Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Föstudagur, 17. október 2008
Hamfarablogg
Ég var að horfa á fréttir. Það er orðið áhættuþáttur í heilsufari fólks að leggja þann andskota á sig, dag eftir dag, kvölds og morgna.
Það er hættulegt andlegri heilsu manna að horfa upp á ráðaleysi, yfirklór og leikaraskap þann sem hafður er í frammi af ráðamönnum þjóðarinnar.
Það eru haldnir blaðamannafundir þar sem akkúrat ekkert kemur fram annað en að allt standi enn í stað í besta falli en að hlutirnir hafi versnað í versta falli.
Framhaldssagan með gjaldeyrisvandamálin er orðin næstum kómísk eða væri það ef það bitnaði ekki á sárasaklausu fólki.
Mér finnst vont að láta ljúga að mér.
En viti menn. Í dag kom Össur, settur utanríkisráðherra, glaðbeittur af ríkisstjórnarfundi og hann hafði hluti að segja. Ég öðlast endurnýjaða trú á mannkyninu þarna í augnablik.
Við myndum ekki fá Bretana til að verja okkur í desember. Það myndi særa þjóðarstolt Íslendinga (sem er auðvitað helvíti rétt hjá karlinum).
Ég náði að hoppa hæð mína í fullum herklæðum (vopnuð svuntu með skúringafötu fulla af sápuvatni, í hönd) áður en það var drepið í gleði minni eins og vindli.
Dem, dem, dem.
Geir grautlini kom í hægðum sínum niður sömu tröppur og gerði að engu það sem Össur var að enda við að segja. Þetta má sjá á bandi í viðtengdri frétt.
Er einhver hissa þó fólk sé að fara í andlegt tjón hingað og þangað með þennan undirlægjuhátt?
Og Davíð situr enn í Seðlabankanum. Voruð þið búin að taka eftir því?
Í dag sendu bresk yfirvöld frá sér bréf sem átti að skýra frystingu þeirra á eignum Landsbankans í Bretlandi eitthvað betur.
Viti menn í sama bréfi er það undirstrikað að hryðjuverkalögin sem skellt var á Ísland séu enn í fullu gildi.
Hryðjuverkamenn eru morðingjar og illmenni, þetta er ekki neitt máttleysis skammistykkar krakkar mínir, við skulum halda því til haga.
Ætlum við að sætta okkur við að vera í samskiptum við land sem flokkar okkur með verstu illmennum nútímans?
Menn sem skirrast ekki við að drepa fjölda manns til að leggja áherslu á mál sitt?
Af hverju í fjandanum slítum við ekki stjórnmálasambandi við þessa þjóð?
Af hverju í fjandanum er enginn farinn að fjúka eftir þetta fjármálafárvirði sem hefur lamað þjóðina undanfarnar tvær vikur?
Af hverju eru eignir útrásarvíkinganna ekki frystar?
Hvað veldur þessum andskotan doða?
Enn ein helgin í óvissu er framundan. Við vitum hvorki haus né sporð á einu né neinu.
Er það nema von að það sé farið að fjúka í mann.
Amma mín hefði kallað íslenska ráðamenn bölvaðar ekkisens geðluðrur væri hún hér. En ég geri það fyrir hana alveg blákalt.
Á morgun munu vel flestir borgarar vænti ég mæta á Austurvöll til að kveðja fórnarlambshlutverkið, taka ábyrgð, krefjast breytinga. Sjá hér.
Ég vil að minnsta kosti vona að nýir tímar séu að renna upp en það er auðvitað undir okkur sjálfum komið.
Gerum ekki þau skelfilegu mistök að sitja heima, tuða og tauta og láta svo yfir okkur ganga.
Hristum af okkur slyðruorðið.
Sjáumst í bænum á morgun.
Annars tek ég Lúkasinn á ykkur, égsverða.
Vill ekki Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Föstudagur, 17. október 2008
Gjaldþrota plebbastefnur og góð bók
Das Kapital og Auðmagnið seljast sem aldrei fyrr í kreppunni.
Kannski ætti ég að fara að draga fram mínar Marxísku bókmenntir og rifja upp.
Ég held ekki.
Kapitalisminn og kommúnisminn eru gjaldþrota blebbastefnur sem báðar eru stokkfullar af mannfyrirlitningu.
Ég eins og fleiri ætlast til að ný vinnubrögð verði innleidd og peningatilbeiðslan heyri sögunni til.
En talandi um bækur.
Ég hef verið meira og minna óvirk í allan dag. Ég er nefnilega að lesa bók sem heldur mér algjörlega fanginni úr spennu.
Stefán Máni, sem skrifaði metsölubókina Skipið (kom út 2006) er með nýja bók sem heitir Ódáðahraun.
Á bókarkápu stendur að bókin sé grafskrift íslenska hlutabréfaævintýrisins.
Merkilegt hvað sumir hitta á nákvæmlega rétta tímasetningu hvað varðar efni skáldsagna.
Þessi bók er um íslenskan glæpamann (bókin gerist 2007) sem fer úr dópsölu og yfir í hlutabréfasýsl.
Eins og málið horfir við mér þá gilda í raun sömu lögmálin í glæpa- og fjármálaheiminum.
Ódáðahraun er afspyrnu skemmtileg bók og vel skrifuð.
Og svei mér ef það er ekki að renna upp fyrir mér lágmarks skilningur á hvernig fólk græðir stórar fjárhæðir með vægast sagt vafasömum hætti. Aðeins og seint reyndar, hehemm.
Hvet ykkur til að lesa þessa.
Hér er viðtal við Stefán Mána í síðastu Kilju.
Farin að klára bók.
Auðmagnið selst vel í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 17. október 2008
Erum við aumingjar við Íslendingar?
Erum við aumingjar við Íslendingar?
Svei mér þá ef ég veit hvað ég á að halda eftir atburði undanfarnar vikur. Atburðina sem hafa valdið gífurlegu tjóni í lífi hins almenna borgara á Íslandi, gert okkur öll að ómerkingum um víða veröld svo ég bara tæpi á því helsta.
Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu s.l. sumar áætlun um loftrýmisgæslu yfir Íslandi.
Bretar eiga að sinna þessari gæslu í desember n.k.
"Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að málið hefði ekki komið inn á borð nefndarinnar. Hann átti ekki von á öðru en staðið yrði við samkomulagið enda lægi NATÓ-skuldbinding á bak við það."
Hvers lags þýlyndi er þetta eiginlega? Er samkomulag við NATO æðra en sjálfsmynd þjóðarinnar?
Halló, Bretar hafa sett á okkur hryðjuverkalög. Þeir hafa orðið valdir að óbætanlegum skaða og nú eiga þeir að sjá um að vernda Ísland?
Ef þetta er ekki að kyssa á vöndinn þá heiti ég Gordon Brown.
Ég vil ekki sjá að Bretar séu hér með nútíma alvæpni á landinu á meðan við erum í þeirra augum ótýndir hryðjuverkamenn.
Nú fer ég fram á að þessi samþykkt NATO verði endurskoðuð í ljósi breyttra aðstæðna.
En ég játa að ég hef litla sem enga trú á að það verði gert.
Af því að við erum með sjálfsmynd á við ræsisrottu þessa dagana og þá er ég að tala um stjórnvöld en ekki almenning.
URRRRRRRR
P.s. Þeir sem ekki sáu upprifjuninni á íslensku útrásinni í Kastljósi í gær geta séð það hér. Ég hef einmitt verið að bíða eftir svona klippi. Ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða garga úr hlátri. En þú? Kastljósklippið.
Bretar sjá um varnirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 16. október 2008
Bráðfyndnar nauðganir?
Ég horfði á fyrstu tvo þættina af Dagvaktinni.
Ég tók síðan ákvörðun um að hætta því eftir þá reynslu.
Sú ákvörðun var ekki tekin af því mér fannst karakterarnir orðnir þreyttir og útjaskaðir, sem þeir vissulega eru, ekki heldur vegna þess að frasarnir eru svo ofnotaðir að maður fær aulahroll en nei fyrir þessari ákvörðun voru aðrar ástæður.
Ég hef ekki húmor fyrir nauðgunum. Mér finnst jafn skelfilega smekklaust að fíflast með kynferðisofbeldi á karlmanni og mér finnst það ósmekklegt þegar konur og börn eiga í hlut.
"Grín" með eins skelfilega reynslu eins og kynferðisofbeldi endurspegla oft fordómana í samfélaginu.
Reyndar má ekki lengur grínast með nauðganir á konum, amk. ekki beint og ekki í dagskrárgerð.
Það eru líka verulega fáir sem láta sér detta í hug að grínast með kynferðisofbeldi á börnum þó það sé vissulega til kolruglað lið sem sér húmor í ljótustu birtingarmynd mannlegs eðlis.
Í Dagvaktinni er einn karakterinn undirmálsmaður sem á sífellt undir högg að sækja. Til að gera langa sögu stutta þá er hann misnotaður af drukkinni kerlingarjúfertu.
Er einhver að hlægja?
Ég ákvað hins vegar að blogga ekki um þetta þegar ég sat með óbragðið í munninum strax eftir þessa þætti sem ég sá, mig langaði nefnilega að sjá hvort það kæmu einhver viðbrögð frá karlmönnum. Hvort þeim fyndist ekkert að sér vegið.
Það gerðist ekki, kannski er þetta of mikið tabú ennþá.
En nú hefur það gerst að karlmaður hefur skrifað grein um þennan ömurlega húmor Dagvaktarinnar.
Drengjum er nauðgað, karlmönnum er nauðgað og það er nákvæmlega ekkert fyndið við þá staðreynd.
Ætla mætti að það væri hægt að finna eitthvað smekklegra til að kalla fram hlátur hjá áhorfendum.
Svo hefði mátt setja aðalhetjurnar í smá meikóver.
Þær eru svo þreyttar.
ARG.
Jóhanna bloggvinkona mín bloggaði um þetta fyrir einhverjum dögum líka. Sjá hér.
Má grínast með nauðganir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Fimmtudagur, 16. október 2008
Efndir takk og við skulum tala saman
Þegar ég var krakki var alin upp í mér virðing fyrir fullorðnu fólki sem enn eimir eftir að.
Ekki misskilja mig ég er heitur stuðningsmaður almennrar kurteisi í samskiptum á milli fólks en ég vil að virðingin sé óháð aldri og kurteisi við börn og ungt fólk er alveg jafn mikilvæg og við þá sem eldri eru.
En...
Eitt af því sem ég tók mest út fyrir þegar ég var barn var þegar mér var sagt að kyssa þennan og hinn fyrir mig.
Ég var alin upp hjá ömmu minni og ömmubróður og á jólum t.d. streymdu að mér jólagjafir frá fullt af fólki sem ég þekkti lítið eða ekki neitt. Allir að gefa blessuðu barninu hjá gamla fólkinu glaðning á jólunum.
Í hvert skipti sem einhver maður eða kona komu með pakka var sagt við mig blíðlegri en ákveðinni röddu sem gaf til kynna að engrar undankomu væri auðið: Jenný mín þakkaðu Jóni, Gunnu, Siggu og Palla fyrir þig.
Það voru þung spor fyrir mig stundum að þurfa að ganga óvarin beint í knúsið, faðmið og kyssið frá alls kyns fólki, með alls kyns lyktir og nærveru.
Fyrir barn er þetta kvöl og pína, var það að minnsta kosti í mínu tilfelli.
Og núna gengur svona uppáneytt knúsæði, flaggflipp og knús í hvert hús æði yfir þjóðina.
Reyndar held ég að það þurfi ekkert að þjappa íslenskum almenningi saman, við höfum svo lengi skilið hvort annað hérna á þriðja farrými.
Ég held hins vegar að það sé verið að þjappa okkur saman við hina þjóðina í landinu, þessa sem ekkert hefur viljað af okkur vita fram að hruni efnahagslífsins.
Ég er alveg til í að súa Gordon Brown, finnst reyndar að við hefðum átt að slíta stjórnmálasambandi við Bretland þegar þeir gerðu okkur að hryðjuverkamönnum og settu okkur á bekk með brjáluðum glæpamönnum og fjöldamorðingjum, þannig að ég reisi ekki ágreining við þá ákvörðun verði hún tekin.
En það breytir ekki því að ég ætla ekki í neinn sleik við þá sem hér hafa látið allt gossa til helvítis af hvaða hvötum sem þeir/þær gerðu það.
Sannleiksnefndir, hvítbækur og annað slíkt eru orð og innantóm amk. ennþá.
Efndir takk og við skulum tala saman.
Jabb í boðinu.
EITT RISAKNÚS TIL ALLRA MINNA BLOGGVINA. NOTIST EFTIR ÞÖRFUM
Eimskip flaggar íslenska fánanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 16. október 2008
Kirkjan á sama ímyndarnámskeiði og GB?
Eftir því sem ég verð eldri eykst andúð mín á hverskyns trúarbrögðum nema ef vera skyldi Búddisma þar sem þeir eru ekki að græðgisvæða sjálfa sig 24/7.
Ég er sem sé ekki að tala um trú fólks heldur valdabatteríin í kringum hana.
Allar sálir sem fæðast á Íslandi fara átómatískt inn í Þjóðkirkjuna og það blásaklausar.
Ætla mætti að það þyrfti upplýst samþykki fyrir skráningu í söfnuðinn er það er ekki svo vel.
Á sunnudaginn síðasta stóð yfirmaður kirkjunnar manna í predikunarstól og rappaði um að við ættum að standa saman, hjálpa hvort öðru, fólk væri að tapa aleigunni og ladídadída.
Ég hélt að prédikunin myndi enda með lokaorðum úr einhverjum grískum harmleik.
Kærleikurinn, mannelskan og skilningurinn alla leið.
En hvað svo?
Kirkjan er núna að fara í mál við ríkið. Vegna Kirkjujarða. Krefur okkur um milljónir!
Það stendur í biblíunni að fólk eigi að þekkja sinn vitjunartíma - Halló, lesa og kunna að haga sér.
Annars datt mér í hug að Þjóðkirkjan hafi lent með Gordon Brown á ímyndanámskeiði dauðans.
Er hægt að vera taktlausari?
Hah?
Kirkjan krefur ríkið um milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fimmtudagur, 16. október 2008
Eretta minn eða þinn sjóhattur?
Í mörg ár skráði ég númerið mitt ekki í símaskrá og já börnin mín stillt og prúð það var ástæða fyrir því og nei, ég ætla ekki að segja þá sögu hér og nú.
En nú er ég í nýju símaskránni og þar sem ég vildi koma sterk inn í nýja útgáfu skráði ég starfsheitið fjölmiðill við nafnið mitt.
Húsbandið gat skráð atvinnuheitið sendill við sitt hérna um árið þegar hann notaði símaskránna til að koma aftan að mér af því honum fannst ég alltaf vera að senda hann í snatt. Ég knúsaði hann í klessu þegar hann gerði þetta, fannst hann meinfyndinn og stórskemmtilegur.
Ég vildi sem sé setja þetta flippaða starfsheiti við nafnið mitt og ekki út í bláinn heldur þar sem það eru þúsundir sem eru inni á síðunni minni í hverri viku.
Þessi skráning gekk ekki eftir og ekki heldur hjá heittelskaða sem vildi gera eitthvað nýtt og setti gítareigandi fyrir aftan nafnið sitt.
Enginn stemmari fyrir fíflagangi hjá Símanum af þessu að dæma.
Símaskráin dissaði okkur sum sé og við erum ekki með neitt viðhengi í skránni, bara berstrípuð nöfnin okkar. Plebbalegt.
Ég gleymdi svo að láta setja rauðan ferning fyrir framan nafnið mitt og trúið mér ég er beitt andlegum ofsóknum frá hverju einasta líknarfélagi sem hér starfar og þau eru ekki fá.
Í kvöld hringdi síminn. Kona sem kallaði mig vinan (ég hefði getað verið mamma hennar eftir röddinni að dæma) var ákveðin í að koma mér í aðdáendaklúbb tiltekins félags.
Ég: Nei, því miður, engin aukaútgjöld eins og sakir standa.
Hún á háa Céi: En þetta eru bara 1500 krónur tvisvar sinnum og þú hefur tvo mánuði til að greiða gíróseðilinn VINAN.
Ég brímandi brjáluð en afskaplega kurteis: Má ég biðja þig um að kalla mig ekki vinu þína og ég mun ekki styrkja þitt félag né nokkuð annað í bráð. Ástandið í peningamálunum er þannig. En ég þakka þér fyrir að hringja.
Hún ákveðin í að taka lokahnykkinn sem henni var kenndur í gær á sölutækninámskeiðinu: En þetta félag vinnur þarft starf í þágu sóandsó og spurning hvort það sé ekki hægt að leggja örlítið af mörkum VINAN, það er hægt að skipta þessu í fernt, skipir miklu fyrir fjandans sóandsó félagið.
Ég: Vinan, vinan, vinan, vinan, ég er hérna með afskaplega fallegt lag sem mig langar til að syngja fyrir þig. Það hefur setið í kokinu á mér vinan í allan dag og er að trylla á mér hálsinn.
Hún: Ha, syngja, ha, af hverju, hvað?
Ég blíðlega: Jú ég vil syngja fyrir þig vinan af því að ég get það.
(Þið sem lesið bloggið mitt vitið að það hafa orðið stríð og milliríkjadeildur vegna raddar minnar. Merkilegt hvað fólk verður pirrað þegar ég tek lagið.)
Og ég söng af öllum sálarkröftum í eyrað á þessari elsku:
Er þetta minn eða þinn sjóhattur? Er þetta minn eða þinn sjóhattur?
Ég söng þangað til hún lagði á.
Takk vinan.
Úje.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Fordyr hvelvítis stækkaðar?
Þvílíkur dagur og ég er lifandi.
Var að klára að rýma geymsluna á gamla heimilinu. Tók mánuð að hafa mig í það, ég er með frestunaráráttu dauðans.
Það var varla að ég gæti slitið mig frá miðlunum. Hvað ef eitthvað/einhver rúllaði á meðan?
En...
Ég er ennþá bálill. Jafn ill og í morgun. Ekkert hefur orðið til þess að slökkva í mér og það er komið kvöld.
Nú er byrjað að manga um stækkun Álferlíkisins í Straumsvík. Stækkum, stækkum segja þeir sem vilja fá þessar fordyr helvítis stækkaðar, þrátt fyrir að Hafnfirðingar hafi hafnað því í lýðræðislegri íbúakosningu.
Á ekki að nauðga náttúrunni bara?
Djöflast á hverri sprænu, virkja hvern bæjarlæk sem finnst á landinu?
Sökkva fjöllum og dölum, eitra andrúmsloftið?
Ha, það eru nú meiri skammsýnissjónarmiðin sem eru að hrjá stóriðjuaðdáendurna, virkjanasinnana og áfram veginn í vagninum ek ég.
Ég hef þetta fólk grunað um að klökkna af hrifningu þegar það kemur auga á álver.
Tárast, verða orðlaust vegna fegurðarinnar sem er að finna í rauðköflóttu strompunum.
Ég er ekki að grínast enda geðbrigðin ekki í gleðifasanum.
Iss, farin að sparka í veggi, bíla og ruslatunnur.
Lalalalala.
Niðurstaða íbúakosninga verði virt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Hingað og ekki lengra!
"Fjármagn sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) getur mögulega lánað Íslendingum er ekki talið nægja til að fullnægja fjármagnsþörf Íslands, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Því er talið að IMF muni t.d. ekki leggjast gegn því að Ísland taki lán í Rússlandi."
Ég veit ekki með ykkur en stærð vandamálsins er að ná nýjum hæðum, eða kannski er ég að taka þetta inn af fullum þunga þessa dagana.
Sukkgreifarnir eru búnir að koma málum þannig fyrir að við íslenskur almenningur sitjum uppi með fjármagnsþörf í upphæðum sem eru svo stjarnfræðilega háar að við getum ekki meðtekið tölurnar nema upp að ákveðnu marki.
Hvernig gat þetta farið svona? Ég og allir sem ég þekki spyrja sig stöðugt þessarar spurningar.
Látum okkur sjá, í allt vor og sumar var ríkisstjórnin á fjölmiðlaflótta og svaraði engu, nema með skætingi og útúrsnúningum í besta falli. Þeir höfðu greinilega ákveðið að gera ekkert, segja ekkert. Fólk sem gekk á eftir svörum eins og Sindri Sindrason hjá Markaðnum á Stöð 2 var kallaður dóni fyrir bragðið.
Nú vitum við að skýrslu sem Willam Buiter, prófessor í London School of Economics, var fenginn ásamt samstarfskonu sinni til að gera um orsakir efnahagsvanda Íslands og íslensku bankanna gerði grein fyrir alvarleika ástandsins. Þau skiluðu skýrslunni af sér í lok apríl og kynntu lítillega uppfærða útgáfu á fundi hér á Íslandi 11. júlí.
Skýrslunni var haldið leyndri því hún var of viðkvæm fyrir markaðinn. Náið þið alvarleikanum í málinu?
Staðreyndir málsins eru einfaldlega þær að það hefur verið vitað um komandi hrun bankanna um fleiri mánaða skeið og ekkert verið aðhafst.
Mér kæmi ekki á óvart að á þessum tímapunkti hafi greifarnir hafið útflutning á fjármunum til staða þar sem erfitt er fyrir ríkið að koma höndum yfir þá.
Ég finn ekki til samkenndar með íslenskum stjórnvöldum sem hafa flotið sofandi að feigðarósi, né heldur hef ég samúð með flottræflunum.
Ég er hins vegar hvítglóandi af bræði.
Ætlar ríkisstjórnin, stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitið bara að tjilla áfram í djobbinu eins og ekkert hafi gerst? Að það hafi orðið smá dómgreindarskortur sem sé vart til að gera veður út af og halda síðan áfram með "buisness as usual"?
Nú stendur það upp á okkur almenning í þessu landi sem hefur verið dreginn inn í þessar hörmungar algjörlega að ósekju, að setja niður fót. Hingað og ekki lengra! Nú er komið nóg.
Þeir sem þykjast yfir það hafnir að vilja draga menn til ábyrgðar geta þá svifið yfir rústunum í greddulausu algleymisástandi háheilagleikans, sama er mér.
Ég vil uppgjör og ég vil nýja tíma, nýja siði og nýjar áherslur á Íslandi. Að þessu sinni vil ég græðgina og óheiðarleikann, bræðrabandalagið og allar hinar valdaklíkurnar út úr myndinni.
Heyriði það?
(Ég hef stuðst við upplýsingar frá Láru Hönnuvarðandi skýrslu Buiter).
Hér er færsla Egils Helga um skýrsluna.
Lán IMF fullnægir ekki þörf ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Mín viðkvæmu móment
Nú tala ráðamenn um að við þurfum öll að standa saman. Öll sem eitt, að við séum í sama bát.
Fíflið ég átti viðkvæmt móment í síðustu viku og féll fyrir hjalinu í körlunum í væmnikasti og er síðan búin að vera eins og hinir, apandi þetta blaður um samstöðu í fleiri daga í röð.
Mín viðkvæmu móment eru hættuleg. Þegar þau slá mig í höfuðið missi ég rökhugsun og fell fyrir kylliflöt fyrir blekkingum.
Dæmi: Einu sinni var ég á markaði á Spáni, þar var sölumaður með sjónhverfingar og sýndi merkilegan eldhúshníf sem spændi upp agúrkur og lauka í dásamlegar jafnþykkar sneiðar.
Mómentið sló mig í hausinn ég keypti hnífinn og það eina sem ég spændi upp var góður hluti af fingrinum á mér.
Það er þetta sem ég á við þegar ég tala um viðkvæm móment. Þau hafa verið nokkuð blóðug í mínu tilfelli.
Ég held að það hafi verið Björgvin G. sem seldi mér samstöðuboðskapinn í viðtali við einhvern í síðustu viku.
Í morgun tók ég síðan upp á því að hugsa af eigin hvötum og ég spurði sjálfa mig; hvað meina þeir með þessu sífellda tuði um að við eigum að standa saman sem einn maður? Að við séum öll í sama bát?
Jú ég náði því loksins. Þetta er auðvitað blekkingarbrilljans. Í sama bát? Halló, eigum við að taka eins og eina umræðu um launamun minn og þinn Björgvin G? Þú getur trútt um talað með þokkalega hátt kaup og þó nokkuð atvinnuöryggi til fjögurra ára í senn. Svo ég gleymi ekki hinu spikfeita og gegnumspillta eftirlaunafrumvarp sem þú og kollegarnir hafið í bakhöndinni.
Ég er hins vegar á lífeyri úr mínum lífeyrissjóði nú um stundir, ég er ekki að kvarta, kemst þokkalega af en nú er meira en mögulegt að hann verði skertur á næsta ári.
Ég tek þetta litla dæmi til að sýna fram á að það er himinn og haf milli mín og urmuls af fólki og svo þeirra sem hrópa um það á torgum að við þurfum að snúa bökum saman.
Gússífokkinggúss.
Ég myndi skilgreina þetta öðruvísi. Jakkafötin eru á nokkuð góðu fleyi, með káetum, klói og sturtu ásamt sjónvarpi og farsíma.
Ég er hins vegar á einhverjum hriplekum hliðarfleka með tertugaffla í árastað.
Cut the crap strákar.
Capíss?
Landsbankinn: Engar reglur voru brotnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr