Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

KVENKYNS VINDTSTRÓKAR - HVÍ?

1

Ég veit að fellibylir eru alvarlegt mál.  Velkist ekki í vafa um það.  En af hverju eru þeir, nær undantekningarlaust skýrðir kvenmannsnöfnum?  Eru þetta ekki bölvuð karlrembusvín sem eru að kalla þetta eyðingarafl eftir konum svona til að ýta undir mýtuna um að konur séu beljandi vargar sem æði um og engu eiri.

Ég man aðeins einu sinni eftir fellibyljaseríu sem hét karlkynsnöfnum.

Nú er það Flossie.  Svei mér þá ef það var ekki einu sinni einn sem hét Jenný og lagði heilan helling í rúst.

Má ekki bara hvorugkynsnefna þessi fyrirbrigði.

Ég er orðin hundleið "áessu" Ég segi það satt.

Újejeje


mbl.is Fellibylurinn Flossie stefnir á Hawaii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BARÁTTAN Í FULLUM GANGI..

v

..á öllum vígstöðvum.  Hallinn er fyrir hendi stelpur..

réttum hann af..

allsstaðar þar sem við rekumst á hann..

og lyfta.

komasho

Úje


BOLUR KONUNGUR

 

Ég skemmti mér konunglega yfir konungi Moggabloggs, honum Bola Bolssyni.  Hann hefur á undraverðum tíma náð í 1. sæti hins umdeilda vinsældarlista hér á blogginu.  Ég hef Bol grunaðan um að vera að sýna fram á að það er nóg að fréttablogga ötullega (svona nokkurveginn við hverja einustu frétt) án þess að leggja nokkuð eða örlítið til frá eigin brjósti en ná samt að tróna á efsta sæti vinsældarlistans.

Annars er mér sama, hann hefur eiturgóðan húmor og pirrar mig ekki nokkurn skapaðan hlut.  Hann ætlar að afhjúpa sjálfan sig í dag.  Ég get ekki beðið. 

Ég held að þetta sé pabbi hans Hrólfs.  Eða Dúa vinkona mín.  Segi svona.  Ég hallast í alvörunni að Hrólfi.

Kemur í ljós...

ekki seinna en í dag,

Holdjorselfs!

Úje


ER FÓTUR FYRIR ÞESSU?

1

Ég ætla ekki að fara að gera grín að því af þessum Japana sem ók á vélhjóli heila 2 km. áður en hann tók eftir því að hann hafði misst annan fótinn.  Mér finnst hins vegar furðulegt að það skuli teljast frétt.  Er það ekki löngu vitað, að þegar líkaminn finnur til mikils sársauka, eykst endorfínframleiðsla hans að því marki að fólk dofnar og sársaukinn hverfur?

Fóturinn fannst og ég vona að manninum heilsist vel.

Kannski er kappsemin svona öflug hjá sumu fólki að það finnur hvorki né sér í öllum látunum.

Vélhjól, hm..

Bítsmí!

Úje

 


mbl.is Tók ekki eftir því að fóturinn var horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HIÐ FRJÁLSA FRAMTAK KÆFT Í FÆÐINGU

 

Þessi unglingur, snillingur, villingur, sem þýddi Harry Potter um leið og hún kom út,  og gerði það vel, að sögn rannsóknarlögreglumannanna í Frakklandi, var ekkert minna en handtekinn fyrir vikið.  Hann mun þó ekki verða ákærður fyrir athæfið.  Það er fyrir tilstilli höfundar Harry Potter og því sleppur strákur með skrekkinn.

Það er ekki fyrr en 26. október sem franska þýðingin kemur út. 

Ég meina það, þarna er náungi á ferð sem á eftir að gera góða hluti.

Ég held þeir hefðu átt að ráða strákinn í verkefni hjá útgáfufyrirtækinu.

Sumir þekkja bara ekki sinn vitjunartíma.

Bítsmí.

Úje..


mbl.is Potter-piltur slapp við ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ROSLEGA HELD ÉG AÐ BANDARÍSK STJÓRNVÖLD..

1

.. séu orðin þreytt á biðinni eftir að Fidel geyspi golunni.  Karlinn hefur reyndar alltaf sent þeim fingurinn og komist upp með það.  Ég vona að hann verði allra karla elstur.  Ég er svolítið höll undir karlinn, þó að sjálfsögðu sé ýmsu ábótavant hjá honum, eins og reyndar líka í nágrannalandinu USA. 

Ég las um daginn að Raol bróðir hans hafi verið að rétta fram sáttarhönd til bandarískra stjórnvalda en þeir slegið á hana og sagst ekki vilja hafa neitt með kúbönsk stjórnvöld að gera á meðan ekki sitji þar lýðræðislega kjörin stjórn.  Ég skil þau rök.  En svo verður mér hálf óglatt, því Bandaríkjamenn hafa stutt og komið að valdhöfum sem hafa akkúrat enga lýðræðislega tengingu.

Fídel er auðvitað óskað til hamingju með daginn, þrátt fyrir að ég efist um að þessi auma bloggsíða sé lesin á Kúbu.

Hehe..læfisfunný!

Úje

 


mbl.is Kastró fagnar 81s árs afmæli sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEIMILDARMAÐURINN UM MENNINGARNÓTT

1

Heimildarmaðurinn í hringiðunni sem þessi fjölmiðill hefur ráðið í vinnu, vill koma eftirfarandi á framfæri.

Menningarnótt breytist eftir miðnættið og verður að mikilli ómenningarnótt.  Heimildarmaðurinn hvetur viðkvæma til að fara heim í tíma.

That´s what the man said.  Dem, dem, dem.

Úje

 


HIÐ BESTA MÁL

..að ekkert verður af plötusamningi bresku 6 ára stúlkunnar, Connie Talbot við Sony fyrirtækið.  Villimaðurinn Simon Cowell hafði lofað stúlkunni (eða foreldrum hennar) plötusamningi.

Hvað hefur 6 ára gamalt barn að gera út í þennan iðnað?  Eru það ekki foreldrarnir sem eru sárir?  Ég ímynda mér að svona ungt barn sé ekki skemmt á sálinni þó þetta gangi ekki eftir.

Ég hef reyndar ekki mikið álit á foreldrum sem troða ungum og ómótuðum barnssálum inn í harðan heim skemmtanabransans, þar sem þau hætta að fá að vera börn og njóta æskunnar áhyggjulaus.  Nægur er tíminn til að vera fullorðinn með öllu því sem það hefur í för með sér.

Simon Cowell er svo annað mál út af fyrir sig og ég hef raunar ekki margt um hann að segja.

Hístinks!

Gott að barnið slapp.

Úje


mbl.is Simon Cowell sveik sex ára gamla stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞESS SEM MAÐUR SAKNAR...

..frá Íslandi þegar maður býr í útlöndum er æði margt.  Fyrir nú utan hressandi storma og úrkomu, miðnætursólarinnar og lyktarinnar af vorinu, þá voru það nú yfirleitt, slælgæti, matvörur og stemmingsgjafar sem stóðu upp úr.  Ég fór að velta þessu fyrir mér þegar ég las færslu hjá einhverjum bloggvina minni um sælgæti.  Þegar ég bjó í Svíþjóð, varð ég stundum heltekin af löngun eða söknuði eftir eftirfarandi:

1. Lindubuffi, Krummalakkrís, Tópasi og Síríuslengjum, kók í lítilli glerflösku, harðfiski, lambalæri, steiktri ýsu, kremkexi (what?), kótilettum í raspi, soðnum laxi og brauðsúpunni hennar mömmu.

2. Jólin voru ónýt vegna þess að jólakveðjurnar á Þorláksmessu voru fjarri góðu gamni ásamt messunni á aðfangadag.  Málinu reddað annað árið með því að hafa teip með upptökum ársins á undan.  Nærri því skotgekk, ekki alveg.

3.  Skortur á skötulykt á Þorláksmessu varð mér tilefni til sorgar. Ég sem aldrei legg mér þennan viðbjóð til munns hvað þá heldur að ég hefði leyft eldun á óþverranum í mínu eldhúsi.  Fjarlægðin og fjöllin geta svo sannarlega ruglað mann í ríminu.

5. Haustið var glatað í Svíþjóð, sko á meðan ég hafði aðgang að því.  Alltaf rjómalogn og það tók eilífðartíma að falla af trjánum.  Jesús Pétur hvað ég er búin að sakna sænska haustsins eftir að ég afsalaði mér rétti mínum til þess.

Það er sama hvernig ég sný mér.  Hlutir verða betri, stærri og merkilegri í fjarskanum, þe ef maður að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur.  Ég ætla ekki að missa mig í söknuð eftir jólaskinku, kjötbollum og Jansons Frestelse af því að ég er viss um að það var ekki eins unaðslega gott og mig minnir að það hafi verið. Örgla bara svona la-la.

Fjalægðin og fjöllin þið vitið.

Jajamensan,

Úje 


TEXAS - HELVÍTI Á JÖRÐ?

 

Það er verið að reyna að skýra út aftökugleði Texasbúa, langt umfram önnur ríki í USA.  Talið er að skýringin á þessu sé að leita til íhaldsemi þeirra og mótmælendatrú ásamt "menningarlegri" blöndu gamla suðursins og villta vestursins.

Kannski á þessi refsigleði sér skýringar í sögulegum bakgrunni.  Hvað mig varðar þá skiptir það engu máli og réttlætir ekki neitt.  Skýringar Gyðingahaturs Hitlers er talið eiga sér skýringu í þeim viðhorfum sem hann ólst upp  við.  Ég heyri ekki marga, mæla honum bót.

Það er talið öruggt að yfirvöld í Texas muni taka af lífi fanga nr. 400 í þessum mánuði, frá því að dauðarefsingar voru aftur leyfðar í Bandaríkjunum.  Fjórar aftökur eru bókaðar þar í ágúst.  Texasbúar eira engu.  Þeir taka geðsjúka og þroskahefta af lífi, án þess að blikna.

Að taka líf er aldrei réttlætanlegt.

Og af því að Texasbúar eru svo sterkir í trúnni hvernig væri að tileinka sér eftirfarandi?

Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir.

Amen og úje


mbl.is Menning og trúarbrögð sögð skýra aftökugleði Texas-búa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.