra Helga valin ungfrú Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Laugardagur, 31. maí 2008
Níkótínblogg
Nú er ár síðan að gefið var út formlegt veiðileyfi á nikótínnotendur og þeim úthýst með vefjurnar af skemmtistöðum og kaffihúsum.
Heill vetur hefur liðið og aftur komið sumar. Ekki er vitað til að margar lungnabólgur hafi kastað sér niður á saklausa reykingarmennina sem hafa norpað úti á götu í fimbulkulda og stormaseríum vetrarins.
En burtséð frá því, þá eru það friggings mannréttindi að fá að iðka reykingar við heilsuvænni aðstæður en nú er.
Ríkið selur þetta mjög svo óvinsæla fíkniefni og neitar svo eins og aðrir dílerar að taka ábyrgð á fíklunum eftir að dópið hefur verið selt og borgað.
Ekki misskilja mig, þeir sem ekki reykja eiga ekki að þurfa að vera innan um reyk, kæri þeir sig ekki um það.
En af hverju mega eigendur staðanna ekki ákveða hvort þeir vilji vera reyklausir eður ei. Þá velur fólk sér staði? Það er hvimleitt að sjá heilu skemmtistaðina hanga á gangstéttunum á djamminu með glas í hönd.
Ég er alltaf á leiðinni að hætta. Ég var nefnilega að kveikja á að ofsóknirnar á okkur sem reykjum eru rétt að hefjast.
Það er ekki langt í að hreinir og tærir íbúar í fjölbýlishúsum fái veiðileyfi á nikótínspúandi nágranna sína og fari fram á reykingarbann í fjölbýli.
Þann dag flyt ég til Serbíu þar sem þeir eru, að mér skilst, nokkuð langt á eftir okkur í þessum tiltekna fasisma.
Og svo vil ég gjarnan fá upplýsingar um það hvort alþingismenn séu enn að brjóta lögin sem þeir settu sjálfir og reyki ennþá í þar til gerðu herbergi í kjallara Alþingishússins.
Gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri hugmyndafræðin er enn í fullu gildi.
Annars þokkaleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Laugardagur, 31. maí 2008
Híróhító hittir Massímótó
Það vita allir að í Japan er hver fermeter dýrmætur og fólk býr nánast í frímerkjastórum íbúðum víðast hvar.
Algjör skápabúskapur og þá er ég ekki að tala um homms and lesses, börnin góð, meira alvöru skápa.
Svo segir sagan, má vera að það séu lygimál, að japanskar konur séu smáar, hljóðlátar og afskaplega kurteisar. Kurteisi mun vera þjóðaríþrótt. (Væri hugmynd að senda íslensku þjóðina í hollum til Japan og læra listina kurteisi?).
En heimilislaus kona í Japan bjó í skáp á heimili ókunnugs manns í heilt ár án þess að hann yrði hennar var.
Eftir að matvæli fóru að hverfa kom maðurinn upp eftirlitsmyndavélum og þá fannst þessi hljóðláta kona.
Híróhító dauðbrá þegar hann sá Massímótó á mynd og hrópaði stundarhátt: Halló Hafnarfjörður það er kona í kústaskápnum!
Mér finnst þetta fjári smart að hafa geta látið fara svona lítið fyrir sér og það svona lengi.
Og sorglegt í leiðinni. Að þurfa skríða inn í skáp hjá vandalausum og híma þar í heila 12 mánuði.
En ég vorkenni þessum manni lítið sem ekkert. Ég meina, hann var hamingjusamlega ómeðvitaður um konuna í kassanum.
En ég vildi að þetta hefði endað með að HANN hefði hent sér á hnén og beðið HENNAR og þau lifað hamingjusöm til æviloka.
Köttur út í mýri and so f..
Er það rugl í mér, en eru ekki alltaf að berast geggjaðar fréttir frá Japan?
Mig fer að langa alvarlega til þessa lands. Mér hefur reyndar alltaf dreymt um að fara þangað, en þetta ýtir undir hungrið.
Farin að safna yenum.
Óhó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 30. maí 2008
Dagur án Jolie - plís guð
Þegar maður les blöðin, þá er troðið í andlitið á manni daglega, stundum oft á dag, fréttum af fólki sem hefur unnið það sér til ágætis að geta sungið, dansað eða leikið.
Stundum líður mér eins og Jolie og Pitt, Britney og Madonna, svo ég taki dæmi, séu fjarskyldir ættingjar mínir, utan að landi, sem stöðugt eru að hringja og halda kontakt, jafnvel þó maður hafi ekki áhuga.
Ekki það að ég eigi ættingja úti á landi sem eru að bögga mig. En ég held að þetta sé sama tilfinningin.
Jolie og Prad búin að fæða tvíburana. Þau langar að opna fósturheimili ( það væri sniðugt að bíða með að segja frá því Moggi minn góður, þar til friggings heimilið er staðreynd, hef ekki áhuga að vita um fyrirhugaðar framkvæmdir hjónanna, þó göfugar séu), eignast fullt af fleiri börnum. Þau eru búin að kaupa eða leigja (fréttum ber ekki saman) hús í Frakklandi.
Og Maddonna fær að ættleiða barnið frá Malaví. Henni finnst gott að fara í sleik við konur, hún hefur aldrei skipt á bleyju og hún var að kaupa lúxusíbúð, ala Jón Ásgeir á Mannhattan, NY. Hún ætlaði að skilja við húsband, núna eru þau í stöðugum sleik, þ.e. þegar hún er ekki í sleik við vinkonur sínar.
Og Britney. Nei, nenni ekki þeirri romsu.
Þið sjáið að ég veit heilan andskotans helling um þetta fólk. Mætti halda að ég væri vakin og sofin yfir klósettferðum þeirra og öllu hinu einka sem mér kemur ekki við.
En það er ekki þannig.
Ég er einfaldlega fórnarlamb fréttamats fjölmiðlanna, metnaðarleysi og þeirri barnalegu trú þeirra á að fólk hafi sjúklegan áhuga á þessu fólki, þegar það er ekki í vinnunni.
Kannski hafa þeir rétt fyrir sér. Kannski er eitthvað að mér. Bítsmí.
Ég stofna stuðningshóp fyrir þá sem kunna að lesa og eru beittir frægafólksuppúrklíningi, þegar við sárasaklaus opnum blöðin til að lesa.
Hér dúndraði ég mér í vegg.
Úje.
Jolie orðin léttari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 30. maí 2008
Höfuð myndu fjúka
Ég er ein af þeim sem vill ekki láta koma mér á óvart. Ég krullast upp, fer í kuðung og fýlu. Alveg satt.
Margir eiga erfitt með að skilja þetta, konur eru nefnilega sagðar elska það að láta koma sér á óvart, með demöntum, blómum, konfekti og súkkulÖðum.
En ekki hún ég. Það ver varla hægt að gera mér verri hluti. Með nokkrum undantekningum eins og á síðastliðnum jólum þegar dætur mínar gáfu mér ferð til London. Ég hafði þjrár vikur að venjast tilhugsuninni. Hefði ferðalagið átt að fara fram á næstu daga á eftir, hefði ég einfaldlega farið í fár og brjálast.
Hvað varðar eðalmálma og steina, súkkulaði, blóm og konfekt, þá kæri ég mig ekki um svoleiðis.
Ég vil mikið frekar eyða peningum í aðra hluti. Jájá, ég er ódýr í rekstri nema þegar mér er sleppt lausri í fatabúðum.
Þessu var ég að velta fyrir mér þegar ég las visir.is áðan og sá að einhver náungi hafði beðið kærustunnar með breiðtjaldsauglýsingu í bíó. Ég hefði aldrei gifst svoleiðis manni. Þetta er ekki rómantík í mínum huga, svona hegðun kalla ég uppáþrengsli. Eða þá að maðurinn hafi gert konunni tilboð sem hún gat ekki alveg vandræðalaust hafnað.
Ég er samt ekkert að gera lítið úr þessu atriði, ég veit að fullt af fólki fílar svona og það er í fínu. Bara að svona nokkuð verði aldrei gert við mig. Ég yrði hættuleg umhverfi mínu. Ég sver það. Höfuð myndu fjúka.
Annars góð og til hamingju væntanleg brúðhjón.
Já, það er til siðs að óska fólki til hamó.
Later.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 30. maí 2008
Kaupa píxu!
Í morgun hringdi ég í hana Söru mína, mömmu hennar Jennýjar og Hrafns Óla.
Lítil stúlka svaraði í síman.
Amman: Góðan daginn Jenný mín, ertu að fara á leikskólann?
Jenný: Já og ég er í prinsessuskjól og kúrekastígvélum. Ekki Solla stirða, hún er bara í jogginggalla, hún erekki prinsessa. Villtu koma til mín amma?
Amman: Þú hlýtur að vera svaka fín, en amma getur ekki komið núna. En við hittumst á morgun.
Jenný: Og þá við kaupa nammi
Amman: Við sjáum nú til með það elskan. Má ég tala við mömmu?
Og barn rétti mömmu sinni símann og sagði, amma mín ætlar að ná í mig á morgun og kaupa píxu!
Það var nefnilega það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 30. maí 2008
Kerlingin Rice
Ég er ekki í alsælu vegna kerlingarinnar Rice sem ætlar að heimsækja utanríkisráðherrann í dag.
Hvað er hún að vilja hingað? Jájá, það mun heita vinnuferð. Öllu má nú nafn gefa.
Útlitið getur blekkt. Aldrei myndi mér detta í hug ef ég sæi þessa konu á förnum að hún væri kaldrifjuð og miskunnarlaus. Að henni fyndist réttlætanlegt að pynta fólk til að ná fram játningu.
Mér líst vel á sýnikennslu með vatnspyntingarbekk sem Samtök hernaðararnstæðinga ætla að hafa á Austurvelli í dag kl. 17. Kerlan Rice er boðin sérstaklega velkomin.
En sárast af öllu er að ríkið á bak við hana skuli teljast til kærustu vina Íslendinga með stríðsmaskínu sína og mannslíf á samviskunni.
Mér er í alvörunni óglatt.
Pest? I don´t think so.
Sviðsetja vatnspyntingar á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Litla húsið í fjallinu
Alltaf þegar ég keyri fram hjá Ingólfsfjalli verður mér starsýnt á litla sumarhúsið sem stendur innan um alla grjóthnullungana. Það eru sennilega fleiri en ég sem hafa hugsað með sér að þetta sé bilaður staður fyrir sumarhús. Við veginn, við fjallsræturnar á milli grjóthnullunga í fjallinu. En þetta er rosalega krúttlegt hús og sænsk vinkona mín heimtaði að stoppa einu sinni þegar við keyrðum þarna um, til að festa fyrirbærið á filmu.
Bústaðurinn slapp í dag. Er það ekki klikkað?
Og er það ekki enn klikkaðra að ég skuli hafa verið við það að leggja af stað í Þrastarlund til að fá mér kaffi, þegar sá stóri reið yfir? Það er ekki eins og ég sé flengjandi mér austur fyrir fjall, svona almennt og yfirleitt.
En ég fór ekki fet.
Það er auðvitað þvílíkt lán og lukka að enginn skyldi slasast alvarlega í þessum skjálfta sem reið yfir. Hreinlega ótrúlegt.
Vildi ég búa fyrir austan fjall?
Nebb, ég held ég láti það meira að segja eiga sig að kíkja í heimsókn á næstunni.
Svo sendi ég baráttukveðjur til þessa fólks á suðurlandi sem enn og aftur hefur lent í bálillri móður náttúru.
Guði sé lof fyrir að líkurnar á stórum eftirskjálfta hafa minnkað töluvert.
Þessi dagur verður í minnum hafður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Nýtt af skjálfta
Búist er við sterkum eftirskjálftum.
Fólk í Hveragerði og Selfossi er beðið um að halda sig utan dyra.
Ekki nota símana að óþörfu.
Þvílíkt og annað eins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr