Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Þetta heitir að "reyna" að komast yfir barnaklám.
Héraðsdómur Reykjavíkur, hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 6 máaða skilorðsbundið fanglesi fyrir að vera með 23.937 ljósmyndir og 750 hreyfimyndir, sem skilgreindar eru sem barnaklám, í einni tölvu. Í tveimur öðrum tölvum fundust tæplega 500 myndir til viðbótar.
Nú, fyrir utan þetta lítilræði hér að ofan, þá var maðurinn fundinn sekur um að hafa reynt að afla sér hreyfimyndar sem sýnir stúlkubarn á kynferðislegan og klámfenginn hátt af heimasíðu á netinu. Maðurinn pantaði myndina með rafrænum hætti á netinu og greiddi fyrir hana með greiðslukorti en myndin komst aldrei í hans vörslu.
Maðurinn játaði og hefur leitað sér sálfræðihjálpar.
Só?
Það er amk á hreinu að það þykir ekki sérstaklega kriminellt að hafa með höndum allt þetta barnaklám, eða hvað. Ekki dagur innan múranna.
Það er þetta með hangilærið. Ekki margt sem toppar það í alvarleika.
Dæmdur fyrir barnaklám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Allir á kafi í brjóstum
Ég fór í Bláa lónið í fyrrasumar með minni sænsku vinkonu, sem tók ekki annað í mál, en að endurnýja kynni sín við þennan bláa kísilpoll sem stuttu seinna varð svo grænn. Í mínum huga er þetta fyrst og fremst húðflögusamansafn frá flestum löndum heims og úr hverjum krók og kima hundrað þúsunda líkama og þess vegna var þetta biggtæm fórn sem ég færði henni Ingu-Lill.
En varðandi brjóst og bann á berum brjóstum í lóninu þá datt mér nú í hug, þrátt fyrir að mér gæti ekki staðið meira á sama hvort konur valsi um lónið berar að ofan eður ei, var ég sko alls ekki að pæla í slíkum líffærum í lónarferðinni í sumar. Það sem vakti hins vegar mestu athygli mína var stór hópur Japana af báðum kynjum.
Þetta var hið glaðlegasta fólk. Þau virtust eftir gleðilátunum að dæma, telja sig hafa lent í paradís á jörðu og þau voru afskaplega krúttleg, öll útmökuð í alþjóðlegum húðfrumum, blönduðum kísli.
Ég lá og flaut þarna eins og hveitisekkur og fylgdist með þessu glaða og bjarta fólki og það fóru að renna á mig tvær grímur. Allar konurnar í hópnum, frá gelgjum og upp í nírætt (já þær voru arfagamlar sumar) voru í einhverskonar kafarabúningum mínus blöðkur og andlitsútbúnaðar (hvað þetta heitir allt saman). Búningarnir voru síðerma, þær djörfustu voru með hálfsíðar ermar, þær voru líka með einhverskonar pils áfast búningnum sem náði niður á hné. Gætu kallast sundkjólar. A.m.k. átti fatnaðurinn ekkert skylt við sundboli.
Eldri dömurnar voru í síðerma kafarabúningum og gott ef það var ekki rúllukragi á sumum (smá myndrænar ýkjur), þær voru sem sé fullklæddar þarna í lóninu. Nokkrar voru djarfar, sundbuxurnar náðu að kallast kvartarar. Þar sem þetta var svona fullklæðnaður á kvenþjóðinni, án undantekninga, get ég ekki skrifað þetta á tilviljun, þó ég fegin vildi.
Hinir japönsku menn, voru líka á öllum aldri, gerðum og stærðum en það var það eina sem skyldi þá að. Ekki kjaftur í boxertýpu-sundskýlu- ónei- spídó á línuna. Það hallærislegasta sem fundið hefur verið upp í karlmanns sundfatatísku. Þeir voru líka mjög glaðir og útmakaðir og... hálfnaktir.
Það stendur í viðtengdri frétt að 70% lónsgesta séu útlendingar (ekki skrýtið miðað við aðgangseyrinn), og það er spurning um hvort það sé ekki öruggara að hafa hjartalækni á staðnum fyrir svona kappklæðninga í lóninu ef við íslensku förum að dúlla okkur mikið þar á brjóllunum í sumar? Kannski eru svona brjóllaglennur of mikið fyrir fólk úr alls konar fjarlægum heimshlutum?
Þarf ég að taka fram að mér leið eins og glyðru í mínum svarta, venjulega sundbol þarna í kísilgúrinum? Samkvæmt ofansögðu ætti ég ekki að þurfa þess en geri það samt, því fyrir suma þarf hreinlega að klippa allt út í pappa.
Æmkommingsúnmæblúlagún!
Úhúje
Ber brjóst bönnuð í lóninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Hvað er í gangi hérna? - Argfærsla
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar atvik sem varð á skólalóð Laugarnesskóla hinn 3. janúar, að því er talið er, er reynt var að nema á brott 8 ára stúlku af skólalóðinni.
Í fréttinni stendur m.a. þetta: "Samkvæmt upplýsingum lögreglu munu þrír menn á grænum bíl hafa reynt að ná barninu upp í bílinn en atvik eru um margt óljós og hefur lögreglan mjög fáar vísbendingar að vinna eftir. Atvikið mun hafa orðið á skólatíma og mun hafa verið reynt að toga barnið upp í umræddan bíl. Það tókst þó ekki og gaf stúlkan lýsingu á bílnum."
jájá, barnið slapp fyrir horn og nú er sum sé verið að rannsaka málið. En það sem ég kemst ekki yfir hérna er eftirfarandi: "Foreldrum var ekki gert viðvart um atvikið af hálfu skólans og er skýringin á því sú að það er Barnavernd Reykjavíkur sem ákveður framhald málsins sjálfs, samkvæmt upplýsingum Sigríðar Heiðu Bragadóttur, skólastjóra Laugarnesskóla."
Er verið að segja okkur að ef ráðist er að börnunum okkar við skólann á skólatíma og reynt er að nema þau á brott eða vinna þeim mein á annan hátt, þá séu foreldrar ekki látnir vita? Verða foreldrar óviðkomandi aðilar svona allt í einu ef gert er á hlut barnanna þeirra?
Ég hef ekki á móti því að barnaverndarnefndaryfirvöld séu látin vita, að sjálfsögðu ekki, en síðan hvenær urðu þau yfirvöld forráðamenn barnanna okkar.?
Hversu kuldaleg og ómanneskjuleg aðferð er þetta eiginlega? Bæði gagnvart foreldrum og barninu sem fyrir árásinni varð?
Trúið mér ég væri komin með lögfræðing ef ekki tvo, svei mér þá.
Hvað finnst ykkur um svona vinnubrögð?
ARG
Reynt að nema barn á brott af skólalóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 14. janúar 2008
Fólk ER fífl....
..þar með talin ég sjálf og ég meina það. Að minnsta kosti akkúrat núna. Dúa, villtu lána þér bolinn þinn með áletruninni?
Ég var að velta því fyrir mér af hverju það eru amk 2-3 fréttir af ömurlegu lífi Britneyjar Spears í öllum fjölmiðlum hér uppi á Íslandi á hverjum degi?
Britney lætur raka á sér hárið!
Britney dinglar klobbaling framan í ljósmyndara!
Britney fer í sleik við vinkonur sínar!
Britney mætir ekki fyrir dómara!
Britney giftir sig og skilur daginn eftir!
Britney hótar sjálfsmorði!
And on and on
En hvað með
27.000 börn deyja af völdum fátæktar í dag.?
1 milljón barna deyja úr AIDS á ári hverju?
Unichef telur að um það bil 200,000 börn frá Vestur og Mið Afríku séu seld í ánauð á hverju ári?
Og þetta er bara pínulítið dæmi sem ég tók með því að slá upp nokkrum síðum. Raunveruleikinn er þarna fyrir okkur að lesa á netinu. Hann birtist ekki í blöðunum undir "Fólk í fréttum", né er þessum raunveruleika haldið neitt sérstaklega að okkur. En það gerir okkur ekki stikkfrí. Við kunnum að leita upplýsinga. Það er nú ein af dásemdum internetsins. Ég hef einsett mér að leita mér að óþægilegum en nauðsynlegum fróðleik amk. einu sinni á dag, til að minna mig á hver skylda mín er, sem manneskju. Þó valdalaus sé, þá get ég látið rödd mína heyrast, hér á blogginu, og ég mun ekki arga mig hása, né fíflast um Britneyju Spears og annað slíkt fólk, nema til einstakra hátíðabrigða.
Og svei mér þá ef sýklalyfin eru ekki farin að svínvirka.
Ójá.
Hvet fólk til að fara inn á þennan link og lesa um barnaþrælkunina í Súdan sem kölluð er "Hin nýja helför"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Mánudagur, 14. janúar 2008
London þá og nú
Þar sem ég er á leiðinni til Londres, er við hæfi að ég taki smá vapp niður minningagötu. London var borg borganna hérna í denn. "The swinging London", Bítles, Mary Quant, tískufrömuður, klúbbarnir, allt var best í London. Fyrir mig og systur mínar, tískufríkin, var það toppurinná tilverunni að komast til London og versla föt. Það var ekkert til hér á þessum guðsvolaða klaka, nema Karnabær og Drengjafatavinnustofan eða hvað það nú hét sem við framúrstefnulegu fórum og létum skraddera á okkur föt.
Hér er Twiggy í einum klassískum frá MQ. Ég hefði myrt fyrir þennan kjól, en þurfti þess ekki, átti einn svipaðan. Og skófatnaðurinn, GMG sjáið þessa
Svo var Biba búðin sú heitasta í bænum. Á fimm hæðum, föt og allur pakkinn. Ein flottasta verslun sem ég hef komið í. Við áttum allar svona bol, get ég sagt ykkur
og svona skó líka, eða líka þessum, minnir mig alveg örugglega
Hatt átti ég líka frá umræddri verslun og hann leit út einhvernveginn svona
Nema hvað minn var svartur og honum stolið af mér af ákaflega liggilegum manni.
Ójá. Nú er Biba minnið eitt. Var það að minnsta kosti síðast þegar ég vissi, en alltaf kemur eitthvað skemmtilegt í staðinn.
Ég hef einhver ráð með að finna mér eitthvað skemmilegt.
Ætili það sé útsala hjá Stellu Paulsdóttur?
Písandnæsklóthing.
Úje!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 14. janúar 2008
Úff ég gæti sagt ykkur krassandi sögur...
..af megrunartilburðum mínum og minna systra og vinkvenna. En af því að ég blogga ekki um annarra manna leyndarmál þá get ég svo sem sett ykkur inn í nokkrar góðar aðferðir sem ég hef prufað um dagana, sem virkuðu, alveg þangað til að þær hættu að virka.
Sko þetta með megrun og fitu er ógeðslega afstætt og persónulegt. Þegar ég skoða myndir af mér afturábak í tíma, og af systrum mínum líka, sem voru með mér í megrunarrússíbananum, þá verð ég alltaf rosa hissa. Við erum örmjóar á myndunum og ég hugsa alltaf: Af hverju hélt ég að ég væri ógeðslega feit þarna? Af hverju hélt ég að ég yrði lögð í einelti á Óðali, Glaumbæ eða hvar sem væri, ef ég léti sjá mig svona spikfeita, opinberlega? Svona getur maður spurt en það verður fátt um svör.
Málið er einfalt. Ég var andlegur offitusjúklingur og það hafði ekkert með líkamsþyngd mína að gera. Ég gæti skrifað heilu ritgerðirnar um hvernig umhverfið mataði okkur stelpurnar á mjónunni, gegnum tísku, bíómyndir, leikkonur og fleira, en ég nenni því ekki. Hér er mín reynsla til umfjöllunar.
Þegar ég vann í Eymundsson 21 árs gömul, fannst mér ég vera fituhlussa. Ég fór í megrun. Á einum mánuði náði ég nánast að afmá sjálfa mig af yfirborði íslenskubókadeildar Eymundssonar. Ég var með matseðil. Í hádeginu, ein ristuð brauðsneið með engu smjöri og skrælnaðri ostsneið ásamt vatnsglasi. Kvöldmatur var pakkasúpa. Á sunnudögum borðaði ég eina venjulega máltíð.
Fólk fór að tala um að ég væri að hverfa. Það hljómaði eins og englasöngur í mínum eyrum. Fólk sagði mér að ég liti út eins og Biafrabarn, ég hentist upp um hálsinn á því af einskærri hamingju og þakklæti. Um leið og einhver sagði að ég liti vel út, dimmdi yfir lífi mínu og ég herti sultarólina enn frekar.
Ég fór á hvítvínskúrinn, hikk, hann virkaði en ég var ekki orðinn alki þarna og fékk ógeð á hvítvíni og greip. Ég fór á Prins Póló og kók kúrinn þangað til ég ældi lifur og lungum. Scarsdale kúrinn var krúttlegur en tók alltof mikinn tíma.
Ég landaði hinni fullkomnu megrunaraðferð með því að næla mér í magasár og bólgur og átti því erfitt mað að borða. Ég var grindhoruð. Þvílík sæla, alveg þangað til ég endaði nær dauða en lífi inni á Lansa.
Samt hef ég ekki verið feit svona yfirleitt ef undan eru skilin meðan ég drakk og át pillur og einhverjir mánuðir til eða frá eftir barnsburð.
Þetta er nefnilega ekki spurning um raunverulega vikt, heldur hugsanavillu.
Það sem ég er að pæla héra. Af hverju er svona auðvelt að fokka í ímynd okkar kvenna? Ég er að verða fimmtíuogeitthvað innan fárra daga og enn er ég heltekin af kílóum. Ætlar þessum andskota aldrei að linna?
Þriðji hver Breti er í stöðugri megrun. Einhvernvegin er ég viss um að stór hluti þeirra eru konur.
Itsjúrlíbítsmí.
Úje
Þriðjungur stöðugt í megrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 14. janúar 2008
Ég er komin aftur, ég kem nefnilega alltaf aftur..
..og mikið rosalega þykir mér leiðinlegt að sjá landsmenn mína vera að blogga illkvittnislega um að Björk hafi mögulega (því maður á svo sannarlega ekki að trúa öllu sem stendur í heimspressunni) veist að ágengum ljósmyndara, sem tók af henni myndir þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að láta það eiga sig.
Þessi flottasti listamaður þjóðarinnar, er hundelt, eins og fólk í þessum bransa og við eigum að standa með henni, enda hefur hún ekki verið þekkt fyrir prímadonnustæla, hvað þá sjálfsupphafningu, og ég stend með henni, og finnst ómaklegt að Íslendingar séu að blogga um breytingarskeið og annað því um líkt, vegna þess að hún bregst við eins og manneskja við óþolandi áreiti. Það eru ekki til þeir listamenn sem hafa aukið hróður Íslands í námunda við þessa stelpu, sem er séní af Guðs náð. Enginn segi ég og ég er bál vond. Og það segir mér bara eitt, mér er að batna.
Áfram Björk þú ert flottust.
Þá er það frá.
Og með þessari fyrstu færslu morgunsins þá býð ég upp á þetta myndband til að minna á að hér stöndum við með okkar konu. Þó það nú væri.
http://www.youtube.com/watch?v=s9SdugjLl0M
Björk réðist á ljósmyndara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Matseðill helgarinnar á hamfraheimilinu ásamt öðru óráðshjali
Það er eins gott að flýta sér. Eins og ástandið er á mér með lungnabólguna og berkjubólguna og hitt stöffið, reiknast mér til að ég hafi svona korter áður en ég lyppast niður og skríð til beðju.
Samt er farið að krimta í mér, mér til mikillar ánægju en ég bilaðist úr hlátri þegar ég las færsluna hennar Dúu vinkonu minnar sem neitar að gerast Baadermaður.
Hér hefur verið borðað eftirfarandi (já þið megið nota uppskriftirnar)
Föstudagskvöld: Nóatúnsgrillaður kjúklingur, með kartöflusalati úr dós ásamt einni naanbrauðslufsu.
Laugardagur: Ekkert fyrr en kl. 21,00 í gærkveldi að pöntuð var pitsa með grænmeti og unidrrituð neyddi í sig einni sneið. Fyrir svefn, 1 sveittur og marinn banani.
Sunnudagur: Ekkert fyrr en núna rétt áðan, að undirrituð neyddi í sig nakinn hamborgar úr einhverri grillsjoppu, ásamt banana (maður verður að borða svona sykursjúkur eins og maður er).
Ég mæli ekki með þessu nema fyrir þá sem eru með alltof háan líkamshita og ógleði á háu stigi.
Varðandi þetta með að bíllinn, atvinnutækið skyldi keyrður í rúst af einhverjum hraðaakstursmanni vil ég deila með ykkur pælingum mínum.
Á föstudaginn fékk ég keðjubréf. Innan 6 mínútna átti ég að senda það á x marga vini og uppskera mikla lukku. EF ég hins vegar gerði það ekki myndi ég verða fyrir stórkostlegu óhappi innan sólarhrings.
Hm... ég þoli ekki hótanir og eyddi bréffjandanum samstundis. Kannski er það óráðið sem er að tala hérna, en haldið þið að þetta geti verið hefndarráðstafanir vegna þess að ég sendi bréfið ekki áfram???? (Fruuuuuuuuuuuss). Ég er orðin smá nojuð hérna.
Og þið sem þekkið mig, ekki senda mér svona bréf, ég eyði þeim og hef hreinlega ekki efni á fleiri skakkaföllum í bili.
Það má svo koma fram í lokin, að ég hef gert mitt ýtrasta til að reykja í dag, en með slælegum árangri. Dem, dem, dem.
Og mikið rosalega sem mín gamla vinkona, Álfheiður Ingadóttir, var flott í Silfrinu. Go girl.
Er ég biluð?
Bítsmítúðebón.
Lofjúgæs
Úje og hóst,hóst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Ef Bjarni segir það, þá trúi ég því!
Miðað við vestrænar þjóðir er heildarneysla áfengis á Íslandi með minnsta móti, jafnvel þótt veruleg aukning hafi orðið á áfengisneyslu hérlendis á síðustu árum. Þetta kemur fram í grein eftir Bjarna Þjóðleifsson lækni í nýjasta hefti Læknablaðsins.
Ennfremur segir Bjarni í greininni að með tilkomu bjórs hafi drykkjusiðir Íslendinga orðið meinlausari.
Það er ábyggilega satt og rétt. Ætli manni rámi ekki í ölóða landa sína á helgarfylleríunum (maður sjálfur með talinn), drekkandi brennivín og slíkt eitur, dettandi hver um annan þveran, talandi útlensku, eða það hélt maður oft, því fólk var orðið ómælandi á móðurtunguna á þriðja glasi. Jesús minn, þvílíkir tímar.
Það sem mér þykir þó markverðast í þessari grein, er að Bjarni telur að frumvarp sem kveður á um afnám einokunarsölu ríkisins á áfengi, og heilbrigðismálaráðherra hefur lýst stuðningi við, stofni þessum árangri í hættu.
Heyrið þið það Sigurður Kári og Gulli Heilbrigðis. Pæliðíðí, maður ætti ekki að þurfa að sannfæra heilbrigðisráðherrann um slíkan hlut. Svo skýrt sem hann liggur í augum uppi,
Við erum að minnsta kosti orðin meinlausari en við vorum.
Þökk fyrir það.
Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Laugardagur, 12. janúar 2008
Sumir dagar eru bara ....arg
Ég hef ekki bloggað mikið í dag. Ærin ástæða, enda vart getað lyft haus frá kodda vegna lungnakvefs, hita og sollis.
Ef það væri nú allt, ónei,
Mitt elskaða band lenti í hörðum árekstri, á atvinnutækinu, Benzinn ónýtur öðrum megin og lenti út af veginum við höggið og munaði engu að hann ylti til niður stóra brekku fulla af grjóti og slíkum ófögnuði. Það var ungur maður á hraðferð sem fór inn í hliðina á járnflykkinu, og það er Benzinum að þakka að húsband er í heilu lagi.
Skemmtilegir svona dagar, eitthvað við þá.
Ekki segja, þú getur verið glöð að húsband sakaði ekki, því ég veit það og er búin að dansa gleðidansinn því til dýrðar.
En svo er bara að vona að vinurinn komist á götuna sem fyrst. Hann heldur öllu batteríinu gangandi hér þessa elska, sko Benzinn plús húsband.
Þetta er nú ástæðan fyrir því að ég hef lýst svona með fjarveru minni og mínir elskuðu bloggvinir, ég hef ekki komist til að lesa ykkar yndislegu pistla.
Bæti úr á morgun, er nefnilega með þá tilfinningu að mér sé eitthvað að batna, enda eins gott, ég á leið til Londres á föstudaginn.
Leiðinlegast þótti mér að geta ekki fengið Jenný Unu til mín til dvalar, en við bætum úr því á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr