Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Smá fréttir frá afmælisdegi í miðborg Londres

Ég, Mays, Oliver og Helga frænka (sem gengur undir nafninu frænka, því Oliver sér engan, heyrir ekkert og hefur ekki áhuga á neinu nema viðkomandi FRÆNKU) fórum og snæddum á Café Rouge, síðan í Harrods, audda, flottar á því og svo eyddum við ca. tveim tímum í undergroundinu eftir að ég var búin að versla upp það sem eftir var í Knithtbridge (segi sonna).
Amk. er hér smá tjill í gangi og svo er það út að borða með dætrum mínum á óggisla flott steikhús.
Naomi Champell var þar um daginn, eða var það á Café Rouce (eins og mér gæti verið meira sama?).
Er að fara að glamma mig til.
Bara að láta vita að mér.+
Lífið er dásamlegt þrátt fyrir háan aldur eða kannski þess vegna?
Elska ykkur í parta.
Þíjúgæs.
Ps. Má ekki vera að því að lesa yfir. Bare with me.
Úje

Á ég að gráta - Búhú?


Það er best að byrja á að gera ykkur græn úr öfund. Í gær þegar ég var á röltinu í miðborg London, fór á dásamlega leiksýningu, verslaði eitt og annað og sat úti á kaffihúsum og reykti mínar síur, þá var 12 siga hiti. Já 12 stig takk fyrir!
En nú á ég afmæli, er 56 ára (uss ekki segja) og það er smá rigning og 7 stiga hiti. Ég óska mér til hamingju til daginn og öllum sem að mér koma.
Í gærkvöldi borðuðum við indverskan og horfðum á sjónkann, það eru takmörk fyrir úthaldi hérna.
Planið í dag er þvælingur um borg og út að borða og ég veit ekki hvað og hvað.
Þetta verður allt tíundað fyrir ykkur þegar ég kem heim, ef ég kem heim, segi sonna.
Ástlæðan fyrir þessum stuttfærslun er í fyrsta lagi sú að þessi maskína hans Robba er mér framandi og í öðru lagi þá hef ég betri hluti að gera. Eins og t.d. dúlla í bjútíunu honum Oliver.
Hann er bæði fallegur og góður get ég sagt ykkur.
Með kveðju frá heimsveldinu (fyrrverandI)
Afmælisbarnið
Úje

Lítil saga af kaffihúsi

Það sem ég elska mest við stórborgir, er allt fólkið með gleði sínar og sorgir á bakinu,  Þar sem við sátum á kaffihhúsi í gær, ég og Helga, kom til okkar kona á miðjum aldri, ákaflega hugguleg og framandi í útliti.  Hún sagði okkur í óspurðum að hún byggi í Teheran en maðuinn hennar væri svo elskulegur að leyfa henni að fara í ferðalag með sjálfri sér, á hverju ári og það héldi í henni  lífinu.  Þetta var sem sagt hinn ágætasti maður að hennar mati,

Við deildum upplýsingum um fjöldskyldur okkar og tókum myndir og föðmuðumst og kvöddumst með virktum.

Mér varð hugsað til þess að konur eiga alltaf jafn mikið sameiginlegt, sama hvaðan þær koma.

Nú hef ég eignast nýja vinkonu, en ég gleymdi að spyrja hana að nafni

En hún er ekki síðri fyrir það.

Lofjúgæs

Úje 


Frá ykkar konu í Londres sem hefur margt misjafnt fyrir stafni

Eftir annasamann dag í gær hafði ég ekki orku til að blogga, en nú er ég glaðvöknuð og til í slaginn og verð að leyfa ykkur að fylgjast með mér í ævintýraferðinni,
Í gær verslaði ég ásam frumburði, þannig að hver olíufursti hefði bliknað við hliðina á okkur, en ég tek fram að þetta var bara æfing.
4 peysur, þrír kjólar, tvennir skól, ein sgígvéli rúfffað ofan í körfuna án þess að hafa mikið fyrir því. London underground fór ekki varhluta af heimsókn okkar til borgarinnar.
Fór nokkrum sinnum á Starbucks og reynkti í þar til gerðum sætum fyrir utan kaffihús, sem kom ekki að sök, því það var léttur úði og 7 stiga hiti. Annars er reykingafasismi Englendinga af þeirri stærðargráðu að við Íslendingar erum reykingarhippar í samanaburði, Blogga um það seinna.
Fórum og hitttum Mayu eftir vinnu og borðuðum á Ping Pong sem er einn af betri kínverskum sem ég hef kynnst til þessa og töluvert óhefðbundin.
Oliver var sofnaður þegtar við komum heim, en í morgun vaknaði ég við litla rödd sem sagði: Amma Jenný lúlla og Helga líka.
Maya er að vinna og nú á að skreppa í matvörubúðina með prinsinn og kaupa eitthvað spennandi til heimilisins.
Í dag er það leikhús og búðir.
Hér er svo mikið af fólki að skoða og velta fyrir sér sögu þeirra að það væri ekki verra að festast hér í smá tíma.
Sakna ykkar mátulega ódámarnir ykkur.

Blogga í kvöld.
Bætmítoðtebónækenteikit
Smjúts á alla

Londonfarinnn


Ég er á leiðinni...

til:

Olvers í London, sem þarna fær sér graut um jólin með afa Tóta...

og..

borðar pylsubrauð sem er uppáhaldið og amma-Brynja færði honum þegar hún var í heimsókn fyrir nokkrum dögum...

og..

fékk líka "spider" frá ömmu af því ég var búinn að lasast smá

og..

svo tók ég mynd af mömunni minni alveg sjálfur!

og..

Þessa fjölskyldu ætlar amma-Jenný og Helga hrænka að knúsa í kremju á morgun og gera fullt af skemmtilegum hlutum í leiðinni.

Leiðinlegt?

Ædónþeinksó, bara að hemja öfundina börnin góð.

Verslanir í London á lengd og breidd, here I come.

Úje.


Mitt handablæti

 

Ég veit ekki hvað það er með mig og hendur.  Ég er heilluð af þeim, ég hef líka andstyggð á sumum og allt þar á milli, en hendur eru einhverskonar blæti hjá mér.  Ég er hreinlega sjúklega upptekin af þeim.  Ég myndi skrifa upp á skuldabréf fyrir ókunnuga manneskju ef hún væri með hendur sem væru mér að skapi, biðja hana jafnvel um að verða svaramann í brúðkaupinu mínu, bara um leið og ég sæi á henni lúkurnar.

Mínar hendur eru frábærar, fullkomnar nánast (annars væri ég í vondum málum hehemm), smágerðar, frekar langar og puttar langir og mjóir.  Líka hendur systra minna, allra held ég bara.  En það er ekki nóg að hendur séu fallegar í forminu, þykkar hendur geta verið ógeðslega hrífandi, ef þeim er beitt fallega, og vinnulúnar hendur segja langa sögu og virka traustvekjandi og eru oft svo vísar eitthvað.  Þetta liggur nefnilega alls ekki bara í útlinu frekar en með annað á fólki, það er birtingarmyndin, hreyfimátinn, nærveran og viðkoman sem skapar fegurðina.

Verstu og ljótustu spaðarnir eru hendurnar sem tilheyra sumum karlmönnum, búttaðar, náfölar, manikjúreraðar og ónotaðar að því best verður séð, svo þegar þú heilsar hendinni þá límist hún við þig með köldum svita og ætlar aldrei að losna.  Jakk, hvernig er hægt að sleppa í gegn um heilt líf án þess að næla sér í karakter í hendurnar?  Kommon er þetta latexfólk?  Notar latexhanska við öll tækifæri nema rétt á meðan það birtist meðal manna?

Stundum er vont að taka í þurrar og hrjúfar hendur, ekki vinnuhrjúfar heldur þunglyndishrjúfar, þeim leiðist, hrömmunum þeim, þær hafa ekki nóg að sýsla.

Fallegustu hendurnar eru þær sem notaðar eru meðfram daglegum athöfnum og þá til að tala með.  Ég nota mínar til að tala með, flestir gera það, bara mis mikið.  Mikið ógeðslega verða talandi hendur heillandi.  Manni langar til að taka af þeim mót og hengja þær upp á vegg sumar hverjar, þær segja svo skemmtilega frá.  Það væri frábært ef hendurnar væru aðal talfærið okkar, þær eru svo dramatískar, svo sveigjanlegar, svo sannfærandi, fyndnar, krúttlegar og ákveðnar, að hver einasti maður gæti orðið kóngur í ríki sínu með þær einar að vopni.

Já ég veit, ég verð hálf biluð á nóttunni.  En ég var í alvörunni að hugsa um hendur mér til skemmtunar.

Farin að lúlla og  þangað til í fyrró...

Talk to the hand!

Úje


Að fórna næstum því lífi sínu fyrir Glaumbæ

 

Fyrir grilljón árum síðan, eða svona 1968 eða svo, var ég á glansgellulistanum.  Ég fór ekki út úr húsi nema með árshátíðarmálningu (ekki einu sinni út með ruslið, hvað þá lengri vegalengdir), ég dressaði mig upp, ef ég þurfti að fara í mjólkurbúðina fyrir ömmu, ég hefði gætað rekist á væntanlegan kærasta á leiðinni.  Þið skiljið hvert ég er að fara.

Þetta kvöld sem er hér til umræðu var veðurfarslega eins og þetta, nema það snjóaði stöðugt, strætó gekk ekki og leigubílar komust hvorki lönd né strönd, hvað þá Skódar og Mozkowitsar.

En ég og Ragnheiður vinkona mín vorum á leið í Glaumbæ að hitta flottustu gæjana í bænum.

Klæðnaður og meiköpp var eftirfarandi:

Hvítur satínkjóll í pjöllusídd, sérsaumaður audda, leðurstígvéli sem náðu upp á læri, kallaðir melluskór af foreldrum mínum þegar ég heyrði ekki til, hátískuskór af öllum öðrum, brún sérsaumuð rúskinnskápa með tveimur tölum að ofan, að öðru leyti opin.  Gerviaugnahár á augum, ásamt þykkri línu af ælæner og grænum augnskugga ásamt teiknuðum augnahárum niður á miðjar kinnar, Twiggystæl.  Bleikur varalitur og brúnleit síð hárkolla fullkomnuðu sköpunarverkið.  Vinkonan var í stíl, litir aðeins öðruvísi.  Við vorum tvíburar í tískunni.

Hvernig kemst maður í Glaumbæ í þessum útbúnaði af Hringbraut Vesturbæjar, þegar ekki einu sinni var bílfært?  Við klæddum okkur í sjóstakka, (ekki úr sjómannsfjölskyldu fyrir ekki neitt) vitandi að það var ekki séns að þekkja okkur þar sem ekki sást út úr augum vegna ofankomu.  Svo óðum við skafla upp í heila.

Við náðum á áfangastað.  Við og ca. 15 aðrir plús starfsfólk.  Það var frítt á barnum, draumaprinsarnir komu ekki, en í staðinn voru þarna tveir ógissla sætir veðurathugunarmenn (svo við hæfi eitthvað), (nemar) sem dönsuðu guðdómlega.  Hljómar voru að spila, en ekki hvað, það hefði mátt rigna eldi og brennisteini áður en þeir færu að láta sig vantar.

Lærdómur þessar frásagnar er enginn.  Það er einfaldlega gaman að vera ungur, uppátækjasamaur og geta drepið fyrir tísku og fönn.  It´s all in the fun.   Það er ALLT hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Ég get vottað að meira að segja Mary Quant hárkollan og gerviaugnahárin högguðust ekki undir snjógallanum.

Þetta ættu allir að prófa einu sinni.

Og lag kvöldsins var:

Örugglega þetta eða eitthvað þessu líkt amk.


Halló - opna augun, eruð þið með klamydíu eða hvað?

Sjáið þið ekki nýjustu myndina af mér hérna uppi í hægra horninu á síðunni minni?  Myndin er auðvitað þræl fótósjoppuð og var tekin þegar ég var að hefja flugið heim af síðustu Stonehenge-ráðstefnu, og ég hefði haldið að ég fengi amk. sveittattann skammasín fyrir effortið.   AularHeart

Hvað finnst ykkur um þessar klamydíutölur hérna?  Er þetta kynfræðslan í hnotskurn?  Eru allir að gera það bara úti um stokka og steina verjulaust?  Ég hélt að kynsjúkdómar heyrðu sögunni til.  Man eftir á mínum unglingsárum að nokkrir töffarar fengu lekanda og þurftu að láta sprauta sig og höltruðu um allt (minnir að það þætti smá töff og jafnvel manndómsbragur á lekandasýkinni, sko í tilfelli karlmanna, stelpurnar voru auðvitað kallaðar mellur).  Og enn er lekandinn við líði.

Meðalaldur kvenna í klamydíunni er 22 ára en karla 25 ára.

Erum við þriðji heimurinn í kynferðismálum hérna eða hvað?

Þetta upplýsta þjóðfélag.

Enginn heyrt um smokka?  ´

Það hefði mátt rota mig með fjöður þegar ég las þetta, en sem betur fer gerði enginn tilraun til þess. 

21 greinidist með lekanda og þeim tilfellum fer ört fjölgandi.

Þetta er sko ekki fyndið þó mér finnist þetta alveg stór furðulegt.

Hvernig er hægt að koma sér upp kynsjúkdómi, með alla vitneskjuna sem við höfum og er allsstaðar aðgengileg?  Og það er ekki eins og þetta séu unglingar sem eru að smitast, unglingar sem mögulega skortir fræðslu í þessum efnum.

Plís inform me somebody - anybody!

Hvernig er þetta hægt?

Bítsmítoðebón


mbl.is 1863 greindust með klamydíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvænt Prinsessuheimsókn

 

Vegna veikinda og annarrar óáran, hefur Jenný Una Eriksdóttir ekki komið til dvalar til okkar í töluverðan tíma, miðað við hið venjulega.  Við vorum orðin ansi langeygð eftir þeirri stuttu og í gær hljóp á snærið, þó ekki byrjaði það skemmtilega.  Jenný meiddi sig á leiksólanum í hendinni og fór á Slysó, en þar var meiddið lagað og hún fékk flott verðlaun hjá "lækniskonunni".  Mamma hennar spurði svo hvað hún vildi gera sér til skemmtunar og hún vildi fara að gista hjá ömmu og Einari.  Ójá.

Það urðu miklir fagnaðarfundir, mikið leikið og ærslast og spjallað um lífið og tilveruna.  Ég verð alltaf jafn hissa hversu hratt henni fer fram í málþroska, þó ekki líði nema nokkrir dagar á milli þess sem við tölum saman.

Dæmi:

Amman: Hvað á amma að kaupa handa Hrafni Óla í London?

Jenný:´(Réttir út tvo fingur til að sýna stærð) eikkað sona bara, hann er so lítill. En amma þú átt að kaupa meiri dúkkuvagnar fyrir mig (fékk einn í jólagjöf).

Amman: Þú átt nýjan dúkkuvagn, þú þarft ekki tvo.

Jenný: Ég á tveir dúkkur.  Brúna dúkkan á að vera í nýja dúkkuvagn en hin dúkkan má ekki vera líka, bara einn á mann.  Læknirinn saðði ða og hann var mjög reiður.

Amman: Nú ertu að plata ömmu þína.

Jenný: Kæra frú ég segi satt (VATT barn komið í samskiptatækni um aldamótin 1900 kúrs 201?)

Svo var búið að baða og bursta tennur og samningaumleitanir um lestur fyrir svefn hófust.

Amman: Við lesum tvær bækur Jenný mín.

Jenný: Prinsessubókina og Alfons Åberg (Einar Áskel).  Sko þessa Alfons (bækur tvær um títtnefndan Alfons)

Amman las prinsessubókina með miklum umræðum um efni bókarinnar og svo var tekin Alfons eignast vin.

Amman: Góða nótt Jenný mín og Guð geymi þig.

Jenný: Rétt áðan (nýjasta trixið) sagði Einar að Alfons er tveir bókir og þær alveg eins, hann sagði það alveg rétt áðan og þá þú lesa báðar.  Þær alveg eins.

Pottþétt röksemd fannst henni, ég var hinsvegar með þá tilfinningu að það væri verið að gera narr að mér en hvað, ég las leiðindakrakkann hann Alfons Åberg alltaf hræddur, og að því loknu, hummuðum við "fyrr var oft í koti kátt" og svo sveif Jenný Una inn í draumalandið og amman sat og horfði á þessa undramanneskju sem hættir aldrei að koma á óvart.

Og svona fór nú sagan sú.

Söguhetjan er núna á leikskólanum sínum að sýni verðlaunin sem "reiði læknirinn" veitti henni fyrir frábæra frammistöðu í meiðslamálinu mikla.


Beint úr sandhrúgunni

Eftir að hafa fylgst með farsanum í kringum skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti dómara (tek fram að ég þekki þann mann ekki nokkurn, skapaðan, lifandi, hræranlegan hlut), undanfarna daga, er mér allri lokið og ég hef endanlega áttað mig á að þetta sjónarspil sem leikið er fyrir okkur af stjórnvöldum, eru Pótemkíntjöld.  Framhliðin ein. Á bak við leiktjöldin stendur ekki steinn yfir steini.

Dýralæknirinn dissar álit nefndarinnar og neitar að rökstyðja það og svo sér maður hann hlaupandi upp og niður stiga, inn og út um hurðir á flótta undan fjórða valdinu sem krefur hann svara og þeir uppskera muldur yfir öxl áður en hann tekur á rás.  Í sjónvarpinu fékk ég engan botn í hvert hann var að fara.  Hafði bara á tilfinningunni að hann hefði vondan málstað að verja. Það eina sem ég taldi mig skilja voru þessi skilaboð: Það er sama hvað þið segið, sama hvað er rétt og hvað er rangt, þetta verður svona.  Basta.  Þannig horfði það við mér.

Svo kemur forsætisráðherra í ræðustól á Alþingi í dag og sagðist telja að af þeim þremur málum sem upp hafa komið um embættisveitingar ráðherra og hafi verið gagnrýndar, hafi ráðherrar verið innan marka sinna valdheimilda og undirbúið embættisveitingarnar eftir bestu samvisku!  Nú er það Geir, fyrst þú segir það, þá þarf engan rökstuðning!

Ingibjörg Sólrún,minnist eitthvað á að breyta þyrfti einhverju sóandsó í sóandsó, en summan af því er zero.

Ekkert.  Svona verður þetta og í þeirri vissu um að værukærir Íslendingar gleymi þessu, með sitt gullfiskaminni, stendur þetta, án tillits til hversu óréttlátt eða siðlaust það er.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sagði að fólk ætti ekki að gjalda fyrir hverra manna það væri. Sammála henni þar en að sama skapi ætti enginn að hafa hag af því heldur.

Ég hef sagt það áður að ég upplifi mig sem sandkorn í einhverri fjandans eyðimörk, en þetta sandkorn hefur nákvæmlega enga virðingu fyrir ráðamönnum sem svona fara að ráði sínu.

Við í sandhrúgunni erum ekki alveg heillum horfin.


mbl.is Embættisveitingar innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 18
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2986980

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband