Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Sögupersónan í mínum uppáhalds raunveruleikaþætti

 

Ég sit hérna núna vegna þess að ég nenni ekki að hreyfa mig.

Já, það er slæmt á mér ástandið.

Ég þarf að þvo þvott, þvo upp eina tvo diska og jafnmörg glös og ég þarf að skúra gólf.

Ég hef alltaf verið svo dugleg í vinnu, algjör vinnualki í gegnum tíðina (en vinnan hefur farið fram á stólum, að mestu leyti), en nú bregður svo við að ég er latari en dauður hlutur.

Mínar liljuhvítu hendur vilja ekki dýfa sér í skolpvatn, þrátt fyrir að vera með verjur.  Gular.

Minn eðli skrokkur vill ekki hreyfa sig nema til að dansa og fara á hnén við daglegar bænir sinnum þrír á dag.  Jú annars, hann vill vaða um stræti Londonborgar, ásamt vísakorti.  En það er ekki í boði.

Húsbandið bað mig að koma því á framfæri að svefnherbergisstríðið væri stórlega ýkt.  Sko, hans þáttur í því.  Já sæll.  Hann er enn við sama heygarðshornið.  Alltaf saklaus.

Honum finnst skrýtið að vera sögupersóna á blogginu og ég held að hann sé hræddur um að ég fari út í nánari lýsingar á herbergisaktíviteti á heimilinu.

Ég sagði honum að róa sig bara.  Hann væri ekki sögupersóna, heldur væri hann þátttakandi í raunveruleikaþætti Jennýjar Önnu í netheimum, sem er bara rétt að fara af stað.W00t

Later, farin að skúra.


Misstum af gullnu tækifæri

Dem, dem, dem, af hverju sættum við ekki lagi, við sem viljum styðja Tíbeta í baráttu þeirra?  Við hefðum getað náð í kyndilfjandann og hent honum þegar vélinn með hann millilennti í Keflavík.

Kínverjar segja að enginn mannlegur máttur geti stöðvað kyndilförina í Kína.  Það er örugglega rétt hjá þeim.  Þeir skirrast ekki við að beita valdi ef á þarf að halda.

Allt verður þeim ógn.  Líka saklausir leikfimiiðkendur í Falun Gong.  Þar nutu þeir aðstoðar frá íslenskum stjórnvöldum eins og allir muna.

Arg, hvað það hefði verið töff að taka kyndilinn traustataki og henda honum út í hafsjó.

Svo eiga þjóðir með snefil af sjálfsvirðingu ekki að sækja Ólympíuleikana að þessu sinni.

Að sjálfsögðu ekki.

Vonandi "stela" Kanarnir kyndlinum.

Újá


mbl.is Ólympíueldurinn í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðun.

 congo_kids_congolese_children_children_of_congo

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég þarf að forgangsraða í lífinu.

Þá meina ég hugsunum mínum og upplifunum.  Setja þær í rétta röð.

Stundum finnst mér ég eiga ógeðslega bágt.  Það er auðvitað ekki í lagi.  Ég hef það fínt og þá er ég ekki að miða við neitt nema sjálfa mig.  Ef mér líður vel, er allsgáð, á mat að borða, þak yfir höfuðið börnin, barnabörnin og húsband eru hraust, þá hef ég allt sem ég þrái fyrir mína eigin hönd.

Peningar eru nauðsynlegir og ekki verra að eiga þá, þ.e. afgang til góðra verka, en þeir eru ekki upphaf og endir alls.

Þegar ég fer í sjálfsvorkunn þá er ég með flott ráð við því.  Það kemur mér niður á jörðina og ég mæli með því.

Ég fer inn á netið og skoða hvernig almenningur hefur það í fátækum löndum heimsins, sem vestræn lönd hafa mergsogið reyndar.  Ég minni mig á öll götubörnin í heiminum sem eru seld undir þvílíka mannvonsku að það er varla hægt að horfast í augu við það.

Áður en ég er öll myndi ég gjarnan vilja gera eitthvað.  Eitthvað meira en að borga með einu barni í Úganda.  Heimurinn hefur skroppið saman og það er ekki lengur hægt að bera við fáfræði á högum annarra. Er þá ekki eðlilegt að við förum og tökum ábyrgð hvert á öðru?  Ekki bara við sem einstaklingar, heldur þjóðin öll.  Allar þjóðir.

Það varnar mér svefns, svei mér þá, hið fullkomna afskiptaleysi ríkra þjóða á mannlegum hörmungum í kringum okkur.

Og í ljósi þess að stundum hefur mér fundist lífið helvíti erfitt, þá hefur það í raun aldrei komist í tæri við hugtakið, ef maður setur það í víðara samhengi.

Ég hef það svo helvíti gott, þrátt fyrir misvitra stjórnmálamenn á egóflippi og sjálfsdýrkunarfylleríi. 

En það er bara ekki nóg.  Við eigum að taka ábyrgð hvort á öðru.

Og ég meina það.

Þá er að finna út úr því hvað ég get gert.

Hugs.


Pungdýrkun

Ég vaknaði úrill í morgun.  Já, stundum verður maður að vera úrillur.  Það á jafn mikið rétt á sér eins og að vakna í stöðugu partískapi.

Ég nenni annars ekki að tala mikið, fyrsta klukkutímann eftir að ég vakna.  Þarf að taka inn stemmingu dagsins og ná úr mér svefndoðanum. 

En í morgun rak á fjörur mínar "frétt" sem ég undir eðlilegum kringumstæðum hefði ekki látið pirra mig.  En í úrillunni gat ég ekki stillt mig um að urlast upp og kasta mér í gólf!

Gilzenegger, sem er með húmor sem hæfir hlandkoppi, verður að gera sig gildandi á einhvern máta, og efri hluti líkamans er greinilega ekki að standa undir væntingum.

Þá færir maður sig niður eftir boddíinu.  Og maður staðnæmist við hreðjarnar og lætur taka við sig viðtal, ma. um umhirðu þeirra.

"Það er fátt sem kemur hörðnuðum Íslendingi á óvart þegar Egill „Gillzenegger“ Egilsson er annarsvegar, enda hispurslaus með eindæmum.

Þó eru líkur á að einhverjar húsmæður í vesturbænum súpi hveljur á næstunni, því í viðtali í nýjasta tölublaði Monitors, viðurkennir Egill að hann raki á sér hreðjarnar daglega, en þó sé stundum „fínt að breyta til og fara í brasilískt vax af og til“. "

Nú er ég ekki húsmóðir í vesturbænum og ég sýp engar hveljur enda ýmsu vön.

En getur fólk ekki fengið raðfullnægingar af gleði yfir kynfærum og saurgati annars staðar en í fjölmiðlum?

En samt hef ég ákveðinn skilning á málinu.

A man´s gotta do what a mans´s gotta do.

Kikkmítoðebón.


mbl.is Daglegur rakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stick´em up

 

Þegar stelpurnar mínar voru litlar, þá fengu þær jafnt bíla og dúkkur.  Það var bara svoleiðis.

Þær fengu hins vegar aldrei morðtól til að leika sér að, þó ekki væri og ég sá ekki að "stelpudótið" hugnaðist þeim frekar en bílarnir og bílabrautirnar.  Verkfærakassann notuðu þær óspart, foreldrum sínum til mikillar hrellingar.

Og svo komu jól.  Við bjuggum í Svíþjóð.  Pakkaflóðið með póstunum var ótrúlegt.  Það sem sló í gegn það árið voru barnahljóðfæri frá Guslu systur minni, sem alltaf hefur haft sjúklegan húmor, svo ekki sé meira sagt.  Kvikindið á henni. (Love you honey).  Þar sem ég kunni ekki við að "ritskoða" jólagjafirnar, þá tók við tími hinna viðurstyggilegu hljóða.  Sara fékk lúður sem gaf frá sér ískrandi tóna, sem smugu í gegnum merg og bein.  Maysan fékk ámóta hljóðmengara og þær systur fundu á sér vanlíðan foreldrana og æstust í spileríinu sem aldrei fyrr.  Ég óskaði mér þess, nærri því, að hún hefði sent þeim hríðskotabyssu og skriðdreka.

Ég trúi því seintað börn séu með eðlislægan smekk á leikföngum og að sá smekkur inniberi löngun drengja til að leika sér að byssum og öðrum "dæmigerðum" strákaleikföngum.

Það er fullorðna fólkið sem gefur, með hegðun sinni og uppeldisaðferðum, tóninn í hlutverkamynduninni.  Á heimilinu og úti í þjóðfélaginu.

Dæmi; barn í vöggu. 

Strákur: Gússígússí litli maður, voða ertu stór, svo stór og sterkur.

Stelpa: Er hún ekki fallegust af öllum litla sæta stelpan, gússígússí.

Ég skal trúa þessu þegar rannsóknin er framin á alvörubörnum.

Þetta með apana er ekki marktækt.

Við erum fjandinn hafi það ekki apar.  Ekki enn að minnsta kosti.

Og farið svo að sofa í hausinn á ykkur.


mbl.is Vísbendingar um eðlislægan áhuga stráka á „strákaleikföngum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítur úr ólíkum áttum

Þau kvöld sem klósettauglýsingar á milli frétta er ekki bókstaflega troðið upp í andlitið á manni, með grútskítugt klósett sem sölutrikk, þá kemur þessi viðbjóður með konurnar og LU-kexið.

Halda auglýsendur að konur séu hálfvitar?  Svei mér þá, það hlýtur að vera, þeir geta amk. ekki þekkt konur með eðlilega heilastarfsemi.

Ég krullast upp í algjöran hnykil þegar þessu er nauðgað í andlitið á mér saklausri, þegar ég sit fyrir framan sjónvarpið.

Er enginn á sjónvarpsstöðvunum sem segir; nei, þetta gengur ekki, konur almennt verða band-klikkandi galnar.

Nei auðvitað ekki.  Zero auglýsingin slapp í gegn, "sællar" minningar. 

Þetta er svo helvíti paþettikk.  Konur henda sér fyrir framan sjónvarpið eins og það eigi að fara að sýna eitthvað stórkostleg, en það er þá LU-kexið sem kallar á þessa hjarðhegðun kvennanna.  Svo vælir ein, alveg búhú, mig langar svo að vinna´etta.  Búhú.

Give me a break.

Kannski er ég að skrifa um þetta, frekar en að fara hamförum út af hinum hrokafulla forsætisráðherra sem telur það "dæmalausa lágkúru" að VG vilji fá gefið upp kostnaðarverð á einkaflugvélagaleigu.  Svo er Geir Hilmar svo málefnalegur að hann kallar þingmenn VG gaggandi hænur.

Allir í vegg.

ARG


Gengið á ofbeldi

 

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á konu á veitingastað á Akureyri í september s.l.

Gengið á eftir eftirfarandi er sem sagt 30 daga skilorðsbundið og 145 þúsund í bætur:

"fyrir líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 22. september 2007, á veitingastaðnum Vélsmiðjunni, Strandgötu 49, Akureyri, veist að [X], þegar hún var á leið út af salerni staðarins og ýtt henni til baka þangað inn, þannig að til átaka kom er hann varnaði henni útgöngu jafnframt því sem hann reyndi að loka hurð salernisins að þeim, með þeim afleiðingum að hún hlaut roða og eymsli vinstra megin á höku, um 2 cm roðablett vinstra megin á hálsi, stórt óreglulegt roðasvæði yfir allri vinstri öxl, roða á bringu rétt neðan við viðbein beggja vegna, eymsli yfir viðbeini vinstra megin og yfir 2 rifjum þar fyrir neðan, einnig væg eymsli yfir 1 rifbeini, auk andlegrar vanlíðunar vegna þessa."

Þetta kalla ég ekki minniháttar ofbeldi gott fólk.  Og mér er spurn, hvað hefði maðurinn fengið fyrir að berja á bíl nágrannans?  Er að velta því fyrir mér samræminu á milli árása á fólk annars vegar og á dauða hluti (eignaspjöll) hins vegar.

Þarna hélt Þorsteinn á hamrinum.

Þetta heitir minniháttar árás í dómskerfinu.

Get a live.

Dóminn má sjá hér í heild sinni.


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni byrjað, þú getur ekki hætt

Össur er að ræða um orkumál og að agitera fyrir öryggisráðið og er staddur í Jemen og fer þaðan sem leið liggur til Djibúti og síðar áfram til Eþíópíu.

Djöfull er ég þreytt á þessu útstáelsi ráðamanna um allan heim. 

Svo er það liðið sem er í skilningsríka flokknum.  Það er fólkið sem talar um tíma- og vinnusparnað þegar tekin er á leigu einkaflugvél.  Það er fólkið sem leggur sig niður við að skilja hin eilfíu ferðalög meðlima ríkisstjórnarinnar á kostnað almennings.  Það er fólkið sem kaus annan hvorn stjórnarflokkinn og er búið að gleyma hvað málefnaleg umræða snýst um.

Ég vil ekki sjá að við séum í þessu öryggisráðsframboði.  Bara alls ekki.  Þetta er hégómi.

Ég vil ekki sjá að Össur Skarphéðinsson andskotis út um allar koppagrundir í einhverjum blabla-tilgangi, þegar við almenningur fáum skýr skilaboð um að herða sultarólina, spara og að partíð sé búið.  Ég er reyndar ekki í flatskjá- og jeppaklúbbnum og ég losaði aldrei almennilega viðkomandi sultaról.  Ég reyni bara að vera skynsöm.  Ég þarf ekki að vera með timburmenn yfir peningasukki.  Það eru aðrir í því.

Og svoteljast það fréttir að Össur hafi haldið lífi.  Ég er á lífi.  Það eru allir sem ég þekki á lífi, síðast þegar ég vissi, fyrir utan þá sem eru formlega látnir og í kirkjugarðinum.

Í dag fljúga Geir og Björgvin í einkaflugvél til Svíþjóðar.  Kostnaðarauki frá venjulegu flugi er tæplega milljón.  Í mínum bókum er milljón milljón en burtséð frá því er þetta spurning um að haga sér eftir efnum og aðstæðum, ekki eins og maður sé billjóneri sem ferðast á eigin kostnað. 

Þarna sannast hið forkveðna (í Pringles auglýsingunni):

EINU SINNI BYRJAÐ, ÞÚ GETUR EKKI HÆTT.

Andskotans rugl.

Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása.


mbl.is Össur: „Við héldum lífi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðið í svefnherberginu

 pd_arguing_080129_ms

Ég er andstæðingur stríðs.  Hef alltaf verið og mun alltaf verða.  En sjálf stend ég í einu.  Við minn heittelskaða og það sér ekki fyrir endann á því, síður en svo.

Við deilum svefnherbergi (ji, þvílíkur ólifnaður) og við erum með ólíkar skoðanir á hvernig manni líði best í viðkomandi herbergi.  Ég vil hafa slökkt á ofni, hann ekki.  Ég vil hafa galopinn glugga, hann vill hafa hann opinn upp á fjóra og hálfan millimetra.  Ósættanlegur ágreiningur eins og berlega hefur komið í ljós.

Nú veit ég að stríð kallar það versta fram í mannfólkinu.  Svo er um okkur.  Þrátt fyrir að hér sé unnið í heiðarleikaprógrammi, sanngirni í samskiptum höfð að leiðarljósi í mannlegum samskiptum, þá hafa allir góðir eiginleikar fokið út í hafsauga í stríðinu um stöðu hita og andrúmsloft. 

Við ljúgum eins og sprúttsalar hvert að öðru.

Hann læðist inn í svefnherbergið fláráður á svip og ég garga: "Ekki hækka á ofninum" og hann: "Nei, nei, ég er ekkert að því" og svo fer hann og kyndir eins og mófó.

Svo ég bíð.  Hann sofnar og ég læðist inn.  Klifra upp í fjandans gluggann (hef nokkrum sinnum slasað mig þó nokkuð í myrkrinu) og opna gluggann upp á gátt, svo skrúfa ég fyrir ofninn.  Meðalhófið er löngu fokið út í hafsauga.  Þetta er orðið do or die dæmi.

Hann vaknar.  Hóst, hóst.  Ásakandi segir hann: "Þú hefur slökkt á ofninum".  Ég; "Nei, ég hef ekki snert hann". 

Svo koma léttar ásakanir um hver hafi gert hvað.  Svo knúsumst við og ég hugsa (og örugglega hann líka), "láttu þér ekki detta í hug að ég gefist upp".  Og þannig höldum við áfram við þessa uppáhalds iðju okkar.

Munið þið eftir myndinni "War of the roses"?  Við stefnum þangað.  Ég er að segja ykkur það.

Svona eru svefnherbergisæfingarnar í Seljahverfinu á þessu herrans ári.

Farin að skrúfa hitastillirinn af ofninum.  Ég ætla að henda honum.

Súmíhonní.


Bloggið mitt er ekki klósett

 

Stundum kemur fólk inn á síðuna mína (og annarra líka ó já) sem er með andlega hægðartregðu á háu stigi.  Oftar en ekki er þetta nafnlaust fólk, og það kemur og reynir að losa um meltingartruflanirnar inni í kommentakerfinu.

Ég loka á þá.  Amk þá sem eru hvað óuppdregnastir.  Ekki málið.

Svo er einn og einn bloggari sem hægir sér á síðuna mína.  Það er ekki fallega gert. 

En þetta gerist sem betur fer afar sjaldan og er alls ekkert að trufla mig þannig lagað sé.

En það sem varð tilefni til bloggskrifa um ritsubbur, svona almennt, er að ég furða mig alltaf á því hvað fólk er að vilja inn á blogg sem fer í taugarnar á því.  Afhverju er fólk að lesa sér til pirrings og ógleði?  Ég hreinlega botna ekkert í því.

Það toppar svo allt þegar viðkomandi pirringsfólk laumar inn eitraðri athugasemd, sem hefur ekkert með innihald færslunnar að gera og þá verð ég miður mín af vorkunnsemi með viðkomandi.

Af hverju er fólk að gera sér lífið svona erfitt?

Komið til mín elsku dúlludúskarnir mínir og ég skal gefa yður laxerolíu.

Þetta langaði mig að setja fram sem fyrirbyggjandi aðgerðir.

Bloggið mitt er ekki klósett.

Ég er farin að horfa á Presley tónleika.

Hann var kjút áður en hann hætti að vera það.

Allir út að k....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband