Leita í fréttum mbl.is

Ef Bjarni segir það, þá trúi ég því!

Miðað við vestrænar þjóðir er heildarneysla áfengis á Íslandi með minnsta móti, jafnvel þótt veruleg aukning hafi orðið á áfengisneyslu hérlendis á síðustu árum.  Þetta kemur fram í grein eftir Bjarna Þjóðleifsson lækni í nýjasta hefti Læknablaðsins.

Ennfremur segir Bjarni í greininni að með tilkomu bjórs hafi drykkjusiðir Íslendinga orðið meinlausari.

Það er ábyggilega satt og rétt.  Ætli manni rámi ekki í ölóða landa sína á helgarfylleríunum (maður sjálfur með talinn), drekkandi brennivín og slíkt eitur, dettandi hver um annan þveran, talandi útlensku, eða það hélt maður oft, því fólk var orðið ómælandi á móðurtunguna á þriðja glasi.  Jesús minn, þvílíkir tímar.

Það sem mér þykir þó markverðast í þessari grein, er að Bjarni telur að frumvarp sem kveður á um afnám einokunarsölu ríkisins á áfengi, og heilbrigðismálaráðherra hefur lýst stuðningi við, stofni þessum árangri í hættu.

Heyrið þið það Sigurður Kári og Gulli Heilbrigðis.  Pæliðíðí, maður ætti ekki að þurfa að sannfæra heilbrigðisráðherrann um slíkan hlut.  Svo skýrt sem hann liggur í augum uppi,

Við erum að minnsta kosti orðin meinlausari en við vorum. 

Þökk fyrir það.

 


mbl.is Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Isss Gulli fer nú varla að hlusta á svona "píp" það er "frelsi einstaklingsins til að velja!" sem skiptir máli... þetta ættir þú nú að vita

Annars langar mig nú að fá að vita hvaða snillingi datt það í hug að Guðlaugur Þór gæti mögulega orðið heilbrigðisráðherra... Það er mér ofar öllum heilbrigðum skilningi.. *dæs*

Virðing! 

Signý, 13.1.2008 kl. 14:39

2 identicon

Ég held að sjallarnir sem eru búnir að vera að hamra þetta járn sitt í fleiri ár séu algjörlega komnir út í horn. Það er ekki eitt heldur allt sem kemur í fréttum og greinum bæði innlent og frá öðrum löndum sem segir að þetta frumvarp sé steypa og óráð og við séum ein af heppnu þjóðunum að vera með okkar fyrirkomulag á aðgengi að áfengi.

Við skulum trúa því þangað til annað kemur í ljós að þeir sem lögðu þetta frumvarp fram dragi það til baka eða leyfi því að sofna svefninum langa þarna niðri í Þingi. Þeim er ekki stætt á að halda þessu til streitu.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 14:53

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var ein af þeim sem var sama til eða frá - þetta skipti mig engu máli. Ég kaupi ekki oft áfengi og þá sjaldan ég geri það get ég alveg farið í einhverja af Vínbúðum Ríkisins til þess.

En í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði hef ég tekið afstöðu gegn frumvarpinu því rökin gegn því eru öll svo yfirmáta sannfærandi.

Umræðan hefur sem betur fer verið málefnaleg, hvort sem um er að ræða talsmenn heilbrigðishliðar málsins, vínunnenda sem óttast fátæklegt úrval hjá kaupmönnum eða þeirra sem fullyrða að verðið muni snarhækka - svo nokkur dæmi séu nefnd.

Einu rök Sigurðar Kára og frjálshyggjupostulanna virðast vera þau að ekki megi leggja hömlur á sölu á áfengi. Þeir segja að Vínbúðirnar verði "auðvitað" til áfram og sjálfsagt meira vöruúrval í þeim, en það eru hjákátleg rök þar sem vitað er fyrirfram að um leið og sala á áfengi verður gefin frjáls krefjast þeir þess að Vínbúðum Ríkisins verði lokað þar sem Ríkið eigi ekki að keppa við einkaframtakið.

Málstaður frjálshyggjunnar eru aumkunarverður í þessu máli sem öðrum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær grein hjá Bjarna.  Ég er algjörlega á móti tillögum um að gera sölu frjálsa, alls staðar. Nú þegar er alveg nógu auðvelt að kaupa vín.  Þú getur meira að segja fengið þér rauðvín með matnum í IKEA, þeir selja litla rauðvín á helmingi minna en kaffihús, trúir sinni lággjalda stefnu.  En vínið á að vera í vínbúum ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þetta frumvarp vont og ég vona að alþingismenn lesi greinar eins og þessa áður en að afgreiðslu kemur! Vínið er ágætlega geymt í vínbúðunum og engu þarf að breyta í þessum efnum!

Sunna Dóra Möller, 13.1.2008 kl. 15:22

6 identicon

Mig finnst alveg virkilega sorglegt að sjá hvað margur landinn er haldinn forræðishyggju :(

H. A. G. (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 18:13

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mogginn setur þessa frétt þó heldur vafasamt upp verð ég að segja, eins og áherslupunktur Bjarna hafi endilega verið á þetta "meinleysi" sem slíkt. Og að hann væri að tala um að við drykkjum "lítið"!? SVo var ekki og auk þess ber að leggja áhreslu á, að upplýsingarnar sem hann er með ná einungis til 2004. Hlutfall sterka áfengisins hefur nefnilega farið mun neðar en 20% í heildarsölu ÁTVR, er komið vel undir 10% á ári. Skorpulifurhefur fyrst og fremst verið afleiðing langvarandi neyslu á brenndum drykkjum, en þekkist auðvitað líka hjá þeim er almennt neyta mikils áfengis. Þegar bjórinn var lögleiddur átti hann að bæta ástandið og búa til eitthvað sem héti "drykkjumenning". Það að skorpulifur, Lifrarbólga C í samhengi við almennan alkahólisma og allt sem honum fylgir, glæpir o.s.frv. hafi jú staðið í stað þrátt fyrir margfaldaða heildarneyslu eftir lögleiðingu bjórsins, þá má meira að segja alveg halda því fram að meinleysiskenning Bjarna sé ekki einu sinni rétt! Ástandið ætti frekar í mínum huga að vera almennt betra en ekki svipað svo ég gæti alveg skrifað undir meinleysið!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 18:22

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ójá - ég man þá tíð að ég var ekki meinlaus.....

Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 19:05

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég held að það hljóti að gilda sama lögmál um áfengi og aðra vöru, því betra aðgengi því meiri eftirspurn. Sjáið bara sælgætið. Ég man þá tíð þegar stærstu pakkningar af sælgæti voru 200 g pokar en núna er hægt að kaupa allt upp í kíló í einu af kúlum, kroppi og konfekti og kroppur Íslendinga blómstrar í öllu sykursukkinu.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.1.2008 kl. 19:36

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

H. A. G. er væntanlega fífl sem ekki hlustar á rök og vill meina að einkavæðing sé alltaf eina lausnin.

Það mælir bara allt á móti þessari einkavæðingu. Ekki einn einasti hlutur sem mun batna (tja, nema fyrir kaupmenn sem að sjálfsögðu vilja óðir fá að selja bjór/vín og hagnast).

Látið fyrirkomulagið í FRIÐI. Það er fínt eins og það er. Ég er ekkert að fela að mínar ástæður eru fyrst og fremst vínsnobbástæðurnar, það er ástæða til þess að góð vín eru ódýrust í heimi hér á Íslandi. Sú ástæða er eingöngu álagningarreglur Vínbúða.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 20:51

11 identicon

Já Hildigunnur, ég er áræðinlega fífl vegna þessa orða minna. Ég er fífl vegna þess að ég kýs að taka meira mark á vissum rökum, heldur en mörgum öðrum sem eru í mörgum tilfellum mikill hræðsluáróður, þótt eitthver séu sennilega rétt.

Ég er sennilega fífl vegna þess að ég er tilbúinn að líta fram hjá vissum rökum í þágu frjálshyggjunar. Ég er fífl vegna þess að ég tel þetta vera í þágu flestra kaupmanna og neytenda. Ég er fífl því mig finnst eigingjarnt að þér að vilja halda ríkiseinkasölu því þú telur það best fyrir þig.

Ég er fífl vegna þess að mig finnst alveg sjálfsagt að ÁTVR verði ennþá til staðar eftir að einokunarsölu þeirra líkur, svo fólk getur haldið áfram að versla við þá sem vilja, og telja sig enn geta fengið besta verðið þar.

En já kallaðu mig endilega fífl í þínum æsingi, ég skal ekkert kalla þig á móti heldur en Hildigunnur.

H. A. G. (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 21:18

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvar ertu Jenny, ég lýsi hér með eftir þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 21:46

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er í korterspásu frá rúmi sem ég auðvitað notaði til að blogga.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2008 kl. 23:40

14 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

líta framhjá vissum rökum í þágu frjálshyggjunnar, já. (fyrirgefðu, frjálshygjunar, var það ekki?)

sort of proves my point...

ÁTVR verður hvað lengi til staðar eftir einokunarsölu? Alveg þangað til frjálshyggjupostularnir rísa upp á afturlappirnar og mótmæla því að ríkið sé að selja bjór og léttvín í beinni samkeppni við einkaaðila. Og ef þú heldur því fram að það muni ekki gerast, ertu enn meira xxxx en ég hélt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 12:25

15 identicon

Hildigunnur, ég fatta ekki alveg, ertu að reyna að leiðrétta stafsettninguna mína? Það gæti vel verið að það sé bara eitt "n" þótt ég haldi nú reyndar að þau séu tvö. En það eru pottþétt tvö "g".

 En aftur að öðru, það gæti vel verið að það verði fengið því fram eftir eitthvern X langan tíma,  en þá mun fyrir víst vera komnar sérverslarnir með góðu úrvali í samkeppni.

 En annars held ég að það sé ekki mikið vit í að rökræða við þig, fæ svoldið á tilfinninguna að þú ert frekar bitur út í hægri menn, amk miðað við hvernig þú orðaðir þessa: "frjálshyggjupostularnir rísa upp á afturlappirnar". Skemmtilega orðað, en það gefur góða mynd af því hvernig þú lítur á þá sem eru ekki sammála þínum skoðunum í stjórnmálum.

H. A. G. (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 16:46

16 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég hef aldrei falið það að ég er oftnær pirruð út í frjálshyggjumenn og aðra sem hafa óbilandi trú á því að frjáls markaður sé alltaf best fyrir alla undir öllum kringumstæðum.  Bitur, nei.  Bara finnast þeir fyndnir, líkt og hestar með augnblöðkur þannig að þeir sjái ekki í kring um sig.

Vínbúðirnar með góða úrvalið verða bókað til staðar, ég er ekkert hrædd um það.  Verðið hins vegar mun snarhækka og það ekki eingöngu á bestu vínunum, þó þar muni trúlega mestu.  Líklega verður hægt að kaupa eitthvað rusl á þokkalegu verði (niðurgreiddu) í Bónus og Krónunni, annað mun hækka.  Kaupmenn munu ekki sætta sig við þessa lágu álagningu sem er í ÁTVR og ég lái þeim það ekki.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 17:37

17 identicon

Ég veit að hann er ekki bestur fyrir alla, en mín skoðun er þó sú að hann er bestur fyrir flesta. Það er aldrei hægt að gera öllum til geðs, og þá sérstaklega ekki með "allir jafnir" stefnu.

 Og þetta með verðlagninguna, þá rakst ég á einhverstaðar að vínbúðin leggur 19% á öll vín, þótt ég viti nú ekki fyrir víst að það sé hin rétta tala. En ég hef reyndaar fulla trú á að áfengisgjöld verð minnkuð í samræmi við það sem gerist á öðrum stöðum í þessum vestræna heimi. Þá mun verð lækka, álagning kannski hækka aðeins, og ég vill halda því fram að bjórinn / vínið komi til með að vera ódýrara. Mig finnst einnig að léttvín og bjór ættu að fallast undir matvöru og bera því ekki svona mikinn VSK.

 Ég ætla líka að beda þér á það að m.v. núverandi frumvarp, þá gerir það ráð fyrir því að ekki megi borga með áfenginu, s.s. ekki hægt að selja ódýrara en kostnaðarverð.

H. A. G. (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:10

18 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Sko.

Gefum okkur það að áfengisgjald verði lækkað. Trúi vel að það geti gerst. Hvað mun þá gerast? Frjáls samkeppni fer á fullt, með lágt verð á áfengi, alveg eins og er nú þegar með matvöru og annað hér á landi, ástæðan fyrir því að allt er svo ódýrt hérna. Right?

Ég sé bara engan veginn fyrir mér að verðið lækki, kannski hækkar það ekki en í stað þess að peningarnir fari í samneysluna renna þeir í vasa Baugs og kó.

Ég er nefnilega svo innilega ósammála því að ríkið (sem erum jú við) megi engan veginn reka neitt sem getur mögulega skilað hagnaði. Það þýðir jú bara eitt, skattar hækka. Því ekki viljum við fulleinkavæða skólakerfi, heilbrigðiskerfi og vegakerfi, svo eitthvað sé nefnt. Er það?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 11:23

19 identicon

Já við erum greinilega ekki alveg á sömu skoðun. Reyndar þá er mín skoðun sú að matvörur á íslandi eru ekkert virkilega dýrar svo lengi sem þú verslar þær á hagkvæmum stöðum, þær eru kannski eitthvað dýrari heldur en í nágranna löndum, en á móti kemur að við erum oftar en ekki með hlutfallslega hærri laun. Ef meira fer í vasa Baugs og Co, þá fer bara líka meira úr þeirra vasa til ríkisins.

En nei nei, ég vill ekki endilega einkavæða það sem þú nefndir, en mig finnst þó sjálfsagt og frábært ef báðir kostir væru til staðar, sem er jú aðeins komið, nema í heilbrigðisgeiranum.

En það má þræta fram og aftur um þetta, fer bara eftir á hvaða skoðun maður er á.

H. A. G. (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 14:17

20 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Held við skulum sammælast um að vera ósammála um þetta :)

Skattarnir sem Baugur greiðir til ríkisins af söluverði áfengis geta samt aldrei orðið jafnháir því sem þeir hala inn, er það?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2985875

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband