Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Laugardagur, 12. janúar 2008
Frábær færsla...
..hjá honum Óla Birni Kárasyni, þar sem hann veltir fyrir sér hverjir fá frumsýningarmiða hjá stóru leikhúsunum og fleira. Hvet alla til að lesa þennan pistil hér.
Óli Björn varpar líka fram eftirfarandi spurningum.
- Hverjum er boðið á frumsýningar?
- Hversu margir frumsýningargesta greiða sinn miða sjálfir?
- Hvert er hlutfall greiðandi frumsýningargesta og boðsgesta?
- Hvað kostar aðgöngumiði á frumsýningu?
- Eru boðsgestir á aðrar sýningar en frumsýningar?
- Hversu margir boðsgestir voru í leikhúsinu á árinu 2007?
- Hver (hverjir) og hvernig er tekin ákvörðun um hverjum skuli boðið sér að kostnaðarlausu í leikhús?
- Er sama fólkinu boðið á allar frumsýningar eða breytist boðslistinn eftir því hvaða verk er á fjölunum?
- Hvaða rök liggja að baki því að nauðsynlegt er talið að ákveðnum hópi sé boðið í leikhús án greiðslu?
- Getur það haft neikvæð áhrif á leikhúsið að afnema boðslista?
Þetta eru spurningar sem flest allir vilja fá svör við. Það væri líka kærkomin nýbreytni að stofnarir í eigu almennings væru með svona hluti uppi á borðinu, okkur kemur þetta við.
Og svara svo.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 12. janúar 2008
Alein og skítblönk
Auðvitað á maður ekki að vera að velta sér upp úr slúðri, en akkúrat núna hef ég ekkert betra að gera. Stundum dettur maður inn í "fréttir" sem eru svo bilaðar og langt frá öllum raunveruleika, að það er ekki hlægjandi að því, jafnvel þó ég hafi skellt upp úr. Svona: Hahahahaha
Heather Mills, fórnarlamb dauðans, verður ein og yfirgefni á fertugsafmælinu á morgun, en það segja vinir hennar. Hún er úrvinda eftir skilnaðinn við Babyface McCartney, og svo hefur hún ekki efni á almennilegri veislu.
Bíðið á meðan ég æli aðeins lifur og lungum hérna.
Hefur ekki efni á!!!! Konan veit ekki aura sinna tal og hún lætur sig ekki muna um að standa í þjarki við karlfauskinn, fyrrverandi, út af einhverjum millum til eða frá.
Ef ég hefði vitað af bágri fjárhagsstöðu hennar aðeins fyrr, þá er aldrei að vita nema ég hefði hafið söfnun fyrir stelpuna, Ég telst nú seint til ríkra kjéddlinga en ég var með yfir 100 manns í mínu fertugs, söngatriði, KK og alles og lifði það af, fjárhagslega og mikið rosalega var það gaman. En sú saga verður sögð seinna.
Æi ég ætla að hugsa til hennar á morgun, hún skellir sér væntanlega á Burger King eða eitthvað og fær sér að borða í litla fátæka mallan sinn.
Til hamingju með afmælið vúman, við erum í sama merki honní.
Cry me a fucking river!
![]() |
Ein og yfirgefin á fertugsafmælinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Þar fauk Smith
Jæja þá er Will Smith, stórkrútt með meiru, fokinn af mínum vinsældarlista. Það fer alltaf fækkandi á listanum, ég missi allt mitt uppáhaldsfólk yfir til Vísindakirkjunnar.
Rosalega langar mig að vita hvað þeir eru að bauka þar.
Út á hvað trúin gengur, annað en að það má ekki skera í fólk.
Ekki nóg með að Will sé heillum horfin yfir í kirkjuna heldur er svo illa fyrir honum komið að hann telur að Tom Cruise sé einhver sá mesti andans maður sem til er.
Þannig að sjá má að Smith er í annarlegu andlegu ástandi.
Ef ég væri foreldri hans, færi ég samstundis og næði í hann.
Hrollur, brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
![]() |
Will Smith á snærum Vísindakirkjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Kjaftablogg
Þetta er spjallblogg. Mér leiðist. Ég held að flensan sé að lagast og nú dembi ég yfir ykkur kaffispjallinu mínu og þið sem þolið ekki sígó, verðið úti bara, því nú er ég að reykja. Muhahahaha
Einhver var að kvarta yfir blúndunni minni sem ég heklaði með erfiðismunum á Þorláksmessu, þessari sem prýðir nú síðuna mína. Hún er ennisband. Viðkomandi fannst garlakerlingin flottari, en ég bendi á að hún er ekki í réttri stærð. Það var nefnilega fín kona sem skrifaði mér og sagðist sakna blúndunnar og þar sem ég er ekki vön að fá hrós fyrir handavinnu, var ég ekki lengi að skella henni upp aftur.
Tommy Lee er á leiðinni og ég las á visi.is að allar stelpur væru brjálaðar í að fá að sofa hjá honum eða eitthvað sollis. Iss, útjaskaður og ofvirk skarnahrúga náunginn, en hann er víst voða partýkarl. Þær vilja örugglega bara skemmta sér með honum stelpurnar. Ekki sofa. Alltaf verið að ljúga upp á íslenskt kvenfólk.
Sko, ég get sagt ykkur smá semi slúður. Hún Maysan mín var í samkvæmi á B5 á nýárskvöldi og þar kom Tarantino og fullt af liði og þegar ég spurði Maysuna hvort hún hafi náð að taka í spaðann á honum, þá sagði hún mér að það hafi ekki verið hægt að sjá skuggann af manninum vegna þess að hann var umkringdur yngismeyjum. Halló, eiga allir séns hérna? Hann er ekki sá sætasti í bransanum eða hvað? Ég fæti ekki með honum í Hagkaup. Ég fer bara með myndarlegum mönnum að kaupa í matinn.
Og eitt að lokum. Úff, sú frétt gladdi mig svakalega. Þeir í Seltjarnaneslauginni brjálast ekki og hringja á lögguna eða eitthvað ef konur henda af sér brjóllanum og eru berar að ofan í sundi. Sjúkitt, hvað það hlýtur að gleðja marga. En hvernig ætli þessu sé háttað í Árbæjarlaugunni, ég er svona að pæla. Jeræt.
Later!
Rock the world
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Bubbi bílar
Jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii, viðið þið hvað??? Það hefur sést til Bubba keyrandi um á Kia Sportage bíl, en Bubbi er á Range Rover, enda samningsbundinn við B&L.
Pálmi hjá Stöð 2. þar sem verið er að taka upp þáttinn um bandið hans Bubba, segir þetta vera bílaleigubíla og Bubba finnist örugglega bara gaman að fikta í tökkunum. á Kia.
B&L segja: En Bubbi er og verður okkar maður. Og þó svo hann setjist kannski upp í aðra bíltegund þá gerum við nú ekki veður út af því. Við verðum ekkert afbrýðisamir þó svo hann fikti í tökkum annarra bíla en okkar," sagði Andrés, sem hafði augljóslega einnig horft á Skaupið.
Bubbi sjálfur kannast ekki við að hafa sest upp í einn einasta bíl annan en Range Rover-jeppa.
Guð minn góður, hvað er í gangi hérna? Hver er að segja satt og hver ekki? Þetta er gjörsamlega ólíðandi ástand, af hafa þetta á huldu. Mogginn verður að gera út blaðamann til að komast að hinu sanna.
Heimsfriðurinn er nánast í veði hérna. Allt er undir. Á hvaða andskotans bílum er Bubbi að fikta í tökkunum á?
Kenýa hvað?
![]() |
Bubbi reiðir sig enn á Range Rover |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Nú gleðjast hin forhertu alkahjörtu!
Ég er viss um að margir alkar sem eru ekki búnir að horfast í augu við að þeir séu það, hoppa hæð sína af gleði vegna þessarar fréttar. Enn eitt vopnið í baráttunni til að fá að drekka í friði, fyrir röflandi mökum, börnum, atvinnurekendum og vinum.
Ég þekki ekki enn einasta virkan alka, sem finnst hann ekki drekka í hófi.
Ég sjálf drakk eitt og eitt rauðvínsglas eða bjór "af og til". Af og til var því eitt teygjanlegasta hugtak sögunnar í mínu tilfelli. Þýddi í raun, nánast alltaf meðan ég var vakandi.
Nú er hægt að skella því framan í fésið á slettirekunum að maður sé beinlínis að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma með því að drekka bús. Staðreyndin er auðvitað sú að á meðan maður drekkur gegn hjartasjúkdómum, þá er maður að eyðileggja bris og nýru og fleiri líffæri, en hva, alkar eru ekki að velta sér upp úr smáatriðum.
Hvað um það, þá hefði ég örugglega klippt út þessa grein og lagt hana í í safnið yfir ástæður þess að það sé gott og jafnvel bráðnauðsynlegt að drekka. Allir vita að þegar maður hefur vondan málstað að verja, þarf að hafa einhverjar kannanir og slíkt máli sínu til stuðnings, þrátt fyrir að ekki einn einasti kjaftur bíti á agnið, af því að fólkið sem situr uppi með okkur alkaskæruliðana er löngu búið að sjá í gegnum lygarnar og leikaraskapinn. En...okkur sjálfum líður betur. Þetta snýst nefnilega allt um rassinn á okkur sjálfum. Það erum við sem bendum á Gumma í næsta húsi sem drekkur MIKLU meira en við, Siggu á loftinu, sem stendur ekki lappirnar þegar hún fær sér í glas og Hilli frænda sem hverfur í viku á hverju fylleríi, og svo er verið að ráðast á OKKUR!!! Englana, sem fáum okkur örlítið í glas af og til.
Nú er ég edrú, gæti ekki verið meira sama hvort áfengi í hófi lengir eða styttir líf mitt, einfaldlega vegna þess að ef ég hefði ekki dömpað áfenginu þá lægi ég í moldarhrúgu í kirkjugarðinum í Gufunesi.
Ójá, ég fer edrú að lúlla!
Nema hvað?
Úje
![]() |
Áfengi í hófi getur verið heilsusamlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Og alt er tómt hér og í höfðinu á sumum
Eftir að við rukum í að rífa niður jóladótið, bý ég í nánast tómri íbúð. Ég hlýt að hallast að minnimalisma, þar sem að ég sé ekki hluti nema á stangli. Eitt borð hér, annað þar og einn sófi í horni.
Hvað varð um mína yfirfullu íbúð? Var allt mitt dót rifið niður með jóladótinu?
Ég er að furða mig á þessari skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara og það er erfitt að átta sig á hvað hefur gerst þarna.
Það virðist augljóst að maðurinn var valinn vegna tengsla, og ég er ekkert að segja að hann sé ekki góður til síns brúks, þetta liggur bara í augum uppi.
Nefndin á að segja af sér í mótmælaskyni vegna þess að álit hennar er gjörsamlega dissað.
En fyrr mun frjósa í helvíti að þetta verði leiðrétt eða endurskoðað.
Þannig gerast hlutirnir ekki á Íslandi.
Ráðamenn fara sínu fram.
Munið bara ríkisborgaramálið hjá tengdadóttur Jónínu Bjartmarz.
Það dó bara drottni sínum.
Glatað kerfi, sem fer ekki að eigin reglum.
Já það er allt tómt. Bæði hér hjá mér og í höfðinu á ráðamönnum.
ARG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Eru ekki allir burðardýr?
Hún hvarf út í cypertómið mín djúpvitra færsla sem hefði fært mér frægð og frama, eins og öll ritverk sem týnast.
Ég bloggaði um upplifun mína af viðtalinu í Kastljósinu við Kalla Bjarna.
Mér er ekki illa við að skrifa nánast í stikkorðum.
Niðurstaða:
Sé ekki tilganginn með viðtalinu, að öðru leyti en því að frægt fólk og eymd þar að auki, selur.
Segjast ekki allir vera burðardýr? Mér fannst maðurinn kaldur og ekki mjög sýmpatískur og þar sem hann lét taka við sig viðtal þá gef ég mér að það sé í lagi að hafa skoðun á honum.
Það var eins og hann hefði gerst sekur um að stela hangikjötslæri.
Hann fékk 2 ár fyrir 2 kg. af kókaíni. Er það ekki frekar vægur dómur í fíkniefnamáli? Er nefnilega ekki svo mikið inni í þeim dómum.
Lærdómur dreginn af viðtali: Nákvæmlega enginn. Játa þó að sú hugsun sækir á mig að maðurinn hafi alls ekki verið neitt burðardýr.
Er annars enn að velta fyrir mér tilganginum með umfjölluninni.
Og ekki orð um það meir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Ég hata farsa..
..og mér er sama þó ég fái stóran hluta íslensku þjóðarinnar upp á móti mér.
Einu sinni gerði ég þau leiðu mistök 197ogeitthvað að kaupa mig mig inn á Flónna þegar búið var að sýna hana hundraðoggrilljón sinnum í Iðnó. Ég hugsaði með mér, það hlýtur að vera eitthvað áhorfs- og upplifunarvert, í gangi þarna, fyrst íslenska þjóðin er búin að sjá þetta verk sinnum tveir á kjaft.
Það er skemmst frá því að segja að ég varð mjög þreytt.
Farsi gengur út á að fólk hlaupi inn og út um hurðir, þ.e. um leið og ein hurð lokast, þá opnast önnur og einhver sem er að leita að þeim sem fór inn um fyrri hurðina, kemur inn og hleypur síðan út um þá þriðju, þá kemur þessi úr hurð nr. eitt og stekkur í kasti út um hurð nr. fjögur. Þetta er eiginlega farsinn í hnotskurn. Plús misskilningur á misskilning ofan. Mjög skemmtilegt, ég hlæ: Hahahahaha. Búin að hlægja.
En... ég hló í alvörunni þarna á Flónni. Það var vegna þess að það sat hjá mér kona sem hafði svo smitandi og skemmtilegan hlátur, að ég hefði þurft að vera dauð og stjarfi komin í mig, til að hlægja ekki með þessari konu. Hún var dásamleg. Hún skemmti sér konunglega og bjargaði lífi mínu.
Ekkert hefur breyst. Flóin er að meika það bigg á Agureyris. Farsar gleðja landann.
Hvað er þá að mér?
Farin til sála.
En ökutíma ætla ég að sjá, jafnvel þó ég þurfi að "keyra" norður.
Úje.
![]() |
Nær uppselt á 15 sýningar á Fló á skinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Ég er femínisti..
..bara svo það sé á hreinu.
Það stendur í höfundarboxinu mínu og það er löng saga á bak við það hvernig ég varð kvennapólitísk.
Ég var tuttuguogeitthvað, á kvennafrídaginn og yfirmaðurinn minn (ég var ritari hjá toppi hjá opinberri stofnun), spurði mig daginn áður hvort ég ætlaði að taka frí og fara í bæinn eða hvort ég vildi ekki bara lauma mér í vinnuna svo lítið bæri á, ég væri ábyggilega ekki ein af þessum kynköldu konum sem þyrfti að standa eins og hálfviti niðri á torgi,
Ég var fyrst af stað í gönguna daginn eftir.
Og alltaf bættist í, það var sama við hvað ég vann, strákarnir áttu greiðari aðgang að hjarta þeirra sem réðu laununum en ég, en þeir blikkuðu mig oftar og klipu í rassinn á mér líka, forréttindi sem ég hefð viljað vera án.
Svo liðu árin, Kvennaathvarfið var stofnað, þar unnum við margar konurnar í sjálfboðavinnu og svo í launaðri vinnu og hvorutveggja og þá lukust augu okkar upp fyrir miðaldahugsunarhætti og hegðun "venjulegra" karlmanna. Bæði í fjölskyldum og í valdastöðum sem konur þurftu að sækja til, í þeim tilgangi að leita réttar síns.
Kvennalistinn var stofnaður og ég held að við getum með góðri samvisku þakkað honum breyttar áherslur í pólitík. Ásamt svo mörgu öðru, auðvitað.
Til að gera langa sögu stutta, þá komst ég að raun um það, fyrir lífstíð að það er ekkert sem heitir að bíða fallega eftir molum sem falla af veisluborði þeirra sem valdið hafa. Maður þarf að tala hátt og skýrt og fara fram á aðgerðir.
Svo koma nýjar konur, flottar, með nýjar hugmyndir þó þær séu að berjast fyrir sömu réttindum kvenna til handa, með aðeins öðruvísi áherslum. Samkvæmt viðmóti margra gagnvart þeim, mætti halda að þær væru nornir í dulargerfi.
Sumt hefur lagast, annað staðið í stað.
Skilgreining á femínisma er:
Femínismi er sú róttæka hugmynd að konur séu fólk. Eða
Feministi er sá sem telur að jafnrétti kynjanna hafi ekki enn verið náð.
Þrátt fyrir mörg ár í kvennabaráttu, bæði sem áhorfandi og þátttakandi er ég enn ekki búin að ná því hvers lags óþverrahátt menn og sumar konur sýna af sér í umræðunni um jöfn réttindi kynjanna.
Ekkert af þeim réttindum sem við höfum í dag, hafa komið á silfurfati með kveðjunni "gjörið þið svo vel stelpur mínar, þetta er löngu tímabært".
Amerísku Súfragetturnar stóðu heldur betur í ströngu þegar þær börðust fyrir kosningarétti kvenna. Ég bendi fólki á að horfa á myndina "Iron jaw angels" til að skynja hversu hatrammri mótstöðu þær mættu við þessum sjálfsögðu mannréttindum.
Ég hvet fólk til að lesa og kynna sér íslenska kvennabaráttu og þær fórnir sem hún hefur kostað þær konur sem þar hafa barist.
Þetta liggur mér á hjarta í dag, af gefnu tilefni.
Áfram stelpur.
Ert þú feministi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (61)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr