Leita í fréttum mbl.is

SVONA HUGMYND MYNDI SETJA U.S.A. Á HÖFUÐIÐ

1

Bæjarstjórinn í Varallo Sesia, sem er bær á N-Ítalíu ætlar að borga fólki fyrir að grennast.  Sniðug hugmynd en fólk þarf að missa minnst 3 kg. á mánuði til að fá greitt.  Hm.. en hvernig ætli þetta myndi ganga ef USA tækju upp á þessu til að minnka offituvandann sem er ekki lítill þar í landi?  Nú er þetta einn af alvarlegri s.k. velmegunarsjúkdómum og ekki vitlaust að hvetja fólk með þessum hætti.  En mikið rosalega fjármuni myndi það kosta.  Mér er sagt að þar sé ekki óalgengt að sjá fleiri fermeta víðáttur aftan á einni manneskju.

Vildi að ég gæti sagt að þetta hefði hjálpað mér á megrunarárunum. En hjá mér var megrun listgrein, lengi vel.  Engar greiðslur hefðu þurft að koma til í mínu tilfelli þar sem ég var ánetjuð allri mögulegri vanlíðan og þar á meðal var innifalinn tómur magi og meinlætalifnaður, af og til.

Íslendingar eru lean and mean og þurfa ekkert á þessu að halda.

Úje

P.s. Enn eitt fréttabloggið.  Hvar endar þetta?  Ætli ég fari ekki á endanum upp í 1. sætið þrátt fyrir að það sé mér algjörlega á móti skapi?


mbl.is Fá greiðslur fyrir að megra sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég væri til í að fá greitt *dæs*......enginn vandamál með innfallinn magi hér, frekar útstæður og sístækkandi! Maður gerir víst ekki neitt lengur nema fyrir peninga....enda dýrt að vera alltaf að endurnýja fataskápinn vegna þess að manni finnst gott að borða....lífið er stundum eitthvað svo önnfer....

Sunna Dóra Möller, 14.8.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Sunna Dóra lífið er svo f... önnfer.  Dæs!

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 20:57

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Dæs.

Þröstur Unnar, 14.8.2007 kl. 21:04

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er þetta mynd af Einarrrrrrri?

Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 21:05

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Úff, þín megrunarár hljóma svipað og mín. Engar greiðslur þurfti þar. All for the pleasure of pain . Öll mín föt eru þannig gerð að þau eru annað hvort víð eða þröng á mér . Legg samt ekki í föt sem ég átti fyrir síðustu barneign...

Þessi mynd er hinsvegar afar skerí... (draugakall)  

Laufey Ólafsdóttir, 14.8.2007 kl. 21:06

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Löggan er á móti svona aðgerðum

Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 21:11

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 hlustaðu kona

Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 21:38

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hei.... hvar er Dúa? Horfin af bloggvinalistanum mínum. Samt sá ég blogg frá henni í dag. Eða er ég orðin rugluð?

Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 21:44

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvar í ósköpunum grófstu upp þessa mynd Jenný

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2007 kl. 22:30

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

kaninn getur notað peninginn sem fer í stríðsrekstur í að grenna liðið, ég á eftir að fá martröð útaf þessari mynd hjá þér

Huld S. Ringsted, 14.8.2007 kl. 22:37

11 identicon

Já vinur minn býr í Frakklandinu og kemur við einu sinni á ári til Íslands og finnst Íslendingar blása út með hverju árinu sem líður.  Við þurfum eiginlega að fara að líta í eigin barm þegar kemur að offituvanda.  Því við erum á hægri en öruggri siglingu í að verða eins og þeir.  Enda gætum við alveg eins verið ein stjarnan í flaggi  þeirra , því við högum okkur eins.  Erum feit og eigum fullt af jeppum og pallbílum.... 

johann (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 22:56

12 identicon

Sko, þú þarna kona, þú bloggar of mikið.
Hefurðu heyrt það áður?
Ég fer í tölvuna einu sinni á dag, og þá þarf ég alveg að fletta í gegnum nokkrar síður hjá þér til að reyna að keep up!

Maja Solla (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 23:00

13 Smámynd: krossgata

Þessi á myndinni notar stærri brjóstahöld en ég!!! Hlýtur að sauma saman tvær fallhlífar *arg*

krossgata, 14.8.2007 kl. 23:22

14 Smámynd: Elín Arnar

heheh já Maja, hún er ótrúleg, 10 færslur á dag! Konan er bloggdæla og ekkert minna, ætti að fá greitt fyrir þetta. Geturðu ekki dílað við einhver fyrirtæki Jenný til að auglýsa á síðunni þinni svo þú getir keypt þér nýja skó fyrir allt bloggeffortið?  

Elín Arnar, 14.8.2007 kl. 23:22

15 Smámynd: Halla Rut

Sexí gæi þetta.  Já USA mundi fara á hausinn, eða ekki. Það mundi engin megra sig held ég.  Þegar ég fór fyrst til USA þurfti ég áfallahjálp á flugvellinum þegar ég lenti. Ég var gjörsamlega í sjokkinu yfir öllum offitusjúklingunum sem ég sá. Ég hef aldrei séð jafn feitt fólk á ævi minni. Í samanburði er engin feitur á Íslandi.  Mikill fjöldi fólks var á litlum bílum og í hjólastólum því það gat ekki gengið vegna offitu.  Enda voru skammtastærðir á öllum mat og drykk þarna mjög óeðlilegar en yfirleitt gat ég ekki lokið við nema um 1/4 af því sem ég fékk. En steikurnar, jammi jamm, ég fékk mér steik öll kvöldin en þau voru sex.

Halla Rut , 14.8.2007 kl. 23:44

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elín fixaðu auglýsendur fyrir mig.  Eins gott að græða á maníunni meðan hún endist.  Muhahahahaha

Þið hafið ekkert betra að gera en að lesa þær perlur sem hrynja frá lyklaborði mínu.

Jóna, Dúa henti út öllum bloggvinum sínum um daginn.  Veit ekki um framhaldið. 

Mig langar í steik Halla Rut.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 23:47

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

þessi mynd er pínu skerí, ég myndi ekki vilja vakna ein heima og þessi maður standandi yfir rúminu hjá mér! Pínu óþægileg hugsun svona rétt fyrir svefninn og eiginmaðurinn ekki heima.........svo á maður ekki að hugsa svona....þetta er örugglega ekkert vondur maður, svona blekkir útlitið......eða ég veit það ekki og er farin að rugla og að sofa....góða nótt og munið að það besta sem Guð hefur skapað er nýr dagur !

Sunna Dóra Möller, 14.8.2007 kl. 23:50

18 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Athyglisverður vinkill á vandamálinu. Sjálfsagt hafa Ítalirnir reiknað þetta vandlega út og koma því út í gróða fyrir þjóðfélagið. Offita mun taka til sín allar skatttekjur hins vestræna heims í náinni framtíð. Reykingamaðurinn hefur greitt upp í sinn kostnað við kaup á dýru tóbaki og svipað má segja um vínneytandann. Hvar hefur offitusjúklingurinn greitt aukalega. Eigum við að setja á þungaskatt?

Gunnar Skúli Ármannsson, 15.8.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband