Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Mánudagur, 28. apríl 2008
Örlagakrúttið hún móðir mín
Ég var að tala við mömmu mína í kvöld. Hana Önnu Björg, bestu mömmu í heimi. Hún er 79 ára, sæt og flott og ferlega mikill kventöffari og tekur allt á mýktinni eins og alvöru töffurum sæmir.
Á laugardaginn var hún að kaupa sér brauð í Koló og pabbi sat út í bíl og las Moggann. Það vildi ekki betur til en svo að mamma hrasaði og datt beint á andlitið. Hún reyndi að standa upp,öll í blóði og þá dreif að hjón á besta aldri.
Þau: Æi þú hefur dottið illa, ertu full vinan?
Mamma; (drekkur ekki, hefur ekki drukkið og mun sennilega ekki taka upp á því úr þessu), gleymdi hörmungum sínum og spurði: Af hverju dettur ykkur í hug að ég sé full????? Alveg til í að opna umræður um mögulegan drykkjuskap sinn, með blóðtaumana niður á hvíta blússu og jakka og mögulega beinbrotin.
Maðurinn: Jú sjáðu til vinan (alltaf vinan þegar fólk er orðið aldrað), það liggur brotin flaska þarna á götunni og ég hélt að þú ættir hana.
Mamma alveg: Ég skil, athyglisvert!
Annars slapp móðir mín bæði við nefbrot og axlarbrot, en er öll marin með glóðarauga eftir fallið.
En það kraumaði í henni kátínan yfir því að einhverjum hefði mögulega getað dottið í hug að hún væri full. Það held ég að hafi toppað hjá henni daginn.
Hún mamma mín er örlagakrútt.
Algjör dúlla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 28. apríl 2008
Eilífar asskotans málamiðlanir
Ég er að drepast úr leti en er samt búin að afreka það að fara og passa yngsta barnabarnið mitt smá stund á meðan mamman skrapp aðeins.
Við sátum úti í sólinni ég og dúllan hann Hrafn Óli. Hann var með basebollhúfu öfuga á höfðinu, og amman urlaðist í krúttkasti. Mynd seinna.
En um daginn skrifaði ég eitthvað um að maður ætti aldrei að segja aldrei, enda hef ég margoft þurft að éta ofan í mig, mínar eigin yfirlýsingar.
Ég er reyndar ekki enn farin til Ameríku, en það er ekki vegna þess að ég var einu sinni svo mikill kommi, að ég vildi ekki fara þangað, því enn er ég nokkurskonar kommi en vill gjarnan fara til NY og New Orleans. Út af músíkinni sko. Hólímólí. Ég hef bara ekki efni á að skreppa. Þverbrotin yfirlýsing, í huganum gerir mig seka um málamiðlun við sjálfa mig. Frusssssssssss.
En ég er dedd á því enn að kjósa ekki íhaldið, bara svo ég komi því á framfæri einu sinni enn. No way Hosé.
En þegar ég las visi.is áðan brá mér í brún. Það eru fleiri en ég sem éta ofan í sig alls kyns heitstrengingar.
Kolla Bergþórs (titluð stjörnublaðamaður á visi.is) er á leiðinni yfir á Moggann með Ólafi Steph. Hún sem ætlaði aldrei þangað. Þetta sannar bara það sem ég er að halda fram, sí og æ, lífið er ein andskotans málamiðlun. Nema hvað.
Mér finnst Kolbrún skemmtilega skrýtin, sérviskunnar kona og aldrei fyrirsjáanleg. Aldrei hefði mér dottið í hug að hún myndi t.d. fíla bókina um negrastrákana, en hún varði hana kjafti og klóm. Ég fatta ekki það sjónarmið en ég ber virðingu fyrir kerlunni.
Mogginn má vera lala heppinn ef ekki bara mjög heppin með að fá Kollu yfir til sín. Hún er tvímælalaust fengur fyrir blaðið.
En nú er ég farin að huga að útför flugunnar ógeðslegu, sem var drepin hérna áðan, þar sem hún lá ósjálfbjarga á stofugólfinu, af manni sem ég þekki frekar náið.
Megi guð vera kvikindinu náðugur og ég vona að hún mæti mér ekki í einhverju karmadrama þegar ég er öll.
Síjúgúddpípúl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 28. apríl 2008
RIP
Ég sat hérna í rólegheitunum áðan og las. Jájá, bara lesandi á præm tæm, sko vinnutíma. Ég er hyskin og ömurleg húsmóðir, ég veit það.
En aftur að mér þar sem ég sat og las skemmtilega bók. Segi ykkur frá henni seinna. Ég var með kaffibolla í hönd, sígarettu í munnviki, dásamlega sjarmerandi en það voru engin vitni að því. Og ég heyrði suð, lágvært suð og ég hélt að Bördí Jennýjarson, sem hangir að venju uppi á bókaskáp, væri að prófa nýtt sánd. Þess vegna var ég agjörlega kúl.
Suðið ágerðist, ég varð öll óróleg innan í mér. Mér varð litið á jurtina ógnarstóru við stofugluggann og mundi eftir flökkusögu, sem kannski var ekki flökkusaga eftir allt saman. Munið þið eftir sögunni um tarantúlluna sem átti að hafa fundist við rætur drekatrés eða svipaðrar jurtar? Hérna í höfuðborginni sko? Djö.. sem það er óhugguleg saga.
En hvað um það. Ég magnaðist öll upp í geðveikinni við tilhugsunina um að ég væri með risakönguló í þessari einu jurt sem tekist hefur að halda lífi í hérna við hirðina. Ég var ein í húsinu, húsband við útréttingar út í bæ. Það mátti heyra saumnál detta, fyrir utan suðið auðvitað. Bördí var saklaus, því hann var sofandi upp á bókastafla. Bzzzzzzzzzzzzzzzzzz, heyrðist og það magnaðist og efldist.
Fæturnir voru við það að gefa sig. Átti ég eftir að deyja hér, fyrst kvenna í Norðurálfu sem finnst myrt á heimlii sínu og morðinginn viðbjóðsleg tarantúlla?
Ég gekk á hljóðið vopnuð glasi. Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz, bzzzzzzzzzzzzzz, heyrðist nú greinilega.
Ég gekk fram á viðurstyggilega Humlu eða hunangsflugu sem eru svo sætar í bókum og þegar þær blogga (fluva, ég elska þig), en í návígi eru þær martröð skordýrahræddrar konur. Flugan var 18 fermetrar á breidd og eitthvað svipað á lengd, og hún virtist ekki geta flogið.
Ég öskraði og hringdi í húsband og veinaði; komdu heim strax, það er Humla í stofunni.
Hann hélt nú ekki, var á bílaverkstæði að láta meta skemmdir á bíl sem komu á atvinnutækið um helgina. "sjáðu um þetta sjálf kona, hvaða óhemjugangur er þetta?".
Ég er að skrifa þetta í lappanum inni í eldhúsi. Ég er flúin þangað. Símalaus og allslaus. Mér segir svo hugur að ég hafi tapað fyrir skordýri.
Ég er gránduð á eigin heimili.
Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz færist nær.
Ég þakka ykkur skemmtunina. Lífi mínu er að ljúúúúúkkkkaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa.
Rest in pease.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 28. apríl 2008
Rottweiler snöggir að vanda
Var að sjá þessa snilld inni hjá Heiðu bloggvinkonu.
Þar sem þetta myndband er í beinu framhaldi af færslunni um Atla Húnakonung, varð ég að leyfa ykkur að njóta.
Rottweiler snöggir að bregðast við.
Algjört dúndur.
Reykjavík - Belfast
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 28. apríl 2008
Atli Húnakonungur
Gas-gas-gasmann eða Atli Húnakonungur með piparúðann var að beita honum "rétt". Hann var að beita honum eins og gert er í löndunum "sem við berum okkur saman við". Hvaða lönd geta það mögulega verið?
Hvaðan var Atli Húnakonungur ættaður? Mongólíu held ég.
Ber löggan sig saman við USA, Ísrael, eða Írak við beitingu piparúða?
Ef þessi froðufellandi geðveiki sem löggumaðurinn virtist haldinn er að erlendri fyrirmynd, þá held ég að við ættum að bera okkur saman við aðrar þjóðir sem eru ögn mannúðlegri í framkomu. Eða (guð hjálpi mér) setja okkar eigin reglur um meðferð á fólki við þessar aðstæður.
Það er gott að lögreglan ber ekki skotvopn. Er að hugsa um manninn í NY sem löggan þar skaut og var óvopnaður. Það var verið að sýkna lögregluna.
Ég er heitur andstæðingur ofbeldis en ég geri mér grein fyrir því að við ákveðnar aðstæður þarf lögreglan að geta gripið til örþrifaráða og beitt þá fyrir sig þessum andskotans piparúða.
En ég þori að éta hattinn upp á að þarna var notkun eiturgass engin nauðsyn.
Ég er enn með martraðir út af Atla.
Ég vil ekki mæta honum í myrkri.
Góðan og ofbeldislausan dag.
Rétt aðferð við beitingu piparúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Smáa letrið
Ég skil ekki tryggingarfélög. Er örugglega ekki ein um það, en það er sama. Ég er ein af þeim sem nenni aldrei að lesa smáa letrið og er því þægilegur viðskiptavinur alls staðar þar sem gerðir eru samningar.
TM segir að skemmdirnar á bíl Sturlu séu ekki sitt mál. Halló! Bílinn stendur kyrr á löglegum stað og hann verður fyrir "óeirðum" og tryggingafélagið yppir bara öxlum. Ísskápur springur bara eins og ekkert sé sjálfsagðara vestur í bæ og tryggingarnar borga það ekki heldur.
Þarf maður að kaupa ísskápasprengitryggingu?
Eða kjurrálöglegustæðiogbíllinnerskemmduróvartíóeirðumþannigtryggingu?
Þarf ég að liggja lárétt ef ég fæ bók í hausinn eða má ég vera standandi í báðar?
Verð ég að vera í kraftgallanum, með endurskinsmerki, lambhúshettu og eldingavara ef ég fæ loftstein í hausinn?
Ég held að ég fari og rýni í smáa letrið á tryggingarsamningnum. Kannski þarf ég að kaupa mér óeirðatryggingu.
Helvítis óöryggi.
Gleðilegan mánudag addna.
Og Sturla var flottur á göngunni í dag. Ætli maður verði ekki að fara að labba með manninum?
Einn fyrir alla - allir fyrir einn.
Nú brest ég á með söng. Maístjarnan er vel við hæfi.
Sturla: Ég berst fyrir ykkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Ég á leiðinni í frambjóð?
Æi mér hefur alltaf þótt hann Ástþór svo mikið krútt. Svona jólasveinakrútt. Svo er það þannig að ef fólk er ekki með CV úr ráðuneytum, pólitík eða öðrum forfrömuðum lókölum samfélagsins, þá er litið á það sem bilað, ef það býður sig til forseta. Ég stend með því fólki, alveg klárlega.
Allir muna eftir Pétri Hoffmann, hann reið ekki feitum asna frá sínu framboði, þessi fjörulalli. Annars sagði pabbi mér, einu sinni þegar við fórum í fjöruferð að týna kuðunga, rétt hjá kofa karlsins, að það væri talið að Hoffmann hefði fundið miklar gersemar í fjörunni og væri því ríkur maður.
En þetta var útidúr.
Nú er það sem sagt ljóst að Ástþór býður sig ekki fram að þessu sinni.
Hvað með hana Sigrúnu úr Vestmannaeyjum? Hún skellti sér í framboð og var algjör nóboddí og fólk þusaði um að það væri svo dýrt að fara í forsetaframboð, vitandi að maður á ekki séns í helvíti að vinna. Sko dýrt fyrir þjóðfélagið.
Lýðræðið kostar, bara svo þið vitið það.
Ólafur Ragnar er þá öruggur. Eða hvað?
Ég hef ekki sagt mitt síðasta orð um hvort ég fer fram.
Ég á eftir að tala við mína nánustu og bera saman bækur mínar við stuðningsmennina.
Þeir eru nokkuð margir. Jájá.
Farin að ráða ráðum.
Úje.
Ástþór býður sig ekki fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Árni á aðdáenda - montfærsla Össurar
Ég er í sunnudagsfíling og er að moka út úr skápunum og nú liggur þessi feita fatahrúga á herbergisgólfinu og bíður eftir að ég geri eitthvað við hana.
En hvað á ég að gera? Fötin eru heil, ágæt alveg, þó ég segi sjálf frá, og ég er að berjast við vinstri mannúðarmanninn í mér. Á ég að skutla þessu í poka eða gefa það niður í Rauða kross eða Hjálpræðis? Hugs, hugs. Þá þarf ég að þvo góssið. Æi nenni því ekki, hendi bingnum.
Og ekki orð um það meir.
Ég er að fá gesti í kaffi á eftir, verð auðvitað að flýta mér, en sit hér og reyki eins og sprúttsali við tölvuna (uss ekki segja), er sem sagt í pásu.
Ég ætlaði ekki að pirrast út í "ráðamenn" og næturfrömuði í dag, en svo asnaðist ég inná eyjuna illu heilli. Þar var Össur efstur á blaði. Mikið andskotans vitleysan alltaf og montið í honum Össuri. Nú mærir hann sjálfa sig og dýralæknirinn og svo flatterar hann Geir Haarde (hafið þið tekið eftir því hvað Haarde er orðinn rosalega pirraður í viðtölum, alveg; ég ætla ekki að svara þessu, eða ég var búinn að segja þér það- fílingur? Ég held að það sé einkaþotan sem orsakar þetta, þær gera manni hluti).
Það er ekki nýtt að Össur monti sig og mæri. En mér finnst gott að vita að Árni er með aðdáenda. Var reyndar farin að vorkenna manninum yfir að vera sá óvinsælasti fyrr og síðar, en sem betur fer; Össur hreinlega elskar hann. Þeir einir geta staðið keikir og haldið í taumana á þessari firrtu þjóð.
Hér er monthaninn!
Lífið er bölvuð tík, ég segi það satt.
Muuuuuuuu
Farin að henda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Plís gefðu mér utanundir
Ég er dásamleg mannvera sem svíf um meðal manna og gef þeim tilgang með lífi sínu. Fólk verður aldrei samt eftir að hafa dvalið í unaðslegri nærveru minni.
Kostir mínir eru ótal margir, hvar á ég að byrja? Ég tek þá helstu:
Fegurð að innan sem utan. Fjölhæfni, örlæti, hnyttni, manngæska, listræna, dugnaður, ofurminni, góð heyrn og unaðslegir olnbogar.
Minn helsti kostur, sem mér hættir til að gleyma að minnast á, en er sem betur fer sýnilegur í skrifum mínum en hann er auðvitað hógværðin, sem er beinlínis að drepa mig.
Allir elska mig og dá.
Þess vegna skil ég Renee ógeðslega vel þegar hún segist elska að láta fólk vera dónalegt við sig af því þá líður henni eins og venjulegu fólki.
Ég og Renee erum í sömu sporum hérna. Við erum betri en annað fólk, aðeins fullkomnari og verðum þess vegna aldrei fyrir leiðinlegum flugfreyjum. Oh, óþolandi.
Ég er svo óheppin að hafa ekki lent á leiðinlegum flugfreyjum fyrir utan eina hjá útlendu flugfélagi og auðvitað þekkti hún mig ekki og var því eins og bölvaður fauti við mig.
Æi það er svo erfitt að vera betri en allir aðrir. Mig langar til að fá á kjaftinn við kjötborðið ef karlinn þar er í vondu skapi (eins og allir hinir), ég vil láta manninn í sjoppunni hella úr kókflösku yfir hausinn á mér af því Liverpool hefur tapað í fótbolta og svo vil ég láta kerrumanninn í Bónus vaða með vagninn í lappirnar á mér þegar hann er orðinn þreyttur á slóðunum sem skilja kerrurnar eftir út um allt.
Það er lífið. Þannig lifir venjulegt fólk.
Ekki gyðja eins og ég.
Dem, dem, dem!
Eins og venjulegt fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Blóðfurstinn ógurlegi
Húsbandið á afmæli, hann fékk að ráða sjónvarpsglápi kvöldsins.
Myndin sem "við" ákváðum að horfa á er "The exorcist, the beginning". Það má svo sem koma fram að það var ekkert nema Yaya sisterhúddið sem seinni valkostur í stöðunni.
Ég horfði á "The Shining" fyrir misskilning 198-tíuogeitthvað og hef síðan ekki borið mitt barr. Í fleiri mánuði gat ég ekki gert upp við mig hvort ég ætti að sofa með ljósið kveikt eða slökkt, þar sem ég var skelfingu lostin vegna helvítis myndarinnar. Here´s Jhonny, hefur meitlast óafturkallanlega inn í sálina í mér. Þetta leiddi til ákvörðunar. Aldrei myndi ég horfa á djöflahryllingsmyndir, né aðrar, ef út í það er farið.
En nú skyldi vaðið í særingarmanninn. Ég tolldi í hálftíma, en þá var mér orðið óglatt, hjartað komið upp í háls og mér varð ljóst að ég var stödd mitt í minni eigin sjálfspyntingu.
Ég: Heyrðu, af hverju erum við að horfa á þennan viðbjóð.
HB: Þetta er spennandi. Þetta er bara ævintýri. Þú veist að þau enda öll vel.
Ég: (pirruð) en ef þau enda vel og við vitum það, getum við ekki bara gert eitthvað annað, mér er óglatt.
HB: Þetta er bíómynd, óþarfi að láta eins og þetta séu aftökur í beinni.
Ég játa það að stundum skil ég ekki karlmenn og alls ekki þann sem ég gekk með upp að altarinu síðast þegar gifti mig. Ég vissi ekki að ég væri að giftast blóðfurstanum ógurlega.
En ég er á netinu og afmælisbarnið situr og horfir án þess að skammast sín. Verð að játa að þetta er nýr eiginleiki hjá manninum, ekki skammleysið sko, heldur áhuginn á særingamanninum.
Nú þori ég ekki að fara að lúlla. Hvað veit ég nema hann tæti mig í öreindir sínar, þar sem ég ligg blásaklaus í rúminu. Ég held að hann sé haldinn einhverjum anda.
Muhahahahahahaha!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987243
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr