Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
ÍSLENSKA KJÁNAHROLLSVEITAN EHF
Á hverju ári kemur einhver snillingurinn fram með "tibute" til þekktra útlenda söngvara og/eða hljómsveita. Þarna er meðalmennskan lofsömuð með örfáum undantekningum þó, svo ég gæti nú sanngirni.
Í fljótu bragði minnist ég nýlegrar sýningar um Tinu Turner og Queen. Hvorutveggja sá ég aðeins í sjónvarpi og takk fyrir mig. Mér var ekki skemmt án þess að ég fari lengra út í þá sálma. Kona sem ég þekki slysaðist inn á Tinu Turner sýninguna, með vinnustaðahóp og sagði mér að hún hafi verið komin langleiðina undir borðið, undir skemmtilegheitunum. Þetta er kona sem er ekki neitt sérstaklega andstyggilega þenkjandi.
Nú á að taka Presley "tribute". Kannski er það flott. Ég myndi alveg vilja hlusta á Bjarna Ara taka Presley, en maðurinn syngur Presley betur en Presley sjálfur, fjárinn hafi það.
Ég ætla að sitja heima.
Love me tender!
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
BRILLJANT HUGMYND
Ég er ekki hrifin af París Hilton, né heldur því sem hún stendur fyrir, en hún má alveg vera eins og hún er í friði fyrir mér. París og systir hennar vilja 500 þúsund dali fyrir að mæta í veislur á gamlaárskvöld. Sniðug hugmynd. Ætli þær séu fjárvana?
Ég þekki til fólks, og hef gert í gegnum tíðina. sem rekst illa í veislum. Það eru kallaðar gleðifælur í minni fjölskyldu. Þessar krúttsprengjur skandalisera með víni, rífa kjaft, móðga, æla á stofugólfið og verða verulega illskeyttar. Er ekki þjóðráð fyrir íslenska veisluhaldara að koma sér upp sameiginlegri verðskrá fyrir vandræðagemlingana og borga þeim fyrir að halda sig heima? Þekkja ekki allir svona gleðimorðingja? Alveg er ég viss um að veislurnar verða mun menningarlegri ef hægt er að losan við þennan illviðráðanlega fylgifisk.
I am a genius, yes I am, yes I am.
Úje
![]() |
Hilton systur vilja 500 þúsund dali fyrir að mæta í teiti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Í DAG HEF ÉG..
..hringt út um allar trissur og útréttað til hægri og vinstri. Ég hef líka búið um mig, farið í sturtu, burstað tennur, neh róleg bara, ætla ekki að fara út í smáatriði og skemmta þar með skrattanum.
..farið til læknis sem sagði mér að hætta að reykja (hvaða læknir gerir það ekki?), borða heilsusamlega (sem ég núþegar geri) og hreyfa mig. Það gerir ég reyndar ötullega, þið ættuð að sjá taktana, þar sem ég sit fyrir framan tölvuna. Alveg stöðugt á hreyfingu. Fyrir þessar ráðleggingar, borgaði ég eitthvað af fjármunum. Alesatt.
..reynt að troða mér inn hjá sérfræðingi nokkrum, sko fyrir jólin en komst að því að sérfræðingar og Jesú eiga það sameiginlegt að það er nánast vonlaust að fá hjá þeim deit.
..arkað í búð og keypt döðlur. Það er alltaf verið að predika yfir manni um gæði lífrænt ræktaðs fæðis og ég keypti þekkt merki úr þeim geira. Þegar heim var komið, þurfti ég næstum stækkunargler til að geta virt fyrir mér döðlukvikindin, þær voru agnarsmáar, krumpaðar og ljótar. Ég henti þeim.
Ég ætla að leggja mig. Vaknaði svo snemma vegna læknisheimsóknarinnar. Ég er ein af þeim sem klæði mig til heilsu. Í dag varð það svarta Jackie Onassis dragtin, svartar sokkabuxur og svartir skór. Var að hugsa um að skella mér í jarðaför á heimleiðinni, bara af því ég var klædd í það, en hætti við. Fór heim og bloggaði fyrir ykkur aularnir ykkar.
Ég er farin að halla mér í hálftíma eða svo.
Woman is the nigger of the world
Újejeje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
DANIRNIR ALLTAF SVO ÓÞEKKIR
Það kemur mér ekki á óvart að Danirnir hunsi reykingabanni á veitingahúsum, sem reyndar gekk í gildi á miðnætti.
Dönum hefur alltaf verið uppsigað við reglur að ofan. Ég á erfitt að sjá fyrir mér að reykingabannið verði virt á pöbbunum, t.d. í Köben. Reyndar er lyktin á hverfispöbbunum í borginni ekkert sérstaklega góð. Þar er súr brennivíns- og tóbakslykt, sem er ekki alveg að gera sig hjá mér. Svona lykt sem minnir á langvarandi partý, þar sem allir hafa drukkið þar til þeir gátu ekki meir, reykt á sig óþrif og sofnað síðan hist og her. Semsagt, þefur dauðans. Það mætti alveg koma einhverjum böndum yfir reykgleðina hjá þessum frændum okkar, en að sjálfsögðu að hafa mannréttindin í heiðri, sem er meira en hægt er að fara fram á, búi maður á Íslandi á dögum Þorgríms Þráinssonar og því sem hann er samnefnari fyrir.
Það er til eitthvað sem heitir hinn gullni meðalvegur. Ég er að leita að honum.
Það mættu tóbaksvarnarnefndir heimsins líka gera.
Cry me a river!
Úje
![]() |
Reykingabann hunsað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
KLÁMHUNDAR BENDA Á BARNALAND
Hverslags heimur er þetta sem við lifum í? Klisjukennd spurning ég veit það, en hvergi er fólk öruggt fyrir manneskjueftirlíkingum sem ásælast börn, kynferðislega.
Tvö barnabarna minna eiga síður á Barnalandi. Núna nýlega lokaði önnur dóttir mín sinni síðu með lykilorði. Maysa mín í London hefur síðuna hans Olivers opna, enda hefur henni ekki dottið í hug fremur en mér, að einhver færi þar inn nema í þeim eina tilgangi að fylgjast með fjölskyldunni.
Erlend klámsíða sem birtir einkum myndir af ungum drengjum hefur vísað notendum sínum á myndir sem vistaðar eru á vefnum barnaland.is.
Varað var við þessari síðu á spjallsvæði Barnalands og foreldrar og aðrir umsjónarmenn heimasíðna barna hvattir til að læsa myndasíðum sínum. Erlenda síðan er í gestabókarformi og geta lesendur hennar sett inn færslur þar sem þeir vísa í myndir af ungum drengjum, sem helst eru á aldrinum 2-9 ára, eins og fram kemur á síðunni.
Ég ráðlegg öllum sem eiga síður þarna inni að loka þeim hið snarasta.
Ég verð að segja eins og er, og það má vera að ég sé hreint ótrúlega naive, en þetta hafði ég ekki hugmyndaflug í.
Hvað get ég sagt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
DÚNDURFRÉTTIR..
..ef eitthvað nýtt er til með Lennon sem maður hefur ekki heyrt. Ég kaupi "The Very Best of Mick Jagger" bara fyrir Lenna. Flott að Jagger fylgir með í kaupbæti.
Ég bíð spennt.
Ætli það séu til fleiri upptöku óútgefnar með snillingnum?
I wish
Úje
P.s. Nú er ég farin að ganga með hausinn undir hendinni. Enn eitt fréttabloggið. Fruuuuuss
![]() |
Dúettsöngur Jaggers og Lennons gefinn út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
SVONA HUGMYND MYNDI SETJA U.S.A. Á HÖFUÐIÐ
Bæjarstjórinn í Varallo Sesia, sem er bær á N-Ítalíu ætlar að borga fólki fyrir að grennast. Sniðug hugmynd en fólk þarf að missa minnst 3 kg. á mánuði til að fá greitt. Hm.. en hvernig ætli þetta myndi ganga ef USA tækju upp á þessu til að minnka offituvandann sem er ekki lítill þar í landi? Nú er þetta einn af alvarlegri s.k. velmegunarsjúkdómum og ekki vitlaust að hvetja fólk með þessum hætti. En mikið rosalega fjármuni myndi það kosta. Mér er sagt að þar sé ekki óalgengt að sjá fleiri fermeta víðáttur aftan á einni manneskju.
Vildi að ég gæti sagt að þetta hefði hjálpað mér á megrunarárunum. En hjá mér var megrun listgrein, lengi vel. Engar greiðslur hefðu þurft að koma til í mínu tilfelli þar sem ég var ánetjuð allri mögulegri vanlíðan og þar á meðal var innifalinn tómur magi og meinlætalifnaður, af og til.
Íslendingar eru lean and mean og þurfa ekkert á þessu að halda.
Úje
P.s. Enn eitt fréttabloggið. Hvar endar þetta? Ætli ég fari ekki á endanum upp í 1. sætið þrátt fyrir að það sé mér algjörlega á móti skapi?
![]() |
Fá greiðslur fyrir að megra sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
BÖLVAÐUR HROKAGIKKURINN
Ég legst hér með á hnén og bið til allra Guða í alheiminum, að Giuliani endi ekki sem forseti Bandaríkjanna. Maðurinn fær Georg W. Bush til að hljóma eins og friðardúfu.
Giuliani telur það ekki þjóna hagsmunum Bandaríkjanna, að stofnað verði sjálfstætt Palestínuríki, sem þá "styðji við bakið á hryðjuverkamönnum."
Halló, Hr. Paranoja! Heimurinn snýst ekki bara í kringum hagsmuni Bandaríkjanna.
"Þetta kemur fram í grein sem Giuliani skrifar í tímaritið Foreign Affairs. Þar segir hann ennfremur að of mikil áhersla hafi verið lögð á friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna, sem hann segir að fari í sífellda hringi."
Alltof mikil orka sem eytt er í friðarumleitanir.
Get a lvie, geta a grip.
Úhúje
P.s Þetta er fréttablogg, alveg ferlega ódýrt af mér ég veitða.
![]() |
Giuliani kveðst mótfallinn stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
VIRKIR ALKAR OG DÓPNEYTENDUR!
Sem óvirkur alki sem ástundaði mína drykkju ötullega, þar til ég gat ekki meira, veit ég og get skrifað upp á að það er langt því frá, í lagi með fólk í neyslu. Fólk (hm) gleymir, gengur á veggi, talar tungum og gerir allskonar, sem engin allsgáð manneskja léti sér detta í hug.
Að hringja í lögreglu til að kvarta yfir sviknu kókaíni, held ég þó að sé hámarkið á ruglinu, a.m.k. því sem ég hef heyrt af ævintýrum fíkilsins, fram á þennan dag. Þessi kona sem býr í Ameríku hafði keypt, það sem hún hélt vera krakk-kókaín (hvað sem það nú er) og var svona stórlega misboðið yfir svindlinu að hún lét lögguna koma á staðinn.
Halló - ert´eggi með kona?
Sumir þurfa í meðferð og það strax.
Mæli með því, gerir kraftaverk fyrir heilastarfsemina.
Úje
![]() |
Hringdi í lögregluna til að kvarta yfir kókaíninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
SKÚBB?? BOLUR HORFINN MEÐ ÖLLU!
Hvað varð um bol? Hann er horfinn af vinsældarlistanum og útmáður með öllu? Nú dey ég úr forvitni. Mogginn verður að svara.
Þetta hefur ábyggilega aldrei gerst áður.
OMG
Ég spring úr forvitni.
Verður engin afhjúpun?
Nú liggjum við í því.
Újejeje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr