Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hinn vafasama gullmola dagsins hlýtur.....

 

Hvernig gerðist þetta?

Að Páll útvarpsstjóri fari fram með hótunum í garð G.Péturs Matthíassonar, vegna myndstúfsins sem hann á í fórum sér og ber geðprýði og auðmýkt forsætisráðherra þjóðarinnar fagurt vitni?

Gæti verið að hringt hafi verið frá skrifstofu forsætisráðuneytisins og Páli sett fyrir verkefni dagsins?

Að sauma að GPM?

Ég held það.

Þannig gerast hlutirnir á gamla og ónýta Íslandi.  Þessu Íslandi sem engum viti bornum manni langar til að halda í lengur.  Nema ef vera skyldi þeim öfáu mönnum sem hafa hag af.

Þjónkun embættismanna er gömul og greinilega ný saga.

Á nýja Íslandi sem verður gegnsætt, laust við foringjadýrkun og undirlægjuhátt verður skellihlegið að svona tilburðum valdsins eða réttara sagt það mun enginn reyna svona taktík einfaldlega vegna breytts hugafars á landinu.

Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sjá þetta myndband.

Ég vildi gjarnan sjá fleiri ef til eru.

Svo gef ég Páli Magnússyni hinn vafasama gullmola dagsins fyrir þjónkun og undirlægjuhátt.

Sem er töluvert afrek hjá Páli á þessum dögum þar sem framboðið af geðluðrum er í sögulegu hámarki. 

Svo legg ég gjarnan í púkkið fyrir lögfræðikostnaði ef einhver verður hjá G. Pétri Matthíassyni.

Ég heldi nú það eins og kerlingin sagði forðum um leið og hún sló sér á lær.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djö... sem við erum flott

Auðvitað fer það ekki fram hjá nokkrum manni sem hefur augu og eyru í fullri funksjón að stór hluti þjóðarinnar vill fá að endurnýja umboð stjórnmálamanna til að fara með mál fólksins.

Málið er að það virðist ekki skipta nokkru máli.  Ríkisstjórnin hefur ákveðið að "bjarga" okkur frá sjálfum okkur hvort sem okkur líkar það betur eða ver.

Í gróðærinu fór ég oft hjá mér yfir að vera Íslendingur. 

Ég fór hjá mér þegar nýinnfuttu bílabreiðurnar voru sýndar í sjónvarpinu.  Þær teygðu úr sér við Sundahöfnina svo langt sem augað eygði.

Ég fór líka hjá mér þegar það kom í fréttum að Íslendingar hentu nýjum hlutum í gáma til að kaupa nýja.  Rándýrir hlutir fóru í ruslið, dansinn í kringum gullkálfinn var í algleymingi.

Ég fór oft hjá mér þegar ég heyrði og las um sjálfhælni Íslendinga sem töluðu fyrir okkar hönd á erlendri grundu.  Þegar þeir höfðu dregið þá ályktun að við værum best í heimi, klárust og með einhverja vitneskju um fjármál sem enginn annar í heiminum hefði.

Jabb, það var stundum erfitt að vera Íslendingur á þessum tíma.  Gróðærið var í algleymingi þó það hafi sem betur fer aldrei náð tökum á undirritaðri nema þegar hún missti sig í fatabúðum en það hefur sögu um að gerast á öllum tímum.  Í upp- og niðursveiflum.  Ég biðs hér með afsökunar á því.  Ér er nú hrædd um það ójá.

Stoltið yfir að vera Íslendingur lýsti því nær algjörlega með fjarveru sinni á þessum tíma.  Reyndar hef ég aldrei verið sú sem grætur yfir þjóðsögnum, nema auðvitað þegar hann er rappaður og þá úr hlátri.

En á undanförnum vikum hefur áhugaleysi nú eða aumingjahrollur yfir þjóðerni mínu horfið smátt og smátt.

Nú er ég svo stolt af því að vera Íslendingur að ég tárast með reglulegu millibili.

Stoltið náði hámarki sínu í gærkvöldi á borgarafundinum.  Það svall í brjósti mér svo ég verði smá væmin.

Íslendingar eru seinþreyttir til vandræða.  Þeir stökkva ekki á næsta mótmælaskilti fyrir hvaða lítilræði sem er, en núna hafa þeir hrist af sér slenið, sleppa því sem þeir eru að gera og steðja á borgarafundi og mótmæli.

Það þarf kannski kreppu til að fólk sýni úr hverju það er gert.  Á góðæristímum er meiri ástæða til að lúlla af sér óréttlæti. 

Íslendingar eru amk. búnir að fá nóg og þeir sýna það með aðgerðum.  Þeir mæta.

Í dag er ég stolt af þjóðerni mínu.  Fyrst núna finnst mér að við eigum inni fyrir því.

Ég er hreinlega ástfangin af okkur almenningi.

Djö... sem við erum flott.


mbl.is Tæp 70% vilja flýta kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðlega fyllum við Egilshöll (þrátt fyrir að við séum ekki þjóðin sko)

Fundurinn í kvöld var ótrúlega öflugur

Þvílíkur fjöldi af fólki samankomin og stemmingin var áþreifanleg.

Allir fummælendur voru kraftmiklir og góðir en Margrét Pétursdóttir verkakona, kom sá og sigraði.

Hvar hefur þessi frábæra kona falið sig fram að þessu?

Það er ógleymanlegt að upplifa samkenndina sem ríkti á fundinum í kvöld og það gerir það að verkum að ég trúi að almenningur geti flutt fjöll ef honum dettur það í hug.

Samtakamátturinn er nefnilega öflugt tæki.  Við Íslendingar erum að komast að því þessa dagana.

Ráðherrarnir voru ráðherrar, ekkert nýtt þar að fá en þeir mættu flestir og fá plús í kladdann fyrir það.

Mér fannst þó að ISG hefði mátt skilja hrokann eftir heima því hann skein klárlega í gegn á tímabili.

Hún talaði um að það væri ekki endilega þjóðarvilji sem endurspeglaðist í troðfullu Háskólabíói.

Reyndar hef ég engan heyrt sem heldur því fram að fundargestir á borgarafundum eða mótmælum á Austurvelli séu að gera tilkall til neins annars en að á þá sé hlustað, að hætt verði að ljúga að þjóðinni, svo bljúgar óskir okkar séu nefndar.

Hvað um það, meirihluti almennings í þessu landi vill kosningar á nýju ári og framhjá því verður ekki horft.

Og við hættum ekki fyrr en þeirri ósk verður framfylgt.

Sorrí, en þannig er nú það þið sem eruð í miðjum friggings björgunarleiðangri.

Bráðlega fyllum við Egilshöll.

Þetta í kvöld var aðeins æfing.

B.t.w. Geir var ferlega hissa á hvað margir voru á fundinum. 

Geir vakna, átta sig og hrista af sér slen.

Djísús.


mbl.is Bankaleyndina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum hátt svo það heyrist!

Það er sorglegra en tárum taki að stjórnarandstaðan komi með tillögu um vantraust á ríkisstjórnanna, segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.

Árna Páli var stórlega misboðið, það var verið að trufla bráðnauðsynlega vinnu við björgunarstörf með þessum plebbalega lýðræðisgjörningi.

Það er skömm að þessu sagði Árni Páll og hann var gráti nær vegna þessara heimskulegu barnaláta í stjórnarandstöðunni.

Og hann barði margoft í borðið og ræðustólinn hristist af sömu vandlætingunni og þingmaðurinn.

Djöfullinn sjálfur, maður sofnaði þó ekki yfir asnalegum reiðilestri Árna Páls þó með ólíkindum væri og bæri lýðræðisást þingmannsins ekki mjög fagurt vitni.

Af hinum ræðum stjórnarmanna, bæði ráðherra og þingmanna varð mér ljóst að þetta fólk annaðhvort vill ekki eða er ófært um að skynja að þetta snýst ekki um það, stöðu þess, stóla, bíla eða launaseðla.

Það snýst ekki um flokka, hægri eða vinstri, upp eða niður.  Þetta snýst um vilja fólks í þessu landi og rétt þess til að fá að tala með atkvæðinu sínu nú þegar meirihlutinn hefur ekkert traust á stjórninni lengur.

Stjórnarandstaðan er að hlýða kalli fólksins og fara fram á vantraustyfirlýsingu og beiðni um kosningar með þeirri lýðræðislegu aðferð sem í boði er.

Hún er að sinna hlutverki sínu.

Og fyrirgefið meðan ég bregð mér frá og æli þegar ég hugsa um helvítis montið og hrokann í iðnaðarráðherra, sem lét að því liggja að það væri eðlilegt að vera ungur og reiður, hehehe, hann var það sko sjálfur, en auðvitað ekki lengur því hann er fyrir löngu kominn á ríkisspenann og ekki á þeim buxunum að sleppa tökunum meðan kostur er.

Niðurstaða: Það er eins gott að við almenningur færumst nú í aukana.  Ríkisstjórn Íslands er ekki að hlusta.

Höfum hátt svo það heyrist!

Allir í Háskólabíó kl. 20.00 í kvöld.


mbl.is Stöðva þurfti þingfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í sleik á opinberum vettvangi

Hvað er í gangi, hugsaði ég þegar ég sá þessa frétt sem er mest lesna fréttin í Mogganum í dag.

Hafandi ofurtrú á samlöndum mínum sem hafa varpað öllum hégóma fyrir róða í kreppunni taldi ég víst að nú hefði hvorki meira né minna sést til einhverra í ríkisstjórninni í sleik á opinberum vettvangi og þess vegna væri viðtengd frétt lesin upp til agna.

Hélt að hrjáðar sálir í ofannefndum hópi hefðu dottið ærlega í það og lent í heví hankí pankí á einhverjum bar.

Ónei, ekkert tilfinningarugl í íslenskum ráðamönnum, hvað hafði gerst?

Einhver nóboddí úti í heimi hafði verið að kyssa og knúsa annan nóboddí inni á samkomustað í Ameríku.

Halló, halda sig við efnið hérna.

Þessar hugleiðingar mínar um atlot á almannafæri eru í rauninni bara kjaftæði og fíflaskapur.

Mér gæti ekki staðið meira á sama.

Ég minni ykkur á að klukkan 14,40 verður bein útsending frá Leikhúsi fáránleikans við Austurvöll og í kvöld er skyldumæting fyrir allar hugsandi manneskjur í Háskólabíó á borgarafund klukkan átta.

Og hættið svo að pæla í hver er að hreinsa kokið á hverjum.

Lalalala

Súmí.


mbl.is Sáust kyssast og knúsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er alki og nikótínfíkill

 

ulpa

Ég er alki, ég get dílað við það.  Ég vinn í að vera edrú og ég höndla það prýðilega.  Mér hefur sjaldan liðið betur ef ég á að vera skammarlega hreinskilin. 

Ég er nikótínfíkill og ég get ekki dílað við það.  Ég vinn ekki í að hætta en það má segja mér til nokkurra málsbóta að ég hef minnkað það um meira en helming eftir að ég flutti hér niður í Teigahverfi og fer út til að reykja.

Ég er ekki hrifin af úlpum, hef meira að segja skrifað um það heitar færslur en þær voru skrifaðar fyrir kreppu.  Á þeim tíma sem maður gat leyft sér að vera með lúxusvandamál með dassi af attitjúdi.

Og enn er ég að ganga í gegnum úlpuhaturstímabil.  Hvað get ég sagt, veðráttan gerir mér hluti.

Ég verð nefnilega að klæðast einni forljótri og þræl hlýrri við mína nikótíniðkun úti í garranum.

Í úlpu missir kona kvenleikan og í mínu tilfelli gerast fleiri og stórkostlegri útlitsbreytingar á mér en mér er unnt að þola til langframa.

Sjáið fyrir ykkur kúlu.  Sjáið svo fyrir ykkur konu.

Já, rétt skilið ég verð kúlukona.

Þess vegna hef ég tekið ákvörðun.

Ég verð búin að drepa í fyrir jól.

Það er ekki hægt að vera hipp og kúl í vatteraðri úlpu með skinnkant á hettu.

Bara alls ekki.

Það er heldur ekki hægt að beina fingri ásakandi að t.d. eiginmanni og skamma hann fyrir umgengni eða eitthvað.

Því viðkomandi eiginmaður hristist bara af hlátri og segir; ekki reyna að vera ábúðarfull í þessum klæðnaði.  Það missir algjörlega marks.

Mark my words, ég verð hætt að reykja fyrir jól.

Cry me a river


..og ég klökkna oft á dag

Það er svo hressandi að horfa á Silfur Egils þessar vikurnar.

Það blæs mér von í brjóst að heyra frá öllu þessu "óþekkta" fólki sem hann hefur boðið í þáttinn undanfarið því þar kveður við nýjan tón.

Þarna kemur fólk sem er ekki hrætt við að tjá skoðun sína og það gagnrýnir hikstalaust.  Fólk sem ekki er múlbundið í pólitískum flokkum.

Fólk sem hefur lagt heilmikla vinnu í að rannsaka mál og leita svara við þeim fjölmörgu spurningum sem brenna á almenningi í þessu landi og stjórnvöld skirrast við að svara.

Það er af sem áður var.

Svei mér þá að það liggur við að ég klökkni oft á dag núorðið.  Sennilega vegna þess að áfallið og óvissan gerir mig meyra.

En eftir þennan þátt Egils þá hugsaði ég með mér að það væri svo sannarlega von um breytta og betri tíma með allt þetta frábæra fólk í grasrótinni.  Fólk sem ég er viss um að gæti haft áhrif til hins betra við að byggja upp nýtt Ísland.

Þegar búið er að sparka gömlu gildunum og talsmönnum þeirra svona nánast út í hafsauga.

Mikið rosalega er það hressandi að heyra frá nýju fólki.

Takk fyrir góðan þátt og nú veit ég að við megum engan tíma missa.

Það er svo margt ljótt í gangi bak við tjöldin.

Kosningar takk.

SILFRIÐ


mbl.is Stjórnmálakreppa ríkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guði sé lof fyrir heila í lofttæmdum umbúðum!

Mér fannst ekki leiðinlegt að sjá þessa nýju skoðanakönnun til að fá það staðfest sem ég þegar vissi að ríkisstjórnin er að verða með óvinsælli ríkisstjórnum sögunnar.

Og það fjarar undan, meira og meira.  7 af hverjum 10 styðja hana ekki.

Svo segir Bjarni Ben eitthvað á þessa leið í fréttinni. 

"Við erum á leiðinni með aðgerðarpakka fyrir heimilin og þá mun viðhorfið breytast".

Guði sé lof fyrir heila í lofttæmdum umbúðum!

Ég er alltaf að sjá það betur og betur að margt af þessu fólki í meirihlutanum er með lok og læs á púlsinn í þjóðfélaginu. 

Það þarf svo mikið meira en einn aðgerðarpakka hér, oggulaunalækkun ráðamanna þar til að snúa viðhorfi fólks til ráðamanna.  Ef það er þá ekki orðið of seint svona "alltogether".

Ég minni á að enginn hefur sagt af sér, enginn hefur verið látinn taka pokann sinn og verið rekinn frá borði og ekki kjaftur hefur stigið fram meinsstaðar og tekið ábyrgð.

Eftir situr bálreiður og sár almenningur með skuldir sem sífellt bætist í.  Nú síðast frá Þýskalandi.

Löndin í kringum okkur og víða reyndar skilja ekki hvers lags barbarí er við líði hérna.

Hér er það "buisness as usual " og sömu skemmdarvargarnir sitja við völd og dingla augnhárunum.

Aðgerðarpakki fyrir heimilin minn afturendi.

Vaknið í guðanna bænum.


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vill ekki hleypa upp þessu partíi en....

 fíll

Ég vill ekki vera gleðispillir, ég vil ekki hleypa upp partíinu með því að hella úr glasinu mínu framan í næsta mann og ég vil ekki úa þegar allir klappa en kæra ISG ...þú segist myndu vera með á mótmælunum á Austurvelli værir þú ekki í ríkisstjórn.

Sko.. ef þú værir ekki í ríkisstjórn ásamt Geira þá væru engin mótmæli.

Málið er einfalt.

Þjóðin vill kjósa.

Þjóðin vill Seðlabankafílinn í postulínsbúðinni burt.

Þjóðin vill nýtt fólk, nýja sýn.

Nýir vendir sópa best.

Kommon, fólkið fyrst svo flokkurinn segir þú.

Voðalega hljómar þetta eitthvað áróðurskennt og búið til af Sven Ingvars frá Nató.

Fólkið vill kjósa - það er bara þannig.

Það þarf ekkert að draga lappirnar okkar vegna.  Bara svo það sé á hreinu.

Svo má Samfylkingin klappa fyrir þér þangað til hún verður marin á fingrunum.

Að öðru leyti finnst mér þú frábær.

Ójá.


mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla ekki að drepa þig - ég ætla að bana þér

 big3

Flott hjá stelpunum að klæða Jón í bleikt.  Fer honum.

Annars er þetta jólafærsla.  Það er ekki hægt að slugsa svona með jólaæsinginn sem ég á að kveikja hjá lesendum þessarar síðu í boði jólasveinsins.  Ég er ekki að standa mig.

Ég gerðist djörf í framkvæmdunum í dag.  Þvoði glugga og henti upp seríum og ég gerði það sjálf og alein. 

Það er stórmerkilegt í sjálfu sér fyrir mig svona persónulega vegna þess að ég er með fóbíu fyrir öllu sem þarf að mekanisera með einhverjum hætti.

Ég er vön að láta hinn aðila heimilissins í svona djobb.

Þarna þurfti ég að negla 2 litla krúttlega nagla og það tókst.

Hamar notaður og allt, engin slys á fólki og engar rúður brotnar.

Arg... ég get ekki jólast.

Ég er svo reið og áhyggjufull.

Og löggan, halló, kallar viðbjóðslegan piparúðann - VARNARÚÐA!

Get a live, hvern er hún að reyna að blekkja?

Þetta er eins og að segja t.d. ég ætla ekki að drepa þig ég ætla að bana þér.

Sami hlutur og jafn vont.

Helvítis aulaháttur.

Ég ætla að hugleiða smá.

Cry me a river


mbl.is Neyðarstjórn kvenna klæddi Jón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2987142

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.