Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Sunnudagur, 6. apríl 2008
..eins og nýskeindur kórdrengur
Ég óð út í göngutúr. Ég var reyndar ekki mjög göngulega klædd, hins vegar, en mig langar ekki að láta glápa á mig úr bílgluggum og vekja hlátur fólks yfir útgangnum á mér. Ef ég á að vera algjörlega heiðarleg, þá er ég sérviskupúki. Ég var í svörtum bómullarkjól, stuttri svartri peysu, svörtum sokkabuxum, svörtum stígvélum og svörtum rykfrakka. Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Jú af því þið eruð að drepast úr forvitni aularnir ykkar. Já litagleðin er að drepa mig.
Og ég arkaði af stað. Niður í dalinn á bak við hús, sem er dásamlegt útivistarsvæði fyrir íbúa þessa herjaða hverfis (djók). Ég óð áfram, með vindinn í fangið og ég lét sólina skína á andlitið á mér. Svo það sjáist að ég er frábær sportmanneskja.
Ég var að hugsa um það á leiðinni af hverju ég væri alltaf svona vond við sjálfa mig. Ég elska t.d. að vera úti í góðu veðri og lengi neitaði ég mér um það.
Mér finnst gott að vera edrú og með allt á hreinu og það leyfði ég sjálfri mér ekki heldur, lengi vel.
Nú og svo reyki ég ennþá, mun reyndar hætta í maí, og ég hef barist með kjafti og klóm fyrir mínum reykingarréttindum, forstokkuð og ósveigjanleg, þrátt fyrir að ég viti að boddíið mítt þolir ekki meir.
Það eru nefnilega kostir og ókostir við að vera sjálfu sér ráðandi. Jú það eru klárlegir ókostir þar, t.d. ef maður er sjálfspyntingarfrömuður og enginn grípur inn í illa meðferð manns á eigin líkama og sál.
En ég er ekki sadisti. Ekki lengur amk. og ég ætla að bjóða hylkinu mínu upp á heilbrigt líferni, með stöku útúrdúrum nottla. Þar kemur Lindubuffið sterkt inn, svona tvisvar á ári. Úje!
Þar fyrir utan mun ég verða eins og nýskeindur kórdrengur.
En ekki hvað?
Jesssssssssss
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Helvítið hann Bördí Jennýjarson
Ég hef áður bloggað um Bördí Jennýjarson. Bördí er gári og hann tilheyrir Jenný Unu, en við keyptum hann handa henni í fyrra svo hún gæti átt sitt eigið gæludýr.
Hm..
Bördí stundar ennþá lausagöngu upp á bókaskápunum. Hann hafði tekið undir sig bók Einars Más, Bítlaávarpið, sem ég hafði skutlað upp á skápinn af því ég varð fyrir vonbrigðum með bölvaða bókina. En svo kom sú nýjasta. Einari Má var snarlega fyrirgefið og Bítlaávarp tekið undan fugli og Valdatafl í Valhöll, fórnað undir fuglskrattann. Loksins kom sú vesæla bók að gagni. Ég veit ég á ekki að blóta þessu eðalkvikindi honum Bördí, en hann er að gera mig stjórnlaust geðveika, ég sver það.
Bördí er með skoðanir og attitjúd. Hann vill vera laus, hann fer í búrið til að borða, annars er hann með stofuna sem leikvang og hann hlýðir engu. Hann á sín móment, fuglinn, eins og í gær þegar húsband var að spila ljúfa menúetta á gítarinn sinn, þá dansaði hann og söng í rosalegum fíling, allur púffaður af hamingju.
Bördí elskar að fara í bað. Nú má ég ekki skrúfa frá krana öðruvísi en að hann gargi frekjulega og það ískrar rosalega í þessum litla kroppi og fer inn í merg og bein.
Og hann er fálátur við mig. Elskar húsband og Jennýju. Fer að syngja þegar þau koma inn úr dyrunum. Stundum öskrar hann af frekju ef Jenný sinnir honum ekki og þá segir blessað barnið: "Bíddu Bördí minn, ég er aeins að horfa á sjónvartið". Fuglræksnið sinnir því engu.
Nú í þessum skrifuðu orðum ískrar í honum eins og ryðguðum hjörum. Hann flýgur í hringi yfir hausnum á mér og ég veit að hann er með kröfur um eitthvað. Ég læt sem ég sjái hann ekki, þrátt fyrir að taugakerfið sé eins og fakírabretti og það geysi morðfár innra með mér.
Ég hélt einu sinni að ég réði mér sjálf og heimilinu í samvinnu við hitt eintakið af Homo Sapiens sem er með skráð lögheimili hér á bæ.
Svona getur maður verið vitlaus. Hér ríkir fjandsamlegt einræði fugls, sem er ponsulítill blár og púffaður dúskur.
Svo mikið krútt en ég gæti dre... hann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Sukkfaraldur og "gourme heaven"
Í gær lét ég ábyrga hegðun í mataræði lönd og leið. Ég ákvað að gleyma sykursýkinni, ekki meðvitað auðvitað, nei,nei, og hellti mér út í ólifnað af verstu sort.
Ég borðaði ristað brauð með osti og sultu. Sultan er algjört nónó fyrir mig. Mikið djöfulli var það gott.
Ég borðaði hlussuna sem ég nota sem myndskreytingu, og þessi græna sykurbomba hefur orðið mér að falli af og til.
Ég gúffaði í mig lambahrygg með soðnum kartöflum, rósakáli og sósu. Sósan er nónó, með rjóma og alles, en hún fór með mig til gourme heaven og ég sé ekki eftir því.
Svo toppaði ég mitt óábyrga líferni með súkkulaðiköku og rjóma.
End of story.
Af og til, afskaplega sjaldan reyndar, missi ég mig svona og það geri ég af því ég er mannleg. Venjulega er ég töluvert ábyrg í mínu mataræði, enda eins gott ef ég ætla að lifa áfram. Ég verð reyndar að viðurkenna að mér leið ekki vel líkamlega í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa. Svo var ekki laust við að ég væri með smá samviskubit gagnvar mínum eðalskrokki, sem er algjörlega seldur undir dynti mína.
Ég neita því algjörlega þó, að ég sé að koma á stað faraldri.
Samkvæmt þessu þá geisar offitufaraldur á Íslandi. Rosaleg dramatík er þetta. Auðvitað má fólk alveg taka í gegn hjá sér mataræði, en ég held að þetta hangi saman við vinnutíma og almenna þrælkun launafólks í landinu. Fólk hefur ekki tíma til að elda almennilegan mat og grípur þess vegna næsta skyndibita.
Ég er dramadrottning og ég veit það, og ég er alltaf með fitumóral. Samt er ég ekki feit. Ég hrópa reglulega, þegar ég geng fram hjá spegli; djö.. er ég ógeðslega feit, við litlar vinsældir fjölskyldu minnar. Ég er svo rækilega heilaþvegin af tískuheiminum. Mér finnst hins vegar þetta faraldurstal algjörlega út úr kú og í hæsta máta óviðeigandi.
Við getum þá að sama skapi talað um áfengisfaraldur, varðandi drykkjumynstur Íslendingsins.
Fruuuuussss
Í mínum bókum eru faraldrar þeir sjúkdómar og hungur sem hrjá fólk sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér og á vart lífsvon. Eins og í Afríku t.d.
Við hér á landi, getum einfaldlega tekið ákvörðun um að borða hollan mat, því valið er okkar.
Offitufaraldur hvurn andskotann!
ARG
Offitufaraldur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 5. apríl 2008
Dekk á sterum - Úje
Tókuð þið eftir því að heimsóknarteljarinn datt út í dag? Bara hvarf sí svona? Hm.. enginn á vaktinni á Mogganum fyrr en rétt áðan.
Ég er búin að vera bissí í allan dag eftir að ég kom heim úr gönguferðinni. Var eins og dekk á sterum, þreif og pússaði, skúraði og skrúbbaði og hér glansar allt eins og á Þorláksmessu.
Ég var eitthvað mússímússí í dag eftir að hafa talað tvisvar sinnum við Maysuna í London. Ég talaði líka við Oliver. Hann er orðinn algjörlega breskur þessi elska, og svo mikið krútt. Tveim tímum eftir að við töluðum saman, hringdi Maysan aftur. Hún var á klósettinu í IKEA (hvað er það með mína fjölskyldu og þessa blágulu búð? Hvað er það með mig og Svíþjóð svona yfirleitt?). Þau voru að kaupa rúm handa Oliver og mín þurfti að bíða eftir að komast á klóið og hringdi og kjaftaði við mömmu sína meðan hún beið. Krútt og ég sakna svo stelpunnar minnar og fjölskyldu.
Og ég gekk fram af mér og hló að Spaugstofunni. Alltaf þegar ég er búin að afskrifa þessa karla, þegar þeir hafa verið algjörlega misheppnaðir aftur og aftur, þá taka þeir sig til og eru brilljant. Ég ráðlegg fólki að horfa á þá hér. Annars hlýtur að vera gaman að vera í Spaugstofunni þessa dagana. Tilefnin til gríns eru í búntum og kippum.
Nú er ég að lesa aðra bókina sem ég keypti í dag. Ég læðist um og hvísla, það er svo fínt hjá mér.
Ég er bara góð, eruð þið góð?
Það ætla ég rétt að vona.
Sjáumst á loftinu.
Úje.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 5. apríl 2008
Bónus á raðfullnægingum
Ég var í töluverðum vandræðum þegar ég ákvað að blogga. Ég las um að vatn í miklu magni væri beinlínis hættulegt og ég las líka um að fiskur gerði börn greindari. Svo las ég þessa viðtengdu frétt um að heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf.
Ég hef skoðun á öllu ofangreindu og það sem meira er, mér finnast þessar skoðanir beinlínis eiga nauðsynlegt erindi við íslenska þjóð, jafnvel heiminn allan.. Ég minni ykkur enn og aftur, af gefnu tilefni, á hversu hógvær ég er.
Fyrst að vatninu. Ég var að koma úr göngutúr. Gekk um átakasvæði næturinnar og niður í Mjódd. Þetta er liður í nýjum lífsstíl mín og húsbands. Sólin skein, fuglar sungu, hundar hlupu um allt og við mættum ekki einu einasta fórnarlambi ofbeldis, sem hlýtur að teljast til tíðinda. Eftir þessa súrefnisgjöf, þar sem við fórum m.a. í Eymundsson í Mjóddinni, hvar ég verslaði "Minngabók" Sigurðar Pálssonar og "Sá sem blikkar er hræddur við dauðann", ákváðum við að misnota ekki dýrmætt súrefni alheimsins og tókum leigubíl heim. Ég var þyrst og ég drakk sódavatn, vegna þess að vatnsandinn kom yfir mig. Já, vatn í hófi er gott. Ég hef alltaf vitað að þessir þrír lítrar sem verið er að segja manni að drekka er ekki eðlilegt magn. Helvítis græðgi og ekkert annað. Hófsemd. Það er málið. Meira er ekki endilega betra.
En að fiskinum. Ég er afskaplega greind kona. Ég hef meira að segja pappír upp á það. Ég er samt léleg í reikningi og þar kemur fiskurinn (eða skortur á honum) sterkur inn. Ég er klígjugjörn með afbirgðum og það sem kemur úr hafinu er slepjulegt. Ég borða því sjaldan fisk, nema steiktan. Þess vegna óar mig einfaldlega við hverslags súperheila ég gæti verið með, hefði ég úðað í mig fiski í samlede verker. Vó, hvað ég er fegin að ég lét það eiga sig. Annars væri ég algjört eðjót. Hreinlega ofviti. Fyrirgefið en ekki segja að ég sé sjálfhælin. Ég hafði ekkert með það að grea hversu klár ég varð. Takið málið upp við foreldra mína. (Mér er orðið óglatt hérna). Lalalala.
Og að áhættu í fjármálum sem heilinn tengir við kynlíf. Ég gef mér að Hannes Smárason, Bjarni Ármannsson og Bónusfeðgar (og allir hinir millarnir) séu annaðhvort með gífurlega kynorku, eða þá hreinlega kynsveltir heima hjá sér. Vonandi súa þeir mér ekki fyrir að draga þessa ályktun eftir lestur fréttarinnar, en þeir eru í heaví sexi 24/7 þessir gæjar. Þetta hlýtur að vera líf upp á stöðugar raðfullnægingar.
Er farin að kaupa Lottómiða (úúúúúú).
See you in the lounge.
Úje
Heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 5. apríl 2008
Köllum skóflu, skóflu
Ég var að lesa Moggann. Ég byrjaði á því nánast um leið og ég opnaði augun. Það er fyrirbyggjandi aðgerð hjá mér að tékka á blöðunum um helgar, taka út stöðuna á vígvellinum í Reykjavík, mannfall og áverka, svo ég sé fyrirfram aðvöruð.
Þá sá ég að maður hafi hlotið stungusár í Austurborginni!!! Halló, Austurborginni, þetta gerðist hér í Breiðholtinu.
Fyrir mér sem innfæddum Vesturbæing þá er Austurborgin eða bærinn, hverfið fyrir ofan Hlemm. Á mínum sokkabands voru í gangi bullandi fordómar gegn þessum bæjarhluta. Einfaldlega vegna þess að þar ægði saman fólki úr öllum áttum, þar var byggt og byggt og þar voru krakkar algjörir bölvaðir villingar. Það var til klíka sem hét Austurbæjarklíkan og hékk á Austurbar. Sá "bar" var sjoppa í Austurbæjarbíó. Krakkarnir í þessum bæjarhluta voru bölvuð hrekkjusvín. Strákarnir voru samt ógissla sætir.
Nú er einhver pólitísk rétthugsun að þjá Moggann, ef ég skil þetta rétt. Nú skal varast að bendla Breiðholtið við allt ofbeldið sem þar er framið. Er ekki í lagi heima hjá fólki? Ég bý í Seljahverfinu og hér er allt rólegt, fuglasöngurinn alveg að drepa mig bara, en þetta er stórt hverfi.
Af hverju má ekki segja eins og er. Það var enn einn ofbeldisgjörningurinn framin í Breiðholti í nótt? Hvernig væri að kalla skóflu, skóflu? Ég vil vita hvað gerist hvar, þó ekki væri nema til að taka á mig sveig fram hjá vettvangi glæpsins. Sama hvar er í borginni. En auðvitað geri ég mér grein fyrir að þá færi ég ekki langt. Reykjavík er að verða eins og Harlem, svei mér þá, hvergi vært vegna ofbeldisseggja.
En kæra fólk. Austurbær nær alveg niður í Fossvog, þegar haldið er upp Breiðholsbrautina þá erum við komin í Breiðholtið. Já B-R-E-I-Ð-H-O-L-T-I-Ð.
Góðan laugardag. Líka Austurbæingar.
Konan í hringiðunni talar frá átakasvæðinu.
Yfir og út.
Hlaut stungusár í átökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 4. apríl 2008
Krúttsería
Jæja, nýjar myndir hafa borist í hús af Jenný Unu og Hrafni Óla.
Jenný var að fá nýtt herbergi, hún valdi litinn (bleika tímabilið er í algleymingi) og svo fékk hún svona himinn yfir prinsessurúmið sitt.
Hún er alltaf svo glöð þessi stelpa.
Síðast þegar hún var hérna átti hún að raða saman dótinu sínu.
Amman: Jenný ertu búin að taka til?
Jenný:Já mjög!
Amman: Ha; mjög???
Jenný: Já amma ég er búin að taka mjög, mjög mikið til í herbergi mín.
Ok, þar hafði ég það.
Og Jenný Una er góð og skemmtileg við krúttmolann hann Hrafn Óla.
Og sá litli lýkur þessari krúttseríu.
Og Maysa, inn með myndir af Oliver.
Knús í nóttina.
Hej då!
jajamensan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 4. apríl 2008
Illa hamingjusamur alki
Á hverjum degi þarf ég að kljást við brestina mína. Þeir hverfa ekki þó ég sé edrú, amk ekki allir.
Það sem reynist mér erfiðast og hefur verið að bögga mig lengi, er frestunaráráttan. Ég hef þjáðst af þessum fjanda ansi lengi og ekki lagaðist það í neyslunni, þar blómstraði kvikindið. En vegna þess að ég var meira og minna maríneruð þá sló ég á frest. Svo komu fráhvörfin og þá var hvert einasta smáviðvik nánast óframkvæmanlegt. Svo vökvaði ég lífsblómið til að losna við spennuna og vítahringurinn hélt áfram að rúlla.
Og enn er ég að kljást við þetta. Sem er tilbreyting í sjálfu sér, því áður lét ég hlutina bara gossa. Ég fresta reyndar ennþá, en bara um dag eða nokkra (já ég er ekki fullkomin), en ég geng í málin á endanum og upplifi þvílíkan létti á eftir, að það er lyginni líkast. Og ég er ekki að tala um einhver stórmál endilega. Bara þessar venjulegu útréttingar í lífinu.
En ég hef svo sem fleiri bresti að berjast við en frestunaráráttuna og mér dettur ekki í hug að blogga um þá að svo komnu máli.
Einn brestur má vera og ég ætla að hlú að honum
Og þó..
Er hvatvísi neikvæð? Já, flestum finnst það. Ég er hvatvís og ég elska hvatvísina nema þegar hún kemur mér í bobba. Ég bregst við hlutum með tilfinningunum. Það er ekki alltaf til góðs en þá er að fara og biðjast afsökunar og ég er ágæt í því. En oftast er ég ánægð með mín flautaþyrilshátt, en það er nokkuð ljóst að ég myndi aldrei rekast í pólitík. Sé fyrir mér gusurnar bara og blæðandi hjörtu.
Jájá, það er að koma helgi. Verkefni dagsins (fyrir utan þessi venjulegu) komið á hreint. Léttirinn talsverður og nú ætla ég að njóta lífsins. Ég reyndar geri ekki annað þessa dagana en að hafa gaman af lífinu, nema þegar ruglið í þjóðfélaginu keyrir um þverbak.
Ég er illa hamingjusöm
Later og úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Skammastín Hannes!!
"Skammastín Hannes að stela frá honum Laxness. Skamm, skamm, skamm. "
"Ef þú gerir þetta einu sinni enn, þá færðu sko áminningu karlinn minn".
"Svo skaltu hunskast upp í RÚV og fara þangað í tilfinningahlaðið drottningarviðtal, vera smá sorrí, en samt smá kjaftfor. Það ætti að róa liðið".
Ætli þetta hafi hljómað svona upp í HÍ þegar rektor veitti Hannesi EKKI áminningu?
Svo fékk hann heillangt drottningarviðtal í Kastljósinu eins og flestir hafa séð. Þar hélt hann langa varnarræðu um sjálfan sig, á prime time.
Hehemm, eruð þið ekki að djóka í mér?
ARG
Átelur vinnubrögð Hannesar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Andskotans dómskerfi
Hvað geta Íslenskar konur gert til að vernda sjálfa sig þar sem dómskerfið hefur brugðist okkur algjörlega, með dómum sem eru svo skammarlega lágir að það væri hlægilegt, ef líf kvenna lægi ekki beinlínis við.
Fyrir eftirfarandi fær maður 8 mánaða dóm og þarf að sitja 3 þeirra í fangelsi:
Að hafa að kvöldi miðvikudagsins 27. apríl 2005, ráðist á konuna í svefnherbergi íbúðarinnar og dregið hana á hárinu úr rúmi sem hún sat í og ítrekað slegið hana með krepptum hnefa þar sem hún lá í gólfinu, með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli í baki, hálsi og í hársverði og mar yfir vinstri rasskinn.
Að hafa laust eftir miðnætti mánudagsins 20. febrúar 2006 ruðst í heimildarleysi inn á heimili konunnar og gripið í hár hennar og haldið henni fastri á meðan hann sló hana hnefahöggum í andlit og í bak, og svo sparkað í fætur hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og rispur á enni, þreifieymsli yfir á höfði og hálsvöðvum, marbletti á hægri öxl og upphandlegg, mar á brjóstkassa og þreifieymsli undir rifjum.
Að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 23. mars 2006 ruðst í heimildarleysi inn á heimili konunnar og í svefnherbergi íbúðarinnar ráðist á hana með hnefahöggum í öxl og andlit, dregið hana á hárinu og sparkað í hana, og svo gripið um hönd hennar og snúið upp á hana, allt með þeim afleiðingum að hún var margrispuð í andliti, bólgin yfir vinstra kinnbeini og með eymsli á höfði, hún hlaut marbletti og bólgur á brjóstkassa vinstra megin og marblett á vinstri upphandlegg.
Dómstólar landsins hafa gefið út veiðileyfi á konur í þessu landi.
Dómsvaldið á ekki í neinum erfiðleikum með að dæma menn í fangelsi fyrir allt frá lifrapylsustuld og uppúr. Það er fyrst þegar kemur að ofbeldi gegn konum, hvort sem um nauðganir eða líkamlegt ofbeldi er að ræða, sem þeir lenda í erfiðleikum.
Ef við miðum við önnur brot, er þá ofannefndur dómur, fyrir það sem upp er talið, í einhverju samræmi við dóma á öðrum hegningarlagabrotum?
Ég er orðin vænisjúk kannski, en hvað þarf til, til að hrista upp í þessu karlæga andskotans dómskerfi áður en það kostar einhverja okkar lífið?
Ég legg til að við konur í þessu landi förum að hittast og ráða ráðum okkar.
Eins og ég hef sagt áður, þá eru þessir dómstólar ekki fyrir okkur.
Við erum annars flokks.
ARG
Átta mánuðir fyrir ítrekaðar líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr