Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Sunnudagur, 23. september 2007
Það er sitt hvað glæpur og glæpur!
Það er sitt hvað grunur um ölvun og grunur um nauðgun.
Þvagleggslöggan telur ekki ástæðu til að setja grunaðan nauðgara í gæsluvarðhald.
Þeim skorti ekki áræðið þegar þeir neyddu þvaglegginn upp í konuna á dögunum.
Vonandi verður hann ekki horfinn í sumarfrí til útlanda þegar kemur að því að standa fyrir máli sínu.
Ójá.
P.s. Enga þvagleggsbrandara takk fyrir. Þetta er ekki svoleiðis færsla.
![]() |
Ekki krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem var handtekinn vegna nauðgunarkæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 23. september 2007
ISG í stjórnaranstöðu?
Mér finnst eins og það sé smá stjórnarandstöðubragur á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þessa dagana.
Ef eitthvað er þá eykur það virðingu mína fyrir henni.
Ekki að ég sé hrifin af stjórnarsamstarfinu - ónei.
En það er alltaf gott að finna að fólk tapar ekki skoðunum sínum fyrir valdið.
Slæmt líka þegar tveir flokkar í stjórnarsamstarfi renna saman í einn vöndul.
Flott kona Solla.
Framsókn, snæðið hjarta.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 23. september 2007
Sér enginn neitt athugavert..
..við þessar stöðugu myndbirtingar af fíkniefnasmyglurunum, þar sem þeir eru með hulið andlit, með lögreglu hver til sinnar hliðar, eða þá að þeir reyna af veikum mætti að fela andlit sitt með öðrum hætti? Þetta minnir á myndir af mönnum á leið til aftöku og mér finnst ómanneskjulegt að taka myndir af fólki við þessar aðstæður. Hverju erum við nær? Við getum auðvitað velt okkur upp úr örlögum þessara manna, en hefur einhver áhuga á því?
Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Einn þeirra sem handtekinn var erlendis úrskurðaður í gæsluvarðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Sunnudagur, 23. september 2007
Nafnlaus aumingi!
Eitt af nýju bloggunum hér á Mogganum heitir "hvítur heimur". Það er ógeðslegt rasistablogg. Ég ætla rétt að vona að áður en dagur er liðinn, verð Mogginn búinn að loka á óþverrann. Ég birti hérna færslu af blogginu og hvet vini mína sem hingað koma, að heimsækja ekki síðuna. Ég vil ógjarnan kitla teljara þessarar mannleysu sem skreytir sig með hakakrossi, en mér finnst ég heldur ekki að ég geti látið þetta ónefnt.
Að svona fólk skuli vera til. Ganga, anda, borða og sofa.
Dæmi:
"Hitler var einn mesti foringi inní 21.öldina sem til var hann var snillingur í öllu sem hann gerði hann gerði okkur öll frjáls allt sem hann vildi var það að við Hvíta fólkið mundum lifa samhvæmt því að við værum efst í fæðukeðjunni því það er það sem Guð skapaði okkur til að vera.
Þeir sem eru tilbúnir til að berjast fyrir því að landið okkar verði ekki yfir tekið af útlendingum standið upp núna hættið að tala bara um það látið í ykkur heyra því rödd okkar þýðir meira en rödd manna sem opnuðu landið okkar í gróðaskyni."
Þetta er með því penna úr þessum þveimur færslun sem nafnlausi heigullinn hefur sett inn á síðuna.
Merkilegt að fólk með svona sterka trú á eigin yfirburðum, fólk sem telur sig eiga erindi, skuli fela sig bakvið nafnleynd, hakakrossa og annað glingur.
Út með helvítið og það strax í dag.
Laugardagur, 22. september 2007
Ég hef verið svikin..
..um storm. Það hvín ekki í neinu og varla bærist hár á höfði. Grillið hefur ekki haggast á svölunum og ég bar garðhúsgögnin algjörlega að óþörfu niður í geymslu. Auðvitað er gott að það reið ekki yfir eitthvað gjörningaveður sem engu eirði, en smá fok hefði verið gott svona fyrir laugardagsstemmarann.
..Jenny Una sofnaði rúmlega átta og var dauðþreytt eftir ævintýri dagsins. Það er allt mjög mikið þessa dagana. Mjög skemmtilegt, mjög óhollt, mjög hættulett og mjög mikið leiðilett. Þegar ég bað hana að koma með mér af því hún ætti að fara í bað þá svaraði hún ákveðin; nei amma það er ekki í boði! Ég hélt ég myndi hníga niður af undrun. Kommon hún er ekki orðin þriggja ára. Mig grunar að mamma hennar svari henni svona ef Jenný er að biðja um nammi og önnur ullabjökk.
Eftir að hafa lesið Moggann (laugar- og sunnudags), Blaðið og Fréttablaðið og hlustað á fréttir á báðum stöðvum, veit ég upp á hár hvað margar E-töflur hefði verið hægt að búa til úr einhverju af duftinu sem smyglað var með spíttskútunni, hversu mörg kíló þegar búið hefði verið að blanda kókaínið, hversu margir skammtar og hversu margar sprautur svona nánast. Ég veit líka hvað ársneyslan í Ósló er á ári, hvað hún er hér og í Timbúktú. Bráðnauðsynleg vitneskja.
Ég bíð spennt eftir að Róbert Marshall biðji Einar Hermannsson, skipaverkfræðing, afsökunar og fylgi þar með í kjölfar yfirmannsins. Alveg tilvalið að topparnir í samgönguráðuneytinu biðjist afsökunar á línuna meðan sá gállinn er á þeim. Það er aldrei að vita hvenær hann brestur á næst með auðmýkt þarna í samskiptaráðuneytinu.
Annars allt gott bara.
Later!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 22. september 2007
Stormur!
Í tilefni hans hef ég bundið niður grillið á svölunum.
Farið með plasthúsgögnin af sömu svölum niður í kjallara.
Lokað nánast öllum gluggum.
Kveikt á kertum (ekki út af mögulegu rafmagnsleysi, ónei) til að hafa það huggó.
Kaupa upp matarlagerinn í Kringlunni (er að deyja úr neyslusýki).
Endurnýja sjúkrakassa heimilisins.
Og nú bíð ég spennt.
Hvað gerist?
Ha.. var einhver að segja að ég væri drami?
Ég hélt ekki.
![]() |
Stormviðvörun á sunnanverðu landinu í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Laugardagur, 22. september 2007
Sá er heppinn..
..að búa ekki í Þvagleggnum.
Að vera ölvaður á bíl, reyna að stinga lögguna af og vera svo með attitjúd og viðskotaillur, hefði kallað á læknisaðgerðir með lögregluvaldi, ekki svo langt frá bænum.
En mikinn rosa móral held ég að maðurinn sé með.
Vó hvað þetta hefði kallað á þvaglegg í Árborg.
Nananabúbú.
![]() |
Ölvaður og viðskotaillur ökumaður fluttur í járnum í fangaklefa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 22. september 2007
Jenný á laugardegi.
Hún Jenný Una Eriksdóttir er á leiðinni til okkar, í þessum skrifuðu orðum. Amman er komin með alvarlega krúttfráhvörf, en það er nokkrir dagar síðan prinsessan hefur sést og það er erfitt viðureignar fyrir viðkomandi fjölskyldu. Nú ætlar hún að vera alveg til morguns, líta til með sínum "eigins" Bördí og vera skemmtileg eins og henni einni er lagið.
Ég talaði við hana í síma í gær.
Jenný: Amma ertu pírípú?
Amman: Ha????
Jenný: É ekki pírú (smá fótaskortur), ég fara sundið mín með pabbamín. Góða nótt. (WHAT?)
Jenný er hamingjusamlega ómeðvituð um að Sundhöll Reykjavíkur var ekki byggð fyrir hana eina, en hún stendur í þeirri bjargföstu trú að aðrir sundlaugargestir séu þar í hennar boði. Hún er grand á því stelpan og vill alveg leyfa öðrum að njóta með sér fasteignarinnar við Barónsstíg.
En eins og hún segir; Jenný alltaf góð, alltaf glöð og alltaf að skiptast á.
Barnið er verðandi VG ég get svo svarið það.
Njótið dagsins og ekki vera pírípú, það eru bara 95 dagar til jóla.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 22. september 2007
Hvenær drepur maður mann?
Ég veit minna en ekki neitt um Grímseyjarferjumálið, nema það sem ég hef séð í fréttum og hef ekki kynnt mér það sérstaklega. En mér brá illilega þegar samgönguráðherra nefndi Einar Hermannsson, sem ábyrgan og lýsti því reyndar yfir að klúðrið væri honum að kenna. Ég er einstaklega viðkvæm fyrir því, þegar fólk er tekið af lífi í fjölmiðlum, og veit hvaða áhrif það getur haft. Nú er ég að reyna að átta mig á atburðarásinni hérna og er að klippa út í pappa fyrir sjálfan mig hérna á blogginu mínu, til að reyna að skilja hvernig menn eins og Kristján L. Möller, samgönguráðherra láta sér detta í hug að gera svona lagað.
1. Samgönguráðherra segir að Einari Hermannssyni sé um að kenna og hann beri ábyrgð á peningasukkinu í kringum Grímseyjarferjuruglið.
2. Eftir umræður um Einar, hingað og þangað í fjölmiðlum, þar sem vegið er að starfsheiðri mannsins aftur og aftur, mætir Róbert Marshall í Kastljós, ver gjörðir ráðaherra með kjafti og klóm og er ekki á því, aldeilis, að eitthvað hafi verið gert á hlut skipaverkfræðingsins, né að ráðherra hafi gert nokkuð rangt.
3. Nú biður samgönguráðherra Einar afsökunar á að hafa nefnt hann sérstaklega þegar spurt var um ábyrgð í ferjumálinu.
Einar Hermannsson (sem égveit nákvæmlega engin deili á) þarf nú að kljást við að sjálfur ráðherra samgöngumála hefur gefið skít í hann opinberlega og það á fólk eftir að muna. Leiðréttingar í litlum klausum og afsökunarbeiðnir, sitja síður eftir í minni fólks.
Ég spyr:
HVENÆR DREPUR MAÐUR MANN OG HVENÆR DREPUR MAÐUR EKKI MANN?
![]() |
Kristján biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 22. september 2007
Margra manna maki!
Þúsund rósir og fleiri, á hún Jóhanna Sigurðardóttir inni hjá mér, fyrir að vera sá stjórnmálamaður sem stendur við það sem hún lofar og gott betur. Jóhanna er með slagkraft á við heilan her stjórnmálamanna og ég óska þess að það væru fleiri til eins og hún.
Kona eins og Jóhanna gefur mér trú að það sé hægt að breyta hlutunum til hins betra og hún er alvöru málsvari þeirra sem þurfa að heyrast og sjást en gera það sjaldnast.
![]() |
Boðar frekari stuðning við fjölskyldur langveikra barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr