Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Svo helvíti forhert
Það eru mörg ár síðan mér hefur fundist verkalýðsforustan á Íslandi bitastæð.
Mest megins eru þessir menn venjuleg jakkaföt á háum launum og í litlum tengslum við hinn vinnandi mann sem þeir þó eru umboðsmenn fyrir.
Það er kannski ekki pólitískt rétt að gefa skít í verkalýðsforkólfana en þeir geta eiginlega sjálfum sér um kennt.
Ég tel mig eiga nokkuð auðvelt með íslenskt mál, bæði lesa það og skilja en þegar t.d. Gylfi Arnbjörnsson talar þá er það eins og að hlusta á talandi lógaryþmatöflur. Ég sakna gömlu karlanna.
Gvendar Jaka, Sigurðar Guðnasonar (hann var nágranni minn í æsku), Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur og allra hinna kempnanna sem ég man eftir.
Reyndar finnst mér Guðmundur Bjarkarbabbi flottur karl og alveg með á nótunum.
Ögmundur er auðvitað þingmaður svo hann er ekki talinn með.
Að því sögðu þá gæti mér ekki staðið meira á sama hvað þessum ASÍ-köllum finnst. Líka þegar ég er þeim sammála. Þeir snerta einfaldlega ekki streng í hjartanu á mér.
Mér þykir það leiðinlegt eða þætti það leiðinlegt ef ég væri ekki svona helvíti forhert.
Kosningar eru hættuspil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Gullfossinn í Kaupþingi
Tvö núll fyrir Katrínu og plús í kladdann fyrir HR sem ætlar ekki að taka ræðuna hennar af heimasíðu, þrátt fyrir að einhverjir drengir sem eru samskipa Katrínu í lögfræðinni séu með ritskoðunartilburði.
Nóg um það.
En ég var að pæla í glerfossinum í anddyri Kaupþings.
Þið hafið væntanlega tekið eftir honum?
Hann nær hátt upp í loft og vatnið rennur stöðugt á tilkomumikinn hátt.
Það eru gjarnan tekin viðtöl við stóru bomburnar í viðskiptalífinu (fyrirgefið þetta ætti að vera í fortíð ) við þennan peningafoss.
Eftir hrun halda þeir áfram að mynda við fossinn. Þennan manngerða Gullfoss.
Mér finnst þetta minnismerki um horfna tíma um græðgina og oflætið algjör tímaskekkja.
Vinsamlegast myndið annarsstaðar í þessari höll, t.d. í salnum þar sem erlendu viðskiptin fóru fram en þar er allt tómt, hver kjaftur farinn.
Eða slökkvið að minnsta kosti á helvítis rennslinu.
Já, ég læt ýmislegt fara í taugarnar á mér þessa dagana.
Erða nema von?
Ræða Katrínar ekki tekin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Bannað að hafa skoðun?
Ég sá þessa frétt í gærkvöldi og varð satt best að segja steinhissa.
Ég, í barnaskap mínum og einfeldni hef alltaf tengt víðsýni og menntun saman. Fundist eitt fylgja öðru, a.m.k. svona oftast.
En þarna fer hópur forpokaðra lögfræðinema í HR sem hefur myndað hóp til að fá ræðu Katrínar Oddsdóttur laganema frá síðasta Austurvallafundi, fjarlægða af heimasíðu skólans.
Þessi ræða Katrínar eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum og séu langt frá því að vera í nokkru samræmi við það sem kennt sé við skólann. Þar komist hún m.a. að þeirri niðurstöðu að valdarán sé ekki brot á lögum.
Er bannað að hafa skoðun í frítíma og halda henni fram?
Er ekki málfrelsi við HR?
Ættu þessir verðandi lögfræðingar ekki að kynna sér stjórnarskrárvarin réttindi hverrar manneskju að fá að segja skoðun sína?
Ég er svo sannarlega ekki sammála öllu því sem Katrín sagði en ræðan hennar var helvíti góð.
Jésús minn hvað fólk getur tekið sjálft sig alvarlega.
Það ætti að banna það ef eitthvað er.
Óánægð með ræðu á heimasíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Fært til bókar
Ég hélt því fram í gær að Davíð myndi ekki mæta.
Það má vel vera að hann sé lasinn eða upptekinn, ég veit ekkert um það.
En þá sjaldan að ég hitti naglann á höfuðið finnst mér að ég verði að færa það til bókar.
Það er hér með gert!
Davíð frestar komu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Fellini hvern andskotann
Birna Glitnis er að vinna hjá báðum bönkunum. Þiggur laun frá þeim nýja en tryggð hennar er við sína gömlu vinnuveitendur.
Gætum við fengið bankastjóra sem veit fyrir hvern hann er að vinna?
Leitaðu að "litlaglitnismanninum" og komdu á hann böndum. Það er auðvitað akútmál í stöðunni.
Annars var ég að velta fyrir mér þessu með að verða fyrir áföllum.
Ég hef lent í nokkrum, sumum stórum, um ævina. Það er ekki góð reynsla og það vita allir sem reynt hafa.
En eftir áfallið kemur doðinn, vantrúin, maður gengur um í einhverskonar lofttæmingu og líður eins og í draumi nú eða martröð.
Á einhverjum tímapunkti eftir áfallið hefst úrvinnslan og um leið heilunin.
Manneskjunni er ekki eiginlegt að ganga um í krísu, varnarmekanisminn fer í gang við reynum að gera okkur heilbrigð að nýju.
Þess vegna hef ég verið að velta fyrir mér einu og það ekki að ástæðulausu, hvernig við fólkið á Íslandi þolum þessi stöðugu áföll. Hvernig klárum við okkur út úr einhverju sem engan enda virðist ætla að taka?
Engin úrvinnsla getur hafist á meðan áföllin dúndrast yfir mann á hverjum degi og ég veit eins og flestir aðrir að þetta er aðeins byrjunin.
Ég held að þetta endi með ósköpum ef fram fer sem horfir.
Þess vegna bið ég ykkur andskotans kverúlantarnir ykkar, hverjir sem þið eruð að segja sannleikann, segja af ykkur þar sem það á við, hætta í feluleik og fela alþjóðasamfélaginu að hreinsa upp skítinn eftir sukkárin og setja sannleikann á borðið.
Svo við almenningur förum ekki í grafgötur með hvað gerðist og hvers vegna.
Ég persónulega þoli ekki miklu meir.
En ég læt mig auðvitað hafa það af því annað virðist ekki vera í boði.
Og hápunktur þessa súrrealíska raunveruleika er að við eigum að borga brúsann líka.
Fellini hvern andskotann?
Segja fullyrðingar ekki eiga við Glitni sjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Virðing
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það grundvallaratriði svo Alþingi fái viðhaldið virðingu sinni að rannsóknarnefndin sem rannsaka á bankahrunið taki til starfa sem fyrst.
Hvaða virðingu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Andskotinn sjálfur
Afsakið á meðan ég garga mig hása.
Ég held að tilfinningum mínum sé best lýst á eftirfarandi hátt:
Andskotans, djöfulsins spillingarlið.
Fari það í fúlan pytt, eða réttara sagt; beinustu leið í svartholið þar sem það á heima.
Notuðu peningamarkaðssjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Kiddinn er pólitískur dúllurass
Í Frjálslynda flokknum líkt og í öðrum hægri flokki á Alþingi er bannað að fara eftir sannfæringu sinni.
Kristinn H. er pólitísk dúlla að mínu mati. Gamaldags og ærlegur hefur mér sýnst. Það er ekki alltaf vinsæll eiginleiki í pólitík.
Ég er auðvitað gjörsamlega ósammála manninum og finnst ekki par huggulegt að hann skuli ekki hafa drattast til að kjósa með vantraustinu en ég virði hann fyrir að standa með skoðun sinni. Sem nota bene sumir kollegar hans í þinginu mættu taka sér tileinka sér.
Mér var sagt fyrir löngu af vísum manni að þingmönnum bæri fyrst og síðast að fara eftir sannfæringu sinni.
Í dag kallar það á fyrirtöku í flokki að láta slík ósköp henda sig.
Kristinn Sleggja þú verður væntanlega látinn út á guð og gaddinn enda held ég að þú hafir þarna lagt félögunum kjörið tækifæri í hramma.
Svei mér þá ef ég er ekki að sannfærast betur og betur um að flokkakerfi eru til óþurftar.
Í mörgum flokkum eru kollektívar skoðanir búnar til á flokksþingum.
Hver getur undirgengist þau ósköp svo vel sé?
Já ég veit margir.
Einn fyrir alla, allir fyrir einn.
Það er eitthvað svo "dagurinn í gær" finnst ykkur ekki?
Kiddi, þú ert boðinn velkominn í nýja stjórnmálaaflið á Íslandi. Grasrótina.
Jájá.
Afstaða Kristins tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Er ég geðveik?
Ég hef það sterklega á tilfinningunni á hverjum degi að það sé verið að ljúga að mér, blekkja mig.
Þetta er auðvitað sjúklegt ástand og geðdeildarhæft í eðlilegu árferði en í kreppunni er þetta að verða dagsform margra.
Hversu lengi getur maður gengið um og vantreyst öllum stjórnmálamönnum sem opna munninn?
Þá á ég við án þess að verða settur í klæðilegu treyjuna með hreyfihindrununum og lokuðu ermunum?
Þegar ég sá Ludde Lufseman í Kastljósinu kvöld fannst mér eins og þar hefði enn eitt leikritið verið sett á svið, að hann hefði jafnvel skrifað handritið sjálfur.
Hann vildi svo skemmtilega til að hann lauk verkefni sínu í dag, daginn eftir borgarafundinn þar sem fólk úaði ef minnst var á hann. Fólk vildi hann úr landi. "Illa fort".
Ég rak því tunguna út úr mér og ullaði á sjónvarpið. Það heita þögul mótmæli á heimili.
Ég fékk póst í dag þar sem mér er tjáð að fólk sem hefur verið að hvetja til kosninga hafi verið hent út af Andlitsbók, heimasíðu þeirra lokað og bloggsíðum líka.
Var þetta hönnun Luddes?
Er það kannski langsótt eins og margar tilgátur hafa verið undanfarnar vikur en hafa síðan reynst vera réttar?
Á ég að trúa því að það sé verið að loka á fólk fyrir að halda úti skoðunum um að það vilji kosningar?
Hver gerir slíkt?
Mikið skelfing langar mig til að láta segja mér hverjum datt í hug að ganga svo langt?
Ég er farin að tvílæsa hurðum og gluggum eða kannski ég múri bara upp í fyrirkomulagið.
Enn er ég þó ekki farin að heyra raddir.
Ég er algjörlega bláedrú og hef ekki tekið paratabs einu sinni svo það er ekki af kemískum hvötum sem ég þjáist af þessari paranoju gagnvart stjórnvöldum.
Bara svo það sé bókfært.
Ráðgjafinn heim til Noregs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Í upphafi skyldi endirinn skoða..
..er speki sem mér hefur sjaldnast tekist að tileinka mér þó góð og gegn sé.
Ég hef vaðið áfram í lífinu eins og stórtæk vinnuvél og endað með því að hrapa fram af næstu brún. Oft að minnsta kosti.
En ég hef auðvitað tileinkað mér þessi sannindi með öfugum formerkjum. Hvað annað?
Þegar ég les bækur þar sem endirinn skiptir máli þá hef ég oftast þann háttinn á að fljótlega eftir að ég byrja að lesa og er komin með aðalpersónurnar á hreint, hver heitir hvað og svona, þá fer ég í endirinn.
Þetta þykir mörgum hinn argasti öfuguggaháttur og ég virði þá fyrir afstöðuna en gef jafnframt fullkomlegan skít í hana.
Málið er að ég nýt þess að lesa góðan texta og ég nenni ekki að láta óþarfa spennu og áhyggjur af sögupersónunum þvælast fyrir mér. Ergó: Ég tékka á hver myrðir, elskar, hatar, kyssir,lemur hvern og nýt svo bókarinnar í rólegheitum.
En.. nú tók ég ákvörðun um að gerast ábyrgur lesandi bóka með endi sem skiptir máli.
Ég lagði á mig fjölmargar æðruleysisæfingar og hélt lúkunum á mér föstum um bókina hennar Auðar Jónsdóttur, sem reyndar er einn af mínum uppáhalds höfundum.
Ég sat nokkuð upp með mér og hélt oftsinnis að ég væri búin að sjá í gegnum plottið. Full sjálfsánægju las ég til enda....
Hm... plottið tók mig gjörsamlega á rúmstokknum.
Hvað get ég sagt? Ég blogga yfirleitt bara um bækur sem ég hrífst af.
Það er vegna þess að ég er enginn alvöru bókagagnrýnandi, enda skortir mig allar forsendur til þess.
Ég er lesandi og ég deili með ykkur skoðun minni á þeim bókum sem mig langar til að þið ljósin mín í himninum fáið hlutdeild í.
Auður er ein af mínum útvöldu. Ég held að hún sé að toppa sjálfan sig með þessari bók. Lesið Vetrarsól.
Ajö!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2987142
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr