Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Hallærishefð aflögð.

1

Skelfing yrði ég glöð ef við Íslendingar fetuðum í fótspor sænskra frænda okkar og dömpuðum þessari hallærislegu hefð að láta feður "gefa" dætur sínar í hjónabandið, eða til brúðgumans.  Eins og um bústofn eða fasteign sé að ræða.  Hefðir eru ágætar nema þegar þær standa í vegi fyrir breyttum hugsunarhætti sem auðvitað fela í sér nútímalegri siði.

Séra Hallin ætlar að verða einn af þeim fjölmörgu prestum sem neitar að leyfa þetta miðaldafyrirkomulag í sínum athöfum.

"Pör sem gifta sig eru jöfn þegar kemur að fjármálum, stjórnmálum og gildum, en þegar þau koma í kirkjuna er konan skyndilega eign mannsins”, segir Hallin og bendir á að það sé ekki sænskur siður að fylgja brúði að altarinu, heldur hafi Svíar tekið þetta upp úr breskum og bandarískum bíómyndum."

Höfum við ekki líka apað þetta upp frá amerískum bíómyndum, eins og slaufubílana, hrísgrjónaregnið og allt hitt krúsidúlluverkið?

Svíar eiga það til að vera ári flottir á því.

Ójá.


mbl.is Karlremba að feður fylgi dætrum að altarinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur með augum auglýsingabransans.

202104

Ætli auglýsingabransinn, almennt, viti að konur hafi heila?

205203

Pæling.


Íhaldið í ham!

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gefur út yfirlýsingar um breytingar á leikskólastarfsemi, gæsluvallapólitík og annað í þeim málaflokki fer um mig skelfingarhrollur.

Þegar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir talar um "nýja kynslóð gæsluvalla" grunar mig að þarna sé niðurskurður á þjónustu í farvatninu.

Það má vera að mínir fordómar gagnvart uppeldisstefnu Sjálfstæðisflokksins, tilkomnum vegna tilhneigingu þeirra til að húrra uppeldinu aftur heim í eldhús, í gegnum árin,  séu að verki.

Ef eitthvað jávætt kemur út úr þessum breytingum, borða ég alla mína sjóvettlinga.

Ójá.


mbl.is Hlutverk gæsluleikvalla endurskoðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með töluverðri virðingu fyrir lögreglunni..

..en róið ykkur á dramatísku tilburðunum.

Þeir láta eins og það eigi að afhjúpa eitthvað stórkostlegt listaverk.

Dópið er hulið pappírsrenningi og var "afhjúpað" kl. 10.

Hvað kostaði inn?

Ef konur létu svona, hvað ætli það yrði kallað?

Móðursýki?  Fyrirtíðaspenna?  Tunglsýki?  Dramakast?

Kannski allt þetta og meira til.

Á að blóðmjólka þenna fíkniefnafund til síðasta dropa?

Give me a farging break here!


mbl.is Lögreglan sýnir fíkniefnin sem fundust í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feminismi 1

105

Feminismi felur í sér þá róttæku hugmynd að konur séu fólk.

Er það nema von að það verði allt brjálað í kommentakerfunum hjá Sóley og Katrínu Önnu ef þær bjóða góðan daginn.  Kva!

Konur eru að kafna úr heimtufrekju.

Ójá


Sprautufíklar - áhöld.

Það þarf að gera áhöld fyrir sprautufíkla aðgengilegri en nú er og þau eiga að vera ókeypis. 

Landlæknir óttast að HIV-faraldur sé í uppsiglingu meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi.  Við þessu þarf að bregðast strax.

Það er nógu sorglegt samt að fólk sé að deyja úr neyslu án þess að þessi ófögnuður bætist ekki við.

Komasho.


Dramadrottningin ég!

Ég er dramadrottning, hef alltaf verið, en þessi skapgerðarbrestur fer eitthvað dvínandi, eftir því sem ég verð eldri.  Mér finnst allavega að ég verði að slaka aðeins á tilfinningaupphlaupunum, eftir að ég varð ráðsett amma og svoleiðis.

Ég man eftir fyrsta dramakastinu þegar ég var sex ára. Þá átti að setja mig í kjól sem mér líkaði ekki og fjandinn varð laus.  Það endaði með að múgur og margmenni hafði safnast saman til að róa drottninguna.

Þetta jókst síðan bara og setningar eins og þessar heyrðust oft ef dætur mínar gleymdu að laga til í herbergjunum sínum, vildu ekki matinn og þ.u.l.

"Þið slítið HJARTAÐ úr brjóstinu á mér"

"Ég myndi slíta af mér ÚTLIMINA til að gefa ykkur að borða " (Þessi vakti alltaf mikla lukku)

"Heimurinn sveltur og lítil börn DEYJA í milljónatali og þið neitið að borða"

"Ég er yfirkomin af HARMI vegna útgangsins hérna"

"Þó ég lægi hér í BLÓÐI mínu mynduð þið ganga fram hjá mér án þess að sópa mér upp"

"Það er heilt LÍFRÍKI að myndast í fatabingnum á gólfinu"

Dætur mínar eru stálheilbrigðar ungar konur þrátt fyrir að eiga þessa yfirspiluðu konu fyrir móður. 

Þess ber þó að geta að ég ýki BRJÁLÆÐISLEGA þegar ég segi frá og hendi mér í VEGG af eintómri viðleitni til að segja sannleikann hverju sinni.

Ójá.


Saga af Fíknó!

Mamma mín er frá Fáskrúðsfirði og þar af leiðandi ég líka.  En ég hef fjarvistarsönnun og ég kom ekki nálægt þessum heimaslóðum móður minnar, hvorki í gær né 2005 þegar skútan var skilin þar eftir.  Ég hef tvisvar sinnum heimsótt fjörðinn heim og það er orðið ógisla langt síðan.

Annars er kominn tími á að það finnist almennilegt magn fíkniefna og vonandi þeir sem fjármagna það í leiðinni.  Auðvitað á lögreglan þakkir skildar, en það þarf auðvitað ekki að þakka þeim fyrir að vinna vinnuna sína og svo gerðu þeir það svo ljómandi vel sjálfir á blaðamannafundinum í dag.

Þegar ég bjó á Laugaveginum var ég einu sinni veik heima og lá eins og slytti í rúminu.  Það var föstudagskvöld og húsbandið bauð sig fram í að labba út á Svarta Svan og kaupa mat handa sjúklingnum mér.  Út í hringiðu Laugavegsins hélt hann, en eins og fram hefur komið, áður, þá bjuggu dópistar á hæðinni fyrir neðan okkur.

Hvað um það, þegar minn heittelskaði er kominn að húsi Tryggingastofnunar, stoppar bíll, út stekkur hópur af mönnum, þeir hoppa á húsband og spyrja hvort þeir megi leita að fíkniefnum á honum.  Á meðan stöðvaðist hringiðan, fleirhundruð og fimmtíu manns fylgdust með, af alefli.  Húsband spurði hvað myndi gerast ef hann segði nei og hann fékk að vita að þá yrði farið með hann niður á stöð og blablabla.  Þar sem minn heittelskaði vissi af mér heimafyrir, blásaklausri að bíða eftir ruslfæði, lét hann gossa og var "þuklaður" skemmtilega frá toppi til táar í návist íslensku þjóðarinnar.  Hann spurði; hvers vegna ég og fékk það svar að hann byggi nú í þessu húsi þarna.

Síðan þá hef ég alltaf hugsað með ákveðnu glotti um fíkniefnalögregluna og stundum hef ég velt því fyrir mér hvort hún hefði ekki eitthvað betra að gera en að ráðast á einhverja dúdda úti á götu sem eru á leiðinni í sjoppuna eða eitthvað ámóta hversdagslegt.

En húsbandið segir að þetta hafi verið reynsla sem hann búi að, þó hann hafi gjarnan viljað vera án hennar. Hóst!

Ég fékk þó að borða þarna um árið.  Eitthvað bölvaðekkisens jukkeddíjukk eitthvað, en að borða samt.

Þökk sé Fíknó.

OMG.


mbl.is Þrír þeirra handteknu hafa verið leiddir fyrir dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú krullast ég upp..

..miðaldra konanWhistling  Mér finnst ekki par huggulegt að Spaugstofukarlarnir skuli ekki hafa staðið með félaga sínum, Randver, þegar honum var sparkað úr Spaugstofunni, en að fara að safna undirskriftum um málið er ótrúlegt.  Maðurinn hefur ekki einu sinni sýnt fram á neina löngun til að fá djobbið aftur.  Kannski er hann bara dauðfeginn heima hjá sér og þá er eitthvað lið með "samstöðu" að reyna að húrra honum í vinnuna með eða án vilja hans.  Kommon ég er ekki svona illa haldin af samkennd.

Bloggvinkona mín hún Heiða (www.skessa.blog.is) bloggar um þetta líka.  Ég spyr; eru engin stórvægilegri mál sem hvetja fólk til  bregðast við, bara núna í vikunni, svo dæmi séu tekin?  Hvað með dóminn fyrir nauðgunina, sem Hæstiréttur lækkaði? Hvað um að menn geti verið viðstaddir yfirheyrslur í Barnahúsi og verið samtímis grunaðir um barnaníð?  Hvað með húsnæðisleysi einstæðra foreldra? Og svo mætti lengi telja.

Ég las reyndar einhversstaðar að Páll Magnússon, útvarpsstjóri, keyrði um á rándýrum Audi, á kostnað skattgreiðenda.  Ég man þá tíma, þegar fólk sá ekkert athugavert við að borga og reka sína bíla sjálft.  Hvaða snobb og fíflagangur er þetta?

Frusssss, ég á ekki orð og skrifa ekki staf undir undirskriftalistann fáránlega.

Ég er hinsvegar með pennann á lofti þegar réttlætismál í þjóðfélaginu eru annars vegar.

Súmíbítmíbætmí.

Úje


mbl.is Styðja Randver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir mig frá edrúafmælisbarninu - Aukasnúra

61

Ég hef fengið yfir fimmtíu komment við afmælissnúruna hérna fyrir neðan.  Ég er hálf klökk og feimin, vegna allra fallegu kveðjanna, sumar frá fólki sem ég þekki ekki neitt.  Ég þakka ykkur öllum alveg kærlega fyrir mig.  Þetta gefur mér svo mikið og hvetur mig áfram.

Ég er búin að eiga góðan dag fram að þessu og ég efast ekki um að þannig muni dagurinn líða.  Sólin skín, það er ekki verra, en ég hefði ekki haft á móti rigningu og roki enda með sjúklegar hvatir þegar veður er annars vegar.  Þess meiri læti og hamagangur, því betra, finnst mér.

Þegar ég byrjaði að blogga, tók ég þá ákvörðun að blogga um batann minn og draga ekkert undan.  Ég gerði það vegna þess að ég var að baktryggja mig.  Leyndarmál og feluleikur hafa reynst mér hættulegir. Fyrir mig er þetta spurningin um að lifa af, ég á ekki neinn kvóta af endurkomum inni, í mínu tilfelli er þetta einfaldlega "do or die" dæmi.  Þessi ákvörðun hefur hjálpað mér fram að þessu.  Það eitt skiptir máli.  Öðrum henta aðrar aðferðir.  Ég er svo milljón prósent sátt við að leiðirnar að markmiðinu eru misjafnar og það sem meira er, mér gæti ekki staðið meira á sama, þó sumum finnist e.t.v. mín leið ekki vera hin rétta.

Nú á ég mánuð í eins árs edrúafmæli.  Það er heilmikill áfangi fyrir mig. 

Ég held að ég bjóði mér og familíu út að borða, þann 20. október, svei mér þá.  Hana, þá er það orðið skriflegt og löglegt.  Eins gott að standa sig.

Með hægðinni hefst það, einn dag í einu.

Takk aftur svo innilega fyrir mig. 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband