Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Á að loka fyrir klobbaling?

 

Ég fylgist með Parísi Hilton af áhuga.  Hún er nefnilega svo hugmyndraík.  Svo er ég líka að bíða eftir að hún fari í heimsóknina til þróunarlandanna, eins og hún lofaði þegar henni var hleypt úr betrunarhúsinu þarna um daginn.

Ég er alveg viss um að húná eftir að fara og horfa á sveltandi og deyjandi börn, íklædd sóttvarnarbúning, bara um leið og hún má vera að því.

Nú eru líkur á að stelpan ætli að loka klobba fyrir strákunum, hún hefur nefnilega farið sinnum tveir út með vinkonum á vafasama klúbba, gæti verið orðin lessa.

Það er eins gott að maður hefur ekki verið undir eftirliti pressunnar í gegnum árin, þegar maður hefur verið að hórast á djamminu með vinkonunum og ekki yrt á einn einasta karlmann, vegna þess að við stelpurnar höfum skemmt okkur svo vel!! Ég segi ekki annað.

En nú vona ég að efri partur konunnar verði til umfjöllunar þegar hún drífur sig til fátæktarlandana að taka út ástandið (afsakið meðan ég æli), því ég reikna með að þar sé áhuginn meiri á því sem hún hefur fram að færa með talfærum og áhugi á pjöllu stúlkunnar verði þar í sögulegu lágmarki.

Skrifað í fullri einlægni og af einskærum áhuga fyrir þessari nýju móður Theresu.

Súmítúðebón.

Úje


mbl.is París uppgefin á karlmönnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar alkinn ég flaug í fyrsta sinn eftir meðferð

 

Já börnin góð, það er löngu kominn tími á snúru.

Ég ákvað að draga úr alkabloggunum, tímabundið, eftir viðtalið í Fréttablaðinu í desember, því mig langaði ekki til að stimpla minn sem "ALKANN" því ég er auðvitað mikið meira en bara það.

En nú er það snúrutími.

Það sem mig kveið mest fyrir af öllu eftir að ég varð edrú, var að fara og fljúga.  Flughrædd, vön að fara svona nærri því á herðablöðin í Fríhöfninni, til að draga úr hræðslunni (jeræt), drekka um borð í vélinni og allur þessi pakki, þið vitið,  gerði það að verkum að það vafðist töluvert fyrir mér, hvernig ég ætti að fara í gegnum þetta ferli, bláedrú á eigin safa og það án þess að tapa mér úr flughræðslu.

Ég kom í Fríhöfnina, verslaði og svo fengum við okkur morgunmat og síðan beint í reykherbergið ólöglega í Leifsstöð og þá fattaði ég, þar sem ég var uþb að hósta upp úr mér lungunum, í ólofti herbergsins, að mér hafði ekki dottið áfengi í hug.  Ekki frekar en ég hafi verið að hugsa stíft um lýsi, sem allir vita að ég hata.

Nú þá var kallað út í vél.  Ég leitaði tryllingslega að flughræðslunni, án árangurs, gafst upp og gaf mér að hún biði mín um borð.

Nú ég var sest, belti spennt, flugvél þaut af stað og svo í loft og ég held að ég hafi verið sofnuð áður en við vorum komin í áætlaða flughæð.  Hræðslufjandinn sem hefur staðið mér fyrir þrifum í öll þessi ár, var ekki til staðar.  Mér leið eins og í stofunni heima hjá mér.  Ég og Frumburður vorum vaktar þegar flugvél var farin að lækka flugið og ég stóð svo á enskri grundu, pollróleg eins og breskur símaklefi.

Niðurstaða: Ef fólk vill losna við flughræðslu, þ.e. og hefur notað áfengi til að slá á hana, ráðlegg ég viðkomendum að fljúga edrú.  Nú er ég hér eins og villtur landkönnuður sem veit af óuppgötvaðri álfu á jarðarkringlunni, og vill koma mér strax af stað aftur, fljúandi, þess vegna í loftbelg.

Ég segi það nú og ég hef sagt það áður.  Það toppar ekkert edrúmennskuna.  Ekki nokkur skapaður, hræranlegur, lifandi hlutur.

Hver haldið þið að fari edrú að lúlla á eftir?

Ég, ég, ég,

Vó hvað ég er heppin kona og það sem ég er þakklát almættinu og Vogi fyrir að vera edrú og sæl.

Úje


Smá Londresbrot

 

Ég hef frá svo mörgu að segja eftir mína frægu för til London, að þið fáið sögurnar í smáskömmtum.  EIns og þið munið þá fórum við á magnaða leiksýningu, ég og Frumburður, en um hana ætla ég að blogga seinna.

Sýningin var eftirmiðdagssýning og eftir að henni lauk, vorum við að deyja úr sígarettulöngun, aðallega ég, og svo langaði okkur í kaffi, á Starbucks auðvitað.  Við spottuðum flottan slíkan, með stólum og borðum fyrir utan og ég hentist á borð sem ég tók eignarhaldi, meðan Frumi fór inn að versla. 

Borðin voru ca. 10 en samt sá maður nokkur, sem kom aðvífandi ekkert girnilegt sæti nema á borðinu við hliðina á mínu.  Hann settist svo nálægt að ég varð að byrja á að losa hann af bringunni á mér.  Maðurinn var einbeittur, hann þurfti að tala. 

Hann spurði, um kennitölu, skóstærð, fæðingarár, foreldra, systkini, erindi mitt í heimsborginni og ég svaraði honum með jessi og nói út um samanbitnar varir.  Frumburður kom út með kaffi og servéttur og fleira, og henni fannst þetta skemmtilegt.

Svo  hfl maður að segja mér sorglega ævisögu sína, veru í her, kona farin, börn horfin, vinnan ómöguleg og áfram og áfram.  Ég sver það krakkar ég nikkaði jáaði og neiaði en hann hélt áfram.  Ég sá fram á að verða af rettunni og sú tilhugsun fær mig til að grípa til róttækra aðgerða.

Ég tók servéttu og byrjaði að sarga á mér púlsinn með henni, hélt að hann myndi skilja hintið.  Ég hamaðist á púlsi og ekkert gekk og maður varð þreyttur á glötuðum tilraunum mínum til að losna við hann.  Hann rétti mér plastteskeið og sagði; ég hef heyrt að þessar séu góðar til að nudda í sundur  stóru æðina á hálsinum.

Meðan ég var að ná andanum, stóð hann upp og sagði.

"I have to tell you luv you are not a good listener, far to much in love with your selv."

Með það fór helvítið og við drukkum kaffið okkar eins og ekkert hefði í skorist, sem er rétt í orðsins örgustu, því bévítans sérvéttan beit ekki neitt.

Þessi saga er ekkert mjög langt frá sannleikanum.

Úje.


Botox hvað?

 

Simon,félagi, minn og nánast fjölskylduvinur (eftir að Maysa hitti hann þið munið?) er stoltur af hégómagirnd sinni.  Guð hvað ég skil manninn. Ég elska mína, bókstaflega elska hana.  Gott ef hún er ekki miðnafnið mitt.

Þetta löðrandi kyntröll (Whistling) er búinn að láta laga eitt og annað, hættur að borða nammi enda eins gott fyrir hann, maðurinn er giftur smábarni, eða því sem næst.

Ég er ekkert að grínast hér, þegar ég tala vel um hégómagirni.  Það heitir að vísu sjálfsdýrkun í nútímanum og er útbreitt meðal fólks á öllum aldri.

Ég er þjáist af hégóma á háu stigi við ákveðnar aðstæður.  T.d. þegar ég nota tonnatak á pokana undir augunum og skelli þeim undir hárið við gagnaugun.  Að vísu verð ég hissa í framan,af þvi það strekkir svo fast,  en er heimurinn ekki stöðugt að koma manni á óvart?

Fleiri tips: Sko tonnatakið er jafn nauðsynlegt í snyrtibuddur okkar fimmtíu plús og varaliturinn. T.d.  Æi nei, ég sé hérna tekjumöguleika.  Þar er rosa markaður í hégómadeildinni.  Ég opna stofu.

Komið til mín, þið sem baugum og hrukkum eru haldin og ég mun gera yður árshátíðarfær.

En í alvöru, á maður ekki að fara safna fyrir lýta?  Það er ekki tekið mark á manni af ungu fólki um fertugt ef hrukkurnar eru að þvælast fyrir.  Fólk SÉR bara ekki manneskjuna á bak við hrukkudýrið.

Ég tek við pöntunum á meilinu mínu og svo verður farið til London og augnahárunum dinglað framaní goðið gjörvulega.

I´m in buisness.

Úje


mbl.is Stoltur af hégómagirndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta með yfirfullu karlaathvörfin gleypi ég ekki hrátt

 

Samkvæmt viðtengdri frétt eru öll karlaathvarf í Danmörku yfirfull.

Ok, ég dreg það ekki í efa.

Það sem ég leyfi mér hins vegar að halda fram, að starfsemi þessara athvarfa sé ekki alveg á sömu forsendum og kvennaathvörfin.

Ég trúi nefnilega ekki að það sé kjaftfullt í helling af húsum víða um Danmörku vegna ofbeldis eignkvenna á mönnum sínum.

Í fyrsta lagi þá eru karlmenn yfirleitt sterkari en konur og geta stöðvað ofbeldið.

Karlmenn hafa líka sýnt sig ragari við að leita sér hjálpar vegna andlegs ofbeldis sem þeir skilgreina svo.

Það má vera að þetta sé breytt, en þangað til annað kemur í ljós þá held ég þessu blákalt fram.

Ég held að þessi kjaftfullu athvörf séu með stuðningsstarfsemi fyrir karlmenn í margskonar krísum, eins og skilnaðarvandamála, að þeir hafi þurft að yfirgefa heimilið og jafnvel fleiri félagslegri vandamál. Enda stendur í fréttinni að það sé fullt af karlmönnum í vanda.  Forvitnilegt væri að fá útskýrt hvað telst vandi í þessu samhengi hér.

En af hverju ætli það sé ekki enn búið að byggja karlaathvarf á Íslandi?

Konur fóru sjálfar í að koma sér upp aðstöðu vegna þess að neyðin kallaði á aðgerðir.

Ég hef stundum spurt mig hvort þessi sama neyð sé ekki til staðar hjá körlum.

En ég tek fram að þetta er bara pæling.

Úje


mbl.is Karlaathvörf yfirfull í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saurstofan hættuleg heilsu fólks

Og mér er að blæða út.

Húmorinn er farinn, það er einfalt mál.  Ég var að horfa á Spaugstofuna á netinu og mér stökk ekki bros.  Fyrir nú utan hvað mér finnst lélegt að gera grín að mögulegum veikindum borgarstjórans, þó ekki sé ég hrifin af honum.  Hversu lágt er hægt að leggjast?

Ég legg nú eiginlega til við toppana hjá RÚV og þá karla sem ráða dagskránni að Randvera allan hópinn.  Svo löngu tímabært.  Mikið djö... sem þetta er orðið leiðinlegt. 

Kvöldið er ónýtt, ég er farin að sofa, hágrátandi. 

Síðasta vika hefur verið gósentíð fyrir háðfugla.  Afrakstur kvöldsins; ekki félagheimilistækur, þar sem dagskrá er sett fram í flýti af heimamönnum.

Bömmer, en ekki bara núna,heldur á hverjum laugardegi í vetur.

 Svo kemst ég ekki yfir þennan kvikindisskap með borgarstjórann, í Lansabúningum, hann sýndur geðveikur að því best verður séð.

Andskoti langt seilst.

Ojbara og sveiattann.


Ætli það sé hægt að fara í meiðyrðamál við mig?

..fyrir að hugsa?

Sko, Ómar Impregilotalsmaður (frusss), er farinn í meiðyrðamál við einhvern bloggara sem kallaði hann rasista og þá aðallega vegna ofsókna Ómars á hendur Pauls Nikolovs á bloggsíðu sinni.

Ég verð að játa að ég var eimitt að hugsa þetta sama, oft þegar ég las síðuna hans Ómars, en ég get svarið það að ég skrifaði það hvergi, sagði það aldrei upphátt og hvíslaði því ekki einu sinni út í nóttina.

En ég er alveg viss um að ég hugsaði eitthvað á þessa leið: Ómar er í vondu djobbi, hjá mannfjandsamlegu fyrirtæki sem fer illa með útlendinga og svo er honum uppsigað við hann Paul.  Ætli hann sé rasisti?

Ætli það sé hægt að súa manni fyrir að hugsa?

Dóntsúmíplísjeræt

Úje

Sjá nánar á visi.is


Um almanaksástir

Er ekki bóndagur í dag?  Eða var hann í gær?  Mér gæti reyndar ekki verið meira sama.  Ef það er eitthvað sem eyðileggur í mér rómansinn þá er það almanaksrómans.  Dæmi: Nú er konudagurinn, best að setjast niður og bíða eftir blómum og skartgripum.  Svo kemur bandið og réttir mér viðkomandi og ég alveg ferlega hissa (þó ég hafi verið að ryksuga í mínum eigin heimi og elda kjötbollur bara, alveg með á hreinu hvað biði) og ég hendi mér upp um hálsinn á honum og garga; ástin mín, hvernig datt þér þetta í hug, guð þú ert svo rómó, á ég afmæli?  Hann: Nei elsku dúllurassinn minn, það er konudagur í dag.  Okei, takk elskan, komdu að borða, kjötbollur í brúnni sósu.  Rómó - jeræt.

Almanak hins íslenska þjóðvinafélags hefur mikið á samviskunni.  Ég þoli ekki almanaksástaraðgerðir.

Rómans hefur ekkert með dagatöl að gera.  Fyrirframákveðna daga, skipanir að ofan.  Rómans er spontan og sjaldnast í pökkum, amk. ekki sá rómans sem ég elska mest.  Rómans er augnaráð, kertaljós, að ganga hönd í hönd, að hlusta á músík, að rifja upp fyrstu kynnin og svoleiðis stöff.  Það gerir mig alla heita að innan og ástfangna upp á nýtt.

Kallt mat: Eins og þetta horfir við mér hefur þessi siður með konu- bónda- mæðra- og feðradaga, gengið í endurnýjun lífdaga af völdum blómabúða, gjafaverslana og veitingahúsaeigenda.

Ég skil vel að sumum finnist þetta skemmtilegt.  Sérstaklega ungu fólki, eins og á Valentínusardaginn.  Fínt að fá tækifæri til að færast nær hvort öðru.

En þessi kona, vill ekkert almanak til að segja sér: Nú er rómans, allir í stellingar fyrirkomulag.

Fyrir mér er það algjört törnoff og gæti endað með skilnaði ef það gerðist oftar en einu sinni.

Takmörk fyrir því hvað maður þolir.

P.s. Áttum 10 ára brúðkaupsafmæli í desember.  Gleymdum því þangað til daginn eftir.  Sá dagur var alveg yndislegur en fjandinn fjarri mér að ég ætli að fara að blogga eitthvað um það.

Píslofandpappíness.

Bítlarómans


Af krúttkastastuðli 98

Hrafn Óli var lagður inn á barnaspítalann á mánaðarafmælisdaginn með lugnabólgu, en nú er hann kominn heim, en er enn lasinn.  Úff erfitt að vera svo lítill á spítalanum.

Það er ekki eins og maður sé eitthvað heljarmenni.  Almátt í bala.

Jenný Una passar bróður sinn og segir honum að "baddnaednið" sé byrjað í sjónvarpinu!

Og þarna er Lilleman farinn að hressast og kominn í fulla vinnu með pabba í tónlistinni.  Ætli það sé ekki verið að hlusta á jazz, kæmi mér ekki á óvart.

Og hér tekur stóra systir út bað litla bróðurs og svei mér þá, ef það er ekki í lagi,

Ójá, það er allt í lagi á þessum bæ.

 

 

 


Ég er ekki eins góð og ég hélt

Ég hef alltaf skilgreint mig sem þokkalega góða manneskju.  Ég finn til samkenndar með fólki, ég græt út af örlögum allra sem um sárt eiga að binda, stundum hef ég lagt mig alla fram til að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta heiminn og já.. mér hefur fundist ég bara nokkuð sæmileg manneskja.

Eftir að ég lærði leyndarmálið sem felst í fyrirgefningunni, þ.e. að fyrirgefa sjálfri mér og svo öðrum, þá hefur lífið orðið 100% auðveldara og skemmtilegra.  Einfaldleikinn er nefnilega það sem allir eru að leita að, en sjá oft ekki skóginn fyrir trjánum.

En ég ætla ekki að fara að vera heimspekileg hérna núna.

Ég er eiginlega í nettu sjokki yfir vondri og miður fallegri tilfinningu sem ég er að kljást við.

Hún felst í því að ég get ekki í huganum (hvað þá upphátt) óskað valdaræningjunum þeim Villa og Óla, velfarnaðar í starfi.  Það hef ég alltaf getað gert áður og trúið mér að sem vinstri maður, tilheyrandi þeirri pólitísku fylkingu sem sjaldan kemst til valda, þá er ég vön að þurfa að hugsa fallega til þeirra sem hafa farið með sigur af hólmi.  Og það hefur ekkert truflað mig.  Lýðræðið virkar svona og það á að starfa í þágu okkar allra.

En núna er ég með kökk í hálsinum, púka á sitt hvorri öxlinni og sem styðja mig í mínum einbeitta vilja að senda körlunum frekar kaldar kveðjur.

Og það versta er að mig langar ekkert til þess að vera góð í þessu tilviki.  Ég hef nefnilega þá tilfinningu að þarna hafi ekkert lýðræði verið viðstatt, þegar gjörningurinn var framinn, aðeins undirferli og valdapot.

Ég bið Guð auðvitað að gefa mér æðruleysi og allt það

En núna er ég forstokkaður andfyrirgefningarsinni.

Hjálpi mér Óðinn og Týr og Baldur til vara.

Amen


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.