Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

HVAÐ ER ÞAÐ MEÐ...

..ofsatrúarmenn og húmor.  Þessi tvö element ná aldrei saman.  Það er sama lögmálið og með olíu og vatn.  Ekki nokkur leið á fá fram samruna.

Það má ekki djóka með Múhammeð og það má ekki djóka með Jesú.  Trúin er svo grafalvarleg að það kallar fram alvarlegt þunglyndi hjá venjulegu fólki.

Að tala um að taka sig alvarlega.

Sjáið trúarbloggarana hérna á Mogganum.  Þeir eru að eigin mati "on a mission from god" og það er sko ekkert til að brosa að.

Ef Guð væri í alvörunni í samstarfi við þetta fólk, myndi ég segja við hann:

"Guð þú hefur ekki hundsvit á PR-málum, þú verður að ráða þér nýja talsmenn og það á nóinu"

Æmsóhólýmólý"
Újejeje


mbl.is Dönsk blöð birta „Múhameðshundinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI LENGUR HÆGT HVAÐ???

.. það átti aldrei að vera hægt að fá áframtengingu í læsta síma.  Síminn er svo ömurlegt fyrirtæki þegar kemur að því að þjónusta viðskiptavinina.  Gerast mistök þá leyfa þeir sjálfum sér alltaf að njóta vafans.

Þegar ég sá þessa frétt þá þakkaði ég Guði fyrir eftirfarandi:

Að hafa skipt yfir í Hive ,þó það sé stundum smá vandamál með tengingu, símareikningurinn bætir það upp.

Að eiga dætur sem eru fluttar að heiman, því þær hefðu NOTAÐ þetta gat all verulega, held ég að ég geti fullyrt.  Þvílíkar símadömur sem ég á.  Það er varla hægt að ná Maysunni á mynd nema talandi í gemsann.  Sara og Helga hafa róast.

Að símareikningar sem voru á við meðal álverksmiðju, heyra nú sögunni til.

Kæri Guð, tack så jätte, jätte mycket.

Hejdå!


mbl.is Ekki lengur hægt að fá áframtengingu á farsíma úr læstum símum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÆR ERU AÐ YFIRTAKA HEIMINN..

1

..eins og ég hef margoft haldið fram, köngulærnar sko.  Ég blogga reglulega um þessa köngulóarfóbíu sem ég er haldin og fær mig til að gera undarlegustu hluti.  Eins og að hoppa út um glugga, stökkva hæð mína, standa og garga hjálparvana, læsa mig inni, úti og gráta eins og líf mitt hafi verið slegið stórkostlegum harmi.

Ég hef líka marg talað um að ég þori ekki að drepa þær eða reyna það, að því ég er nánast viss um að þær muni koma, í skjóli nætur og hefna sín, skríða á mér, þar sem ég ligg varnarlaus í rúminu mínu og þær munu að sjálfsögðu ekki komar einar, ónei, þær munu koma í fylgd allra stóru og feitu ættingjanna og vinanna.

Nú eru þær farnar að færa sig upp á skaftið.  Í Texas hafa þeir fundið risastóran köngulóarvef sem er allt að 190 metra breiður.  Það er verið að leiða að því líkum að köngulóahópur hafi unnið saman að gerð vefsins.  Ekki láta ykkur detta í hug að köngulær séu bara hlaupandi fífl á 500 fótum.  Ónei, þær eru með samráð, samvinnu og mjög skýr markmið.

Þær ætla að yfirtaka heiminn og við.. við manneskjurnar erum sunnudagsmaturinn.

Krípístöff!

Ænó


mbl.is Risavefur í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEI, VEI, VEI

 

Loksins, loksins er haustið komið.  Ekki samkvæmt sumum, sem vilja halda í sumarið og vonast eftir framlengingu á því.  En smekkurinn er misjafn, eins og gengur.  Sumarið er fínt, en haustið er æðislegt.  Ég var tryllt úr hamingju (sko hljóðlátur tryllingur) í gærkvöldi, í rigningunni og rokinu. 

Ég kveikti á kertum, klæddi mig eins og fífl (já ég veit, erfitt að trúa, ég sem er alltaf fullkomin, heima og að heiman) og óð um allt innvafin í teppi.  Svo er september kominn og það er haustmánuður skv. almanaki. og því leyfilegt að búra sig inni.

Nú þarf ég ekkert að vera með móral yfir því að vera ekki alltaf farandi og gerandi.  Á sumrin eru allir að fara að gera eitthvað stórkostlegt og þá fæ ég oft samviskubit yfir að vilja ekki gera neitt nema tjilla.  Ætli ég sé svona löt?  Nebb, ég er vetrarbarn, fædd í janúar.  Ég þekki minn stað í tilverunni.

Annars ætla ég bara að bjóða góðan daginn, gott fólk og óska ykkur gleðilegs hausts, með mörgum nýslátruðum lömbum, engum innmat (viðbjóður), helling af berjum og góðum nömmum sem fylgja árstíðinni.

Sjáumst á eftir.  Ætla að fara að drekka nokkur köff.

Ójá


VANTAR HUGMYNDIR - HJÁLP

 

Í dag hef ég hlegið óvanalega mikið, og nú er ég komin með hlaupasting af hlátri.  Það er vegna þess að ég þekki svo skemmtilegt fólk, sem er hreinlega að ganga frá mér.  Ég verð að hætta að vera í sambandi við þetta lið, ef ég á að sleppa lifandi frá þessu svei mér þá. 

Ég þurfti að róa mig niður og fór á youtube.  Ég skellti mér í David Bowie og fór í nostalgínuna, alveg hreint.  Ég var auðvitað löngu hætt að hlægja og var nærri farin að grenja.

Ég set einn Bowie hérna inn og þið skuluð hlusta damn it.

http://www.youtube.com/watch?v=QSTfaQytLEU

Ég verð með brunch á sunnudaginn fyrir stelpurnar mínar og fjölskyldur þeirra en Maysa og fjöslkylda fara heim til London á mánudaginn.

Nú fer ég fram á uppástungur á matseðil.

Brunch og ég vil hafa hann flottan.

Komasho.

Úje


« Fyrri síða

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2987754

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband