Leita í fréttum mbl.is

..eins og nýskeindur kórdrengur

Ég óð út í göngutúr.  Ég var reyndar ekki mjög göngulega klædd, hins vegar, en mig langar ekki að láta glápa á mig úr bílgluggum og vekja hlátur fólks yfir útgangnum á mér.  Ef ég á að vera algjörlega heiðarleg, þá er ég sérviskupúki.  Ég var í svörtum bómullarkjól, stuttri svartri peysu, svörtum sokkabuxum, svörtum stígvélum og svörtum rykfrakka.  Af hverju er ég að segja ykkur þetta?  Jú af því þið eruð að drepast úr forvitni aularnir ykkar.  Já litagleðin er að drepa mig.

Og ég arkaði af stað.  Niður í dalinn á bak við hús, sem er dásamlegt útivistarsvæði fyrir íbúa þessa herjaða hverfis (djók).  Ég óð áfram, með vindinn í fangið og ég lét sólina skína á andlitið á mér.  Svo það sjáist að ég er frábær sportmanneskja.

Ég var að hugsa um það á leiðinni af hverju ég væri alltaf svona vond við sjálfa mig.  Ég elska t.d. að vera úti í góðu veðri og lengi neitaði ég mér um það.

Mér finnst gott að vera edrú og með allt á hreinu og það leyfði ég sjálfri mér ekki heldur, lengi vel.

Nú og svo reyki ég ennþá, mun reyndar hætta í maí, og ég hef barist með kjafti og klóm fyrir mínum reykingarréttindum, forstokkuð og ósveigjanleg, þrátt fyrir að ég viti að boddíið mítt þolir ekki meir.

Það eru nefnilega kostir og ókostir við að vera sjálfu sér ráðandi.  Jú það eru klárlegir ókostir þar,  t.d. ef maður er sjálfspyntingarfrömuður og enginn grípur inn í illa meðferð manns á eigin líkama og sál.

En ég er ekki sadisti.  Ekki lengur amk. og ég ætla að bjóða hylkinu mínu upp á heilbrigt líferni, með stöku útúrdúrum nottla.  Þar kemur Lindubuffið sterkt inn, svona tvisvar á ári.  Úje!

Þar fyrir utan mun ég verða eins og nýskeindur kórdrengur.

En ekki hvað?

Jesssssssssss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning, af hverju gerum við ekki það sem við vitum að okkur er fyrir bestu ?  Heldur eitthvað allt annað ? Knús á þig Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, molinn minn, alltaf hægt að gleðjast yfir þínum skrifum, merkilegt eins og þið segið að maður skuli ekki bara gera það sem er gott fyrir mann, nei, nei, alltaf að gera eitthvað slæmt líka.   bráðum get ég farið að byrja í daglegum göngutúrum

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 17:37

3 Smámynd: Linda litla

Ég er ekkert smá fegin að þú sagðir í hverju þú værir hehehe Ég vildi einmitt vita það fyrst að þú varst ekki göngulega klædd. Reyndar átti ég samt von á því að þú værir í háhæluðum skóm og kannski pels.....hehehe en þar hafði ég rangt fyrir mér.

Eigðu góðan dag.

p.s. mig langar í lindubuff

Linda litla, 6.4.2008 kl. 17:46

4 identicon

það breytir öllu að vita hvernig frú göngugarpur var klædd

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:03

5 Smámynd: Hugarfluga

Ég er mætt á hliðarlínuna með dúskana til að hvetja þig. Alveg óþolandi jákvæð og kát. Já, sláðu mig bara. Ég fer ekki fet!! Jenný *ta ta ta* Jenný *ta ta ta* ..... 

Hugarfluga, 6.4.2008 kl. 18:50

6 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 6.4.2008 kl. 19:10

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þegar stórt er spurt.... En Jenný Anna!! þú vísar í óæðri endann í þessari færslu. Ég hélt að fyrr frysi í helvíti

Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 19:20

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þessi færsla lofaði strax góðu bara við lestur á fyrirsögninni "eins og nýskeindur kórdrengur" ..................hvernig líta þeir út?

En viltu hætta að tala um Lindubuff, mig langar í eitt í hvert skipti sem ég les þetta hjá þér

Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 19:25

9 Smámynd: halkatla

Jóna það er hinn sanni æðri endi

halkatla, 6.4.2008 kl. 19:33

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Dásamlega orðað.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.4.2008 kl. 19:36

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég held að þú klæðir þig í svart því sjálf ertu svo litrík að það er ekki á það bætandi!  .... Svaka ertu dugleg í göngutúrunum. Ég ætlaði í göngutúr í dag, því ég var svo ánægð með göngutúrinn í gær... well, dagurinn er ekki úti enn og kannski labba ég hér í nágrenninu þegar fer að rökkva og kíki inn um gluggana hjá fólki .... svona óvart - því fæstir eru með gardínur í dag og þegar allt er uppljómað kemst maður ekki hjá því að sjá inn nema að setja á sig ,,blindfold" . Sé kannski einhvern vera að borða annálað lindubuff! Ertu nokkuð á prósentum hjá henni Lindu ?  ....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.4.2008 kl. 20:06

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð frábær, fyrir utan Ægir en hann á í tilvistarkreppu.

Takk fyrir innlegg.  ARG ég get ekki annað en hlegið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 20:46

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ægir, ég veit ekki hvað er að hrjá þig og þar sem ég þekki þig ekki þá get ég eiginlega ekki verið að hafa áhyggjur af því.  Vona að þér líði vel og þú verðir manna hamingjusamastur.

Knús á þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 21:30

14 Smámynd: Linda litla

Ég sagði ekki frábært eða knús á þig.... samt er ég ekki í tilvistarkreppu, Ægir.

Linda litla, 6.4.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985885

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.